Morgunblaðið - 15.09.1988, Page 60

Morgunblaðið - 15.09.1988, Page 60
60 88el ^0{jQUNBI^AÐIÐ, FIMMTODAi8UR,a5. SEPTEMBER 1988 Raufarhöfn: Gætum þurft að girða vatns- bólið af með lögregluvaldi - segir Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri TOL ÞESS að kindur komist ekki að vatnsbóli Raufarhafnar gœti farið svo að við þyrftum að girða það af með lögreglu- valdi en ég vona að til þess þurfi ekki að koma,“ sagði Gunn- ar Hilmarsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn í samtali við Morg- unblaðið. „Ef sveitarstjórinn á Raufarhöfn girðir vatnsbólið af án leyfis okkar, sem eigum vatnsbólið og landið í kringum það, munum við rffa girðinguna niður og stafla staurunum upp fyrir framan hús sveitarstjórans,“ sagði Þorsteinn Steingrímsson á Hóli í Presthólahreppi. „Heilbrigðisfulltrúi hefur sagt að það þurfi að girða vatnsbólið af og loka því,“ sagði Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri. „Við þurfum ekki að spyija nokkum mann um leyfí til að girða það af þar sem gerðardómur komst að þeirri niðurstöðu að við mætt- um það. Við vildum girða 200 til 300 fermetra við vatnsbólið af, loka því og gera við botn þess í apríl síðastliðnum en skipt hafði verið um lás á hliði á vegi við vatnsbólið, þannig að við kom- umst ekki að því. Annars snýst þetta mál um peninga. Bændumir eru sennilega á þeirri skoðun að við greiðum þeim ekki nógu vel fyrir vatnið úr vatnsbólinu. Það er hins vegar spuming hver eigandi vatnsins er, Guð almáttugur, bændumir eða almenningur," sagði Gunnar Hilmarsson. „ Vatnsbólið má ekki girða af án leyfis“ „Ábúendur á Hóli, Vogi og Höfða í Presthólahreppi eiga vatnsbólið og það hefur enginn gerðardómur komist að þeirri nið- urstöðu að Raufarhafnarhreppur megi girða vatnsbólið af án okkar leyfis, enda væri það brot á jarða- lögum," sagði Þorsteinn Steingr- fmsson bóndi á Hóli. „í jarðalög- um stendur að land, sem nýtt er til landbúnaðar, megi ekki taka til annarra nota nema heimild sé til slfks f lögum. Að öðrum kosti þurfi samþykki ráðherra, enda hafi það áður verið samþykkt af jarðanefnd og Landnámi rfkisins. 'Við skiptum um lás á hliði við vatnsbólið vegna þess að okkur barst njósn af því að sveitarstjóri Raufarhafnarhrepps ætlaði að láta girða af á þriðja þúsund fer- metra við vatnsbólið án okkar leyfís. Raufarhafnarhreppur hef- ur einungis vatnsbólið á leigu en ekkert land f kringum það, nema landið sem er undir vatnsleiðsl- unni frá vatnsbólinu til Raufar- hafnar. Það gagnar hins vegar ekkert að girða vatnsbólið af eingöngu. Það þarf að loka því, þannig að ekki komist f það til dæmis kinda- skítur, fuglar og minkar, svo og ryk frá Ormarsárvegi en hann er aðeins f nokkurra metra fjarlægð frá vatnsbólinu. Það er þvf í raun- inni ólöglegt, samkvæmt girð- ingalögum, að girða svo nálægt veginum sem er í eigu Hóls, Vogs og Höfða. Botn vatnsbólsins lekur og ef ekki verður gert við hann er hætta á að Raufarhöfii og þess- ir þrír bæir verði vatnslausir. Ábúendur á Hóli, Vogi og Höfða gerðu samning við Raufar- hafnarhrepp árið 1979 um að hreppurinn fengi vatn úr