Morgunblaðið - 15.09.1988, Page 56

Morgunblaðið - 15.09.1988, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 SIEMENS .■ilílH ^ VHS myndbandstæki FM 560 Lárétt stjórnborð, HQ- tækni, 14daga upptöku- minni f. 4 þætti, 32 stöðva minni, sjálfvirkur stöðva- leitari, hraðupptaka, myndleit í báðar áttir á níföldum hraða, endur- tekning myndskeiðs, þráðlaus fjarstýring, raka- vörn ásamt öðru. Verð 31.900.- Sjónvarpsmyndavél FA108 Myndavél og sýningarvél í einu tæki, fyrirferðarlítil og aðeins 1,27 kg. 8 mm myndband, CCD-mynd- skynjari, sexföld súmlinsa, sjálfvirk skerpustilling, mesti lokarahraði 1/1500 sek. (gottf. íþróttaupptök- ur) o. m. fl. Verð 82.990.- SMTTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 „Bitlaus stjórn- arandstaða“? eftir Guðmund Jóhannsson „Stjómin þarf ekki að kvarta und- an stjómarandstöðunni. Hún hefur verið gjörsamlega máttlaus og bit- laus.“ Svo digurbarkalega mælti sjálf leiðarstjama þjóðarinnar, forsætis- ráðherrann, í blaðagrein. Við svona orðagjálfur kemur í hugann setning eftir háðfuglinn Sigmund þar sem hann segir í texta undir einni af sínum alþekktu teikningum í Morg- unblaðinu: „Þetta er ekkert alvar- legt, Þorsteinn minn. Bara smá kjálkaliðabólga eftir allt gasprið meðan þú varst í fríinu." Eins og nú er ástatt í þjóðfélaginu verður manni á að hugsa hvort stjóminni sé ekki hollt að hlusta þó ekki nema með öðm eyranu á málflutning stjómarandstöðunnar og taka mið þar af. Ég bendi hér á nokkur mál sem Borgaraflokkurinn beitti sér mjög fyrir. Þar skal nefna að hinn íllræmdi matarskammtur yrði ekki lagður á, að lánskjaravísitalan, sem með tilvem sinni hefur markvisst unnið að því að koma fjölda fólks á kaldan klaka flárhagslega, verði lögð niður.’ Þá bar Borgaraflokkurinn fram þingsályktunartillögu sem fól í sér launajöfnun fyrir hina lægstlaunuðu. Ég held að sjálfsvirðing stjómarinn- ar hefði ekki beðið neina hnekki við að taka tillit til þessara mála og víst er um það að hefðu þessi mál kom- ist í höfn þá væri ekki sú ólga í þjóð- félaginu sem nú ríður húsum. Hvert er hlutverk ríkisstjórnar? Samkvæmt orðanna hljóðan á ríkisstjómin að sjálfsögðu að stjóma málum þjóðarinnar, en hefur hún gert það? Já það hefur hún gert en með ófyrirsjáanlegum illum afleið- ingum. Það er kunnara en frá þurfí að segja að fjármál þjóðarinnar em vægast sagt í algemm molum. Pjár- lög ríkisins vom afgreidd með tekju- afgangi en nú deila ríkisendurskoð- un og fjármálaráðuneytið um það hvort halli fjárlaganna verði 700 millj. eða 2 milljarðar. Það er ekki að furða þó allur almenningur eigi erfítt með að átta sig á hlutunum þegar svo mjög ber á milli hjá hinum „vísu“. En svo undarlegt sem það nú er þá virðast blessaðir ráðherr- amir vera mest undrandi hvemig málum er komið. Sjaldan eða aldrei hafa fjárlög hækkað jafn mikið milli ára sem nú milli 1987 og 1988 og kannski hefur ekki verið vanþörf á því eftir óreið- una hjá fráfarandi ijármálaráðherra. Og sannarlega hefur verið góðæri í hugum stjómarinnar þegar núver- andi fjárlög vom samþykkt, því ekki er að sjá að neinstaðar sé skorið við nögl eða hert sultarólin til ráðuneyt- anna sjálfra og við lestur hinnar merku bókar má sjá „margt skrýtið í kýrhausnum". Það er sláandi hve hækkun til yfirstjómar allra ráðu- neyta er gífurleg og því hefði mátt ætla að annaðhvort hefðu verkefnin aukist öll ósköp eða vinnuþrælkun hafí