Morgunblaðið - 15.09.1988, Síða 4

Morgunblaðið - 15.09.1988, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 ísfilm stofnar Stöð 3: Blandað auglýsinga- og áskriftarsjónvarp ÍSFILM HF hyggst hefja sjónvarpssendingar á nýrri rás, Stöð 3, einhvern tíma á næsta ári og hefur sótt um rekstrarleyfi til út- varpsréttamefndar. „Þessi hugmynd hefur verið í gangi frá því að Isfilm hf var stofnað,“ sagði Indriði G. Þorsteinsson stjórnarmað- ur í fyrirtækinu og einn stofnenda þess. „Og nú er meirihlud eig- enda samþykkur því að ráðast í þetta.“ „Við höfum talað um 6-8 stunda útsendingatíma á dag og að út- sendingar nái til Reykjavíkur og nágrennis," sagði Indriði. „Sent verður út upplýsinga- og skemmti- efni, engar fréttir. Þær verða tekn- ar inn f sérstökum þáttum eftir því sem tilefni gefst til. Við ætlum að byggja þetta töluvert upp á eig- in dagskrárgerð og brydda uppá nýjungum eins og því að sjónvarpa beint frá uppákomum sem eru í gangi hér og annars staðar." Indriði sagði að um yrði að ræða blandað auglýsinga- og áskriftar- sjónvarp. „Við munum loka ein- hverju af efninu, einkanlega á þeim tíma þegar úr mörgu er að velja, svo sem seint að kvöldi," sagði hann. Aðspurður um hvort það þýddi að væntanlegir áskrifendur þyrftu að festa fé í sérstökum, myndlyklum eða hvort hægt yrði að nota myndiykla fyrir stöð 2, sagði Indriði að þeir félagar vildu benda á að myndlykill væri í eigu þess einstaklings sem keypti hann og hlyti sá að ráða yfir tækinu. „Það þýðir það að ef við sendum honum númer getur hann stimplað það inn ef til kemur að við notum sömu afruglara og eru til fyrir á heimilunum." Aðspurður um aðgang að er- lendu efni sagði Indriði að þau mál væru í skoðun. „Við erum fyrst og fremst að sækja um leyfið og þegar það er fengið er allt í stökk- stöðu til þess að binda þá hnúta sem binda þarf í sambandi við þetta," sagði Indriði G. Þorsteins- son. Eigendur ísfílm hf eru SÍS, Haust hf, sem er fyrirtæki Indriða, Jóns Hermannssonar og Ágústs Guðmundssonar, Almenna bókafé- lagið, Dagblaðið Tíminn, Fijáls flölmiðlun hf og Jón Aðalsteinn Jónsson. Forráðamenn Stöðvar 2 sögðu í gær að þeir litu svo á að mynd- lykla sem notendur hefðu keypt til að ná sendingum Stöðvar 2 mætti ekki nota til að ná öðrum sjón- varpsstöðvum. I/EÐURHORFUR íDAG, 15. SEPTEMBER YFIRLIT f GÆR: Um 500 km vestur af Snæfellsnesi er 998 mb lægfi á hreyfingu norfiaustur, en hægfara 1.035 mb hæð skammt vestur af íriandi. Veður fer kólnandi þegar líöur á nóttina, fyrst vestanlands. SPÁ: Á morgun (fimmtud.) verður vestan- og norðavestanátt á landinu, víðast kaldi. Skúrir verða vestanlands og við norðurströnd- ina, en annars þurrt. Suðaustanlands verður lóttskýjað. Hiti verður ó biiinu 7—12 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Hæö skammt suðvestur af Bretlandseyj- um, en lægð á ferð norðaustur Grænlandshaf. HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: SuAvestanátt. Rigning eða súld um sunnan- og vestanvart landið, en vfðast þurrt á Norður- og Austurlandi. Hlýtt f veðri. r:,am m w T W' > VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hftl veður Akureyri 16 alskýjað Reykjavík 12 aúld Bergen 13 hilfskýjaft Helsinki 11 akýjaft Kaupmannah. 