Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 FASTEIGNÍ HÖLLIN MIÐBÆR - HAALEITISBRALTT 58 60 35300-35301” Fasteignaeigendur okkur vantar allar stœrftir og gerðlr fasteigna i söluskrá. Skoðum og verð- metum fyrlr seljendur samdesgurs. Ekkert skoðunsrgjald. Dúfnahólar - 2ja Glæsil. ca 65 fm íb. á 7. hæð. Mikið útsýni. Bílsk. Ákv. sala. Laus. Sólheimar - 3ja Mjög góð 3ja herb. suðuríb. 96 fm á 6. hæð. Mikil og góð sameign. Ákv. sala. Ljósheimar - 4ra Glæsil. íb. á 7. hæð. Ib. er laus, Fífusel - 4ra Mjög góð ib. á 3. hæð. Þvottaherb. inni í ib. 18 fm aukaherb. i kj. Bilskýli. Sam- eign nýstands. Einbýli - Mosfeilsbæ Glæsjl. einnar h. einbhús 145 fm + 40 fm tvöf. bílsk. á einum besta stað í Mosfellsbæ. Skiptist m.a. f 3 góð svefn- herb., fataherb. innaf hjónaherb., gestasnyrting og bað. Einbýli - Kóp. Vorum aö fá í sölu glæsil. einbhús ca 160 fm sem skiptist þannig. Á hæð: Stofur, eldhús, 3 svefnherb., húsbónda- herb., baö og gestasn. Neöri hæö: Mögul. ó lítilli íb. Innb. bflsk. Verönd. Gróin lóð. Myndir og teikn. á skrifst. Myndbandaleiga Til sölu ein stærsta myndbandal. ó höfuöborgarsv. Mikiö fylgifé. Uppl. ó skrifst. Söluturn - Austurbær Til sölu gott fjölskfyrirtæki. Afh. strax. í smíðum Suðurhlíðar - Kóp. Glæsil. 2ja ibúða hús sem skiptist þann- ig: 2ja herb. jarðhæð 64 fm. Efri hæð: 7 herb. ca 200 fm + bilsk. og geymsl- ur. Stærri íb. er á tveimur hæðum. Teikn. á skrifst. Afh. I des. 1988. Hreinn Svavarason sölustj., Ólafur Þoríáksson hri. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Yofir menningar- slys yfir okkur? eftir Gísla Jónsson 1. Ég er orðinn dauðþreyttur á linnulausu þrugli um eftiahagsmál í blöðum og vörpum. Um dag- vexti, hagvexti, nafnvexti, raun- vexti og dráttarvexti; uppfærslu, tilfærslu, niðurfærshi, millifærslu og undanfærslu. Ég skil ekki þessa hagfræði. Nema bara eitt: Ég er alveg á móti því, að færa niður það lága kaup sem óbreytt frystihúsfólk fær, meðan forstjór- inn veltir sér upp úr milljóna- íburði á skrifstoftinni og ekur á bens frá vinnustað að heimili sem gjama er í hinni vondu höfuð- borg, ef ekki er alltof langt á milli. Ég er líka á móti því að lækka laun afgreiðslufólks í stór- markaði, meðan verslunarhallir eru byggðar svo títt, að ekki hefst undan að nota þær. En það var ekki um þetta sem ég ætlaði að skrifa. 2. Það er reyndar margt gott að frétta. Elsta hús Akureyrar er fyrir nokkru uppbyggt og gætt Iífí, sömuleiðis elsta steinhús á íslandi úti í Viðey. Margvísleg umhverfísvemd á upp á pallborðið hjá mönnum. Reynt er að veija gróðurlendi, íslenskur texti er settur á kvikmyndir og jafnvel talaður, íslensk málstöð er haldin. Við ætlum okkur að varðveita móðurmálið, við erum enn son og dóttir flest hver, komum réttri stafsetningu á þjóðskrána og símaskrána, og bráðum endur- heimtist þomið á vegabréfín, held ég- Við reynum að varðveita fegurð staða og landsvæða, við ætlum að hafa hreint loft og fagurt land. En við erum ekki ein í heiminum, sem betur fer, og heldur ekki ein um að eiga fagurt land, og víðar er gróðurvemd og viðhald fomra mannvirlq'a, jafnvel málvemd. Úti um alían heim er þjóðemi, að vísu misvel varið. En eitt hefur forsjóninni þókn- ast að fá okkur íslendingum ein- um til varðveislu, einum allra manna í víðri veröld. Og hvem- ig skyldum við gæta þess? Ætlum við að gerast þeir ættlerar og afglapar á torgum að týna því sem okkur einum er trúað fyrir? Ætl- um við að gera okkur að athlægi um alia heimsbyggðina með því að sökkva þeirri perlu í sjó sem þangað og þaðan yrði aldrei fram- ar sótt? 3. Krakki bögglaðist ég við, eins og gengur, að yrlq'a bögur, og var að vonum ekki björgulegt. Þá heyrði ég stundum fólkið