Morgunblaðið - 15.09.1988, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 15.09.1988, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 75 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Memiingarsetur við Tjörnina Kæri Velvakandi. Nú fer að hilla undir það að Leik- félag Reykjavíkur flytji í nýtt hús- næði og verða þar með viss kafla- skipti í leikhússögu landsins. í nýja húsnæðinu í nýja miðbænum, verð- ur öll önnur aðstaða til uppfærslu leikrita og er vonandi að þar verði unnin mikil afrek til heiðurs leiklist- inni. Leikfélag Reykjavíkur hefur glatt ófáa íbúa þessa lands með fjölmörgum merkum sýningum og má í fljótu bragði nefna leikrit eins og Ofvitann eftir Þórberg, Hart í bak eftir Jökul Jakobsson, Dag von- ar eftir Birgi Sigurðsson, auk allra útlendu leikritanna sem þar hafa verið sett upp og auðgað hafa anda þessarar vinnuhrjáðu þjóðar. Nú er að hefjast síðasta leikár Leikfélagsins í gamla Iðnó og þá hefjast strax bollaleggingar meðal leikra og lærðra um hvaða starf- semi skuli þar fara fram í framtíð- inni. En eitt verður að ganga úr skugga um: Að húsið fái að standa þama óáreitt en lóðin verði ekki lögð undir bflastæði eða nýbygging- ar af hvaða tagi sem þær eru. Þama á að vera, að mínum dómi, leiklistarsafn þar sem komið verður fyrir heimildum um íslenska leik- list, svo sem myndum, gömlum búningum og leikmyndum og ef til vill aðstöðu til kvikmyndasýninga þar sem áhugamenn og leiklistar- nemar geta fræðst um þessa frómu listgrein. Einnig væri upplagt fyrir litla leikhópa að setja þarna upp sýningar og opna mætti veitingaað- stöðu á lofti fyrir almenning þar sem setjast mætti niður og blaða í leiklistartímaritum. Ég beini þessum tillögum mínum til borgarstjómar og segi: í guð- anna bænum varðveitum þennan litla friðsæla reit þar sem Iðnó stendur og gerum hann að menn- ingarsetri, því menning og listir segja og vajðveita sögu okkar og gera okkur reisnarlegri í augum okkar sjálfra og annarra. Reykvíkingur. Oflof er háð Velvakandi. Nú á dögunum „markaðssetti" Amarflug breytt farrými í flugvél- um sínum sem fengu þau látlausu nöfn Gullrými og Silfurrými. Já, hveijum finnst sinn fugl fagur. Nú bíðum við bara eftir því að Flugleið- ir auglýsi Demantsrými í DC—8 vélunum. En sleppum öllu gamni. Glæsi- nöfn eru ekki það sem vantar í íslensku millilandavélamar, heldur rými sem veitir farþegum mögu- leika á að hrejrfa hendur og fætur meðan á flugferð stendur, þ.e.a.s. Olnbogarými. í samanburði við slíka vistarveru yrðu gull og silfur- skreytingamar að gjalli í augum okkar farþeganna. TF-Örn. Foreldrar! Geymid öll hættuleg efni þar sem börnin ná ekki til. Þessir hringdu . . Kápa tapaðist á hringveginum Guðjóna Jónsdóttir hringdi: „Ég týndi kápu á hringveginum á tímabilinu 24.08 til 4.09. Þetta er svört kvenmannskápa með spælum og ljósu fóðri.“ Finnandi hringi í síma 32459. Fitusprengd mjólk óholl Hjól týndist Blátt BMX—hjól með svörtum dekkjum hvarf frá Breiðvangi fyr- ir 14 dögum. Foreldrar eru beðnir að líta eftir því í hjólageymslum. Upplýsingar í síma 651788 á kvöldin. Valgerður Kristjánsdóttir hringdi: „Eg vil fá að vita hvers vegna neytendum er ekki boðið uþp á mjólk sem er ekki fitusprengd. Hér er aðeins á boðstólum fitu- sprengd og gerilsneydd mjólk. Læknar eru að komast á þá skoð- un að fitusprengd mjólk sé óholl. Hér þyrfti hvort tveggja að vera á boðstólum." Fyrirspurn um Betta hringdi: „Getur einhver upplýst mig um hvort bamafataverslunin Bamb- inó, sem staðsett var á Vesturgöt- unni, er hætt starfsemi eða hvort hún sé flutt og þá hvert? Úr tapaðist Skúli hringdi: „Eg tapaði svörtu úri með gullvísum og svartri leðuról fyrir rúmri viku á skemmtistaðnum Casablanca. Engir tölustafir eru á skífunni en þar stendur RW. Finnandi vinsamlega hringi í síma 73549. HASKOLIISLANDS Endurmenntunarnefnd og Reiknistofnun TÖLVUNÁMSKEIÐ HAUSTIÐ ’88 TÖLVUNOTKUN, alhliða einkatölvunámskeið 60 klst. í fjórða sinn bjóðum við þetta einkatölvunámskeið, þar sem kennd verður ritvinnsla (Ritstoð), notkun töflu- reiknis (Multiplan) og gagnasafnkerfis (Dbase III+), auk þess sem farið verður í stýrikerfið Ms.-Dos. Leiðbeinendur verða Helgi Þórsson tölfræðingur, tölv- unarfræðingarnir Halldóra Magnúsdóttirog Bergþór Skúlason og Guðmundur Ólafsson stundakennari við viðskiptadeild Háskóla íslands. Þau eru öll margreyndir kennarar á þessu sviði. Tími: Námskeiðið verður haldið á tímabilinu 20. sept- ember til 13. desember, tvisvar í viku tvo tíma í senn. Þriðjudagskvöld og miðvikudagskvöld eða laugardags- morgun. Verð: kr. 22.000.- og eru öll námsgögn innifalin. Skráning er á aðalskrifstofu H.í. s. 694306, en frekari upplýsingar á skrifstofu endurmenntunarstjóra s. 23712 og 687664. Athugið að starfsmenntunarsjóðir VR, BSRB og BHM styrkja sína félagsmenn á þetta námskeið. Þessi bifreið, Mercedes Benz 280 SE, árgerð 1984 er til sölu. Ekinn aðeins 65.000 km. Litur dökkblár (metallic), leðursæti, sentrallæsingar, ABS bremsukerfi, sjálfv. hleðslujöfnun o.fL, sumar- og vetrardekk á felgum. Innflutt af Ræsi hf. og reglu- lega yfirfarin þar (þjónustubók). Mjög glæsileg og vel með farin bifreið í sérflokki. Verð kr. 1.500.000,- (sambæril. bifreið kostar ný ca.kr. 3.300.000). Upplýsingar i síma 666631 og í síma 27611. ROYAL \ \ \ 1/2 lítri köld mjólk 1 RÖYAL búðingspakki. Hrœrið saman. Tilbúið eftir 5 mínútur. Súkkulaði karamellu vanillu jarðarberja sítrónu. Bezti eftirmaturinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.