Morgunblaðið - 15.09.1988, Qupperneq 79

Morgunblaðið - 15.09.1988, Qupperneq 79
MORGUNBLAÐEÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 79 HANDKNATTLEIKUR / HM 1993 OG 1995 „Betra að koma heim með HM1995 en enga keppni“ - sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, seint í gærkvöldi. Kastað upp um hvort (sland eða Svíþjóð fá keppnina 1993 ef tillaga Austur-Þjóðverja nær fram að ganga „VIÐ höfum fundafi mikið að undanförnu og mlkil spanna er f loftinu. Ég tel betra að koma heima með HM1995 en enga keppni. Svíar óskuðu eftir fundi með okkur um HM 1993 og HM 1995 f gær- kvöldi. Vlð ræddum þann möguleika að keppnin yrði haldin 1993 og 1995 á Norð- uriöndum og þá á íslandi og í Svfþjóðsagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ um „strfðið" um HM1993 við Svfa, f samtali við Morgun- blaðið seínt í gærkvöldi, en í nótt að fslenskum tíma átti að ákveða hver keppnin færi fram 1993. Atkvœðagreiðslan um HM 1993 átti að fara fram á þingi alþjóða handknattleikssam- bandsins í Seoul snemma í morg- un. En ekki var víst að grípa þyrfti til hennar ef Svíar og Is- lendingar næðu samkomulagi um keppnina fyrir þingið. Það var mikil spenna í herbúðum Svía og íslendinga fyrir IHF-þingið og „allt opið í báða enda" eins og Kjartan Steinbach, stjómarmaður HSÍ, orðaði það í samtali við Morgunblaðið. „Við sækjum það fast að fá keppnina 1993, en það gera Svíar einnig. Austur Þjóðveijar ætla að flyija tillögu um að kosið verði um bæði HM 1993 og 1995 á fundinum í dag [í morgun],“ sagði Jón Hjaltalín. Til þess að tillagan nái fram að ganga verður hún að hljóta 2/3 hluta atkvæða. Með þeim fyr- irvara að tillagan yrði samþykkt voru íslendingar og Svíar búnir að semja um að varpa hlutkesti til að ákveða hvor þjóðin fengi keppnina 1993! „Ef tillagan verður ekki sam- þykkt erum við óhræddir við at- kvæðagreiðsluna. Ég tel okkur hafa meirihluta á þinginu. En við Jón HJaltalín Magnúsaon ræðir hér við formann tæknineftidar IHF, viljum þó gjaman sýna norrænt Curt Wadmark frá Svlþjóð. fslendingar og Svíar munu lflclega semja um samstarf í verki ef hægt er,“ sagði hvar heimsmeistarakeppni 1993 verður haldin. Jón Hjaltalín Magnússon. ÓLYMPÍULEIKAR FOLK ■ SOHN Kee-chung, sem er 76 ára S-Kóreumaður, mun hlaupa með ólympíukyndilinn síðastu metr- ana á ÓL. Hann varð þjóðhetja þegar hann vann maraþonhlaupið á ÓL í Berlín 1936. ■ ÁKVEÐIÐ verður í dag hvar Vetrarólympíuleikamir 1994 verða haldnir. Sofía er enn talin líklegust til að hreppa hnossið en möguleikar borgarinnar kunna að hafa minnkað vegna þess að Búlg- arir hafa fengið marga upp á móti sér með með því að vera ákaflega atgangsharðir við atkvæðaveiðar. TOM Petranoff, bandaríski spjótkastarinn, hefur reynt að fá marga af helztu fijálsíþróttamönn- um heims til að taka þátt í móti í S-Afríku eftir ÓL. Hann sagðist þó efast um að nokkuð yrði af mótinu. Sem kunnugt er hefur S- Afríka verið einangruð í íþrótta- heiminum um skeið vegna aðskiln- aðarstefnu stjómvalda. Petranoff sagði hann væri þreyttur á því hvemig íþróttum og stjómmálum væri blandað saman. Véstolnn Hafstelnsson verður ekki viðstaddur opnunarathöfn Ólympíuleik- anna í Seoul. Hann æfir nú af kappi í Svfþjóð. Vésteinn ekki kominn til Seoul Er við æfingar í Svíþjóð VÉSTEINN Hafsteinsson, kringlukastari, er eini íslenski keppandinn á Ólympíuleikun- um sem enn er ekki kominn til