Morgunblaðið - 15.09.1988, Síða 78

Morgunblaðið - 15.09.1988, Síða 78
78 MORGUNBLAÐE) 8ÞROTTIR FTMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 BADMINTON / DÓMGÆSLA DOMARAHORNIÐ Haraldur dæmirí Moskvu Fyrstur íslendinga á Evrópumóti að færist í vöxt að íslenskir badmintondómarar séu fengnir til starfa á erlendum mótum. Bad- mintonsamband íslands hefur lagt til dómara á Norðurlandameistara- mótið i badminton allt frá 1979, en nú bætast stöðugt fleiri mót við. Þessa dagana fer fram Evrópu- keppni félagsliða í Moskvu. Þar dæmir nú í fyrsta skipti íslenskur Haraldur Kornelfusson. dómari, Haraldur Komelíusson. Á síðasta ári dæmdi Frímann Ferdin- andsson á Finlandia Cup sem er Evrópukeppni B-þjóða. Altt er best í hófi Nú, þegar keppnistímabilinu í knattspymu er að Ijúka, er ekki úr vegi að skoða notkun dóm- ara á spjöldunum (gulu og rauðu). Dómarar hafa sýnt gula spjaldið 989 sinnum og það rauða 95 sinn- um það sem af er tímabilinu. Hér er að sjáifsögðu átt við alla flokka. Er þetta 15% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Þó svo að allir flokkar séu með í þessu dæmi, gefur það auga leið að megnið af þessum spjöldum koma í leikj- um eldri flokkanna. Spjöldin era sama og ekkert notuð hjá þeim yngstu, það er ekki fyrr en í 3. flokki sem harka færist í leikinn. Við þessar tölur vaknar sú spuming hvort dómarar séu ekki alltof spjaldaglaðir. Ekki hefur verið gerð úttekt nýlega á því fyrir hvað spjöldin era gefin. Fyr- ir nokkram áram var slík úttekt gerð og þá kom fram að langflest vora gefin fyrir óprúðlega fram- komu (mótmæli og kjaftbrúk). Dómarar hafa fengið að heyra það gegnum tíðina að þeir séu alltof viðkvæmir fyrir tuði, eða eins og sumir leikmenn segja; „Smá nöld- ur í hita leiksins." Því miður er mikið til í þessu, en dómari verður þó einhvem veginn að binda endi á sífellt nöldur í leikmönnum. Það heyrist líka oft að við dómarar höfum stór eyra en lítil augu. Það er eitt sem er orðið mjög hvimleitt og það er hve áhorfend- ur, og jafnvel leikmenn, gleðjast þegar leikmaður fær gula spjald- ið. Áhorfendur fagna líkt og mark hafi verið skorað. En eins og ég sagði, dómarar era því miður of spjaldaglaðir. Þeir mega ekki mis- nota spjöldin og dómari getur aldrei dæmt með þeim. Spjöldin era aðeins hjálpartæki sem ekki má misnota. Dómarar mega ekki fara eftir pöntunum frá áhorfend- um eða leikmönnum og allir verða að gera sér grein fyrir því að spjöldin era ekki allra meina bót. Þau era nauðsynleg, aðeins á réttu augnabliki. Með dómarakveðju, Guðmundur Haraldsson. ÍHémR FOLK ■Mk ■ SÁ SÉRSTÆÐI atburður átti sér stað hjá norður-írska knatt- spymuliðinu Glenavon að 16 leik- menn vora settir á sölulista á sama tíma. Liðinu sinnaðist við þjálfara sinn, Terry Nicholson, vegna pen- inga sem þeir áttu að fá fyrir Evr- ópuleik við danska liðið Arhus. Leikmennirinir létu því ekki sjá sig á æfingu daginn fyrir leikinn sem þeir töpuðu 4:1. „Svona hegðan verður ekki umborin," sagði Nic- holson öskuillur eftir leikinn og rak jf - allt liðið. ■ MATS Wilander verður ekki með í tenniskeppninni á ÓL. Þetta var