Morgunblaðið - 15.09.1988, Page 26

Morgunblaðið - 15.09.1988, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 Stefna Oryrkjabandalags Islands í málefnum sólarhringsstofnana eftírAmþór Helgason í maí síðastliðnum skilaði áliti starfshópur sem Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra skipaði til þess að flalla um framtíð þriggja sólarhringsstofnana fyrir fatlaða. Meginniðurstaða hópsins er sú að stofnanimar Skálatún, Sólborg og Sólheimar skuli lagðar niður í sinni núverandi mynd á næstu 15 árum, en rík áhersia er lögð á að annarra úrræða skuli ieitað til handa þeim sem búa á þessum stofnunum. Skýrsla hópsins hefur valdið margvíslegum viðbrögðum. Hvort sem menn eru sammála öllum atrið- um hennar eður ei er hitt þó mikil- verðast, að skýrslan hefur hleypt af stað umraeðu innan Öryrkja- bandalags íslands um málefni fatl- aðra sem hefur leitt til þeirrar nið- urstöðu sem kynnt var á sameigin- legum aukafundi í fulltrúaráðum Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags ísiands 27. ágúst síðastliðinn. Það skal tekið fram að stefna Öryrkjabandalagsins er mjög áþekk þeirri stefnu sem Landssamtökin Þroskahjálp hafa sett fram um svip- að efni, enda ríkti mikil samstaða á fundinum og hann var enginn „átakafundur" eins og ríkissjón- varpið lýsti honum. A fundi stjómar Öryrkjabanda- lags íslands 5. júli síðastliðinn var efni skýrslunnar tekið til umræðu. Þar samþykkti stjóm Öryrkja- bandalagsins niðurstöður höfunda skýrslunnar í meginatriðum og þá stefnu að áður nefndar þijár stofn- anir skuli lagðar niður í sinni núver- andi mynd. Byggði sú samþykkt á ályktun samstarfsnefndar Þroska- hjálpar og Öryrkjabandalagsins sem félagsmálaráðherra og stjóm- amefnd málefna fatlaðra hefur ver- ið kynnt. Jafnfram var lögð áhersla á að nauðsynlegt sé að finna önnur úrræði til handa íbúum þessara stofnana. Augljóst er einnig að sams konar breytingar verður að gera á fleiri stofnunum en þeim sem rætt er um í skýrslu starfshópsins enda urðu þessar stofnanir fyrst og fremst fyrir valinu vegna þess að þær eru undir stjóm félagsmálaráðuneytis- ins. Áður nefndar stofnanir hafa eingöngu verið byggðar upp fyrir vangefna, en þessi stefnumörkun Öryrkjabandalagsins og Þroska- hjálpar hlýtur einnig að gilda um heimili eins og heimili Sjálfsbjargar við Hátún 12 í Reykjavík, Blindra- heimilið við Hamrahlíð 17 og önnur slík heimili, þar sem íjöldi fatlaðra býr í sérstökum, allQölmennum samfélögum, að ekki sé minnst á Kópavogshæli, Tjaldanes og enn aðrar stofnanir fyrir vangefna. Þá er ekki ólíklegt að sama verði upp á teningnum varðandi stofnanir fyrir aldraða og að framtíðarsýn manna verði lítil sambýli eða heim- ili eða vemdaðar fbúðir eins og nú er þegar farið að byggja víðs vegar um landið, en stórar stofnanir eins og Grund og Dvalarheimili aldraðra sjómanna heyri sögunni til að nokkmm áratugum liðnum. En víiq'um nú að forsendum þeim sem liggja að baki þessari stefnu Örykj abandalagsins. Stofnanir fyrir fatlaða eiga sér langa sögu hérlendis. í kaþólskum sið voru stofnanir svo kallaðir spítalar á nokkrum stöðum hérlend- is þar sem hlynnt var að holdsveik- um einstaklingum, en holdsveiki var fyrr á tímum sá sjúkdómur sem leiddi flesta ísiendinga tii örkumla. Þegar Danakongur sölsaði undir sig eignir kirkna og klaustra við siða- skiptin fengu biskupar því til leiðar komið að örfáir þessara spítala héidu velli, en mjög var þeim naumt skammtað fé og konungsvaldið leit- aðist framan af öldum við að skerða hlut þeirra. Á þessari öld verða síðan miklar breytingar á viðhorfum til umönn- unar