segja í blöndu af uppörvun og vorkunn- semi: þetta stendur þó nokkum veginn í hljóðstöfunum hjá þér. Einhvem veginn vissi ég hvað þetta þýddi, svona nokkum veg- inn. Fólkið heima vissi flest hvað hljóðstafír voru, sk}mjaði þá ósjálfrátt, skólagengið lítt eða ekki. Langamma mín fædd undir óskoruðu einveldi Danakonungs, vissi það upp á hár og kunni vel að yrkja. Éða Gunna gamla. Hún sem kunni hundmð sálma, svo að ekki sé nú annað talið, og gat ort, ef hún vildi. Eða Gamla (-Fríða). Hún sem kunni sögumar og ævintýrin og orti kankvíslega texta undir dægurlögum. Auðvitað vom til menn sem ekki heyrðu hljóðstafagrein. En þeir vom færri og ekki trútt um að þeir væm ekki í hávegum hafð- ir. Þetta var löngu eftir að afgang- urinn af veröldinni hafði týnt allri tilfínningu fyrir stuðlum og höfuð- stöfum sem lærðir útlendingar kölluðu allitterasjón og böggluð- ust stundum við að reikna út. Þegar þeir ætluðu að hafa stuðla í kvæðum sínum, þá fór í verra. 4. Það er vel hægt að kenna mönnum að yrkja með hljóðstöf- um. Allir hljómvísir menn eða músíkalskir em sjónæmir á þetta, og aðrir geta reiknað þetta út eftir reglum og áunnið sér með þjálfun, ef ekki vill betur til. Ég tala af reynslu, því að ég kenndi þetta ámm saman undir lands- próf. Þeir sem næmasta höfðu tilfinninguna, lærðu þetta á ör- skömmum tíma. Vel veit ég að stuðlar og höfuð- stafír hafa ekki verið í tísku um sinn. Við því er ekkert að segja. Menn mega yrkja óstuðlað mín vegna, ef þeim þykir það bráð- nauðsynlegt. Og ég skil vel að eitthvað hlyti að haggast fleira en hús og mannslíf í heimsstytj- öldinni síðari. Atómsprengjan var víðtæk. En tískubylgjur ríða alltaf yfír, og ekki era öll miðaldakvæði okkar Islendinga ort upp á hljóð- stafagrein, svo ég noti nú orðalag blessaðs Guðbrands biskups. En þegar úr hófi keyrði, tóku menn í taumana, svo sem biskup sá sem ég nefndi rétt í þessu. Hann krafð- ist þess að sálmar, sem í kirkj- unni syngja skyldi, væm „upp á hljóðstafagrein útlagðir". Má ég rétt nefna Einar í Eydöl- um Sigurðsson sem orti þessa ein- földu speki: Kvæðin hafa þann kost með sér, þau kennast betur og lærast ger, en málið laust úr minni fer... Ómar Ragnarsson má eiga þakkir fyrir hagyrðaþáttinn í spumingakeppninni. Þó að sá þáttur yrði oft og tíðum þreyt- andi, þá sýndi hann ræktarsemi við foman arf. Og viti menn: Böm á íslandi tóku að kveðast á eins og í gamla daga. Ég heyrði þetta. Þau skynja að vísu rímið betur en stuðlana, en mjór er mikils vísir. Flestir krakkar læra líka ennþá eitthvað af stuðluðu máli, sem betur fer, en það er bara of lítið og tilviljanakennt. 5. Nú, nú, og hvað þá? Hvað vill maðurinn? Hann vill í fyrsta lagi biðja ykkur að lesa þó ekki væri nema það sem Heiðrekur, Hannes Pétursson og Kristján frá Djúpa- læk hafa ort og sagt um „ljóð- stafí", „hvítan galdur úr goða- mörk“, samhengi máls og menn- ingar, „djúprættan gróður", laun- ung kynstofnsins". Hann vill í öðm lagi biðja alla þá, sem Gisli Jónsson „Hann vill í öðru lagi biðja alla þá, sem íslenskukennslu stunda og skólum ráða, háa sem lága, að glæða tilf inningu ungs fólks fyrir stuðlum og höfuðstöfum, kenna meðferð þeirra og láta nemendur lesa og læra stuðluð kvæði. Þeir munu fljótt komast að því, að kvæði með hljóðstafagrein „kenn- ast betur og lærast íslenskukennslu stunda og skólum ráða, háa sem lága, að glæða til- fínningu ungs fólks fyrir stuðlum og höfuðstöfum, kenna meðferð þeirra og láta nemendur lesa og læra stuðluð kvæði. Þeir munu fljótt komast að því, að kvæði með hljóðstafagrein „kennast bet- ur og lærast ger“. Maðurinn vill svo biðja alia þá sem þetta lesa, að eiga þátt í þeirri viðleitni að við rekjum ekki af okkur einn