Morgunblaðið - 15.09.1988, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15..SEPTEMBER 1988
Danmörk:
Fannstmyrtur
í sumarbústað
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun,
DANSKI rithöfundurinn Christ-
ian Kampmann fannst á mánu-
dagskvöld myrtur i sumarbústað
sínum á eyjunni Læsö undan
austurströnd Norður-Jótlands.
Vinur hans, ástmaður og starfs-
bróðir, Jens Michael Schau, hef-
ur verið handtekinn, og hefur
hann játað á sig verknaðinn.
Kampmann var höfundur margra
vinsælustu skáldsagna, sem gefnar
hafa verið út í Danmörku síðustu
árin. Hann fékk verðlaun danska
bóksalafélagsins og styrk úr minn-
fréttaritara Morgunbiaðsins.
ingarsjóði Henry Nathansens fyrir
skáldsögumar „Visse hensyn“,
„Faste forhold", „Rene linier" og
„Andre máder", fjögurra binda rit-
röð þar sem hann lýsir á kald-
hæðnislegan hátt dulinni óhamingju
borgarastéttarinnar.
Fjöldi annarra bóka hefur komið
frá hendi Kampmanns og í vor sem
leið vann hann mikinn sigur með
sjónvarpsleikritinu „Alle elsker
Debbi", sem fjallar um viðkvæm
tilfinningamál í sambandi við kyn-
ferðislega misneytingu fósturföður
á dóttur sambýliskonu sinnar.
Kína:
Friedman varar við
vaxandi verðbólgn
Shanghai. Reuter.
BANDARÍSKI hagfræðingurinn
og Nóbelsverðlaunahafinn Milt-
on Friedman varaði kinversk
stjórnvöld við þvi á þriðjudag að
óðaverðbólga gæti valdið
kinversku efnahagslífi miklu
tjóni nema einkavæðingu kinver-
skra ríkisfyrirtælqa yrði hraðað.
Hann sagði ennfremur að efna-
hagsvandi landsins fælist aðal-
lega í óheftum lántökum kinver-
skra ríkisfyrirtækja.
„Ekkert gæti grafið jafn mikið
undan þeim mikilvægu efnahags-
umbótum sem Kínveijar hafa kom-
ið á og vaxandi verðbólga," sagði
Friedman á ráðstefnu sem 100
menntamenn frá Kína, Banda-
ríkjunum og Evrópu sóttu. „Eina
lausnin felst í því að takmarka lán-
tökur ríkisfyrirtækja. Best yrði að
einkavæða þessi fyrirtæki og neyða
þau til samkeppni á ftjálsum mark-
aði.“
Verðbólgan í Kína komst í 19
prósent í júní og hefur aldrei verið
jafn mikil síðan kommúnistaflokk-
urinn tók völdin árið 1949.
Kínversk stjómvöld tilkynntu í
þessum mánuði að verðlag yrði
fryst út þetta ár og hétu því að
draga úr verðbólgunni á næsta ári.
Kínverski hagfræðingurinn Pu
Svíþjóð:
Afbrotum
Shan sagði að kínversk stjómvöld
væru að reyna hemja verðbólguna
en ekki hefði verið ákveðið að hraða
einkavæðingu eins og Friedman
lagði til.
Reuter
Fór fyrir bijóstið á Norðmönnum
ítalska þingkonan Ilona Staller, betur þekkt
undir nafninu Cicciolina, olli mikilli reiði nor-
skra stjórnmálamanna er hún skoðaði byggingu
norska Stórþingsins í gær. Staller, sem leikið
hefur í mörgum klámmyndum, beraði nefnilega
vinstra bijóst sitt í viðurvist margra vitna, þ.á
m. nokkurra þingmanna, er hún stóð við sæti
þingforseta. Stórt málverk af fulltrúum á hinum
sögufræga Eiðsvallafundi 1814 hangir bak við
forsetasætið. Forseti Stórþingsins, Jo Benkow,
var meðal þeirra sem neituðu að hitta Cicciolinu
og sagði hann þetta framferði hennar „einstak-
lega óviðeigandi.1*
Sameinuðu þjóðirnar:
Fjárhagsvandi stofn-
unarínnar enn óleystur
- segir Perez de Cuellar
fjölgar
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara
Morgunblaðsins.
