Morgunblaðið - 15.09.1988, Side 41

Morgunblaðið - 15.09.1988, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 :ai sinnum Requiem o. fl. með kóm- um Choere de l’Orchestre Natio- nal de Lyon, sem er einn af fáum atvinnukórum þar í landi og sagði hún að kórinn hefði látið í ljós mikla löngun til að koma við á íslandi á leið sinni í tónleikaför til Bandaríkjanna næsta sumar. Vonandi gæti af því orðið. Þetta kynni að gefa þá hug- mynd að Sigríður Ella hafí aðeins sungið að undanfömu í Frakkl- andi, sem er rangt. Hún fór t.d. sl. vetur til Kanaríeyja, hljóp í skarðið fyrir Dellu Jones í Messí- asi eftir Hándel. Og í aprílmánuði söng hún í Bienne í Sviss við frá- bæra blaðadóma. Eins og alltaf er þar tekið fram að Sirrý Ella Magnús, sem er listamannsnafn hennar erlendis, sé íslensk söng- kona með evrópskan starfsvett- vang. Hún syngur auðvitað líka heima í Bretlandi, söng til dæmis daginn eftir að hún flutti Ijóð Matthíasar Johannessens 5 Barbican Center sem hér hefur verið sagt frá, á galaóperukvöldi Sigríður Ella í hlutverki móðurinnar og Anna Vaughan dóttir hennar í hlutverki dótturinnar í óperunni Maríó ogtöframaðurinn. Söngkonan Sigríður Ella Magnúsdóttir var í snöggri ferð heima á íslandi í vikunni. Kom til að syngja iög eftir Gylfa Þ. Gíslason inn á hljómplötu sem Fálkinn ætlar að gefa út fyrir jólin, þar sem hún syngur ásamt söngvurunum Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, Garðari Cortes og Kristni Sigmundssyni. Lauslegar fréttir berast stundum af Sigríði Ellu á tónleikum eða í óperum í Frakklandi, Bretlandi, Sviss og nú í sumar á Ítalíu, þar sem hún söng aðalhlutverkið í frumflutningi á nýrri óperu eftir tónskáldið Stephen Oliver, sem er nú eitt af fremstu tónskáldum Breta. Vakti atburðurinn athygli þeirra sem fylgjast með tónlistarmálefnum heimsins. En kannski þykir ekki síður forvitnilegt til frásagnar að þarna söng tíu ára gömul dóttir hennar Anna Vaughan sitt fyrsta hlutverk í óperu með móður sinni. Og munu þær mæðgur syngja hlutverkin í þessari óperu þegar hún verður flutt í London í vetur. Blaðamaður Mbl. byijaði því á að spyija Sigríði Ellu nánar um þessa nýju óperu, þegar við náðum snöggvast tali af henni seinni daginn sem hún stansaði hér. Sigríður Ella og dóttir hennar í frumflutningi á óperu á Ítalíu Operan heitir á ítölsku Mario ed il Mago eða Maríó og töframaður- inn og er textinn saga eftir Thomas Mann og gerist upp úr 1920. Fjallar um þýska konu og dóttur hennar á ferðamannastað á Ítalíu, þar sem þær skjmja vaknandi andúð á út- lendingum, en síðan kemur töfra- maður við sögu. Var óperan frum- flutt á Listahátíðinni í Batignano á Ítalíu í gömlu klaustri, þar sem einnig voru fluttar tvær aðrar óperur. Var mikið haft við, m.a. sendi BBC World Service menn á staðinn og viðtal við Sigríði Ellu var sent út tii 20 milljóna áheyr- enda. Anna stóð sig vel. Tónskáld- ið skrifaði þeim á eftir, sagðist aldrei hafa heyrt tónlist sína flutta af slíkri nákvæmni og kvaðst Sigríður Ella því vera mjög stolt af henni. Anna er nokkuð vön að koma fram, því hún les oft upp ljóð og annað í skólanum, svo móðir hennar kvaðst ekki hafa óttast að sviðsskrekkur mundi há herrí. „Þetta var mjög gott tæki- færi, sem erfítt var að hafna, því við gátum farið öll fjölskyldan saman og verið á Ítalíu í sumri og sól í fímm vikur. Þeir buðu okkur öllum að búa í gamla kiaustrínu, sem er mitt á milli Flórens, Písa og Rómaborgar og ekki langt frá ströndinni. En þama í