Morgunblaðið - 15.09.1988, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 15.09.1988, Qupperneq 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 fclk í fréttum SUÐUR-AFRÍKA Amman gekk með þríburana o g ól þá eftir gervifrjóvgun: „Eg er bara amma þeirra“ Pat Anthony, en það heitir kon- an sem gekk með og ól böm fyrir dóttur sína, segir um málið: „Ég lít þannig á að ég hafí verið gestgjafi bamanna meðan ég gekk með þau. Ég var vakandi þegar frjóvguðum eggjum dóttur minnar var komið fyrir í legi mínu og vissi þá að ég myndi ganga með hennar böm næstu níu mánuðina." Þríburamir, Paula, José og David, fæddust síðastliðið haust og em nú níu mánaða. „Þegar ég sagði fólki frá því að ég væri ófrísk, héldu flestir að nú væri ég endanlega gengin af göflunum," segir hin glaðlynda og stolta amma. „En Karen, dóttir mín, leið mjög fyrir að geta ekki átt fleiri böm, hún hafði fengið lífhimnubólgu eftir að hún átti son sem nú er fímm ára gamall og var ekki fær um að eign- ast fleiri böm.“ Fjölskyldan, sem er kaþólsk, fer reglulega í kirkju, en gervifijóvgun og hvað þá að amma gangi með og ali bamabömin stangast á við hugmyndir kirkjunnar. „Ég var viss um að Guðs vilji myndi ráða í þessu tilfelli," segir Karen sannfærð. „Ég vissi ekki að það væri yfírlýst stefna kirkjunnar að vera ekki hlynnt ger- viftjóvgun, fyrr en fóstrin vom orð- in nokkurra mánaða. Þá bað ég til Guðs og bað þess að hans vilji myndi ráða. Ég trúi að það hafí verið hans vilji að við eignuðumst þessa yndislegu þríbura á þennan hátt.“ Hið opinbera viðurkennir ekki Karen og Alcino sem foreldra þríbu- ranna. Því verður ekki neitað að í þessu tilfelli er málið óvenjulega flókið. Fyrir hinu opinbera er Pat móðir þríburanna, sem em þess vegna hálfsystkini Karenar og frændsystkini Toms litla. Þau em einnig hálfsystkini litla bróður Kar- enar. Fjölskyldan hefur haft mikið að gera síðan þríburamir fæddust. Sjónvarpsstöðvar víða um heim, dagblöð og tímarit vilja taka málið til umfjöllunar og er amman að sjálfsögðu alltaf með í för. Þá skrifa fjölmargir til þeirra og leita ráða, eða segja einfaldlega sína skoðun á málinu. „Ég gerði mér ekki grein fyrir að þetta myndi valda svona miklu flaðrafoki," segir Pat. „En nú vona ég að þessi reynsla okkar geti orðið til þess að hjálpa öðm fólki. Ég vona það af öllu hjarta." Þrátt fyrir að gleðin skíni úr andlitum þessa fólks em margir, þar á meðal sálfræðingar, sem em þessu mótfallnir. Ifyrr eða síðar muni einhver alvarleg sálfræðileg vandamál koma upp þó þau séu ekki fyrir hendi núna. Karen og Alcino segja: „Við munum segja Alcino, Karen, Tom litli og Pat ásamt þríburunum sem nú eru níu mánaða. Karen og Alcino lögðu til frjóvguð egg sem komið var fyrir í legi Pat, móður Karenar. Pat gekk með þríburana og 61 þá og fyrir yfirvöldum er hún því móðir þeirra. „Ég er bara amma þeirra,“ segir hún hins vegar. bömunum sannleikann þegar þar að kemur, þau koma til með að vita að við þráðum að eignast þau og að amma þeirra sannaði vænt- umþylqu sína og örlæti á algjörlega einstæðan hátt með þvf sem hún gerði." Brynja Tomer Hótel íslandi var pakkað inn í gjafa- pappír í liðinni viku vegna kynn- ingar á nýjum karlailmi Dior fyr- irtækisins. Sóley Jóhannsdóttir setti upp tískusýningu til að kynna 130 erlendum blaðamönnum sem hingað komu í boði Dior fyrir- tækisins íslenskar ullarvörur. Á myndinni má meðal annars sjá forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, Friðrik Sop- husson, iðnaðaráðherra, og Maurice Roger, sem er yfir ilm- vatnsframleiðslu hjá Christian Dior. COSPER —Nú vil ég heldur að þú borgir með smámynd. DIORKYNNING 130 erlendir blaðamenn á Islandi í boði Dior Itilefni kynningar á nýju karlailm- vatni Dior fyrirtækisins voru 130 erlendir blaðamenn og 30 aðrir gestir staddir hérlendis síðustu viku. Friðrik Sophusson iðnaðarráð- herra bauð þessu fólki til móttöku á fímmtudagskvöld þar sem íslen- skar útflutningsvörur' voru kynntar. Heiðursgestur kvöldsins var forseti Moreunb\a8i»/RAX íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Útflutningsráð íslands skipu- lagði móttökuna en á henni var sýndur ullarfatnaður frá Álafossi, Hildu og Árbliki og boðið upp á hefðbundinn íslenskan mat. Eftir að Friðrik Sophusson hafði boðið gesti velkomna flutti Ingjaldur Hannibalsson framkvæmdastjóri Útflutningsráðs stutt ágrip af ut- anríkisviðskiptum íslendinga. Að lokinni tískusýningu gekk Vigdís Finnbogadóttir um salinn og heils- aði upp á gesti. Forstjóri Dior fyrirtækisins, Chevalier að nafni, kom hingað til lands í tilefni kynningarinnar en hann er jafnframt aðaleigandi Hen- nessy koníaksfyrirtækisins og Jo- hnny Walker. Blaðamennimir sem hingað komu í boði Dior eru frá stærstu dagblöðum og tískublöðum Evrópu. Hópurinn fór meðal annars í Þórsmörk en hélt úr landi á föstu- dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.