Morgunblaðið - 15.09.1988, Page 7
Norðurárdalur:
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988
7
Þrír slas-
ast í veltu
ÞRÍR voru fluttir á sjúkrahús
eftir að amerískur jéppi valt á
veginum við Svartagil í Norður-
árdal aðfararnótt sunnudags.
Fjórir voru í bílnum og er öku-
maður grunaður um ölvun.
Bíllinn lenti á hvolfi utan vegar
og köstuðust þeir sem slösuðust út
úr honum. Fólkið var flutt á sjúkra-
húsið á Akranesi og þar lágu tveir
þeirra enn á þriðjudag, talsvert slas-
aðir en ekki taldir í lífshættu. Bíllinn
er ónýtur.
Skákmótið í Sochi:
Jón L. og
Helgi gerðu
jafntefli
JÓN L. Árnason og Helgi Ólafs-
son gerðu báðir jafntefli í skák-
um sínum í níundu umferð skák-
mótsins i Sochi í Sovétríkjunum,
sem tefld var í gær. Jón L. tefldi
við stórmeistarann Damljanovik
og Helgi við Brasko, en þessir
tveir eru báðir Júgóslavar.
Staðan á mótinu er óljós vegna
§ölda biðskáka, en Sovétmaðurinn
Dolmatov er efstur með 5,5 vinn-
inga og biðskák. íslendingamir eru
báðir um efri hluta mótsins. Jón
L. er með 5 vinninga og Helgi með
4,5 vinninga. Tíunda umferð á
mótinu verður tefld í dag, en alls
verða umferðimar þrettán.
EITT MERKI
— ÓTAL GERÐIR
Þaö fást yfir 20 gerðir af MAZDA
323, ein þeirra hentar þér
örugglega. Til dæmis
MAZDA 323 SUPER SPORT:
• Samlitir stuðarar, hlífðarlistar
og speglar.
• Ný, glæsileg luxusinnrétting.
• 1.3 L eða 1.5 L vélar, 5 gíra
kassi.
• Belti við öll sæti og dag-
Ijósabúnaður.
• Sérlega hagstætt verð.
Athugió sérstaklega:_
Ný, hagstæðari greiðslukjör
en áður hafa þekkst!!
Opið laugardaga frá kl. 1-5.
mazoa
BÍLABORG HF.
FOSSHALSI 1, S. 68 12 99.
FLJÚGÐU MEÐ OG FINNDU MUNINN
Þú færd aukið rými - fyrir þig.
'
FLUGLEIÐIR
k110d20-175