Morgunblaðið - 03.09.1988, Síða 53

Morgunblaðið - 03.09.1988, Síða 53
53 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988 TENNIS / BANDARIKIN Becker og McEnroe úr leik Óvænt úrslit í 2. umferð opna bandaríska meistaramótsins TVEIR af allra þekktustu tenn- isleikurum heims, Vestur-Þjóð- verjinn Boris Becker og Banda- ríkjamaðurinn John McEnroe, töpuðu báðir gegn lítt þekktum tennismönnum í 2. umferð opna bandaríska meistara- mótsins ítennis ecker náði sér aldrei á strik gegn Ástralíumanninum Darr- en Cahill og sá síðamefndi sigraði auðveldlega, 6-3, 6-3, 6-2. Cahill er algjörlega óþekktur og kom þessi sig^ur hans og slök frammistaða Beekers mjög á óvart. Það var einnig Ástralíumaður, Mark Woodforde, sem sló McEnroe út úr mótinu. Leikurinn var spenn- andi en lauk 7-5, 4-6, 6-7, 6-3, 6-1. Svo skemmtilega vill til að Ástralíumennimir, sem slógu báðir svo frækilega í gegn, eru æskufé- lagar. McEnroe, sem þekktur er fyrir skapvonzkú í garð dómara, hélt uppteknum hætti i leiknum og með- al annars gekk hann einu sinni til yfírdómarans og sagði: „Gerði ég þér eitthvað í fyrra lífí áður en við komum hingað? Sovézka stúlkan Natalia Zvereva, sem er ein fremsta tennis- kona heims, er dottin úr keppni í einliðaleik kvenna. Bandaríska stúlkan Kim Steinmetz sigraði hana strax í 1. umferð, 4-6, 6-3, 6-4. Borls Becker — úr leik í 2. umferð opna bandaríska meistaramótsins. KNATTSPYRNA Forsala hafin á Evrópuleiki Vals og Fram Forsala aðgöngumiða á Evr- ópuleiki Vals og Fram eftir helgina verður i dag í Kringl- unni milli kl. 11.00 og 16.00 og á mánudag í Kringlunni og í Austurstræti milli kl. 11.00 og 18.00. Miðaverð er kr. 750 f stúku, 500 í stæði og 200 fyrir böm. Sértilboð á stúkumiðum er í gangi og gildir eingöngu í forsöl- unni. Stúkumiðar á báða leikina kosta 1.200 krónur í stað 1.600, sem þeir kosta annars. GLÍMA / BRETLAND Arnar Marteinsson sigraði í axlatökum ÍSLENZKIR glímumenn gerðu góða ferð til Bretlands á dög- unum. Þeir fóru þangað til að sýna íslenzka glímu og keppa í fangbrögðum en Morgun- blaðið hafði áður greint frá, að það vœri á döfinni. Amar Marteinsson sigraði í opnum flokki í axlatökum á móti í Rothesay í Bretlandi og varð þar Bretlandsmeistari. Aðrir glímu- menn stóðu fyrir sínu í ferðinni, þótt engum þeirra tækist að sigra nema Tryggva Héðinssyni en hann sigraði í axlatökum í flokki yngri en 15 ára á móti í Burton. Þrettán íslenzkir glímumenn fóm utan og með þeim tveir fararstjór- ar. Auk þess að keppa í Rothesay og Burton, sýndu þeir og kepptu á nokkmm öðmm mótum í Skotlandi og N-Englandi. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Mörg eriend lið vilja fá íslenska leikmenn 7 ÍSLENSKU landsliðsmennirn- ir í handknattleik hafa ekki aðeins verið í sviðsljósinu hór heima að undanförnu heldur einnig víða erlendis. Mörg félög hafa sýnt áhuga á að fó íslenska leikmenn og eftir að Ijóst var að Atli Hilmarsson fœri til Spánar eftir Ólympíu- leikana í Seoul má segja að símalínur hjá HSÍ hafi verið rauðglóandi. Askrifstofu HSÍ fengust þær upplýsingar að einkum félög í Frakklandi, Portúgal og Spáni hefðu spurst mikið fyrir um lands- liðsmennina og á Spánarmótinu í síðasta mánuði fengu margir þeirra gimileg tilboð. Samkvæmt reglum geta íslenskir leikmenn, sem leika með íslenskum liðum, ekki skipt yfír í erlend félög eftir 31. júlí ár hvert. Árangur íslenska landsliðsins hef- ur hins vegar vakið mikla athygli og einkum sækja Spánverjar stíft að styrkja lið sín. Á Spáni hefur handknattleikurinn þegar fengið gífurlegar ijárhæðir til uppbygg- ingar fyrir Ólympíuleikana 1992, en þeir verða haldnir í Barcelona. Stefnan er að gera veg hand- knattleiksins sem mestan og fyrsta skrefíð í þeirri uppbygg- ingu er að styrkja 1. deildar liðin, sem síðan á að skila sér í sterk- ara landsliði. