Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 Minning: Sigtryggur Runólfs- son húsasmiður Fæddur 11. júlí 1921 Dáinn 7. september 1988 Sem betur fer hef ég ekki haft ástæðu eða tilefni til þess í gegn um tíðina að skrifa minningargrein- ar um mér nákomið fólk. Því vefst mér tunga um tönn þegar á að fara að ri§a upp 26 ára vinskap okkar Sigtryggs tengdaföður míns. Sigtryggur var virkilega góður maður sem ævinlega sýndi áhuga á því sem ég og aðrir í fjölskyld- unni voru að framkvæma. Það var eiginlega einn hlekkur í lífsins keðju þegar gömlu hjónin renndu í hlað, komu inn og fengu sér kaffí, þá spurði hann eins og fyrir aðeins örfáum dögum: Kalli, hvað ætlar þú að gera í sambandi við bflaplan- ið hjá þér? Mér þykir mjög leitt að geta ekki svarað honum því nú eða þegið um þær framkvæmdir góð ráð. Sigtryggur var mikill afí og veit ég að yngstu meðlimir hans stóru fjölskyldu eiga um sárt að binda og erfítt verður að útskýra af hverju afí kemur ekki í dag. Það er kannski svolítið afstætt á slíkri stundu að það situr bara eftir gleði og ánægja yfír því að hafa haft tækifæri til að þekkja slíkan mann sem ávallt reyndi að sjá réttu hliðamar á öllu. Okkar kynni byggðust upp á virðingu og vin- skap, við skildum hvor annan mjög vel. Hafí Sigtryggur þökk fyrir árin 26. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til Rósu eiginkonu minnar, Guð- bjargar tengdamóður og bama þeirra Sigtryggs. Hinstu kveðjur senda einnig til elskulegs afa Guð- björg, Rósa Björg, Kalli Maggi og Ari. Kalli í dag verður til moldar borinn frá Fossvogskirkju tengdafaðir minn, Sigtryggur Runólfsson húsa- smiður. Hann lést 7. sept. sl. Sig- tryggur fæddist í Hvammi í Fá- skrúðsfírði þann 11. júlí 1921. For- eldrar hans voru þau Runólfur Sig- tryggsson og Þómnn Jóhannsdóttir. Þeim varð sex bama auðið og eru fjögur eftirlifandi. Þann 17. sept. 1948 kvæntist Sigtryggur eftirlifandi konu sinni, Guðbjörgu Sigurpálsdóttur frá Ósi í Breiðdal. Þau hjónin hófu búskap að Innri-Kleif á æskuheimili Sig- tryggs. Fýrir um það bil 34 árum flytja þau með bömin sjö til Reykjavíkur á Suðurlandsbraut þar sem þau höfðu keypt sér hús. Þar bættust þijú böm í hópinn. Eftir nokkurra ára búsetu þar fjölskyldan fyrir þeirri þungu lífsreynslu að hús þeirra brennur og þau missa aleigu sína. Dýrmætasta sjóðnum halda hjónin eftir en það eru bömin. Með einstökum dugnaði og elju- semi tekst þeim hjónum að koma þaki yfír höfuð sér á nýjan leik, er þau kaupa sér hús í Heiðargerði 11. Þá verða þau fyrir þeirri sorg að missa yngsta barn sitt sem var drengur. Eg bast fjölskylduböndum við fjölskylduna fyrir 23 árum er ég kynntist Magnúsi syni þeirra hjóna, en hann er fjórði í systkinaröð. Ég minnist þess hvað þau hjónin vom samhent í öllum sínum störfum og hvað þeim var annt um garðinn sinn enda hirtu þau vel um hann. Þegar ég kynntist Sigtryggi man ég vart eftir honum öðmvísi en sívinnandi. Sigtryggur var sterkur persónu- leiki, rólegur, yfírvegaður, dulur og flíkaði ekki tilfínningum sínum. Hógværðin var hans aðalsmerki. Hann átti bágt með að þola að nokkmm manni væri hallmælt enda talaði hann aldrei illa um nokkum mann heldur tók hann upp hansk- ann fyrir náungann. Hann var með afbrigðum heimakær og lítt fyrir að vera í margmenni. Sigtryggur var víðlesinn og hafði yndi af ljóðum og átti sjálfur til að setja saman vísu og er mér ekki granlaust um að eitthvað sé til eft- ir hann. Uppáhaldsskáld hans var Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Oft hlustaði ég á Sigtrygg yrkja upphátt. Honum þótti gaman að taka í spil og minnist ég