vatns- bóli í landi þessara þriggja bæja enduigjaldslaust að öðru leyti en því að þeir fengju vatn úr lögn- inni. í samningnum var hins veg- ar gert ráð fyrir því að bæimir þrír og Raufarhafnarhreppur kæ- must að samkomulagi um bætur vegna hugsanlegra spjalla á Orm- arsárvegi við lagningu vatns- veitunnar. Samningi rift vegna kröfu um greiðslu Haustið 1980 fórum við fram á að Raufarhafnarhreppur greiddi okkur bætur vegna þessara spjalla. Þá fengum við bréf undir- ritað af Sveini Eiðssyni, fyrrver- andi sveitarstjóra á Raufarhöfii, þar sem spurt var hvort við féll- umst á skuldajöfnun við hreppinn. í bréfinu var sagt að Hóll, Vogur og Höfði skulduðu Raufarhafnar- hreppi 150 þúsund króna vatns- skatt fyrir árið 1980. Þessi krafa var brot á samningi okkar og hreppsins um að við ættum að fá vatn úr lögninni endurgjaldslaust og þvi riftum við samninginum. Sagt var að Vogur skuldaði hreppnum rúmlega einnar milljón- ar gamalla króna hagagöngugjald fyrir sumarhaga árin 1977 til 1980 þar sem fé frá bænum hefði komið ( réttina á Raufarhöfn úr göngum þessi ár. Gangnamenn úr Raufarhafnarhreppi höfðu hins vegar farið langt inn 1 Presthóla- hrepp f göngunum. Einnig var sagt að kindur frá Vogi hefðu valdið ýmsum spjöllum á görðum Raufarhafnarbúa fyrir 200 þús- und gamlar krónur á ári trésins. í bréfinu sagði að hjónin á Vogi skulduðu Raufarhafnar- hreppi rúmlega eina milljón gam- alla króna vegna þess að fjögur böm þeirra hefðu gengið í grunn- skólann á Raufarhöfn árin 1976 til 1980. Upphæðin var sögð framreiknuð hjá raunvísindadeild Háskóla íslands með hliðsjón af meðalverðbólgu og vaxtaprósentu þessi ár. „Skuldajöfnunin var náttúrulega della“ í bréfinu var einnig sagt að ef við féllumst ekki á að greiða þess- ar kröfur myndi Raufarhafnar- hreppur kreflast þess að Rann- sóknarlögregla ríkisins rannsak- aði skattframtöl okkar 6 ár aftur ( tfmann. Þessi hótun var aldrei framkvæmd og við féllumst að sjálfsögðu ekki á þessa svokölluðu skuldajöfiiun, enda var hún nátt- úrulega della frá upphafi til enda og ekki ftrekuð af hálfu Raufar- hafnarhrepps. I nóvember 1983 samþykkti Raufarhafnarhreppur að greiða okkur 33.500 króna ársleigu fyrir vatnið úr vatnsbólinu. Hreppurinn féllst hins vegar ekki á að greiða okkur fyrir það vatn sem hreppur- inn hafði fengið úr vatnsbólinu frá árinu 1979, né bætur vegna skemmda á Ormarsárvegi og tún- um við lagningu vatnsveitunnar. Á það gátum við ekki fallist. Skemmdir á Ormarsárvegi bitn- uðu einnig þungt á Veiðifélagi Ormarsár þar sem það varð að taka á sig viðgerð á veginum. í ársbyrjun 1984 stungum við upp á að úr ágreininginum yrði skorið með gerðardómi. Raufar- hafnarhreppur hafnaði þvf hins vegar og óskaði þess að vatnsrétt- indi hreppsins yrðu metin af tilkvöddum matsmönnum. Við samþykktum það og tveir menn voru kallaðir til matsgerðar. í niðurstöðu matsmanna, sem kom í júlí 1985, sagði að Raufar- hafnarhreppur skyldi greiða okk- ur 65 þúsund króna ársleigu fyrir vatnið, 75 þúsund króna bætur vegna spjalla á Ormarsárvegi við lagningu vatnsveitunnar og ábú- endum á Hóli og Vogi 37 