tilkynnt formlega í gær. Hann segist ætla að taka sér fjögurra til fimm vikna fri frá æfingum og keppni. ■ SVO GÆTI farið, að annað hvort fái allir atvinnumenn í knatt- spymu að taka þátt í ÓL 1992 eða engin knattspymukeppni fari þar fram. Alþjóða knattspyrnusam- bandið, FIFA, ákvað fyrir skömmu, að frá 1992 mættu aðeins leikmenn undir 23 ára aldri keppa á ÓL. Alþjóða ólympíunefndin er —l mjög andsnúin þessari ákvörðun og segist vilja koma í veg fyrir að Ólympíuleikamir verði aðeins unglingakeppni. KNATTSPYRNA / HM Mo Johnston skorar sigurmark Skcta gegn Norðmönnum á Ulleval-leikvanginum í Osló. Reuter HANDKNATTLEIKUR Tvær breytingar á stjóm IHF Daninn Gunnar Knutsen náði ekki kjöri Aþingi alþjóða handknattleiks- sambandsins, IHF, hér í Seoul í gær, vora gerðar tvær breytingar á aðalstjóm IHF. Það vora þeir Sigmundur Steinarsson skrifar frá Seoul Peter Bucu frá Júgóslavíu og Otto Svafts frá Sviss sem komu inní stjómina í stað Max Rinken- burger, aðalritara og Raimond Hain frá Frakklandi. Athygli vakti að Gunnar Knuts- en, formaður danska handknatt- leikssambandsins, náði ekki kjöri þrátt fyrir allar Evrópuþjóðimar höfðu lýst yfir stuðningi við fram- boð hans. Eins náði Rudi Glock frá Vestur-Þýskalandi ekki kjöri. Skotar byrja vel Skotar unnu Norðmenn 2:1, í fyrsta leik liðanna í undan- keppni HM í gær á Ulluval-leik- vangingum í Osló. Úrslitin era mik- ^■■1 ið áfall fyrir Norð- Sigurjón menn en Skotar Einarsson vora mjög ánægðir skrifarfrá með sigurinn, enda oreg' með hálfgert vara- lið. Þess má geta að þetta var fyrsti sigur skoska landsliðsins í sjö mán- uði. Skotar komust yfír á 14. mínútu með marki Paul McStay, fyrsta mark hans fyrir Skotland í 11 mán- uði. Jan Aage Fjærtoft náði að jafna fyrir Norðmenn á 44. mínútu, en Mo Johnston skoraði sigurmark Skota um miðjan síðari hálfleik eft- ir góðan undirbúning Gary Gillespie. Norðmenn léku vamarleik og áttu skyndisóknir en Skotar sköp- uðu sér hættulegri marktækifæri og áttu sigurinn skilið. Þjálfari og liðsmenn norska liðsins áttu bágt með að leyna vonbrigðum sínum eftir leikinn, tap gegn Skotum í fyrsta leik á heimavelli veikir þegar veika von Norðmanna um að kom- ast í úrslit heimsmeistarakeppninn- ar 1990 á Ítalíu. KNATTSPYRNA / 4. DEILD Austri ekki öruggur með sæti í 3. deild Dómstóll KSI hefur úrskurðað leik Vals og Leiknis ógildan og þarf því að fara fram annar leikur SVO gœti fariö að BÍ (Badmin- tonfélag ísafjaröar) þyrfti að skila 4. deildar bikarnum sem liðið vann síðasta laugardag í úrslitaleik gegn Austra á Sauðárkróki. Urslitin íAust- fjarðariðli, þar sem Austri sigraði, gsatu komiðtil með að breytast vegna úrskurðar dómstóls KSÍ. ómstóll KSÍ úrskurðaði á föstudaginn að leikur Leikn- is og Vals frá Reyðarfirði í Aust- fjarðariðli, sem fram fór á Fá- skrúðsfirði 24. júní í sumar og Leiknir vann 2:1, væri ógildur og þyrfti því að fara fram annar ieik- ur milli þessarra liða. Þetta þýðir að úrslitin í Austfjarðariðli era hvergi nærri ráðinn. Valsmenn kærðu leikinn umtal- aða vegna þess að heimadómari dæmdi leikinn. Dómarinn sem fyrirfram var settur á