sérstaklega jóla- boðanna í Heiðargerði 11, en þá var mikið spilað. Mér er ofarlega í huga hvað hann var alltaf góður við bamabömin sín, en þau vom orðin 28 þegar hann lést. Alltaf vildi hann skenkja einhveiju góðgæti að þeim er þau komu í heimsókn og ef ekkert var við höndina skaust hann sjálfur út í búð eftir því. Ég minnist tengdaföður míns með þakklæti og hlýhug. Alltaf fór vel á með okkur og fann ég mikinn styrk frá honum þegar maðurinn minn átti við veikindi að stríða. Honum var mjög umhugað að fylgj- ast vel með honum og ef hann gat ekki heimsótt hann á sjúkrahús hringdi hann ævinlega í mig. Tengdamóður minni og öðmm aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Að lokum kveð ég Sigtrygg með ljóði eftir Davíð Stef- ánsson: Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. Ég þakka tengdaföður mínum fyrir vináttu hans og góðar sam- vemstundir. Fari hann í friði, friður Guðs sé með honum. Louisa Biering Hann afí starfaði margt um ævina, meðal annars var hann bóndi í Breiðdal, húsasmiður, svo vann hann hjá Sambandinu. Skemmtileg- ast fannst honum að starfa sem bóndi, það var hann bestu ár ævi sinnar. Hann var nokkuð mikið fyrir að yrkja, og hafði mikið dálæti á ljóð- um og kvæðum, var Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi í uppáhaldi. Eftir afa er þó nokkuð af vísum og ljóðum og safnaði hann vísum saman og hélt tii haga. Vísum eftir sjálfan sig, vinnufélagana og fleiri sem honum fannst mest varið í og vom vel ortar. Hann las mikið af ljóðabók- menntum. Einnig kenndi hann okk- ur eldri systkinunum mikið um ljóð, hvemig nota ætti stuðla og höfuð- stafí. Síðustu ár var hann veikur og dvaldi nokkuð á sjúkrahúsum. Við systkinin eigum eftir að minnast hans sem afa, sem var blíður og góður. Við eigum eftrir að sakna elsku afa okkar en munum minnast hans og alls þess góða sem hann gaf okkur og muna þann tíma sem við áttum með honum. Blessuð sé minning hans. Lóa, Unnsteinn, Jón Loft- ur og Guðbjörg Lilja. Hjá því verður varla komist að einhvemtíma á lífsleið manns komi fregnir svo á óvart að vant verði orða. Þannig varð mér er hringt var heim til mín að kvöldi miðviku- dagsins 7. september sl. og mér sagt lát vinnufélaga míns og vinar Sigtryggs Runólfssonar. Að vísu vissi ég að hann hafði átt við nokkra vanheilsu að stríða og orðið að hætta störfum vegna þess, gmnaði þó ekki að svo snögglega slitnaði lífsþráðurinn. Það tómarúm sem myndast við slíka frétt varir ýmist lengur eða skemur en eftir verður söknuðurinn og minningin um góð- an starfsfélaga og vin sem gott og gagnlegt var að blanda geði við. Fljótlega eftir að ég hóf störf hjá Innflutningsdeild Sambands Is- lenskra samvinnufélaga í Holta- görðum í sept. 1977, kynntist ég Sigtryggi. Hann var þá í vinnu í Búsáhaldadeild eins og jafnan síðan meðan vinnuþrek hans entist. Þá vom þar að störfum nokkrir menn sem skemmtu sér við hina alda- gömlu dægrastyttingu íslendings- ins^ að búa til ferskeyttar vísur. Ég hygg að við höfum báðir fund- ið okkur vel í þeim hópi. í minning- unni em það góðir dagar. Lengst af þann áratug sem við Sigti^ggur unnum á sama vinnu- stað vomm við borðfélagar í mat- sal. Gjama vitnaði hann í vísur og kvæði er krydduðu umræðuna og hitti tíðum í mark. Slík fím kunni hann og gat haft yfír af ljóðum að mér fannst með ólíkindum. Og þar fór hann ekki á mið annars en hins besta og fegursta í ljóðagerð góð- skáldanna. Hvemig honum gat unnist tími til að læra þessi ljóð, erfiðismanninum sem ámm og ára- tugum saman vann strangan vinnu- Jóhannes Guðmunds- son frá Seli - Minning Fæddur 31. október 1899 