Morgunblaðið - 15.09.1988, Page 30

Morgunblaðið - 15.09.1988, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 Kanadískir búsetar: 50.000 íbúðir í samvinnuhúsum Samvinnuhúsnæði í Lynne Valley í Vancouver á vesturströnd Kanada. eftir Sigmar Þormar Kanadamenn fara sínar eigin leiðir í ýmsum málum þrátt fyrir mikil áhrif bandariskrar markaðs- hyggju í efnahagslífi landsins. Hús- næðismál eru sérstaklega áhuga- verð í þessu sambandi. Verulegum fjármunum er veitt til skipulags bæja og borga. Kanadískar borgir eru snyrtilegar og lausar við nið- umídd fátækrahverfi (á ensku „slums"). Glæpatíðni í kanadfskum stórborgum líkt og Toronto er mun lægri en í bandarískum borgum. I Kanada hefur einnig verið kom- ið á öflugu félagslegu íbúðakerfi. Svokallað samvinnuhúsnæðiskerfi (á ensku „co-operative housing") hefur innan sinna vébanda yfir 50.000 íbúðir. Svipað fyrirkomulag virðist ríkja þar og íslensku samtök- in „Búseti" ætla að starfa sam- kvæmt. íbúar hafa búseturétt, taka þátt í rekstri samtakanna, en telj- ast hvorki leigjendur né eigendur. Hér verður rætt um markmið og starf kanadfska samvinnuhús- nasðiskerfísins. Samvinnuhúsnæði Samvinnuhúsnæðiskerfíð á að hluta til rætur í samvinnuhreyfingu vesturfylkjanna. í Kanada varð samvinnuhreyfingin sterkust meðal smábænda í komræktarhéruðum landsins, en minna ber á henni í stórborgum landsins. Húsnæðis- kerfíð er þó að mestu sjálfstætt rekstrarlega séð og samvinnuhús- næði f húsnæðisfélögum er dreift um allar helstu borgir landsins. Félagslegt húsnæði hefur verið til staðar í ýmsu formi í Kanada um langt skeið. Þetta húsnæði er þó oftast skapað fyrir fólk með sér- þarfir eða sem illa er statt fjár- hagslega. Upphaf húsnæðiskerfis- ins sem hér er til umræðu verður hinsvegar að rekja til ársins 1966. í Willow Park-hverfi í Winnipeg var fyrsta samvinnuhúsnæðið fyrir al- mennar fjölskyldur tekið í notkun. Síðan þá hefur útbreiðsla hús- næðis af þessu tagi verið ör. Skipu- lag þess felst í því að byggðir eru, eða keyptir, oftast nokkrir tugir fbúða á sama stað. Myndað er hús- næðisfélag sem virðist rekið að mestu sjálfstætt af íbúunum. í lok síðasta árs skiptust rúmlega 50.000 íbúðir niður á 1.252 húsnæðisfélög. Daglegur rekstur Landssamtök („Co-operative ho- using foundation") hafa eftirlit með starfseminni og sjá um upplýsinga- miðlun. Samtökin gefa út fréttabréf og vinna að almennum hagsmuna- málum. Þau virðast hinsvegar lítið skipta sér af rekstri hvers hús- næðisfélags. í Kanada er eftirsótt að komast í samvinnuhúsnæði. Sótt er um inn- göngu til húsnæðisfélags á hveijum stað. Að sögn Landssamtaka hús- næðissamvinnumanna þurfa um- sækjendur að sýna vilja til að starfa með öðrum að uppbyggingu hús- næðisfélagsins. Við inngöngu er greitt lágt inngöngugjald, sem er sfðan endurgreitt ef meðlimur óskar eftir að flytjast burt. Forsvarsmenn húsnæðiskerfisins segja að ágætlega gangi að fá fólk til að taka þátt í daglegu starfi. Samkvæmt könnun frá 1976 höfðu 25% félaga setið f stjóm húsnæðis- félaga, 67% tóku þátt í samkvæm- islífi á vegum samvinnuhúsnæðis- ins, 50% höfðu lagt fram vinnu gegn greiðslu eða í sjálfboðavinnu og 75% höfðu tekið þátt í a.m.k. einum aðalfundi. Háð opinberri fyrirgreiðslu Opinber fyrirgreiðsla þarf að koma til við stofnun húsnæðisfé- lags. Venjulega eru veitt Iangtíma- lán (til 50 ára) á lægri vöxtum en tíðkast á hinum almenna