verið á starfsfólkinu áður og eða í þriðjalagi hafí átt að halda utan um verkefni ráðuneytanna, sem virðist í raun hafa farið lítið fýrir. Stóri dómur Margt hefur verið ritað og rætt að undanfömu um hið stjómlausa þjóðarfley og ekki að ástæðulausu. A síðsumri þegar ríksstjómina rak upp á sker í sínu ráðleysi skipaði forsætisráðherrann ráðgefandi nefnd, sem almennt er kölluð manna á milli forstjóranefndin, til að koma með tillögur handa ríkisstjóminni til lausnar þjóðarvandanum. Hún skil- aði samviskusamlega áliti um hvað gera þyrfti til að henda reiður á því sukki sem ríkisstjómin var búin að koma þjóðinni í. Én síðan „bjargráð- in“ litu dagsins ljóg hefur allt verið í háa lofti og hamfömm bæði innan ríkisstjómar og úti í þjóðfélaginu í heild, sennilega em þó atvinnurek- endur sammála „bjargráðunum" þar sem þungamiðja þeirra var fyrst og fremst fólgin í því að lækka laun hins almenna launamanns. f beinni útsendingu í sjónvarpinu um tillögur nefndarinnar og efna- hagsmál almennt lét Einar Oddur Kristjánsson formaður forstjóra- nefndarinnar þau orð falla að orsak- ir óreiðunnar í þjóðfélaginu væri að finna í stjómleysi ríkisfjármála. Þetta vom orð að sönnu og þungur áfellisdómur. Hitt var svo erfiðara að skilja eftir hinn stóra dóm að sami formaður sagði aðspurður að hann treysti ríkisstjóminni til að leysa hnútana. Eftir að rekstur ríkisins hefur rekið á reiðanum um lengri tíma og flestir landsmenn hafa vitað og séð nema ríkisstjórnin, þá er það hlægi- legt að heyra forsætisráðherrann koma dag eftir dag fram fyrir þjóð- ina og segjast ætla að taka sér tíma til að vinna og leysa þjóðarvandann á faglegan hátt, manni verður á að spyija: „Hvað hefur dvalið Orminn langa" til að vakna fyrr og vinna störfín á faglegan máta. Guðmundur Magnússon prófessor sagði í viðtali á Stöð 2 þann 7. sept. að gripið væri alltof seint til aðgerða í efna- Guðmundur Jóhannsson „Má það ekki vera ljóst þegar los er á ríkis- fjármálum að þá eru bæði stórir og smáir sem nota sér það til alls- kyns spákaupmennsku sem síast síðan útí hverja æð í þjóðarlík- amanum með þeim af- leiðingum er nú blasa við.“ hagsmálunum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Má það ekki vera ljóst þegar los er á ríkisfjármálum að þá eru bæði stórir og smáir sem nota sér það til allskyns spákaupmennsku sem síast síðan útí hverja æð í þjóð- arlíkamanum með þeim afleiðingum er nú blasa við. Það er íhugunarefni hvemig mál geta þróast svo sem launamál. Það má heita viðtekin regla að þegar lcjarasamningar eru gerðir þá er undirskrift þeirra vart þomuð þegar hinir sömu aðiljar sem eiga aðild að samkomulaginu, em famir að greiða ómældar upphæðir utan taxtanna og hafa menn kallað þetta launaskrið, sem fer að sjálf- sögðu útí verðlagið og er hrein mein- áta í þjóðfélaginu. Þessir aðiljar sem að þessu standa eru vargar í véum sem kynda undir verðbólgunni og allt gerist þetta í skjóli losaraháttar og óreiðu í ríkisfjármálunum. Ég vil nú spyija þessa virðulegu ríkisstjóm hvort ekki sé tími til þess kominn að hún fari að líta í eigin barm og taka til á stjómarheimilinu og hætta sukkinu og sóuninni eða að öðmm kosti segi af sér, því vonandi sjá háttvirtir kjósendur að sér og gefa ykkur ekki brautargengi til myndun- ar á næstu ríkisstjóm. i i ! Höfundur er framkvæmdastjóri. SPJUSN SPR«*N

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.