Dáinn 6. september 1988 Er náinn ættingi hverfur sjónum birtast í hugskotum svipleiftur, minningar um gleði og ánægju- stundir með ýmsum myndbrotum. Þá er við hæfí að staldra við, láta hugann reika og rita nokkur kveðju- orð í þakklætisskyni fyrir samfylgd- ina. Nú er afí allur, Jóhannes Guð- mundsson fæddur að Seli í Holtum hinn 31. október árið 1899 og því nær níræður. Hann var einn af stór- um systkinahópi. Allir bræðumir em látnir, en eftir lifa íjórar syst- ur. Hann kvæntist Mettu Einars- dóttur árið 1934, en hún dó fyrir nokkmm ámm. Þau áttu einn son, Helga Scheving. Metta átti einnig böm frá fyrra hjónabandi, Borgþór Einar Oddsson nú látinn, Rósmund Theodór Oddsson, sem ólst upp hjá þeim, en lést ungur af slysfömm, og Nínu Oddsdóttur, sem bjó hjá þeim frá fermingu. Helgi kvæntist Lám Kristinsdóttur og eiga þau þijú böm. Nína giftist Guðna Vil- mundarsyni og eiga þau fjóra syni. Ámm saman bjuggu allar fjölskyld- umar undir sama þaki í Grandar- gerði 15. Síðar bjuggu afi og amma í sambýli með syni sínum Helga og fjölskyldu I Huldulandi 18. Svona mikil návist hlýtur að eiga sterkan þátt í mótun minninganna. Afí var maður lágvaxinn, fremur þéttur á velli, snaggaralegur og vel á sig kominn líkamlega, andlits- drættimir skarpir. Yfírbragðið bar merki rólyndis, enda minnumst við þess varla að hafa séð hann skipta skapi. Afí var á ámm áður togara- sjómaður, lengst af hjá Bæjarút- gerð Reykjavíkur og fyrstu minnin- gamar um hann tengjast komu hans af sjónum — úr siglingum, lengri eða styttri veiðiferðum. Þá var það segin saga að í býti morg- uns þess dags er veiðiferðinni lauk þá vissum við nokkuð að hveiju dró. Vom þá komnir á skörina poka- skjattar, einn fyrir hvem okkar bræðranna og var hver þeirra futlur af sælgæti. Hlýtur að hafa verið kostuleg sjón að sjá drengjakolla gægjast upp fyrir hliðið, sem hafði verið komið fyrir til vamar því að við yltum niður stigann. Vom þá viðhafðar ýmsar kúnstir og tilfær- ingar til að nálgast hinn dýrmæta vaming. Þar var aldrei gert upp á milli bamanna frekar en í annan tíma. Einnig hlóðust í gullkassann gripir sem enn þann dag í dag em notaðir af bamabamabömunum. Oft átti hann það til að taka okkur með og sýna undraheima sjó- mennskunnar. Sumir fengu jafnvel að fara í stutta sjóferð með honum, til að stilla kompás úti á Faxaflóa eða annað slíkt. Vindurinn feykti hárlubbanum og heldur þótti drengjum til lífsins koma. Afí fór inn í bræðsluhús því hann var bræðslumaður og sýndi litlum labbakút leyndardóma katla og potta. Þar var hann í essinu sínu - konungur í ríki sínu. Slíkar stundir em verðmætar minningar. Lestrarhestur var hann mikill. Sérstaklega þótti honum til fomra sagna koma; af konungum, nddur- um og sögum þeim sem við íslend- inga em kenndar og þykja hinar menntuðustu. Ekki fyllti hann flokk þeirra sem draga sannverðugleika þeirra í efa. Þvert á móti, honum var vel að skapi hetjulund og garp- skapur ýmis sem þar er lýst. Trúði hann á atburði sem þar gerðust. Hlýddi okkur gjaman yfír einstök efiiisatriði sagnanna og lagði áherslu á hreysti og drengskap. Ósjaldan rak hann okkur á gat og vissi greinilega miklu meira en við. Kannski þótti honum við hæfí að vekja áhuga og virðingu okkar fyr- ir uppmna íslendinga og alþýðu- menningu þjóðarinnar. Skyldi eng- inn ganga þess dulur sem hann ætti að vita. Afí hætti sjómennsku er aldurinn færðist yfír. Hann var um skeið vaktmaður í skipum lengst af hjá Eimskipafélaginu og er hann þótti of gamall og neyddur til að hætta, nær áttræðu, þá var hann ekkert á því að setjast í helgan stein. Tók þá við tími