Morgunblaðið - 15.09.1988, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988
IMýjungð 1»
- sjöundi bekkurinn er punkturinn yfir i-ið í æfingaprógranuninu.
Sjöundi bekkurinn er mittísbekkurinn sem fólk finnur áþreifan-
legan árangur, á ótrólega skömmum tíma.
Láttuþér tíða vel í leikfimi sem slser í gegn - slökun og flott form.
Tilboðsverð kr. 5.595
HITACHI ryksugan;
Létt aðeins 4,3 kg. Kraftmikil 1000 w.
Lipur í snúningum. Falleg og endinga góð
heim
KRINGLUNNI 8-12/103 REYKJA
Þettaform er innan seilingar
SPURNING: Hve langan tima tekur það að ajá árangur?
SVAR: Vanalega fara sentimetrarnir að falla af þér eftir
aðeins nokkra tíma. Eins og með allar tegundir likams-
ræktar, sóst besti árangurinn með reglulegri notkun yfir
ákveðið timabil. Styrkur, sveigjanleiki og heilbrigði eykst
stig frá stigi.
SPURNING: Get ég notað tœkin eftir að hafa orðlð
bamshafandi?
SVAR: Að sjálfsögðu. Þessar æfingar geta stórlega lagað
og styrkt vöðva eftír faaðingu.
SPURNING: Minnka nfingamar appelslnuhúð (cellollte)?
SVAR: Appelsinuhúð er umdeild. Ekki eru allir sammála
um ástæðuna fyrir henni, en margir sérf ræðíngar eru
þeirrar trúar að aukið blóðstreymi og aukin voðvastyrking
á vandræðasvaeðum minnki appelsínuhúð.
SPURNING: Hver er munurfnn á þessarl tegund nfinga
og aoroblk-leíkfimi?
SVAR: Aerobik-leikfimí or f ramkvæmd á bilinu 12 til 1ST
minútum og eykur hjartslátt i 60% til 90% af hámarki.
Þetta eykur þof hjarta- og æðakerfísins. Flott form æfinga-
kerfíð er ekki aerobik-leikfimi. Pað eykur vöðvaþol og styrk-
ir auk þess sem það oykur sveigjanleika vöðvanna.
Hringið og pantið tíma.
SPURNING: Hver er munurinn á þessu nfingakerft og
öðrum likamsrnktartnkjum?
SVAR: Almennt virka líkamsræktartæki þannig, að það
spyrna gegn líkamshreyfingu. Flott form kerfið notar sömu
grundvallarhugmyndina, en með einni mikilvægri undan-
tokningu: Tækin okkar sjá um að hreyfa líkamann á með-
an þú sérð um að spyrna á móti.
SPURNING: H vemig getlð þlð tryggt að f ólk megrlst?
SVAR: Þar sem þessarsíendurteknu hreyfingar styrkja
vöðva án þess að þeir stækki, a meöan þyngd þin helst
sú sama eða minnkar og þú fylgir leiðbeiningum okkar,
mun sentimetrunum fækka, svo einfalt er það og þetta
ábyrgjumst við.
SPURNING: Nýtur gamalt fólk góðs af þessum tækjum ?
SVAR: Já. Þessi þægilega leið við að hreyfa likamann
er kjörin fyrir eldra fólk, vegna þess að allir geta æft á
sínum hraða. Aukin sveigjanleiki og aukið vöðvaþoi, sem
kemur meö þessum tækjum er kjörið, fyrir þá sem hafa
stifa vöðva eöa eru með liðagigt.
Söluumboð: Hreyfin
Flott form
Hreyfing sf.,
Engjateigi 1, sími 680677,
(Dansstúdíó Sóleyjar)
Flott form
Hreyfing sf.,
Kleifarseli 18, Breiðholti,
sími 670370
Opnum 19. september og tökum viö tímapönt-
unum frá og með deginum I dag.
Viö bjóöum alltaf elnn frian kynnlngartlma.
Mor^unblaðið/Bjami
Nýlokið er norrænum fundi um öldrunarþjónustu og var blaðamönn-
um kynntar helstu niðurstöður hans. F.v. talið: Inger Erdal frá
Danmörku, Jan Ording frá Svíþjóð, Hrafn Pálssyni, deildarstjóri í
heilbrigðisráðuneytinu, og Steinunn Sigurðardóttir, formaður sam-
starfsnefndar um öldrunarmál.