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN Barcelona keypti leikmenn fyrir 757.5 miljónir ísl. kr. BARCELONA kemur til íslands, í Evrópuieikinn gegn Fram í nœstu viku, með hvorki meira né minna en ellefu nýliða - leik- menn sem félagið þurfti að greiða „litlar11757.5 millj. ísl. króna fyrir. Eftir sl. keppn- istímabil voru miklar breyting- ar gerðar hjá Barcelona og ákveðið var að Johann Cruyff fengi það hlutverk að gjör- breyta liðinu. ÆV Íkjölfarið fóru forráðamenn fé- lagsins að leita eftir nýjum leik- mönnum og þegar upp var staðið voru þeir búnir að kaupa ellefu þekkta leikmenn, sem flestir hafa klæðst spænska landsliðsbúingin- um. Þeir leikmenn sem Barcelona þurfti að borga mestu peningaupp- hæð fyrir, komu frá nágranaliðinu Espanol, en Barcelona mætir ein- mitt Espanol á morgun í fyrstu umferð spænsku 1. deildarkeppn- innar. Þetta eru leikmennimir Miguel Soler, sem kostaði 157.5 millj. ísl. kr. og Emesto Valverde, sem kostaði 77.5 millj. Eftirtaldir leikmenn voru keyptir til Barcelona - nöfn, félög og pen- ingaupphæð í millj. fsl: króna: MiguelSoler.......Espanol 157.5 Valverde..........Espanol 77.5 Baquero.....Real Sociedad 67.5 Serma.............Sevilla 62.5 Unzue.............Osasuna 57.5 Goicoechea............... 57.5 Eusebio....Atletico Madrid 57.5 Salinas....Atletico Madrid 57.5 BeguiristainReal Socieddad 57.5 Requarte...Real Socieddad 52.5 Hierro.........Valladolid • 52.5 Það er ekki mörg félög sem geta státað af ellefu nýjum leikmönnum - leikmönnum í fremsta flokki, þegar nýtt keppnistímabil hefst. - HANDKNATTLEIKUR Mistök og misskilningur hjá KA - segirJón Hjaltalín Magnússon um þjálfaramál félagsins Eg ræddi við KA-menn á Akur- .i eyri meðan á Flugleiðamótinu stóð og þá kom í ljós að þjálfar- inn, sem þeir höfðu ráðið og feng- ið upplýsingar unn var ekki sá sem þeir vildu ráða. Eg benti þeim á að þeir höfðu gert mistök og bauðst til að fá staðfestingu júgó- slavneska handknattleikssam- bandsins á því sem og ég gerði. Aðalsteinn Jónsson, formaður handknattleiksdeildar KA, fer því með rangt mál í Morgunblaðinu í gær og vil ég að hið rétta komi frarn," sagði Jón Hjaltalín Magn- ússon, formaður HSÍ, við Morgun- blaðið. Jón hafði samband við blaðið vegna fréttar um þjálfaramál KA og sagðist ósáttur við að sitja undir ásökunum Aðalsteins. „KA. hafði samband við júgóslavneska sambandið í sumar og bað um upplýsingar um Miskovic. Sá eini sanni er mjög þekktur og KA- menn fengu upplýsingar um hann, en ekki þann sem þeir réðu. Sá ræddi við okkur Ingvar Viktors- son á HM unglinga í Júgóslavíu í fyrra, ekki í sumar, og óskaði eftir starfí á íslandi. Ég sinnti því ekki frekar þvi ég taldi hann ekki þeim hæfíleikum búinn til að þjálfa íslenskt félagslið. Bambir kvennalandsliðsþjálfari hafði í sumar samband við Ivan Snoj, formann landsliðsnefndar Júgó- slavíu, sem sagðist hafa sagt KA að hann bæri enga ábyrgð á við- komandi þjálfara, og í framhaldi af því sagði Bambir mér frá mis- tökunum og ég lét KA-menn vita. Þetta er leiðinlegur misskilningur og verst að KA-menn sáu ekki í gegnum þetta strax, þar sem við- komandi þjálfari hafði komið til íslands og rætt við þá persónu- lega,“ sagði Jón. TOPPLEIKUR I DAG VALUR - VÍKIIMGUR kl. 17.00 á Hlídarenda O heppnir áhorfendur ... fá einn kassa af Pepsi hver 1 o heppnir áhorfendur . fá einn Pepsibolta hver 1Ö heppnir áhorfendur .. fá eina Pepsitösku hver Það verður sannkölluð Pepsistemning á Hliðarenda Allirá iföllinn Knattspyrnufélagið Valur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.