Morgunblaðið - 15.09.1988, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 15.09.1988, Qupperneq 65
dag, verður mér jafnan ráðgáta. Einu sinni sagði hann mér að „ef ég heyrði eða las gott ljóð mundi ég það síðan“ en bætti svo við: „Það var nú þegar ég var upp á mitt besta.“ Sjálfur var hann vel hagorður en mér vitanlega stundaði hann þá iðju í ákaflega litlum mæli en mat því meir slík verk annarra. Um lífshlaup Sigtryggs allt frá æskuárum hef ég þær heimildir að hann byrjaði snemma að taka til hendi, stundaði hverskonar vinnu, sjómennsku, vega- og brúarvinnu, auk landbúnaðarstarfa sem seinna varð hans aðalstarf um árabil. Vel þótti hann liðtækur, áhlaupamaður. við vinnu og hugur hans allur að duga sem best. Líkamsþrekið mun hafa verið í betra lagi og íþróttir stundaði hann á yngri árum, eink- um knattspymu og átti frá þeim leik góðar minningar. í mín eyru var hann ekki marg- orður um sjálfan sig. Hann bar ekki á torg hvorki frásagnir um afrek sín né umsögn um erfíði. Hinsvegar dáði hann þá sem hann kynntist og stóðu vel fyrir sínu í daglegu starfí og ekki síst þá sem sáu yfír strit og amstur hvers- dagsins ljóðheiminn og áttu þar með honum samleið. Bemskustöðvamar á Austur- landi voru honum ætíð hugleiknar og þar átti hann, sem og víðar, sína góðu vini og og var þeim aufúsu- gestur þegar honum auðnaðist að eiga þangað leið. Sigtryggur Runólfsson fæddist 11. júlí 1921 að Hvammi í Fá- skrúðsfírði. Bam að aldri fluttist hann með foreldrum sínum að Innri-Kleif í Breiðdal en þau voru Runólfur Sigtryggsson og Þórunn Jóhannsdóttir. Þar ólst hann upp. Á Alþýðuskólanum á Eiðum var hann við nám í tvo vetur. Sautjánda september 1948 kvæntist Sigtryggur Guðbjörgu Sigurpálsdóttur. Nokkm áður höfðu þau byijað búskap að Innri-Kleif og bjuggu þar uns þau fluttu til Reykjavíkur árið 1954. Eftir að þau fluttu má segja að Sigtryggur hafí alla tíð unnið hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga. Hann hóf nám í trésmíði og hlaut réttindi í þeirri iðn. Vann síðan við trésmíðar þar til hann fór til starfa á lager sem fyrr er getið. Þau Guðbjörg og Sigtryggur eignuðust 11 böm og lifa 10 þeirra. Þótt ég minnist margra ánægju- legra stunda að spjalli yfír kaffi- bolla um áhugamál okkar beggja eiga nú við hin fleygu orð um ferð sem ekki var farin því að ég ól þá von í bijósti að þegar um hægðist í daglegu striti manna sem komnir eru nokkuð til aldurs gæfíst meiri tími til skoðanaskipta og umræðu. Að ekki væri lokið þeim fundum er ég vænti. Vinir og samstarfsmenn í Holta- görðum kveðja góðan vinnufélaga og ég hefí verið beðinn að tjá þakk- ir þeirra fyrir samfylgdina og alla viðkynningu og samúð aðstandend- um. Við hjónin þökkum Sigtryggi Runólfssyni vináttuna og vottum 88ei naaMa'naa .sr auoAauTMMia ,aiaAJanuoaoM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 65 Guðbjörgu, bömum þeirra og þeirra fjölskyldum hluttekningu á sorgar- stund. Óskar Þórðarson Það var miðvikudaginn 7. sept. sl. að mér barst sú harmafregn að vinur minn Sigtryggur Runólfsson væri dáinn. Ef til vill kemur manni andlát kunningja ætíð á óvart, en þrátt fyrir að heilsa Sigtiyggs hafi farið versnandi hina síðustu mánuði, gmnaði mig ekki að leiðir myndu skiljast svo skjótt. Hann talaði ekki mikið um veikindi sín og gerði frek- ar minna úr þeim en ella, enda dulur um eigin hagi. Sigtryggur Runólfsson var fædd- ur að Hvammi í Fáskrúðsfírði þann 11. júlí 1921. Foreldrar hans voru þau Runólfur Sigtryggsson bóndi frá Klausturseli, Jökuldal, og Þór- unn Jóhannsdóttir frá Hvammi, Fáskrúðsfírði, og var hann næst- elstur sex systkina. Hann ólst upp í foreldrahúsum að Innri-Kleif í Breiðdal, við leik og störf, eins og gerðist til sveita á þeim tíma. A unga aldri tók hann þátt í störfum þeim sem til féllu og aldur hans og geta gáfu tilefni til. Að loknu bama- skólanámi í farskóla sveitarinnar fór hann í Alþýðuskólann á Eiðum, eins og svo margt af æskufólki þess tíma gerði. Á Eiðum tileinkaði hann sér auð- veldlega þann fróðleik sem þar var að fá, enda vel greindur að eðlis- fari. Hann minntist oft með mikilli ánægju dvalar sinnar á Eiðum en þar