markaði. Opinber fjárstyrkur til hönnunar- vinnu er veittur við stofnun hvers húsnæðisfélags. Bent er hins vegar á að samvinnuhúsnæði spari hinu opinbera fé t.d. vegna þess að þang- að flytji lágtekjufólk sem hið opin- bera þyrfti annars að aðstoða með húsnæði. Viðhald, kostnaður af daglegum rekstri og afborganir af lánum eru sfðan f höndum þeirra sem búa í samvinnuhúsnæðinu. Félagsleg markmið Kostir þessa húsnæðiskerfis fram yfir eignar- og leiguhúsnæði telja Kanadamenn að séu fjölmargir. Húsnæði samvinnumanna er ein- göngu heimili en ekki fjárfesting til að braska með. Vist í samvinnuhúsnæði á að efla félagsþroska. Mikið er lagt upp úr almennri þátttöku í rekstri hús- næðisins. Lögð er áhersla á eflingu nágrannasamskipta og félagsstarf t.d. meðal bama er hluti af starfí hvers húsnæðisfélags. Reynt er að fá fólk úr ólíkum tekjuhópum til að búa í hveiju hús- næðisfélagi. Með því er reynt að bijóta niður skiptingu í íbúðahverfi ríkra og fátækra sem svo algeng eru í stórborgum Ameríku. Bygging samvinnuhúsnæðis hef- ur á nokkrum stöðum breytt endur- skipulagningu gamalla hverfa og tryggt að íbúar hafa ekki þurft að flytjast burtu. íbúar í Milton Park-hverfinu í Montreal kömu t.d. í veg fyrir að hverfí þeirra yrði rif- ið niður og endurskipulagt með því að koma á fót samvinnuhúsnæði. Þróunarstarf í þriðja heiminum er hlutverk sem ýmsir félagsmenn húsnæðiskeifisins hafa tekið að sér að undanfömu. Með því að miðla af reynslunni í Kanada hefur verið aðstoðað við að byggja upp félags- legt húsnæði í þróunarlöndum. Lokaorð í Kanada hafa verið gerðar áhugaverðar tilraunir í húsnæðis- málum. Samvinnuhúsnæðiskerfið þar í landi hefur meira en 30 ára sögu að baki. í smiðju Kanada- manna má því sækja áhugaverða reynslu af uppbyggingu búseturétt- arhúsnæðis. Helsta heimild: „Canada’s Housing Co-operatives: An Alt- emative Approach to Resolving Community Problems" skýrsla útg. af „Co-Operative Housing Foundation of Canada”. Höfundur er þjóðfélagsfræðingur sem stundaðinám ÍKanada. Kjötvinnsla Jónasar Þórs hf. Hella: Yiðurkenn- ingar fyrir góða um- gengni og fegrun umhverfis Selfossi. NÝLEGA voru afhentar viður- kenningar fyrir góða um- gengni lóða og snyrtileg mann- virki í Rangárvallahreppi. Einu fyrirtæki var veitt viðurkenn- ing, einu sveitaheimili og hús- eiganda í þéttbýli. Garður hjónanna Svölu Guð- mundsdóttur og Sverris Haralds- Sigurður Oskarsson og Eygló Guðmundsdóttir í garði sínum á Heiðvangi 6 á Hellu. Horft yfir garðinn hjá bænum Selsundi. Morgunbiaðið/SigurðurJðnsson sonar í Selsundi á Rangárvöllum fékk viðurkenningu. Bærinn stendur undir hraunjaðri og garð- urinn er skemmtileg andstæða við úfinn hraunjaðarinn. Garðurinn er skreyttur sérkennilegum stein- um og með einni hlið hans er þráð- beinn og snyrtilegur hlaðinn garð- ur. Hjónin Eygló Guðmundsdóttir og Sigurður óskarsson á Heið- vangi 6 á Hellu fengu viðurkenn- ingu fyrir garð sinn og snyrtilega húseign. í garðinum er brekka sem gefur honum tilbreytingu þar og víðar eru styttur til skrauts, sem húsbóndinn hefur gert sjálfur auk fleiri skreytinga við húsið. Það var Kjötvinnsla Jónasar Þórs hf. sem fékk viðurkenningu fyrir snyrtilega umgengni um hús og lóð. Veiting viðurkenninga þessara er árlegur viðburður í Rangárvallahreppi og er í höndum umhverfisnefndar hreppsins. - Sig.Jóns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.