Morgunblaðið - 15.09.1988, Síða 33

Morgunblaðið - 15.09.1988, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 33 Athugasemd um samband sjúkl- inga og lækna MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Arna Björnssyni, formanni læknaráðs Landspítalans. I leiðara Morgunblaðsins 20.08.88, sem Qallar um Landa- kotsspítala, er eftirfarandi klausa um samskipti sjúklinga og lækna. „Þegar sjúklingur er lagður inn á Landakotsspítala er hann á ábyrgð þess læknis, sem leggur hann inn meðan á sjúkrahúsvist stendur. Þá gildir einu, hvort aðrir læknar komi einnig til sögu. Þetta fyrirkomulag þýðir, að sjúklingur og aðstandend- ur geta gengið að einum og sama manni, um allt sem lýtur að viðkom- andi. Það eru ákaflega sterk rök, sem styðja þá skoðun, að þetta fyr- irkomulag á þjónustu sjúkrahúss sé mun betra heldur en sú skipan mála, að sjúklingar og aðstandend- ur verði að tala við einn í dag og annan á morgun og viti í raun ekki, hvert þeir eiga að snúa sér um málefni, sem oft eru mikil tilfínn- ingamál og snúast stundum um líf og dauða.“ Þessi athugasemd er ekki gerð til að kasta rýrð á Landakotsspítala eða þá lækna sem þar starfa, held- ur til að leiðrétta þrálátan misskiln- ing um að Landakotslæknar hafi persónubundnara samband við sjúklinga sína en læknar á öðrum sjúkrastofnunum. Stjóm læknaráðs Landspítalans og Rannsóknastofu Háskólans leyf- ir sér því að fara þess á leit að blað yðar birti það sem hér fer á eftir. Það skal tekið fram að miðað er við Landspítalann, en svipað fyrir- komulag mun þó vera á flestum opinbemm sjúkrastofnunum. Á Landspítala em sjúklingar lagðir annaðhvort bráðainnlögn eða af biðlista. Sjúklingar sem lagðir em inn bráðainnlögn em sendir af lækni úti í bæ á bráðamóttöku spítalans, nema bmna- og hjarta- sjúklingar sem leggjast inn á sér- hæfðar deildir. Þar tekur eldri að- stoðarlæknir á móti þeim, skoðar þá og lætur síðan vakthafandi sér- fræðing vita sem skv. reglum spítal- ans skoðar sjúklinginn og veitir honum bráða þjónustu eða leitar ráða hjá sérfræðingi í þrengri sér- grein, sem hugsanlega tekur sjúkl- inginn til meðferðar. Sá sérfræðing- ur, sem tekur sjúklinginn endanlega til meðferðar ber síðan ábyrgð á honum, þar til hann útskrifast og til hans getur sjúklingurinn sjálfur og aðstandendur leitað hvenær sem þeim fínnst ástæða til. Ef vinna þarf við sjúklinginn læknisverk, sem er utan sérgreinar umönnunarlæknis, ber honum að leita ráða sérfræðings í viðkomandi sérgrein, það er ekki þar með sagt að hann sleppi hendi af sjúklingnum til þess sérfræðings, nema um það sé samkömulag. Inn í þetta fléttast siðan störf aðstoðarlækna, sem eft- ir reynslu og getu taka þátt í vinnu við sjúklinga en sá sérfræðingur sem stjómar meðferð, ber ábyrgð á störfum þeirra. Þessar reglur um vinnu aðstoðarlækna gilda á öllum sjúkrastofnunum, þ. á m. Landa- kotsspítala, sem ráða aðstoðar- lækna til starfs og náms. Varðandi sjúklinga sem lagðir em inn af biðlista, þá er beiðni um sjúkrahúsvist annaðhvort send af læknum utan spítalans eða af þeim læknum spítalans sem hafa opnar stofur. Sjúklingar sem kallaðir era inn af biðlistum og ekki era á veg- um neins af læknum spítalans era teknir til meðferðar af sérfræðingi, sem ber fulla ábyrgð á meðferð þeirra, en að sjálfsögðu gilda sömu reglur og um bráðasjúklinga varð- andi ráðgjöf. Sjúklingar sem lagðir era inn af sérfræðingum spítalans era nær alltaf í meðferð hjá þeim sem legg- ur sjúklinginn inn og ber hann á honum fulla ábyrgð. Fari sérfræðingur í leyfi frá sjúklingi, sem hann hefur í meðferð skal hann ráðstafa sjúklingi eða sjúklingum sínum formlega til ann- ars eða annarra sérfræðinga. Til frekari áréttingar leyfír stjóm læknaráðs sér að benda á lækna- reglur þær sem settar hafa verið af stjóm og sjúkraskrámefnd, 3. kafla 3. mgr., og era í gildi á Land- spítalanum. „Allir sjúklingar skulu skráðir á ákveðinn sérfræðing sem ber ábyrgð á meðferð sjúklings, og skal umsögn hans ætíð liggja fyrir í sjúkraskrá innan þriggja sólar- hringa frá komu sjúklings." 1958 1988 SÍÐUSTU INMRITUNARDAGAR í DANSSKÓLA HERMANNS RAGNARS Síðastliðin 30 ár hafa þúsundir íslendinga laert sín fyrstu spor í DHR og margir þeirra eru enn að. I DHR er ekki ein- göngu lögð áhersla á holla og góða hreyfingu, heldur létt og skemmtilegt andrúmsloft. Það sem við kennum i vetur: • Jazzleikskólinn • Jazzdans • Jazzballett • Stepp • Barnadansar • Suður-amerískir dansar • Samkvæmisdansar • 10 hagnýtir dansar og gömu dansarnir Böm 3ja-6 ára. Börn 6-8 ára 9 ára og eldri 9 ára og eldri Börn 3ja-6 ára 7 ára og eldri 7 ára og eldri Fyrir fullorðna Trygging fyrir réttri tilsögn í dansi Afhending skfrteina fer fram laugardag- inn 17. sept. kl. 14-18. Kennsla hefst mánudaginn 19. sept. VERTU MEÐ Á 30. AFMÆLISÁRINU! ^ BOLHOLTI 6. SIMAR 68-74-80 OG 68-75-80 U HEILDSALAR & KAUPMENN ÞÓ AÐ INNKAUPSVERÐ VÖRU HÆKKI, ER ÓHEIMILT AÐ HÆKKA SÖLUVERÐ FRÁ PVÍ AÐ VERÐSTÖÐVUN TÓK GILDI. VERÐIAGSSTOFNUN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.