komst hann í kynni við íþróttir, sem hann stundaði af kappi, en knattspyrna var hans uppáhaldsí- þrótt. Eg er ekki í nokkrum vafa um að hann hefði náð langt í þeirri íþrótt ef aðstæður hefðu leyft það. Á árinu 1946 hóf hann búskap að Innri-Kleif i Breiðdal ásamt verð- andi eiginkonu, móðursystur minni, Guðbjörgu Sigurpálsdóttur, f. 9. sept. 1926, frá Hóli í Breiðdal. For- eldrar hennar voru hjónin Sigurpáll Þorsteinsson bóndi og Rósa Jóns- dóttir. Sigtryggur og Guðbjörg giftu sig 17. sept 1948. Þeim varð 11 bama auðið og eru 10 þeirra á lífí. Þau em: Jón Guðlaugur, f. 2.11.44, ógiftur; Fríða Hrönn, f. 11.5.46, maki Garðar Andrésson; Rósa Pálína, f. 12.5.47, maki Karl M. Karlsson; Magnús Arnar, f. 17.5.47, maki Louisa Biering; Sig- rún, f. 3.5.49, maki Emil Karlsson; Vilberg Smári, f. 7.4.51, maki Gerð- ur Hjaltalín; Hreinn Ómar, f. 9.5.52, maki Ólafía Ottósdóttir; Svana, f. 28.5.53, maki Ingólfur Á. Sveins- son; Runólfur, f. 31.5.55, maki Halldóra Sigurðardottir; Svala, f. 3.12.56, maki Þórir Sigurðsson; óskírður, f. 58, d. 59. Bamaböm þeirra em 30. Haustið 1954 fluttu þau búferl- um til Reykjavíkur með sinn stóra bamahóp. Er til Reykjavíkur kom hóf Sigtryggur nám í húsasmíði hjá Rósmundi bróður sínum og vann hann við húsasmíðar og síðar við lagerstörf hjá Sambandi ísl. sam- vinnufélaga. Ég held að ekki sé hægt að ljúka þessum fátæklegu línum. um ævi Sigtryggs, án þess að minnast þess atviks í lífí þeirra hjóna, er þeim tókst á yfímáttúrulegan hátt að bjarga sér og bömum sínum út úr brennandi húsi þeirra í febrúar 1958. Þar brann allt sem bmnnið gat og stóðu þau öll á nærklæðum einum, enda um hánótt og allir í fasta svefni er eldurinn kom upp. En með einstökum dugnaði og harð- fylgi tókst þeim hjónum að koma sér upp heimili að nýju og um haustið 1958 festu þau kaup á Heiðargerði 11 hér í borg, þar sem þau hafa búið síðan. Sigtryggur var dulur í skapi en hafði gaman af að gleðjast í góðra vina hópi. Hann hafði yndi af lestri góðra bóka og þá sérstaklega ljóða og kunni hann mörg af ljóðum stór- skáldanna. Hann var sjálfur hag- yrðingur þó hann færi leynt með það. Ég vil þakka Sigtryggi nær hálfr- ar aldar góð kynni og bið honum allrar blessunar á ókunnum slóðum. Ég og fjölskylda mín sendum Guðbjörgu, bömum hennar, tengdabömum og bamabömum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Páll R. Magnússon Elsku afí Diddi er dáinn. Okkur bamabömin langar til að minnast afa með nokkrum orðum. Við eigum aldrei eftir að gleyma þeim stundum sem við áttum með afa. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa í Heiðargerði og það em ófáir bíltúramir sem afí fór með okkur niður í sjoppu til að kaupa nammi í poka á meðan amma bakaði vöffl- ur eða kleinur. Afi var afar hæglátur maður sem lítið fór fyrir, en bar samt af. Hann var hagyrðingur mikill og átti mik- ið kvæðasafn eftir sjálfan sig og aðra. Fallegasta gjöfín sem afí gaf okkur vom vísur tileinkaðar hveiju og einu okkar eftir hann sjálfan, gaf hann okkur þær gjaman á af- mælisdögum okkar. Einu sinni á ári hittumst við öll heima hjá ömmu og afa í Heiðó, það var á jóladag, nema um sl. jól vegna þess að afí var ekki nógu heilsuhraustur til að taka á móti okkur öllum í einu og vantaði mik- ið upp á að jólin yrðu eins hátíðleg og alltaf áður. Það er stóð hópur bamabama, 28 böm, það elsta 22ja ára og það yngsta 3ja ára, sem syrgir afa. Sum okkar eiga erfítt með að skilja það að afí eigi aldrei eftir að vera með okkur meir en vissan um það að afa líði betur þar sem hann er nú, gerir okkur kleift að sætta okkur við hvarf hans. Elsku amma, við biðjum algóðan guð að styrkja þig og treysta. Ekk- ert getur fyllt það skarð sem afí skildi eftir en við vonum innilega að tíminn eigi eftir að deyfa þessa miklu sorg. F.h. bamabamanna, Sigríður, Bogga og Didda. Símar 3540$ og 83033 Austurgerði íslands ssssSSr. ilvinningur kr. 10O.OOO, larverðmæti vinnmga kr. 300.000,-. ! á spjöldum kr. 500,- (gómlu sP)oldtn) Ókeypis aðgangur. bingó á Hótel íslandi fímmtudagskvöldið 15. sept. kl. 20.30. Húsið opnað kl. 19.30.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.