Morgunblaðið - 15.09.1988, Síða 5

Morgunblaðið - 15.09.1988, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 5 Sjö hluthafar kaupa Fóðuriðjuna Ólafsdal Búðardal. NOKKRIR aðilar komu saman í Saurbæ fimmtudaginn 4. ágúst sl. til að stofna hlutafélag um kaup og rekstur Fóðuriðjunnar Ólafsdal. Hluthafar eru sjö talsins, Saur- bæjarhreppur, Búnaðarfélag Saur- bæjarhrepps, verksmiðjustjóri og fleiri einstaklingar. Rekstur Fóðuriðjunnar hefur ekki gengið sem skyldi undanfarin ár og þar hefur fjármagns-, orku- og viðhaldskostnaður vegið þyngst. Á árunum frá 1984 hefur verið um offramleiðslu á graskögglum að ræða, samhliða stórfækkun búfjár í landinu. Nú hafa tvær verksmiðjur hætt framleiðslu grasköggla og er það von þeirra sem eftir eru í þessari Kópavogur: Arekstur varð við um- ferðarljós HARÐIJR árekstur varð við mót Þverbrekku og Nýbýlavegar laust fyrir hálfátta á þriðjudags- kvöld. Umferðarljós eru við gatnamótin og þar rákust tveir fólksbflar sam- an. Bflamir skemmdust báðir mikið. Annar ökumannanna var fluttur til skoðunar á slysadeild en hann kvartaði um eymsli í mjöðm. Báðir ökumenn notuðu öiyggisbelti. Mótorhjól í ofsaakstri TVEIR ungir piltar voru stöðvað- ir af lögreglunni í Hafnarfirði, þar sem þeir geystust á mótor- hjólum sínum á of mildum hraða eftir Hafnarfjarðarvegi á þriðju- dagskvöld. Annar piltanna ók hjóli sínu á 117 kílómetra hraða, en hinn ók á um 100 km hraða. Slæm aksturs- skilyrði voru þegar piltamir tveir voru stöðvaðir, rigning og myrkur. V' TOSHIBA örbylgjuofnarnir 10GERÐIR Verð við allra hæfí ________________ Einar Farestveit&Co.hf. MMAXnMW.MiM.fft) IMHiUMff.MlffiPMt Leið 4 stoppar við dymar framleiðslu að þeir geti selt hana. Á sumrin vinna 11 starfsmenn í verksmiðjunni en á vetuma em 3—4 starfsmenn. Verksmiðjustjóri er Sæmundur Kristjánsson. Fram- leiðsla verksmiðjunnar hefur verið 1.000—1.400 tonn á ári. Sölusvæði verksmiðjunnar er til bænda á Vestfjörðum, Vesturlandi og einnig fóðurvörudeildar SÍS. Framleiðsla verksmiðjunnar hef- ur líkað mjög vel og hafa margir bændur kúplað út innflutta fóðrinu og gefíð grasköggla í staðinn. Það er mjög jákvæð þróun að sóa ekki gjaldeyri þjóðarinnar að ástæðu- lausu. „ . ,. - Knstjana Daglega stígur fjöldi Kjörbókareigenda eitt þrep uppá við. Og fær milljónir í staðinn. Já, Kjörbókareigendur góðir og aðrir áhuga- menn um góða ávöxtun sparifjár. Þrepahækkun Kjörbókarinnar er komin til framkvæmda. Afturvirkir vextir eru reiknaðir á þær inn- stæður sem hafa legið óhreyfðar í 16 eða 24 mánuði, Þúsundir Kjörbókareigenda náðu 16 mánaða markinu í lok apríl og daglega bætast fleiri við sem fá reiknaða viðbótar- vexti á sínar innstæður. ( desember mun fjöldi Kjörbókareigenda stíga annað þrep upp á við, - 24ra mánaða Kjörbókarþrepið. Og fá enn fleiri milljónir í staðinn. Kjörbókin ber háa vexti auk verð- tryggingarákvæðis, verðlaunar þá sérstak- lega sem eiga lengi inni en er engu að síður algjörlega óbundin. Ársvextir á Kjörbók eru nú 20%, 16 mánaða vaxtaþrepið gefur 21,4%, og 24 mánaða þrepið 22%. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.