dýrasta þjóðemis- þáttinn. Hann vill biðja ykkur öll um að eiga ykkar þátt í því, að ekki hendi það menningarslys — heimsmenningarslys — að eina þjóðin, sem hefur tilfínningu fyrir hljóðstafagrein, týni henni niður. Höfundur er cand.mag. ííslenak- um bókmenntum, málfræði og sögu. Hverfisgata - 2ja herb. Til sölu góð 2ja herb. 56 fm (nettó) íbúð á 4. hæð í steinhúsi. Nýlegar innréttingar. Frábært útsýni. Laus strax. Gott verð. Útborgun um 50%. Eignamarkaðurinn, Hafnarstræti 20, sími 26933. SVERRIR KRISTJÁNSSON HÚS VERSLUNARINNAR 6. HÆÐ LÖGM. HAFSTEINN BALDVINSSON HrtL. BALDVIN HAFSTEIN3SON HDL. FASTEIGN ER FRAMTlÐ BÓLST AÐARH LÍÐ - SÉRHÆÐ Góð 130 fm íb. á 1. hæð. Allt sér. íb. er forstofa, forstofuherb., gangur, stór stofa, 2 svefnherb., baö og eldh. Bflsk. SKAFTAHLÍÐ - SÉRHÆÐ Ca 125 fm á 1. hæð. Tvær st., 3 svefnherb., nýtt eldh., nýtt bað. Falleg fb. Fallegur garður. Góð eign. SÖRLASKJÓL VIÐ SJÓINN Einbýli/tvíbýli Til sölu við Sörlaskjól á hornlóð, hús sem er ca 2x110 fm. Kj. með sérinng., stór 3ja herb. íb. Hæðin stór 4ra herb. íb. Bílsk. Húsið getur verið laust fljótl. Einkasaia. Sjá auglýsingu bls. 17 sl. sunnudag. F,ina landið með neyslu- skatt á námsbókum — segir Signrður Svavarsson kennslu- bókaritstjóri Máls og menningar „ÉG held að ísland sé eina landið í heiminum sem innheimtir neyslu- skatt af námsbókum, sem er hneyksli. Ég tel þvi einsýnt að hann verði felldur niður í framtíðinni og við vonum að með virðisaukaskatt- inum hverfi þessi skattheimta. Það hefði verulega þýðingu fyrir nem- endur,“ sagði Sigurður Svavarsson, kennslubókaritstjóri Máls og menn- ingar, I samtali við Morgunblaðið um verð skólabóka frá útgáfunni. Sigurður, sagði kennslubók sem kostar 3.500 kr. lækkaði í 2.700 kr., ef söluskattur yrði felldur niður. „Af þeim kennslubókum sem við gefum út í haust reiknum við með að ríkið fái í sinn hlut um 16 milljón- ir króna," sagði Sigurður. „Og það er ekki mjög fjarri lagi að ætla að tekjur ríkisins af söluskatti á kennslubókum sé dijúgur hluti af framlögum þess til Námsgagna- stoftiunar." Skipting bókaverðs er þannig, að sögn Sigurðar, að höfundar fá 9%, forlagið 24%, bóksalar 24%, prentsmiðjan 23% og ríkið 20% í formi söluskatts. Sigurður var spurður að því hvort ekki væri einnig hægt að lækka vinnslukostnað kennslubóka. Hann sagði að með þeim 24% bókaverðs, sem kæmi í hlut forlaganna þyrftu þau að greiða fyrir alla ritstjómar- vinnu, sem væri talsvert meiri við kennslubækur en aðrar bækur, inn- slátt texta, myndkostnað, kennslu- leiðbeiningar, sem kennarar fá ókeypis, dreifingarkostnað, pró- farkalestur og fleira. „Það er til miklu meira af kennslu- bókum núna í námsgreinum þar sem áður var kannski notast við fyölrit. Bókakostnaður framhaldsskólanema hefur því hækkað eitthvað. Við emm til dæmis með nokkrar frumsamdar íslenskar bækur, sem mikið er lagt í. Þær bækur em dýrari en notagild- ið eykst að sama skapi. Við emm smám saman að koma okkur upp hópi fólks, sem hefur sérþekkingu á námsefnisgerð. Það má alls ekki snúa við á þeirri braut. Við eigum að bjóða nemendum upp á gott og aðlaðandi námsefni. Ég tel þetta vera jákvæða og eðlilega þróun fram á við. Það breytir því þó ekki að það þarf að róa að því öllum ámm að Morgunblaðið/K.G.A. Sigurður Svavarsson, kennslu- bókaritstjóri Máls og menningar. lækka bókakostnaðinn,“ sagði Sig- urður. „Það má benda á það að í Dan- mörku og Svíþjóð sjá stjómvöld nem- endum fyrir öllum helstu kennslu- gögnum, þeim að kostnaðarlausu, í gegnum allan framhaldsskólann. Ég held að á þann hátt einan sé hægt að tryggja raunvemlegt jafnrétti til náms,“ sagði Sigurður Svavarsson að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.