fatlaðra. íslendingar þurftu að horfast í augu við vágest þann sem fylgdi breyttum lifnaðarháttum og sett voru á fót tvö hæli þar sem hlynnt var að berklasjúklingum. í kjölfar þess var farið að sinna mál- efnum þroskaheftra og síðan öðrum fötlunum. Einhver stórtækasta uppbygging sem átti sér stað framan af hér á landi í þágu fatlaðra voru heimilin að Reykjalundi og Sólheimum í Grímsnesi. Hið fyrr nefnda er nú ein virtasta endurhæfíngarstofnun hér á landi og hefur orðstír hennar borist víða um lönd. Sólheimar hafa einnig orðið til fyrirmyndar um uppbyggingu í málefnum fatlaðra. En með breyttum viðhorfum í sam- félaginu hljótum við að hyggja að breytingum á högum þroskaheftra og þeirra sem búa almennt við fatl- anir. Á sínum tíma varð að telja eðli- legt að menn legðu áherslu á að byggja upp stórar stofnanir fyrir fatlaða. Talið var að með því móti nýttist þekking betur og mannafli. En þessar stofnanir höfðu og hafa haft í för með sér óæskilega ein- angrun fatlaðra, þeir sem dveljast innan veggja slíkra samfélaga sem myndast innan stórra stofnana verða fyrir varanlegum áhrifum að vemduðu umhverfí og þekkja vart samfélagið í kringum sig né þekkir samfélagið þarfír þeirra. Með þess- um orðum er ekki verið að kasta rýrð á það merka starf sem unnið hefur verið á þessum stofnunum heldur er fyrst og fremst vakin at- hygii á að á fjölmennum stofnunum verður jafnan erfítt að skapa ein- stakiingum það heimilislega og eðli- lega umhverfi sem þeir eiga rétt á, hver sem fötlun þeirra er. Hvarvetna í kringum okkur hefur þróunin orðið sú að stórar stofnan- ir fyrir fatlaða hafa annaðhvort verið lagðar niður á undanfömum ámm eða hlutverk þeirra breyst. Má þar nefna stofnanir fyrir van- gefna, en þar hafa Danir og Svíar gengið á undan öðmm Norður- landaþjóðum, og í Noregi hafa ný- lega verið samþykkt lög þar sem gert er ráð fyrir af ijölmennar sólar- hringsstofnanir fyrir fatlaða verði lagðar niður. Þá hafa heimavistar- skólar fyrir fatlaða einnig breytt um hlutverk. Sem dæmi má taka Husyby utdanningssenter for syns- hemmede í Osló, Tambartun-skól- ann fyrir utan Þrándheim og Tomteboda-blindraskólann I Stokk- hólmi. Þetta vom allt flölmennir heimavistarskólar með allt að 200 nemendur, þar sem veitt var kennsla á grannskóla- og fram- haidsskólastigi. Tomteboda-skólinn tók einna fyrstur breytingum þessara skóla. Arið 1965 ákváðu nokkrir foreldrar að flytja böm sín úr skólanum heim f hérað og fóm fram á sérkennslu og stuðning þeim til handa. Þetta leiddi til almennrar hreyfíngar með- al nemenda skólans og 14 ámm síðar var svo komið að þessi stóra stofnun hýsti einungis 7 nemendur. Þá ákváðu sljómvöld að fínna skól- anum nýtt hlutverk og er hann nú námsgagna- og þjálfunarmiðstöð þar sem blindum bömum og ungl- ingum er kennt að nota ýmiss kon- ar hjáipartæki auk þess sem haldin em námskeið fyrir kennara blindra bama. Þær raddir hafa heyrst að aukin þátttaka fatlaðra bama f almenna skólakerfínu þýði stóraukið álag fyrir þau. Samt sem áður heyrast sjaldan raddir úr hópi blindra sem vilja snúa til fyrra skipulags. Þó skal minnt á að ýmsir úr hópi heym- arlausra og aðstandenda þeirra telja sig hafa beðið skaða vegna þessar- ar þróunar. En spyrja má þeirrar spumingar hvort það stafí ekki fyrst og fremst af þvi að samfélag- ið er ekki tilbúið að veita þeim þá Arnþór Helgason „Nú hlýtur sú krafa að verða gerð að fatlaðir einstaklingar, hver sem fötiun þeirra er, fái að búa við umhverfi sem líkist þvi sem gerist á heimilum þar sem þeir ólust upp.