klaustrínu bjuggu allir sem störfuðu við sýninguna, um 80 manns," segir Sigríður Ella. „Og svo er þetta nútímatónlist, sem ég hefi nær ekkert sungið í mörg ár. Ég átti reyndar að syngja í Carmen í Sviss á sama tíma þegar þetta tilboð barst og stóðst það ekki. Það er líka mjög gaman að syngja fyrir Itali, sem klappa mikið og hrópa brava, brava! Þeir eru svo hrifnir af háu tónunum, sem nóg var af í mínu hlutverki." Talið berst að viðtökum gesta, sem Sigríður Ella segir að séu miklu ákafari suður frá en í Bret- landi og hér norður frá. Ekki síst í Frakklandi, þar sem þeir klappa söngvarann fram aftur og aftur, allt upp í 8 sinnum, eins og þegar hún söng í júní og júlí á femum tónleikum Requiem eftir Mozart í Auveme. Eftir fyrstu tónleikana kom baksviðs maður, sem henni fannst hún kannast við. Það var þá Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands, sem býr þama rétt hjá og er vemdari hljómsveit- arinnar Orcestra de Auveme, sem mikið er nú látið með þar í landi. Var forsetinn fyrrverandi kominn til að taka sig að söngvurunum eftir tónleikana. Sigríður Ella hef- ur einmitt sungið mikið í Frakkl- andi að undanfömu. „Eftir að ég söng í fyrra með orgelleikaranum Maríe Claire Alaine Bach-tónleika og einnig Stabat Mater með Dani- elle Barst á árlegri tónlistarhátíð í 4.000 manna útileikhúsi í Frakklandi fóru margir að hafa samband við mig og biðja mig um að syngja þar. Og á konsertupp- færslu af Aidu heyrði mig fransk- ur umboðsmaður sem er alltaf að hringja. Þessa sömu tónleika heyrði líka Herbert Breslin frá Ameríku og skrifstofa hans fékk áhuga." Rétt í því hringir einmitt síminn á Grímsstaðaholtinu, þar kominn umboðsmaðurinn í Frakk- landi með dagsetningar á tónleik- um. En í Frakklandi hefur Sigríð- ur Ella nýlega sungið nokkrum Óperan Maríó og töframaðurinn gerist á baðstað á Ítalíu upp úr 1920, eins og sjá má á búningunum, sem fengnir voru úr búningasafni i London. Hér er Sigríður Ella í sundfötum þeirra tima. í stóra salnum í Barbican Center aríur úr Carmen o.fl. í beinni út- sendingu BBC. Nú var Sigríður Ella á hraðri ferð út aftur til að syngja á Wins- or tónlistarhátíðinni í konsertupp- færslu á Brúðkaupi Figaros í Cov- ent Garden undir hljómsveitar- stjóm Johns Barker. Síðan stend- ur fyrir dyrum ljóðasöngur í jan- úar í Sviss, þar sem hún syngur Wesendonk eftir Wagner með hljómsveit. Þá verður komið að uppfærslu óperunnar Marío og töframaðurinn eftir Stephan Oli- ver í London. Að vísu á Sigríður Ella að syngja á svipuðum tíma í Grímudansleiknum eftir Verdi með L’Opera des Alpes á nokkrum stöðum í Frakklandi, en vonar að það þurfi ekki að rekast á. En eigum við þá ekki von á að heyra til hennar hér á íslandi í bráð? Jú, hún ætlar að skreppa heim í október til að syngja ljóða- tónleika í Gerðubergi við undirleik Jónasar Ingimundarsonar á nýja flygilinn þar. En það verða fyrstu tónleikamir í tónleikaröð, sem hann stendur fyrir í Gerðubergi. Aftur skreppur hún heim í nóvem- ber til að syngja á afmælistónleik- um Polyfónkórsins. Hélt að hún yrði hér hvort sem væri, því búið var að biðja hana um að syngja í Æfintýmm Hoffmanns hjá Þjóð- leikhúsinu og íslensku óperunni á þeim tíma, en síðan hefur hún ekkert heyrt þaðan og hætt að reikna það með í dagskrá sinni. En hún kemur til að syngja með Polyfónkómum undir stjóm Ing- ólfs Guðbrandssonar, sem hún hefur auðheyrilega dálæti á og er ákaflega hlýtt til. -E.Pá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.