Morgunblaðið - 15.09.1988, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 15.09.1988, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 Síðbúin afmæliskveðja: Sr. Jón Kr. ísfeld Síðasta mánudag, 5. september, «. náði vinur minn og velgerðarmað- ur, sr. Jón Kr. ísfeld, aldri deilanleg- um með tíu tölum, en aldur minn (og annarra ágætismanna eins og Ronalds Reagans) deilist aðeins fjórum tölum. En í mannjöfnuði við séra Jón er mér hlutfallið fjórir á móti tíu hagstæðara en sanngjamt sé. Fjórir á móti einum hundraði væri sanni nær og samt mér enn í vil. Við vorum nágrannar í sex ár, þótt vík væri á milli vina. Reyndar vorum við hvor í sínu prófasts- dæmi. Með prófast minn ekki í næsta heldur í næst-næsta fírði, áttum við tveir „samfjarða“ prestar margt saman að sælda. Þess vegna tilnefndi ég séra Jón einkaprófast minn. Einhveiju lítilmenni hefði getað vaxið í augum tekjumissirinn, þegar yngri prestur tekur að sér hluta af fyrra starfí hins eldri. En slíkt var víðs fjarri hugsunarhætti séra Jóns. Hann tók mér opnum örmum og studdi mig með ráðum og dáð, enda þaulkunnugur presta- kalli mínu eftir að hafa þjónað því í tólf ár. Þegar ég kom kaldur upp úr opnum báti eftir ferð yfír þveran Amaríjörð, fannst mér mikið um hlýju í prestshúsinu á Bfldudal. Þar með á ég ekki við, að ég varð að fara úr klofstígvéíum, sokkum, vos- klæðum, úlpu og peysu, og úr ullar- bol og föðurlandinu líka. Nei, ég hef í huga hlýjuna, sem geislar ósjálfrátt úr góðu hjarta og lætur gestinn ekki gruna, að hann kynni að vera til trafala. Það var freistandi að vilja taka sér séra Jón til fyrirmyndar, hitt var sýnu erfíðara að komast með tæmar þar sem hann hafði hælana. Hann var margra manna maki, kenndi tvöfalda kennslu í bama- skólanum á virkum dögum en á sunnudögum tvífyllti hann kirkj- una. Sunnudagaskóli hans þótti svo skemmtilegur, að þeir fullorðnir, sem gátu komið fyrir hádegi, fylgdu bömunum, enda jafnspennt og þau til að fylgjast með frumsömdum framhaldssögum hans. Klukkan tvö eftir hádegi var messa, og þá fjöl- menntu bömin með foreldmm sínum. Safnaðarblaðið var enn einn kapítuli út af fyrir sig. Séra Jón samdi Geisla frá fyrsta upphafsstaf til síðasta punkts, skreytti hann teikningum, vélritaði allt á stensil og fjölritaði í kjallaranum heima hjá sér á handsnúinni vél, sem átti það til að bila og prédika þar með gömlu spekina, að mannanna verk em ófullkomin. Ekki nóg með það. Séra Jón var virkur stjómandi Prestafélags Vestfjarða, ritstýrði Arbók Barðstrendingafélagsins og var byijaður að semja og búa undir prentun hinar vinsælu bamabækur sínar. Hann var liðtækur í hvaða nefnd á vegum hreppsins sem var, hafði bamastúkuna á sínum snær- um, einhver tími hlýtur að hafa farið í slysavamafélagið og jafnvel vann hann í vömtalningu í kaup- félaginu um áramótin. Því má ekki gleyma, að séra Jón vann verk sín ekki einn eða óstudd- ur. Og hafí nokkur jafnazt á við hann í ljúflyndi á beinni línu frá hjartanu, þá var það konan hans, Auður Halldórsdóttir, músíkölsk myndlistarkona. Á henni hvfldi allt umstang gestgjafans, en við vomm ófá, sem erindi áttum á prestssetr- ið. Hún átti sinn stóra hlut í því, að við öll snemm þaðan endumærð á sál og líkama. Ég segi „við“, því að ég var einn þeirra, sem áttu því láni að fagna að vera tíður gestur á heimili þeirra hjóna, boðinn jafnt sem óboðinn. Meira að segja vann ég það afrek að bijótast inn í kjallara prests- hússins að næturþeli að þeim hjón- um forspurðum. Og var mér tekið með fögnuði. Þegar Haukur sonur þeirra hjóna hóf nám sitt í Kennaraskólanum, og þau fluttust til höfuðborgarinn- ar, elti ég þau, fór í Kennaraskól- ann líka og leigði herbergi hjá þeim. Þar á heimili sínu gifti séra Jón mig góðri konu. Og þegar hann frétti, að nýgiftu hjónin höfðu byij- að búskap sinn á beru gólfí í kjall- araholu vestur í bæ, léði hann okk- ur rúm, eins lengi og við dvöldumst í Reykjavík. Fleiri ánægjuleg samskipti okkar rek ég ekki, nema ég get heimsókn- ar þeirra hjóna til einbúans í Hrísey á þessu sumri. Við rifjuðum upp gömul kynni og óðar en varði vomm við svo niðursokknir í rökræðum um kirkjunnar gagn og nauðsynjar, að við tókum ekki eftir því, að frú Auður hafði bmgðið sér frá. Og meðan við karlarnir skeggræddum notkun og ofnotkun trúaijátningar- innar, játaði frúin kristna trú sína án orða, og lét ekki bera á því. Það kom í ljós eftir að þau vom farin, að hún hafði hreinsað helstu hrein- lætistæki á heimilinu. Sé sannfæring mín rétt, að sið- ræn fegurð sé sambærileg við hveija aðra fegurð — ef ekki æðri, þá hefur séra Jón lifað í fögmm heimi. Allir dagar eiga kvöld. Nú er þegar sigið á síðdegi aldurdaga okkar séra Jóns, og ekki er víst, að margir verði fundir okkar héðan af. Þess vegna sendi ég honum kveðju mína með þeirri ósk, að þau hjónin njóti sem lengst hins fagra kvöldroða ævinnar, sem boðar blíðviðri, þegar nýr starfsdagur rennur í landi lifenda. Kári Valsson LITGREINING MEÐ CROSFIELD ER LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF Sparisjóður vélstjóra innleysir spariskírteini ríkissjóðs viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Ný spariskírteini ríkissjóðs fast hjá okkur og að auki bjóðum við íjölþættar ávöxtunarleiðir fyrir sparifjáreigendur. 12 mánaða bundin bók með háum vöxtum er valkostur sem margir kjósa, en aðrir velja Tromp-reikning, sem á 6 fyrstu mánuðum ársins bar 8% raunvexti. Sparisjóður vélstjóra veitir alla fyrirgreiðslu og ráðgjöf um hentugar ávöxtunarleiðir. Verið velkoinin í sparisjóðinn. SPAR/SJÓÐUR VÉLSTJÓRA BORGARTÚNI 18 SÍMI 28577 — SÍOUMÚLA 18 SÍMI 685244 —............- .............. 1 í .i t
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.