“ þjónustu f almenna skólakerfínu sem þeir eiga rétt á. Sé svarið já, verður að breyta því. Sams konar þróun og hér er lýst hefur átt sér stað víðar en á Norð- urlöndum og má þar nefna Banda- ríkin, Kanada og Astralíu. í skýrslu sem tekin hefur verið saman um sérkennslu í þróunarlöndum á veg- um Menntastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, er lögð áhersla á hagkvæmni þess að flytja sér- kennslu út f hið almenna skólakerfí í stað þess að byggja upp sérstakar heimavistarstofíianir fýrir fötluð böm. Hérlendis em við að visu komin dálftið áleiðist með að samskipa fötluðum bömum í hið almenna skólakerfí. Samskipan er að vísu ekki efni þessa erindis, en því er minnst á þetta hér að á bemskuár- unum er lagður gmnnur að framtíð mannsins og hætt er við að þeir sem alast upp á sérstökum stofnunum beri þess merki aila ævi. Nú hlýtur sú krafa að verða gerð að fatlaðir einstaklingar, hver sem fötlun þeirra er, fái að búa við umhverfí sem líkist því sem gerist á heimilum þar sem þeir ólust upp. Með lögum um máleftii fatlaðra var stefnt að því að gera foreldram kleift að hafa fötluð böm sín heima og skýtur því skökku við að þroska- heft böm skuli þurfa að senda á stórar stofnanir, lokuð samfélög, þegar þau hverfa úr foreldrahúsum. Það verður aldrei lögð of rík áhersla á að einstaklingar séu ekki látnir gjalda fotlunar sinnar heldur fái notið þess að vera hluti af sam- félaginu þrátt fyrir fötlun sína. Því hefur heyrst haldið fram að til séu þeir einstaklingar sem ekki fái notið sín á smáum stofnunum vegna hinnar miklu umönnunar sem fötlun þeirra krefst. Því er til að svara að mannleg hlýja fyrirfínnst að vísu alls staðar ef vilji er fyrir hendi, en umönnun slíkra einstakl- inga verður betri í smáum eining- um. Ýmsir þeir, sem staðið hafa að uppbyggingu stórra stofnana hér á landi og stóðu í þeirri góðu trú að þær þjónuðu best hagsmunum fatl- aðra, spyija sig nú þeirrar spum- ingar hvað skuli koma í staðinn. Ekki er hægt að gefa neitt algilt svar, því að svörin fara eftir ein- staklingunum sem em á stofnunum og þeim aðstæðum sem ríkja þar sem þeir búa. En þó virðast sam- býli og vemdaðar íbúðir svara að nokkm leyti þessari spumingu. Hér að framan var lýst þeim breytingum sem orðið hafa á norskum og sænskum skólum fyrir blinda. Ætla má að svipað hlutverk geti beðið sumra þeirra stofnana sem rætt hefur verið um hér að framan. Gera verður þá kröfu til stjóm- valda að þau tryggi ijármagn til þess að byggja upp sambýli fyrir fatlaða sem þurfa á vemduðu um- hverfi að halda. Hér er ekki einung- is átt við þroskahefta heldur alla þá sem einhverra hlutáTvegna þurfa á sérstakri aðstoð að halda vegna líkamlegrar eða andlegrar fötlunar og geta af þeim ástæðum ekki búið einir síns liðs. í allri þeirri umræðu, sem orðið hefur um þessi mál á vegum Ör- yrkjabandalags íslands og Lands- samtakanna Þroskahjálpar er lögð rík áhersla á að breytingar skuli ekki gerðar breytinganna vegna, heldur skuli fyrst og fremst stefnt að bættum hag þeirra einstaklinga sem um ræðir. Á sama hátt má ekki hindra eðlilega framþróun í þessum málefnum vegna þeirra stofnana sem fyrir hendi em. Hér á landi er ekki óalgengt að gera ráð fyrir að steinsteypa geti hindrað menn í að breyta um hlutverk stofn- ana eða jafnvel leggja þær niður. Ekki er óeðlilegt að heimilismenn á Qölmennum stofnunum fyrir þroskahefta njóti þeirra framfara sem orðið hafa í samfélaginu og breyttra viðhorfa í garð þeirra. Þótt vissulega sé kvíðvænlegt að breyta um umhverfí verður því þó ekki á móti mælt að flestir forráða- menn stórra stofnana fyrir þroska- hefta hafa staðfest að margir