13 skýjaft Narssarseuaq 6 alskýjað Nuuk 4 rígning Osló 15 skýjaft Stokkhólmur 14 akýjaft Þórshöfn 10skýja« Algarve 24 heiftskírt Amsterdam 16 úrkoma Barcalona 21 skýjað Chlcago 11 heiftskfrt Feneyjar 18 skýjað Frankfurt 14 skur Glasgow 13 léttskýjað Hamborg 14 skýjað Las Palmas vantar London 13 skúr Los Angeles 16 skýjaft Lúxemborg 13 skýjaft Madríd 19 léttskýjað Malaga 31 léttskýjaft Mallorca 16 rigning Montreal 9 skýjaft New York vantar Parls 16 rigning Róm 21 skýjað San Diego 18 alskýjaft Winnipeg 3 heiðskírt Stöð 3: Freydís NOKKUÐ er alltaf um að skútur unni. Voru eigendur skútunnar á hafi viðkomu í Reykjavíkurhöfn á skemmtisiglingu og höfðu við- leið sinni austur eða vestur um komu hér á leið sinni frá Grænl- haf. Þessi þýska skúta, Freydís, andi til Þyskalands. hafði viðkomu í höfninni í vik- Tíðnisvið vandfundið - segir Gústaf Amar hjá Pósti og síma GÚSTAF Araar yfirverkfræðing- ur hjá Pósti og sfma segir að það geti orðið ýmsum vandkvæðum bundið að frnna nýrri sjónvarps- stöð tfðnisvið. „Þegar Stöð 2 var á sínum tima úthlutað rás var ljóst að það tíðni- svið sem við höfðum notað fyrir Ríkissjónvarpið fram að því dugði ekki til. Því bættum við einni rás við, rás 12, sem óvíða er notuð fyrir sjónvarpssendingar. Þá var nokkuð ljóst að ekki yrði hægt að koma við fleiri stöðvum til viðbótar á Reykjavíkursvæðinu. Nýja stöðin yrði því væntanlega að fara upp á UHF-sviðið. Það þýðir að notendur yrðu að kaupa sér ný loftnet til að ná þeirri stöð,“ sagði Gústaf Amar. Aðspurður um hvort til greina kæmi að færa rásir frá Ríkissjón- varpinu til annarra sjónvarpsstöðva sagði Gústaf að slíkt væri vissulega mögulegt en slíkt gæti haft bæði fjár- útlát og óþægindi í för með sér fyrir notendur. „Hins vegar er las ég fyrst um þetta í Morgunblaðinu í morgun og þetta mál hefur ekkert verið skoð- að hér enn. Ef stjómvöld veita rekstr- arleyfi og okkur berst erindi um þetta munum við að sjálfsögðu líta á málið og reyna að finna leiðir til að leysa það,“ sagði Gústaf Arhar. Grímsey, Raufarhöln Kópaskerj .Kolbeinsey 2 Kl. 20:20 á mánudag, 5,3 stig á Richter 3 Kl. 23:00 og 24:23 á mánudagskvöld, báðir u.þ.b.jjtig á Richter járésfe\4'.fiár við Grímsey 1 Kl. 14:40 á föstudag, upphafsskjálftinn 4 Fjöldi smærri skjálfta frá föstu- degi til mánudags .. , "V. 3 Siglunes , íXA , Husavík { Glidnunar- j belti <= =í>! 50 km Akureyri Morgunblaðið/ GÓI Dregur úr skjálftum Engar jarðhræringar fundust i Grímsey í gærdag, en nokkrar hræringar komu þó fram á jarð- skjálftamæli í eynni. Klukkan 8.15 í gærkvöldi kom siðan einn snarpur kippur sem fannst mjög greinilega. Jarðvisindamenn sem fóru frá Grímsey i gærdag töldu þá að verið væri að draga úr jarðhræringunum að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.