þúsund krónur vegna spjalla á landi þess- ara jarða við lagninguna. Raufar- hafnarhreppur neitaði hins vegar að greiða samkvæmt matinu. Hreppurinn bar því við að matið hefði verið ólögiegt en bað þó ekki um yfirmat eins og hann átti rétt á að gera. Deiluaðilar sam- þykktu gerðardóm Sýslumaður Þingeyjarsýslu vildi að málið yrði leyst með gerð- ardómi og deiluaðilar samþykktu það. Gerðardómurinn komst að niðurstöðu f október 1986 og f henni segir að Raufarhafnar- hreppur skuli greiða okkur 85 þúsund króna ársleigu fyrir vatns- réttindi, 600 þúsund krónur fyrir vatnsréttindi frá því að vatns- leiðslan var lögð árið 1979 til 31. október 1986, 145 þúsund króna bætur vegna skemmda á Ormars- árvegi og túnum við lagningu vatnsveitunnar og 20 þúsund krónur á ári vegna viðhalds á Ormarsárvegi. Raufarhafnar- hreppur greiddi okkur samkvæmt niðuretöðu dómsins. Kostnaður við gerðardóminn, 325 þúsund krónur, féll eingöngu á Raufar- hafnarhrepp. Lögfræðingur Raufarhafnar- hrepps skrifaði hins vegar sýslu- manni Þingeyjareýslu bréf í aprfl sfðastliðnum þar sem hann fer fram á að nýr gerðardómur skeri úr ágreiningi Raufarhafnarhrepps og okkar um nýtingu vatnsins úr vatnsbólinu. í bréfinu segir að Raufarhafnarhreppur hefði fengið fyrirmæli frá heilbrigðisfulltrúa Þingeyjareýslu um að girða vatns- bólið af og loka því þannig að yfirborðsvatn kæmist ekki í það. Leigusalar hefðu hins vegar hindrað allar framkvæmdir við vatnsbólið, meðal annare með því að skipta um lás á hliði á Ormare- árvegi og meinað þannig starfs- mönnum Raufarhafnarhrepps að- gang að vatnsveitunni. Sýslumað- ur hefur ekki svarað þessu bréfi, enda er enginn ágreiningur á milli okkar og Raufarhafnarhrepps um nýtingu vatnsins. Tæknifræðingur hjá Tækni- þjónustunni hf. á Húsavík sendi okkur, 18. ágúst síðastliðinn, ábendingar um að gera þurfi úr- bætur á vatnsbólinu. Raufarhafti- arhreppur yrði að sjálfsögðu að semja um það við okkur hvemig að þessum úrbótum yrði staðið en hann hefur ekki sýnt neinn samningsvilja," sagði Þorsteinn Steingrímsson bóndi á Hóli. Hljómplötur Hljómsveitm Gildran með nýja plötu HLJÓMSVEITIN Gildran sendir f dag, fimmtudaginn 15. sept., frá sér sfna aðra hþ'ómplötu, ber hún nafnið „Hugarfóstur". Platan hefur að geyma 9 lög öll eftir meðlimi hljómsveitarinnar og eru textar sem fyrr eftir Þóri Kristínsson. Einnig kemur út geisladiskur með sömu lögum auk tveggja laga af hljómplötunni „Huldumenn", sem Gildran sendi frá sér f fyrra. Hugarfóstur var hljóðritað í Stúdfó Stemmu í mare og aprfl sl. Upptökumenn voru Sigurður R. Jónsson og Gunnar Smári Helga- son. Hljómsveitin Gildran er skipuð þeim Birgi Haraldssyni, söngur og gítar, Þórhalli Ámasyni, bassi, og Karli Tómassyni, trommur. Það er hljómplötuútgáfan Steinar hf. sem sér um útgáfu og dreifíngu plötunnar. í tileftii útgáfunnar heldur Gildr- an tónleika f Duus-húsi í kvöld, fímmtudaginn 15. sept., og heijast þeir kl. 22.30. Meðlimir hyómsveitarinnar Gildrunnar talið frá vinstri: Birgir Har- aldsson, Þórhallur Árnason og Karl Tómasson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.