Morgunblaðið - 15.09.1988, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 15.09.1988, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 Plnrgi Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Gömul úrræði Segja má, að þjóðfélagið hafi verið á öðrum endanum í nokkrar vikur vegna fyrirhug- aðra aðgerða ríkisstjómarinnar í efnahagsmálum. Sérstök ráð- gjafamefnd var sett á fót, skip- uð fulltrúum atvinnulífsins, mik- il fundahöld hafa verið hjá stjómarflokkunum, sérfræðing- ar hafa verið að störfum o.s.frv. Miðað við hin miklu umsvif og yfírlýsingar ráðherra hefði mátt ætla, að stefnt væri að efna- hagsaðgerðum, sem hefðu var- anlega þýðingu. Því miður virð- ist svo ekki vera. í þeim hug- myndum, sem komið hafa fram innan ríkisstjómarinnar örlar ekki á nýjum hugmjmdum eða viðleitni til þess að ráðast að rót vandans, heldur er bersýnilega stefnt að bráðabirgðaráðstöfun- um, sem duga í nokkra mánuði. Þá bætir það ekki úr skák, að margar þeirra hafa verið full- reyndar áður og ekki skilað ár- angri. Um síðustu mánaðamót var sett á verðstöðvun í einn mán- uð. í þeim tillögum, sem fyrir liggja, er ýmist stefnt að áfram- haldandi verðstöðvun eða mjög ströngu aðhaldi að verðlagi. Verðstöðvun var tízkufyrirbæri í efnahagsaðgerðum fyrir all- löngu. Þetta þótti gott ráð til þess að leysa aðkallandi vanda- mál í skamman tíma. Þegar verðstöðvanir höfðu verið í gildi við og við í langan tíma var mönnum orðið ljóst, að þær urðu til þess að auka á erfíðleika í stað þess að draga úr þeim. Verðstöðvanir þessar skekktu allan rekstur fyrirtælg'a og opin- berra stofnana. Þessir aðilar söfnuðu miklum skuldum vegna tapreksturs vegna verðstöðvana og greiddu háa vexti af þeim skuldum. Loks brast verðstöðv- unarstíflan og þá urðu hækkan- ir að verða mun meiri en ella hefði orðið. Sýnt var fram á það í rekstri nokkurra opinberra fyr- irtækja, að gjaldskrár þeirra hækkuðu meira en þær hefðu þurft að gera vegna verðstöðv- ana. Nú á að reyna verðstöðvun á ný, þótt þær hafí verið fullreynd- ar og hafí augljóslega gengið sér til húðar, sem aðgerð í efna- hagsmálum. Hvers vegna? Þetta er auðvitað ekkert annað en uppgjöf. Það er alveg ljóst af tillögum Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks, að stefnt er að því að lækka raunvexti með handafli eins og það hefur verið orðað. Það er líka ljóst, að Sjálfstæðis- flokkurinn er búinn að sætta sig við að taka þátt í slíkri aðgerð. Reynslan af miðstýrðu vaxta- kerfí er hörmuleg. Afleiðingin af því var orðin sú, að það var einfaldlega ekkert fjármagn til í bankakerfínu. Fólk hætti að spara peninga en reyndi að koma þeim í önnur verðmæti. Eftir að vaxtafrelsið kom til sögunnar stóijókst spamaður- inn. Hins vegar hafa raunvextir verið mjög háir og hinn frjálsi markaður hefur ekki megnað að lækka þá. En hvers vegna ekki? Ástæðan er auðvitað sú, að ríkissjóður hefur haldið raun- vöxtum svo háum vegna þess, að eftirspum ríkissjóðs eftir Qármagni hefur verið gífurleg. Ef slegið hefði verið á þá eftir- spum er útilokað annað en vext- ir hefðu lækkað. Nú á hins veg- ar að taka upp fyrri siði og mið- stýra vöxtum, þótt staðreynd sé að það vaxtakerfí hafí