Morgunblaðið - 15.09.1988, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 15.09.1988, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 31 Pressan á stjórnarheimihiiu Athugasemd vegna samsærishugleiðinga Halldórs Blöndal í garð Pressunnar eftir Omar Friðriksson Það má vel vera að stjómmála- mönnum fari það vel að smíða sam- særiskenningar en blaðamenn forð- ast slíkt. Halldór Blöndal, alþingis- maður, þykist sjá samsæriskenn- ingu í fréttaskýringu sem ég ritaði í Pressuna í sl. viku. Þetta kemur fram í Morgunblaðsgrein Halldórs á þriðjudaginn þar sem hann ásak- ar mig um samsæri í Pressugrein- inni, sem fjallaði um nýjar stjómar- myndunarþreifingar í bakherbergj- um stjómarinnar. Orðrétt segir Halldór: „allt vom það staðleysu stafir sem hann (þ.e. blaðam. innsk óf) þóttist hafa „ömggar heimildir" fyrir." Þessum ummælum Halldórs vísa ég algerlega á bug enda stend ég við hvert orð sem ég ritaði í Press- una um baktjaldamakkið á stjómar- heimilinu um miðja síðustu viku. Fyrir þessu hef ég traustar heimild- ir, reyndar nokkra ábyggilega heimildarmenn úr ýmsum flokkum. Þreifíngar um stjómarkosti em eldfimt pólitískt mál og því gat ég ekki borið heimildarmenn mína fyr- ir mig. íslenskir blaðamenn virða trúnað við viðmælendur sína en taka ekki þátt í samsærishrókering- um á taflborði stjómmálanna. Snögg veðrabrigði í pólitík breyta ekki viðleitni blaðamanna til að rýna í staðreyndir og atburðarás á stjómarheimilinu. Samsærisásökun Halldórs verður enn óskiljanlegri þegar litið er til þess sem komið hefur fram í frétta- miðlum um ríkisstjómarsamstarfið síðustu daga og vikur. Aðspurður um þreifíngar samstarfsflokkanna segir sjálfur forsætisráðherra orð- rétt í DV sl. föstudag: „Mér er búið að vera þetta lengi ljóst." Hvað segir þetta um rætur samsær- isins, Halldór Blöndal? Aðrir fréttamiðlar voru raunar famir að greina frá því að ráð- herrar ættu í óformlegum viðræð- um um nýja stjómarkosti nokkm áður en Pressan kom út. Pressan greindi hins -vegar ítarlega frá því sem margir vissu að ætti sér stað á bak við tjöldin og síðari umskipti í stjómarsambúðinni breyta þar engu um. Það jaðrar við dylgjur að segja fréttaskýringu mína vera í ein- hveijum „samsæristengslum" við viðtal sem ég tók fyrir Pressuna við Jón Baldvin Hannibalsson, ijár- málaráðherra. Menn mega ekki lesa Ómar Friðriksson söguna aftur á bak. Ástandið í stjómarbúðunum var slíkt sl. fímmtudag að lá við upplausn. Að sjálfsögðu bera svör Jóns Baldvins þess vott á sama hátt og fréttaskýr- ingin. Ráðherrar íhuguðu sterklega aðra stjómarkosti og frá því var greint á gmndvelli blaðamennsku en ekki út frá öðmm hvötum. Þá er það alrangt að umfjöllun Pressunnar hafí eitthvað með Al- þýðuflokkinn að gera. Pressan er „Það jaðrar við dylgjur að segja fréttaskýringu mína vera í einhverjum „samsæristengsium“ við viðtal sem ég tók fyrir Pressuna við Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra. Menn mega ekki lesa söguna aftur á bak. Astandið í stjórnarbúð- unum var slíkt sl. f immtudag að lá við upplausn.“ gefín út af sama útgáfufélagi og stendur að Alþýðublaðinu en blaðið hefur sett sér sjálfstæða og óháða ritstjómarstefnu. Stjómmálamenn ættu að gera sér það ljóst að sam- ræmt göngulag fomt í pólitískri flokksblaðamennsku stýrir ekki pennum blaðamanna Pressunnar. Með tilhlýðilegri virðingu. Höfundur er blaðamaður i Press- unni. Símon H. ívarsson Islenskur gítarleikari í Svíþjóð Gítarleikarinn Símon H. ívars- son hefur verið á tónleikaferða- lagi um Sviþjóð. Þar hélt hann sex tónleika með sænska gítarleikar- anum Torvald Nilsson. Þetta er í annað sinn sem Simon spilar i Svíþjóð, en á síðasta ári fór hann i svipaða tónleikaferð um Sviþjóð. Meðal þeirra verka sem Símon spilaði voru Bagatellur eftir John Speight. Vakti verkið mikla athygli og var Símon beðinn að spila meira eftir John Speight í sumar. Annað á efnisskránni voru verk frá endur- reisnartímanum, A. Vivaldi, F. Sor, Coste, F. Torroba og suður-amerísk lög. (Fréttatílkynnmg) Má bjóða þér Engjarós Ljúfar kókoskökur með súkkulaðibitum: Hátíðarbragð af hversdagskökum. Dásamlegar súkkulaðikökur með hnetum: Villtir bragðdraumar með kafifi eða mjólk. Menn eru á einu máli um að danska framleiðslumeistaranum okkar, Steen Ludvigsen, hafi tekist vel upp í uppskrift sinni að ENGJARÓSAR-KÖKUM. Þær eru afbragðs góðar og án aukaefha.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.