NÆRRI 16 þúsund Svíar voru
í fyrra dæmdir til fangelsisvist-
ar og er það nýtt met. Þar af
voru sjö menn dæmdir í
lífstíðarfangelsi fyrir morð.
Þetta kemur fram í nýrri töl-
fræðilegri samantekt sænskra
dómsmálayfirvalda. Síðan ný
hegningarlöggjöf gekk í gildi árið
1965 hafa ekki jafn margir verið
dæmdir í lífstíðarfangelsi á einu
ári. Meira en helmingur þeirra sem
dæmdir eru til fangavistar sitja
inni skemur en þrjá mánuði. 100
manns voru í fyrra fangelsaðir til
lengri tíma en eins árs og þar af
voru flestir dæmdir fyrir fíkniefna
og ofbeldisbrot.
í fyrra voru framin 250.000
umferðarlagabrot í Svíþjóð. Er það
einnig nýtt met. 11.600 manns
voru teknir fyrir ölvun við akstur.
Að lokum má geta þess úr skýrsl-
unni að útlendingar frömdu 14%
af öllum afbrotum í Svíþjóð í fyrra.
Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
JAVIER Perez de Cuellar, aðal-
ritari Sameinuðu þjóðanna,
fagnaði í gær þeirri ákvörðun
Bandarikjastjórnar að greiða
520 milljónir dala (23,9 millj-
arða ísl. kr.) í vangoldin fram-
lög til Sameinuðu þjóðanna en
sagði að þessar greiðslur leystu
ekki fjárhagsvanda stofnunar-
innar.
í yfírlýsingu frá Perez de Cuell-
ar segir að fjárskortur komi áfram
niður á starfsemi Sameinuðu þjóð-
anna þar til vangoldnar skuldir
allra aðildarríkjanna hafa verið
greiddar. Marlin Fitzwater, tals-
maður Bandaríkjaforseta, hafði
tilkynnt á þriðjudag að Ronald
Reagan Bandaríkjaforseti hefði
skipað svo fyrir að greiddar skyldu
520 milljónir dala í vangoldin
framlög til stofnunarinriar. 44
milljónir dala verða greiddar strax
og heitið var 144 milljónum að
auki 1. október.
Perez de Cuellar, sem hafði
varað við því að Sameinuðu þjóð-
imar gætu þurft að hætta hluta
starfsemi sinnar á næstu vikum
vegna fjárskorts, sagði að ákvörð-
un Reagans „lofaði mjög góðu."
Hann bætti hins vegar við að þótt
hluti vangoldinna framlaga yrði
greiddur leysti það ekki vanda
stofnunarinnar. Hann sagði að ef
stofnunin ætti að geta haldið
áfram fríðarumleitunum og haldið
uppi eðlilegu friðargæslustarfi
þyrfti að koma til móts við fjár-
þörf stofnunarinnar með öðrum
leiðum. Hann nefndi ftjáls framlög
og vaxtalaus lán sem hugsanlegar
fjáröflunarleiðir.