fyrir löngu gengið sér til húðar. Sjálfstæðisflokkurinn vill gengislækkun nú, þótt gengis- breytingin í maí hafí verið ein- hver misheppnaðasta efnahags- aðgerð síðari tfma. Em líkur til þess að hún heppnist nú? Al- þýðuflokkur og Framsóknar- flokkur vilja taka upp stórfellda millifærslu. Það verður að fara fjóra áratugi aftur í tímann til þess að fínna tímabil, þegar slík millifærsla var höfuðatriði í efnahagsráðstöfunum hér. Með Viðreisninni var millifærslu- og uppbótakerfíð, sem hafði reynzt með eindæmum illa, þurrkað út. Nú á að taka það upp á ný í einhveiju formi! Stjómarflokkamir hafa hins vegar ekki einbeitt sér að því verkefni að skera niður ríkisút- gjöldin, sem þó er bersýnilega lykillinn að lausn hins heimatil- búna efnahagsvanda okkar ís- lendinga. Þeir hafa heldur ekki einbeitt sér að því verkefni að knýja fram grundvallarbreyt- ingar í rekstri sjávarútvegs og fískvinnslu, sem þó er annar höfuðþáttur í frambúðarlausn vandamála atvinnulífsins. Það er auðvitað ljóst, að ríkis- stjómin kemst ekki út úr þeim farvegi, sem hún er komin í með efnahagsúrræði. Eina spuming- in, sem eftir stendur er sú, hvort stjómarflokkunum takist að samræma sjónarmið sín, eða hvort ríkisstjómin fer frá næstu daga. Hvað sem því líður sýnist fullreynt, að þessi ríkisstjóm hefur ekki bolmagn til þess að taka á vandamálum efnahags- lífsins með þeim hætti að varan- legur árangur náist. Sauðfjárslátrun: Slátrað verðm* í 37 sláturhúsum í haust SLÁTRUN er nú hafin í flestum þeim sláturhúsum sem siátrað verð- ur í nú i haust, og eftir næstu helgi verður slátrun væntanlega kom- inn i fullan gang um land allt, en þá verður búið að rétta á flestum stöðum. Á þessu hausti fer slátrun fram i 37 sláturhúsum, sem feng- ið hafa leyfi til slátrunar, en í haust verður ekki slátrað í sex slátur- húsum sem slátrað var í á síðastliðnu hausti, þar sem þau hafa ósk- að eftir úreldingu samkvæmt tilboði landbúnaðarráðuneytisins. Allar líkur benda nú'til þess að ekki verði neitt nýtt kjöt sett á markað fyrr en eftir næstu mánað- armót þegar verðstöðvun á að ljúka. Jón Gunnar Jónsson, framleiðslu- stjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands sagði í samtali við Morgunblaðið, að á meðan hvorki væri komið nýtt verð á kjötið né heldur væri vitað hvað ætti að greiða bændum, þá væri ógjömingur að selja nýja kjö- tið. „Ef nýja kjötið væri selt á verði frá því í júní, og síðan gert upp við bændur á einhveiju verði sem hugs- anlega kemur í október, þá myndi mismunurinn verða allt of mikill fyrir sláturleyfíshafa, og er þá ver- ið að tala um eitthvað í kringum 20 krónur sem myndu tapast á hvert kíló. Við höfum aftur á móti lofað bændum því að allir þeir sem leggja inn til okkar fái samskonar uppgjör, og ekki verður gerður neinn greinarmunur á því hvort þeir leggja inn fyrir 1. október eða eftir. Af þessu leiðir að við verðum jafnframt að selja allt kjötið á sama verði, og því bendir allt til þess í dag, að kjöt af því sem slátrað verð- ur fyrir mánaðarmót verði sett í frystigeymslur," sagði Jón Gunnar. Af þeim sláturleyfíshöfum sem stunda sauðfjárslátrun nú í haust eru samtals 16 sem hlotið hafa lög- gildingu, en 