þeir, sem þar búa, gætu flutt í smærri sambýli og lifað það sjálfstæðara lífí en þeir gera nú. Því verður að telja það af hinu illa þegar þeir hin- ir sömu reyna með öllum tiltækum ráðum að ríghalda í ríkjandi fyrir- komulag og innræta íbúum stoftian- anna ótta við allar breytingar. Samtöm fatlaðra binda miklar vonir við það starf sem starfshópur sá, sem minnst var á í upphafí þessa erindis, hefur unnið og því hefur verið beint til stjó.mvalda að við mótun heildarskipulags sólar- hringsstofnana verða tekið mið af niðurstöðum starfshópsins. Höfundur er formaður Öryrkja- bandalags íslands. Skerðingu kvóta loðnuveiði- skipa harðlega mótmælt eftirlngvaR. Einarsson Forráðamenn loðnuverksmiðja hafa skorað á stjómvöld að láta það álag sem nú er reiknað á þann afla, sem fluttur er óunninn á markað erlendis, ná einnig yfír loðnu, sem landað er erlendis og dragast frá kvóta viðkomandi skipa. Þessu viljum við sjómenn harð- lega mótmæla. Hér em forráðamenn loðnuverk- smiðjanna að fara fram á, að þær hækkanir sem hafa orðið á loðnuaf- urðum renni að mestu leyti til þeirra. Það er vitað mál að ef verksmiðj- umar fái ekki eðlilega samkeppni um hið ftjálsa verð verður ekki um frjálst verð að ræða. Hráefnisverð á loðnu hefur sem ekkert hækkað á undanfömum þrem ámm, og þar af leiðandi hafa laun sjómanna og ekki síður rekstr- armöguleiki veiðiskipanna verið lakari og lakari. Nú þegar einhveija glætu er að sjá við þessar veiðar vegna þess að afurðaverð hefur hækkað á heims- markaðnum, vilja forráðamenn verksmiðjanna hirða þá hækkun til sin. Þess má geta að spákaup- mennska þessara forráðamanna verksmiðjanna hefur orðið þess valdandi að þeir hafa selt afurðir sínar fyrir talsvert lægra verð en það verð sem nú er á heimsmark- aði. Þar af leiðandi em þeir komnir f ákveðna kiípu, sem þeir em að Ingvi R. Einarsson „Því er skorað á stjórn- völd að taka tillit til sjó- manna og útgerðar- manna þeirra skipa sem eru utan við verksmiðj- urnar.“ ná sér út úr á kostnað sjómanna og útgerðarmanna. Um það bil 20 veiðiskip era í eigu loðnuverksmiðjanna sjálfra, eða tæplega helmingur loðnuflot- ans. Þannig má sjá að hér em for- ráðamenn þeirra verksmiðja að ráð- ast eingöngu á laun sjómanna við- komandi skipa með því að leggja fram áskoran þessa. Hvað hin veiðiskipin snertir ligg- ur talsvert öðravísi við. Ef þarf að endumýja verksmiðjumar, sem er sjálfsagt ekki vanþörf á, þarf ekki síður að endumýja stóran hluta flot- ans, sem em skip orðin 20 ára göm- ul eða eldri. Eins og áður er getið er tæpur helmingur fiotans í eigu verksmiðj- anna sjálfra og hafa forráðamenn notað reksturshagnað verksmiðj- anna til að kaupa skip, frekar en að endumýja verksmiðjumar. Sýnir það hvert stefnir í þessum málum. Það er allt gert til þess að útgerð- armenn þeirra skipa, sem em utan verksmiðjanna og reka sín skip á hinu fijálsa sviði hráefnisverðs, bíði skaða af og gefíst upp, og eigi síðan ekki annan kost, en að selja verk- smiðjunum skipin á lágu verði. Nókkrir útgerðarmenn hafa trú- að á framtíð loðnuveiðanna með tilliti til hækkaðs afurðaverðs og lagt mikið fé f að endumýja eða láta byggja ný skip. Nú hafa bjartsýnisvonir þeirra ræst, en þá vill grátkór verksmiðju- eigenda gera þær vonir að engu. Því er skorað á stjómvöld að taka tillit til sjómanna og útgerðar- manna þeirra skipa sem era utan við verksmiðjumar og láta væl for- ráðamanna loðnuverksmiðjanna sem vind um eyru þjóta. Höfundur er skipstjóri og formað- ur Skipstjóra- og stýrimannafé- lagsins Kára í Hafnarfírði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.