Morgunblaðið - 03.09.1988, Side 13

Morgunblaðið - 03.09.1988, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988 13 Laugardalur: Samkeppni um listaverk Menntamálaráðuneytiðj Borg- arstjórn Reykjavíkur, _ Iþrótta- samband Islands og Ólympíu- nefnd bjóða félögum í Sambandi íslenskra myndlistarmanna til samkeppni um listaverk, sem staðsett verður við íþróttamið- stöðina i Laugardal í Reykjavík. Veitt verða peningaverðlaun fyr- ir þijár bestu tillögurnar, sam- tals að andvirði 850.000,00 kr. Frestur til að skila tillögum renn- ur út 1. mars á næsta ári. Að sögn Gísla Halldórssonar, formanns dómnefndar, er þetta í fyrsta skipti sem íþróttahreyfingin gengst fyrir samkeppni af þessu tagi, en hugmyndin að henni vakn- aði fyrir 6 — 7 árum. Samaranch, forseti Alþjóða ólympíunefndarinn- ar (IOC) sýndi málinu áhuga, er hann var hér á ferð fyrir nokkrum árum og standa vonir til þess að nefndin taki einhvern þátt í kostn- aði vegna listaverksins. Verkinu verður komið fyrir á 25 sinnum 25 metra reit fyrir framan íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardalnum. Umfang þess á að miðast við stærð reitsins og má það vera allt að sex metra hátt. Val efnis í listaverkið er frjálst, en þar sem hér er um útilistaverk að ræða er ætlast til þess að það þoli veðrun um langa framtíð. Verkið á að tengjast íþrótt- . um og útiveru í táknmáli sínu. í dómnefnd eiga sæti Gísli Hall- dórsson, tilnefndur af Ólympíu- nefnd, Níels Hafstein og Sigurður Örlygsson, tilnefndir af Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Stefán Snæbjömsson, tilnefndur af Menntamálaráðuneytinu og Þor- valdur S. Þorvaldsson, tilnefndur af Reykjavíkurborg. Ritari dóm- nefndarinnar er Gunnar B. Kvaran, en trúnaðarmaður og tengiliður milli útboðsaðila og dómnefndar er Jóhanna S. Einarsdóttir. Frestur til að skila tillögum renn- ur út þann 1. mars 1989. Þrenn verðlaun verða veitt: 1. verðlaun eru 450.000,00 kr., 2. verðlaun 250.000,00 kr. og 3. verðlaun 150.000,00 kr. Auk þess er dóm- nefnd heimilt að kaupa listaverk fyrir 150.000,00 krónur. Tillögum- ar verða sýndar á Kjarvalsstöðum í síðari hluta maí. Gísli Halldórsson segir, að ákveð- ið hafí verið að veita há verðlaun til þess að stuðla að góðri þátttöku í samkeppninni. Oft hefði brunnið við, að fáir sendu tillögur þegar efnt hefði verið til keppni af þessu tagi, en vegleg verðlaun ættu að hafa hvetjandi áhrif á listamennina. Eldur í Stálvík ELDUR kom upp í skipasmíða- stöðinni Stálvík í Garðabæ klukk- an 8.45 á fimmtudag. Verið var að vinna við logsuðu í bát og komst eldur í tjöru og rusl. Varð af eldur og mikill reykur en slökkvistarf tók skamma stund. Litlar skemmdir urðu á bátnum en nauðsynlegt gæti orðið að skipta um einangrun á hluta hans vegna reykskemmda. MARKAÐSÞEKKING ÚTFLUTNINGSKUNNATTA VILTU VERDA KUNNATTUMADUR í ÚTFLUTNINGIOG MARKADSSÓKN? Þér gefst færi á eins vetrar námi til aö ná því marki? -án þess aö þaö komi niður á vinnunni. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS ■ V UTFLUTNINGS OG MARKAÐSSKOLI ÍSLANDS TMf IC ( I ANDIC' INSTITUTt. OF MAtTKf TINC, AND EXPfTfÍr Ánanaustum 15-101 Reykjavík - Sími (91) 62-10*66 RÍÓ er alveg ekta... RlÓkaffipakkinn er harður og lofttæmdur því þannig helst RÍÓkaffið ferskt og bragðríkt alla leið í bollann þinn. Rjúkandi RÍÓ -hörkugott kaffí AUK hf. 93.3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.