21 sláturhús er rekið á undanþágu. Sláturleyfíshafar sem hlotið hafa löggildingu eru: Kaup- félag Borgfírðinga, Afurðastöðin Búðardal hf, Barðinn hf, Þingeyri, Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík, Kaupfélag V-Húnvetn- inga Hvammstanga, Sláturfélag A-Húnvetninga Blönduósi, Kaup- félag Skagfírðinga Sauðárkróki, Kaupfélag Eyfírðinga Akureyri, Kaupfélag Þingeyinga Húsavík, Kaupfélag N-Þingeyinga Kópaskeri (KEA leigir aðstöðuna), Sláturfélag Suðurfjarða Breiðdalsvík, Kaup- félag A-Skaftfellinga Höfn, Slátur- félag Suðurlands Kirkjubæjar- klaustri, Vík, Hvolsvelli og Selfossi. Þau sláturhús sem rekin eru á undanþágu reu: Sláturfélag Snæ- fellinga Stykkishólmi, Kaupfélag Saurbæinga Saurbæ, Kaupfélag Króksfjarðar Króksfíarðamesi, Sláturfélag V-Barðstrendinga Pat- reksfirði, Sláturhús Einars Guð- fínnssonar Bolungarvík, Kaupfélag Strandamanna Norðurfírði, Kaup- félag Bitrufjarðar Óspakseyri, Kaupfélag Hrútfirðinga Borðeyri, Slátursamlag Skagfírðinga, Kaup- félag Eyfírðinga Dalvík, Kaupfélag Langnesinga Þórshöfn, Kaupfélag Vopnafíarðar, Kaupfélag Héraðs- búa Egilsstöðum, Kaupfélag Hér- aðsbúa Reyðarfírði, Kaupfélag Hér- aðsbúa Fossvöllum, Kaupfélag Fá- skrúðsfírðinga Fáskrúðsfírði, Kaup- félag A-Skaftfellinga, Fagurhól- smýri, Sláturhúsið Höfn Selfossi, Þríhymingur Þykkvabæ, Sláturfé- lag Suðurlands Laugarási og Slát- urfélag Suðurlands Laxárbrú. Eftirtalin sláturhús hafa óskað úreldingar nú í haust: Kaupfélag Önfírðinga Flateyri, Verslunarfélag Austurlands Fellabæ, Kaupfélagið Fram Neskaupsstað, Kaupfélag A-Skaftfellinga Djúpavogi, Slátur- félagið Vík og Kaupfélag Suður- nesja Grindavík. Konur og karlar á Norðurlöndum: Laun kvenna 50 til 70% af launum karla Konur frekar í hlutastörfum Atvinnuþátttaka kvenna á Norðurlöndum er mest í Sviþjóð, 83%, en minnst i Noregi, 73%, að því er segir í bókinni „Konur og karlar á Norðurlöndum". Hlutastörf eru mun algengari meðal kvenna en karla. Fjórar af hveijum tíu konum í launuðu starfi í Danmörku, íslandi og Svíþjóð vinna innan við 35 tima á viku, fimm af tíu i Noregi en tæplega tvær i Finnlandi. Aðeins 5% norrænna karla vinna hluta- störf. í Danmörku, Finnlandi og Sviþjóð eru tekjur kvenna 70% af tekjum karla, í Noregi 60% og á Islandi 50%. Bættar samgöng- ur í Strandasýslu uxi__n. ^ Hólmavík. Á liðnu sumri var lagt bundið slitlag á Strandaveg í Bitrufírði og á Stikuhálsi. Á Steingrímsfjarðar- heiði var einnig lagt bundið slitlag og hafíst handa við styrkingu á Stikuhálsi norðan Þambárvalla. Mjög mikil bót var fyrir vegfar- endur er leið eiga um veginn milli Hólmavíkur og Brúar í Hrútafirði, á liðnu sumri, er lagt var bundið slitlag á veginn í Bitrufírði og á Stikuhálsi. Vegurinn í Bitrufírði var styrktur í fyrra og var þá um leið ákveðið að leggja á hann bundið slitlag árið 1988. Þessi vegarkafli er um 8 km og nær utan við bæinn Bræðrabrekku og sunnan við Krossá í Bitrufírði. Vegurinn um Stikuháls, að sunnanverðu, var einnig lagður bundnu slitlagi eða um 6 km niður í Skálholtsvík. Vega- gerðin á Hólmavík og flokkur í Reykjavík sáu um verkið. Á Steingrímsfjarðarheiði unnu sömu flokkar að lagningu bundins slitlags ásamt flokki frá Isafirði. Á heiðina var lagður 19 km hluti vegarins. Við veginn um Selströnd, um 2 km, var unnið í sumar og var því verki lokið í júlí. Verkið unnu Jón og Magnús sf. á Ísafírði. Vegurinn þama hefur verið hækkaður tölu- vert og vegarstæði breytt frá því sem áður var. Nýbyggingu á veginum um Stikuháls norðan við bæinn Þamb- árvelli var hafíst handa við í sum- ar. Vegarkafli þessi er um 2!