Morgunblaðið - 03.09.1988, Page 45

Morgunblaðið - 03.09.1988, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988 45 „Hinir ómótstæðilegu . Brynhildur og Hjörtur í hlutverkum g'læpaparsins, Ástráðs og lagskonunnar. Björk Jakobsdóttir lék ein- stæðu móðurina og litli maður- inn er Birkir Freyr Þrastarson. „Kátir Piltar": LEGGJA LEIKLISTINA FYRIRSIG Kátir Piltar er hljómsveit sem kemur upprunalega úr Hafnarfirði. Þeir komu fram á sjónarsviðið í vor og gáfu þá út sína fyrstu hljómplötu sem bar titilinn „Einstæðar mæður“. Með- limir hljómsveitarinnar hafa ýmislegt annað fram að færa en músik og hafa nú lagt út á hála braut leiklistarinnar. Fyrsta kvikmynd þeirra „Hinir ómót- stæðilegu" var sýnd í sjónvarp- inu í júlímánuði. Þessi hálftíma kvikmynd byggir á minningum um lögregluforingj- ann Eliot Ness sem réði ríkjum í Chicago borg á þriðja áratugnum og lagði AlCapone glæpaforingja á kné. I myndinni, sem er auðvitað í léttum dúr er sagt frá alþjóðlegum glæpamanni, Ástráði Ástvaldssyni, sem á í höggi við lögregluforingjann Neliot S. og hans harðsnúna gengi. Ástráður þessi vekur á sér athygli með því að stela aleigunni frá ein- stæðri móður, það er að segja hann nappar bami hennar, og vinnur hylli móðurinnar að lokum. Til sög- unnar kemur einnig Addi Stuð, bjargvættur einstæðra mæðra. Nú eru hálfþessir kátu piltar að vinna að nýrri mynd í svipuðum dúr, með kímnina að leiðarljósi. Verður hún væntanlega sýnd í sjón- varpinu um jólaleytið. Þeir hyggja jafnframt á frekari plötuútgáfu, en hvort næsta plata verði tileinkuð giftum mæðrum, eða bara einstæð- um feðrum, er á huldu að svo komnu. Grímhildur grimma lét það flakka að Diana Ross ætti von á öðru barni sinu ntn ára- mótin. Hún og norski marg- milljónerinn, Arne Naess, eiga einn son fyrir og lifa mj ög ein- angruðu lífi, það er, þau eru ekki að flika fjölskyldu sinni fyrir framan myndavélar forvi- tinna. Bæði eiga hjónin þrjú börn af fyrra hjónabandi. Diana er sögð mjög ill vegna myndarinnar „Dream Girls“ sem verið er að gera um líf hennar, með Whitney Houston i aðalhlutverki. Hún hefur reynt með aðstoð lögfræðinga að stöðva framleiðslu á mynd- inni, en óvist er hvað verður. Þessar vinkonur eiga heima í Garðabæ og þar héldu þær hlutaveltu til stuðnings Félagsstarfi aldraðra þar i bænum og söfnuðu nær 2.000 kr. Telpurnar heita: Hrönn Jónsdóttir, Edda Rán Jónsdóttir og Jóhanna Arnaldsdóttir. — Og á myndinni til hægri er Erna Kristjánsdóttir. Símar 35408 og 83033 KOPAVOGUR Víðsvegarum bæinn AUSTURBÆR Rauðagerði Háahlíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.