Seoul. Hann er væntanlegur 23. septemberfrá Svþjóð en þar hefur hann æft að undanf- örnu. Vésteinn á að keppa í kringlu- kasti 29. september. Hann verður því ekki meðal íslensku keppendanna sem taka þátt í opn- unarhátíðinni á laugardaginn. Talið er að 65 metra kast dugi til verðlauna í kringlu- kastskeppninni í Seoul. Vésteinn á best 65,60 metra og ef hann nær Sigmundur Steinarsson skriiar frá Seoul sínu besta gæti hann nælt sér í verðlaun. Hann náði 13. sæti á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 en var síðan dæmdur úr leik og í keppnisbann vegna þess að hann féll á lyfjaprófi. Vésteinn gleymir sjalfsagt seint ÓL 1984 vegna þessa og vill ömgg- lega bæta það upp og standa sig með sóma í Seoul. Hann hefur und- irbúið sig að kappi í Svíþjóð án þess að keppa og ætlar að mæta rétt fyrir kringlukastskeppnina. Bjartsýnustu menn í herbúðum íslensku ólympíufaranna vonast eft- ir að íslendingár vinni jafnvel fem verðlaun á leikunum. Þau kæmu þá í hlut Einars Vilhjálmssonar, handboltalandsliðsins, Bjama Frið- rikssonar og Vésteins Hafsteinsson- ar. ÓLYMPÍULEIKAR / SIGLINGAR BANDARIKIN / URTOKUMOT Israelsmenn sleppa einum degi af tmarástæðum Vilja ekki keppa á helgideginum „Yom Kippur" ÍSRAELSKU síglingamennirnir á Ólympíuleikunum í Suður- Kóreu hafa fariö f ram á það við aðra keppendur í siglingum að keppa ekki þann 21. sept- ember. Þá er helgidagur Gyð- inga „Yom Kippur.“ Israelsmennimir höfðu áður farið fram á að ekki yrði keppt á þess- um degi, en skipuleggjendur sigl- ingakeppninnar í Pusan sögðu að dagsetningum yrði ekki breytt. Því hafa ísraelsmenn óskað eftir því að aðrir keppendur sýni þeim stuðn- ing og mæti ekki til leiks þennan dag. Þeir munu þó ekki hafa fengið mikil viðbrögð við þeirri ósk sinni. Hvort sem aðrir keppendur styðja þá eður ei hafa israelsku keppend- umir ákveðið að keppa ekki á þess- um degi, en það kemur til með að draga verulega úr möguleikum þeirra á sigri. I siglingum er keppt 7 daga, en aðeins sex bestu dagam- ir gilda. ísraelsmennimir verða þvi að sigla mjög vel alla sex dagana sem þeir keppa. Átta Bandaríkjamenn féllu á lyfjaprófi Sleppa þó við bann Á ÚRTÖKUMÓTI Bandaríkja- manna fyrir Ólympíuleikana ( Seuol fóru rúmlega 200 kepp- endur í lyfjapróf. Niðurstaða (prófi átta þeirra var jákvæð — þ.e. (Ijós kom að þeir höfðu neytt lyfja. Bandaríska frjáls- íþróttasambandið ákvað þó að grípa ekki til neinna að- gerða og þessir keppendur, sem ekki eru nafngreindir, verða ekki dæmdir (bann vegna þess hve Htifi magn lyfja fannst (þessum prófun- um. Yfirmaður lyfjanefndar Bandarílqamanna, Dr. Ro- bert Voy sagði að þessi lyf hafi mælst í of litlu magni til að grip- ið yrði til aðgerða. „Þama var um mjög lítið magn að ræða og hefðu keppendur tekið þessi lyf tii að reyna að bæta árangur sinn hefði skammturinn verið mun stærri," sagði Voy í bréfí til fijálsíþrótta- sambands Bandaríkjanna, en bréfíð var birt í gær. Voy sagði að þessi efni hefðu aðeins mælst í 1-10 míkrógrömm- um, en ef það hefði verið meira en 50 míkrógrömm hefðu kepp- endumir verið dæmdir 1 bann. Eins og áður sagði voru yfír 200 keppendur sendir í lyijapróf, þ.á.m. fjórir fyrstu í hverri grein. Fijáls Iþróttasamband Banda- ríkjanna hefur ekki viljað segja hvort þessir keppendur séu í Ólympíuliði Bandaríkjanna sem nú er komið til Seoul.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.