Stjómarerindrekar sögðu að
nokkur af auðugari ríkjum heims
væru tilbúin að veita lán en mörg
Evrópuríki væru mótfallin þeirri
leið, þar sem hún myndi aðeins
draga úr þrýstingi á Bandaríkja-
menn til að greiða vangoldin fram-
lög sín til fulls. Bandaríkjaþing
ákvað að halda að sér höndum
með greiðslur til stofnunarinnar
og krafðist umbóta innan Samein-
uðu þjóðanna, meðal annars að
þau ríki sem mest leggja fram til
stofnunarinnar fengju ráðið meim
um útgjöld hennar. Perez de Cuell-
ar og Allsheijarþing Sameinuðu
þjóðanna hafa leitast við að koma
til móts við þessar kröfur og Marl-
in Fitzwater kvaðst ánægður með
árangurinn. Hann sagði að
ákvörðun Bandaríkjastjómar ætti
að stuðla að frekari umbótum inn-
an stofnunarinnar.
Talið er að fjárþörf Sameinuðu
þjóðanna muni aukast á næst-
unni. Verði til að mynda samið
um sjálfstæði Namibíu er talið að
það muni kosta Sameinuðu þjóð-
imar um milljarð dala (46 millj-
arða ísl. kr.).
Bandaríkjamenn em ekki þeir
einu sem skulda Sameinuðu þjóð-
unum. Samkvæmt lista sem gefinn
var út í lok júlí skulduðu Sovét-
menn næstum tíu milljónir dala
(460 milljónir ísl. kr.) í föst fram-
lögtil stofnunarinnar og 252 millj-
ónir dala (11,6 milljarða ísl. kr.)
vegna friðargæslu hennar. Suður-
Afríkumenn skulda 33.9 milljónir
dala (1,8 milljarða ísl. kr.), Bras-
ilíumenn 17,9 milljónir (828 millj-
ónir ísl. kr.), íranar 12,1 milljón
(554 milljónir ísl. kr.) og Arg-
entínumenn 6,3 milljónir (290
milljónir ísl. kr.).
Suður- og Norður-Kórea:
Leiðtogafundur að af-
loknum Olympíuleikum?
Seoul. Reuter.
SUÐUR-Kóreumenn hafa ákveð-
ið að taka boði Norður-Kóreu-
manna um fund æðstu manna
ríkjanna í Pyongyang um hugs-
anlega sameiningu þeirra ef
Norðanmenn trufla ekki
Ólympíuleikana, sem settir verða
í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu,
næstkomandi laugardag.
Að sögn ríkisútvarps Suður-
Kóreu, mun Roh Tae-woo, forseti,
tilkynna við athöfn að afloknum
Ólympíuleikunum að tilboði Norð-
anmanna verði tekið. Leikunum
verður slitið 2. október.
Kim Il-sung, leiðtogi Norður-
Kóreu, lagði til í síðustu viku að
æðstu menn kóresku ríkjanna
kæmu saman til fundar í Pyongy-
ang, höfuðborg Norður-Kóreu, til
þess að ræða um griðarsáttmála
og hugsanlega sameiningu
ríkjanna. Leiðtogar þeirra hafa
aldrei hitzt frá því Kóreu var skipt
{tvö ríki við lok seinni heimsstyrj-
aldarinnar.
Norðanmenn ákváðu fyrir
skömmu að taka ekki þátt í
Ólympíuleikunum eftir fjóra árang-
urslausa fundi háttsettra embættis-
manna beggja ríkjanna í lok ágúst
þar sem reynt var að finna flöt á
þátttöku þeirra. Hétu þeir hins veg-
ar að trufla ekki Ólympíuleikana.
Louis Menetrey, hershöfðingi og
yfirmaður Bandaríkjahers í Suður-
Kóreu, sagðist þess fullviss í gær
að Ólympíuleikamir færu fram með
glæsibrag og að engin hætta væri
á hryðjuverkum eða tilraunum til
að trufla leikana. Sagði hann að
stóraukið eftirlit með umsvifum
Norður-Kóreumanna í grennd við
vopnahléslínunnar hefði ekki gefíð
mönnum til efni til að óttast aðgerð-
ir úr þeirri átt. Ennfremur hefðu
víðtækar ráðstafanir verið gerðar
til að koma í veg fyrir hryðjuverk
af öllu tagi.