spilakvölda og félags- starfs með öldmðum. Ferðalög og Spánarferðir vom reglulegir við- burðir. Frásagnargleðin var mikil og lýsingamar skemmtilegar og var unun að sjá og heyra hversu vel hann naut lífsins síðustu árin. Hann bjó síðasta árið í Lönguhlíð, sam- býli fyrir aldraða og hafði búið vel um sig þar og undi sér greinilega. Það var þar sem hann fékk áfallið, er lagði hann í rúmið fyrir nokkmm mánuðum, áfall sem dró hann til dauða nær níræðan. Þannig leita á hugann ýmis per- sónuleg brot úr hafsjó minninganna og eftir stendur mynd um heil- steypta og þægilega manneskju og eingöngu eftir að þakka fyrir sam- fylgdina. Dóttursynir Afí okkar, Jóhannes Guðmunds- son, andaðist á Landakotsspítala 6. september sl. eftir stutta en erf- iða sjúkralegu. Við munum hann alltaf sem afa uppi því hann og amma bjuggu á heimili okkar. Afí var alltaf vel em og hans líf og yndi vom ferðalög og ferðasögur sem við krakkamir vomm aðnjót- andi í æsku. Afí eyddi stómm hluta af tíma sínum í lestur hinna ýmsu bók- mennta.- Þar vom fomaldar- og ís- lendingasögur í miklu uppáhaldi og nutum við krakkamir oft góðs af þekkingu hans, á skólaámm okkar. Eftir að afí hætti að vinna hitt. hann oftar félaga sína og jafnaldra. Þar var oft.kátt á hjalla sérstaklega við spilamennskuna sem hann hafði svo mikinn áhuga á. Á hátíðis- dögum átti hann það til að taka slag við okkur krakkana sem var oft hin mesta skemmtun. í gegnum tíðina hefur afi verið okkur einstak- lega góður og alltaf tilbúinn að gefa af sér þegar til hans var leitað. Við emm honum þakklát fyrir samvemna og í framtíðinni munum við minnast hans sem gamla góða afa. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Jói, Metta, Hildur. Með nokkmm orðum langar mig til að minnast tengdaföður míns, er lést á Landakotsspítala eftir nokkurra mánaða erfíða sjúkralegu. Jóhannes Guðmundsson fæddist í Seli í Holtum 31. október 1899, sonur hjónanna Sesselju Vigfús- dóttur frá Króki og Guðmundar Jóhannessonar í Seli. Hann var elst- ur flórtán bama þeirra hjóna. Bræð- ur hans allir em famir á undan honum, en fjórar systur em á lífi. Það má ætla að oft hafí verið erfítt að vera elsta bam f svo stóram systkinahópi og það á þeim erfíðu tímum er þá vom. Þó við hjónin byggjum í sama húsi og tengdafor- eldrar mínir okkar fyrstu hjúskap- arár, þá gafst ekki mikill tími til náinna kynna því hann var sjómað- ur og því oftast lítið heima. Seinustu tíu árin sem hann stundaði vinnu var hann vaktmaður hjá Eimskipafélagi íslands þá kom- inn hátt á áttræðisaldur er hann hætti. Á þessum tíma gafst mér betra tækifæri til að kynnast hon- um. Hann var ákaflega dulur maður og dagfarsprúður. En seinni árin eftir að tengdamóðir mín féll frá og hann deildi lífí sínu meira með okkur og bömunum fann ég best hve auðvelt var að umgangast hann og gera honum til hæfís, alltaf ánægður og þakklátur. Bókamaður var hann mikill, enda fróður um marga hluti. Oft var gaman að hlusta á frásagnir hans af ýmsu frá löngu liðnum tíma, fullar af glettni innan um alla alvömna. Hann hafði mikið yndi af útivist og ferðalögum. Eftir að hann hætti að vinna fór hann margar ferðir innan lands og utan er skipulagðar vom fyrir aldraða. Hann var bömunum góður afí, sagði kannski ekki mikið en var alltaf tilbúinn að hlusta á þau og hjálpa þeim ef með þurfti. Hann var alla tíð hraustur maður og sterkur og stóð af sér marga storma lífsins. Nú á kveðjustund vil ég þakka honum samfylgdina. Bið guð að blessa hann og gefa honum góða heimkomu. Minningin um hann mun fylgja okkur. Lára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.