/2 km og Höttur hf. í Hrútafírði vinnur það verk. Áætlað er að verkinu verði lokið um miðjan september. Einnig hefur verið unnið við veginn í Steinadal og hefur gamall vegar- kafli þar verið grafínn upp og styrktur. Vegagerðin á Hólmavík vann það verk. - BRS íbúatala Norðurlanda hefur tvö- faldast á þessari öld, segir í bókinni „Konur og karlar á Norðurlöndum". Meðalaldur fólks á Norðurlöndum er hærri en í öðrum ríkjum, að Jap- an undanskyldu. Meðalævi kvenna er lengri en karla. Munurinn er mestur í Noregi 8 ár, minnstur á íslandi 5 ár. Talið er að íbúum fjölgi áfram hér á landi og í Nor- egi, en fækki á hinum Norðurlönd- unum í byijun næstu aldar. Hlut- fall bama og unglinga í mannijölda fer minnkandi en hlutfall aldraðra vex. Sjöunda hver móðir með böm á framfæri er einstæð, en aðeins 2-4% karla. Val fólks á námsbrautum er sagt kynbundið. Konur velji fremur bók- menntagreinar, karlar raungreinar. Sama kemur fram í starfsvali há- skólamenntaðs fólks. Konur em í meirihluta í heilbrigðiskerfínu, kennslu og hugvísindum, karlar í tæknistörfum og raunvísindum. Konur eru í tveim af hveijum þrem- ur opinberum störfum í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Karlar sitja í teimur af hveijum þremur störfum hjá einkafyrirtækjum. Karlar hafa meiri frítíma en kon- ur að sögn bókarinnar. Þeir veija frítíma einkum til íþrótta, konur frekar til menningarmála. Hlutur kvenna í opinberum nefndum og stjómum er mestur i Danmörku og Noregi, 31%, lægstur á íslandi, 11%. Land og synir gefin út í skólabókaútgáfu BÓKAÚTGÁFAN Reykholt hf. hefur gefið út skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar, Land og syni, í útgáfu sem sérstaklega er ætluð skólum. Gunnar Stefánsson ann- aðist útgáfuna. Saga þessi gerist í sveit á kreppu- árunum og er eitt helsta skáldverk höfundar. Umsjónarmaður útgáfu ritar inngang að sögunni þar sem gerð er grein fyrir sögulegu baksviði verksins, einnig rakinn ferill höfund- ar, lýst öðrum verkum hans og tengslum þeirra við Land og syni. Loks er drepið á nokkur listræn ein- kenni sögunnar. Athugunarefni fyrir nemendur eru aftan við hvem kafla og orðskýringar fylgja. Loks eru heildarverkefni og skrá um heimild- amt. Land og synir kom fyrst út árið 1963 og er þetta þriðja útgáfa sög- unnar. Hún var kvikmynduð árið 1979 undir stjóm Ágústs Guðmunds- sonar. Sú mynd var frumsýnd í árs- byijun 1980 og hlaut á sínum tíma metaðsókn. Hefur hún verið sýnd víða um lönd. Kvikmyndin er tiltæk á myndbandi hjá Námsgagnastofnun handa skólum sem taka söguna til lestrar. Land og synir er 160 blaðsí- ður. Prenthúsið prentaði. Kápa er unnin úr mynd úr kvikmyndinni. Námsgagnastofnun mun dreifa bók- inni til skóla. (Fréttatilkynning)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.