• •
Oldrunarþj ónusta:
Aukin áhersla lögð
á heimaþj ónustu
Hörgull á starfsfólki vandamál
HEIMAÞJÓNUSTA við aldraða
og skortur á starfsfólki til starfa
í öldrunarþjónustu var meginvið-
fangsefni árlegs fundar starfs-
manna sem sinna þessum málum
á Nórðurlöndum. Tuttugu manns
frá öllum Norðurlöndunum sóttu
fundinn, sem haldinn var á Hótel
Esju í Reykjavík, og sá heilbrigð-
is- og tryggingaráðuneytið um
skipulag hans. Hrafn Pálsson,
deildarstjóri öldrunarmála í
ráðuneytinu, sagði í lok fundar-
ins að niðurstaða hans hefði ver-
ið sú, að það þyrfti að ráðast í
það af krafti að bæta kjör, að-
búnað og menntun þeirra sem
vinna við öldrunarþjónustu hér á
landi. Það væri þegar mjög erf-
itt að manna stöður og sýnt væri
að með auknum fjölda aldraðra
á næstu árum skapaðist vand-
ræðaástand ef ekkert yrði að
gert.
„Það er nauðsynlegt að lyfta upp
láglaunahópunum, þar á ég ekki
síst við Sóknarkonumar sem vinna
þessi störf í ríkum mæli. Það verð-
ur að gera þessi störf aðlaðandi og
eftirsótt í framtíðinni með því að
bæta kjörin, aðbúnaðinn og mennt-
unarmöguleikana," sagði Hrafn.
Steinunn Sigurðardóttir, formað-
ur samstarfsnefndar um málefni
aldraðra, sagði að nú væri stefnan
sú að aldraðir dveldust eins lengi á
heimilum sínum og kostur væri.
Hún lagði samt áherslu á að nauð-
synlegt væri að bjóða upp á sem
fjölbreyttasta þjónustu. „En við
höfum áhyggjur af því hversu erfið-
lega gengur að fá fólk til starfa í
heimaþjónustu. Fólk stoppar stutt
við. Astæðan er meðal annars sú
að aðstæður eru oft mjög erfíðar
inni á heimilunum og störfín þar
oft líkamlega erfið.“
Hrafn bætti því við að aðalatrið-
ið í uppbyggingu öldrunarþjónustu
væri að leyfa öldruðum að halda
reisn sinni. Því væri nauðsynlegt
að bjóða upp á sem flest þjónustu-
stig. Hann nefndi sem dæmi að
margt fólk sem færi á stofnanir
missti frumkvæðið og legðist í „nú-
tímalega kör“. En með uppbygg-
ingu heimaþjónustu væri komið til
móts við þá sem gætu og vildu
dveljast á eigin heimili.
Jan Ording, yfírmaður öldrunar-^
þjónustu í Stokkhólmi, og Inger
Erdal, starfsmaður ráherranefndar
Norðurlandaráðs á sviði öldrunar-
mála, voru meðal fundarmanna.
Þau voru innt eftir því hvort heima-
þjónusta væri ódýrari kostur en
þjónusta á stofnunum, þegar til
lengri tíma væri litið. Þau lögðu
áherslu á að erfítt væri að bera
þessa þjónustu saman. Jan Ording
sagði að mikill kostnaður lægi í því
að byggja yfír stofnanir, en á móti
kæmi ferðakostnaður við heima-
þjónustu svo dæmi væri tekið. Hann
sagðist þó ætla að heimaþjónustan
væri nokkru ódýrari kostur þar sem
hægt væri að koma henni við.
Að lokum var Steinunn spurð að
því hvort stefnan í uppbyggingu
öldrunarþjónustu hefði ekki verið
röng, í ljósi þess að stefnan væri
nú að auka sem mest heimaþjón-
ustuna. Hún sagði svo ekki vera,
þar sem þörfín fyrir hjúkrunarrúm
og þjónustuíbúðir fyir aldraða væri
fyrir hendi. ísland væri að því leyti
nokkuð á eftir hinum Norðurlönd-
unum.
_________Brids_____________
Arnór Ragnarsson
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Bridsfélag Hafnarfjarðar hefur
árlega starfsemi sína mánudaginn
19. september með eins kvöld
tvímenningi. í vetur verður spilað
á mánudagskvöldum í íþróttahús-
inu við Strandgötu (uppi) og hefst
spilamennskan kl. 19.30. Næsta
mánudag verður einnig spilaður
eins kvölds tvímenningur, en 3.
október hefst fyrsta keppni vetrar-
ins, sem verður tveggja kvölda
tvímenningskeppni með Mitchell-
fyrirkomulagi.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir
nýja spilara til að taka þátt í og
kynnast keppnisbrids og spreyta sig
í félagsskap við reynda keppnisspil-
ara.
Síðasta ár var eitt hið grósku-
mesta í sögu félagsins. Sjaldan hef-
ur verið jafn mikil þátttaka í spila-
kvöldum félagsins, og keppt var við
Bridsfélag kvenna og bridsfélögin
á Akranesi og Selfossi auk þess sem
farið var í keppnisferð til Kaup-
mannahafnar.
Keppnisstjóri verður, eins og
undanfarin ár, Ragnar Magnússon.