leikinn boð- aði forföll rétt fyrir leik og var því dómari frá Fáskrúðsfirði feng- inn til að hlaupa í skarðið með samþykki KSÍ. Valsmenn kærðu leikinn til dómstóls ÚÍA sem lá á málinu í tvo mánuði og úrskurðaði síðan að úrslit leiksins skyldu standa óhögguð. Valsmenn áfrýuðu síðan til KSÍ sem úrskurðaði síðan leik- inn ólöglegan þvert ofaní í úr- skurð dómstóls ÚÍAI Úrskurður dómstóls KSÍ lá fyr- ir á föstudag, eða daginn fyrir úrslitaleik BÍ og Austra sem fram fór á Sauðárkróki á laugardaginn. Hefði ekki verið ráðlegra að fresta úrslitaleiknum þar til úrslit í Aust- fjarðariðlinum væra ljós? Það er því allt óljóst enn með úrslit 4. deildar eins og málin standa ( dag. Nú verður að bíða leiks Leiknis og Vals, sem fram fer á Fáskrúðsfirði á laugardag- inn. Vinni Valur eru þeir efstir í riðlinum og fara upp ( 3. deild í stað Austra og þurfa þá að leika til úrslita um sigurinn í 4. deild. Takist Leiknismönnum að vinna með sex marka mun taka þeir sæti Austra, en verði jafntefli eða að Leiknir sigri með fimm marka mun eða minna verður Austri sig- urvegari og úrslit 4. deildar standa þá óhögguð. ÍÞR&mR FOLK U500 matsveinar era á fullri ferð í Ólympíuþorpunum hér í Seoul. Þeir koma til með að matreiða 750.000 matarskammta meðan á ^■^■■1 leikunum stendur. Frá Þeir matreiða úr Sigmundi 140.000 kg af kjöti Stemarssym allskonar, 200.000 kg af fiski, 300.000 kg af grænmeti, 177.000 kg af ferskum ákvöxtum. Þá verður notað 6.000 kg af kryddi og 9.500 kg af sósu. ■ MADAGASKAR mun ekki taka þátt í ÓL í Seoul og er sjö- unda ríkið sem tekur þá ákvörðun. Hin rfkin sex era, Eþíópía, Nig- aragua, Seychelleseyjar, Albanía og Kúba. Alls munu 160 riki taka þátt í leikunum. Ástæður þess, að ríkin sjö taka ekki þátt, eru stjómmálalegs eðlis. ■ HJÁTRtJ ýmiss konar fylgir oft íþróttamönnum og einnig nú á ÓL. Verða hér rakin nokkur dæmi. Yfirmenn brasiliska liðsins hafa til að mynda skipað sínu fólki, að fara fram úr rúminu með hægri fótinn á undan og sagt að það boði ógæfu að fara framúr með þann vinstri á undan. íþróttamenn frá Afrikurík- inu Gagon mega ekki setja hend- umar undir rúm. Ein stúlknanna í kvennaliði Bandaríkjamanna í hokký krefst þess að verða fyrst í liðinu til að stíga fæti i vítateig þegar farið er inná völlinn. Brezk hestakona hefur notað sömu stígvél við keppni síðustu sjö ár. Önnur hefur keppt í sömu sokkum síðustu 10 ár. (Vonandi hafa þeir verið þvegnir reglulega.) Sumir mega ekki fá töluna 13 hvort sem það er sem keppnisnúmer eða númer á skiptiklefa og þannig mætti lengi telja. Það er ekki öll vitleysan eins. ■ BALDUR Bjarnason skoraði annað tveggja marka Fylkis gegn ÍR á laugardag en ekki Om Valdi- marsson eins og sagt var í blaðinu fyrir skömmu. ■ SNOOKERMÓT V.E.S..verð- ur haldið laugardaginn 17. septem- ber í Billiardstofu Kópavogs að Hamraborg 1. Þátttökurétt hafa aðeins Kiwanisfélagar af svæði Ægis og Þórs. Þátttöku verður að tilkynna eigi síðar en kl. 20 föstu- daginn 16. september til Sigurðar (43244/32585), Stefáns (44099/43952) eða Guðlaugs (46777/43840).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.