Morgunblaðið - 15.09.1988, Side 80

Morgunblaðið - 15.09.1988, Side 80
upplýsingar £ um vönir og pjónustu. FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Gönguseiðaframleiðslan: Gefur af sér 15 þús. tonn af laxi Veiðimálastofnun hefur gert könnun á ráðstöfun þeirra 11 milljóna gönguseiða sem fram- leidd voru hérlendis í vor. Var könnun þessi gerð fyrir Lands- samband fiskeldis- og hafbeit- arstöðva. Nú í haust verður fjöldi seiða i eldi orðinn um 7,5 milljónir talsins. Auk þessa hef- ur 2,5 miiyónum seiða verið sleppt í hafbeit. Reiknað er með að þessi fjöldi muni samtals gefa af sér um 15.000 tonn af laxi. Þannig hefur verið ráðstafað 10 milljón seiðum en reiknað er með að 1 milljón seiða hafi tapast í flutningum, vegna sjúkdóma eða vegna veðurs. Slátrun þeirra seiða sem fóru í eldi í sumar og sleppt var í hafbeit mun hefjast sumarið 1989 og standa a.m.k. fram á sumarið 1990. Útflutningsverð- mæti þessa lax er um 5 milljarðar króna. Það er tæplega 10% af heildarútflutningsverðmæti sl. árs. Friðrik Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Landssambandsins segir að þessi framleiðsla svari til um 100-120.000 tonna þorskafla úr sjó. „Því skiptir það verulegu Slátursala hefst í næstu viku 20% hækkun frá í fyrra ÞRÁTT fyrir gildandi verðstöðv- un verður slátursala með eðlileg- um hætti hjá Sláturfélagi Suður- lands í haust, og hefst salan 21. september næstkomandi, en hún verður að þessu sinni i Glæsibæ. Að sögn Jóns Gunnars Jónsson- ar, framleiðslustjóra hjá Sláturfé- lagi Suðurlands, verður verðlagn- ingu á slátri þannig háttað, að á meðan verðstöðvun ríkir verður miðað við verð M því í júm' sem grundvöll. Miðað við það nemur hækkun á sláturverði M því í fyrra um 20%, auk söluskatts sem nú leggst á verðið. máli að stjómvöld beiti sér fyrir því að tryggja eðlilega rekstrarl- ánafyrirgreiðsiu til handa fískeld- isstöðvum," segir Friðrik. „Við óskum eftir því að raunhæfar að- gerðir líti dagsins ljós hið fyrsta þar sem fjárhagsstaða margra stöðva er nú slæm.“ Vogar: Tveir sviptir ökuréttíndum Vogar. TVEIR piltar voru sviptir öku- réttindum í Vogum eftir að vera staðnir að ógætilegum akstri um götur byggðarlagsins síðastliðið mánudagskvöld. Að sögn lög- reglunnar hefur mikið verið um kvartanir um ógætilegan akstur um götur Voga, og þess vegna hefur lögreglan verið meira á staðnum en áður. A mánudagskvöld voru tveir öku- menn teknir eftir að lögreglunni bárust kvartanir um ógætilegan akstur, þar sem gefín voru upp nöfn ökumanna og bílnúmer. Það var síðan fulltrúi sýslumanns Gull- bringusýslu sem svipti ökumennina leyfí í einn mánuð, en þeir eru með bráðabirgðaökuskírteini og höfðu áður hlotið áminningar lögreglu- manna. Að sögn lögreglunnar er því beitt óspart að svipta ökumenn með bráðabirgðaskírteini ökuleyfí séu þeir staðnir að óábyrgum akstri. E.G. Morgunblaðið/Rúnar Þór Axel Amason 9 ára nemi í Barnaskóla Akureyrar og verðlaunahafi í myndlistarkeppni í tengslum við Ólympiuleikana í Seoul. Vissi ekki að ég væri með — segir Axel Amason, 9 ára Akureyringur sem vann „gnllið“ í myndlistarsamkeppni tengdri Ólympíuleikunum í Seoul Akureyri. Frá Jóhönnu Ingvarsdóttur blaðamanni Morgunblaðsins. „ÉG VISSI ekki einu sinni að ing sé eitt af aðaláhugamálum myndin min hefði farið út í samkeppnina. Mér brá ofboðs- lega þegar ég frétti af þessu," sagði Axel Árnason 9 ára Akur- eyringur sem vann til fyrstu verðlauna ásamt Kim Hyo-shik 12 ára frá Kóreu i myndlistar- samkeppni barna í tengslum við Ólympíuleikana í Seoul. Axel stundar nám við Bama- skóla Akureyrar og segir að teikn- sínum. Axel kallar mynd sína „Spjótkast" og hann lýsir henni á eftirfarandi hátt: „Myndin mín er af spjótkastara, sem er í þann veginn að kasta spjóti. Hann er í bláum og hvítum búningi með hvítt svitaband og umhverfið er himinn og gras. Spjótið er litað hvítt og svart og ég notaði þekju- liti á pappírinn." Axel vissi ekki í hveiju verð- launin fælust enda hafði ekki ver- ið haft samband við hann frá að- standendum keppninnar. Alls tóku yfír 17 þúsund börn M 73 löndum þátt í samkeppninni og eru 300 bestu myndimar, að mati sjö manna dómnefndar, sýndar á sýningu í Seoul á meðan á Ölympíuleikunum stendur. Verðlaun verða veitt í Bama- miðstöð Seoul þann 24. september nk. Reynt að samhæfa tillögur stj órnarflokkanna: Úrslitatílraun gerð til að ná samkomulagi um aðgerðir ÞORSTEINN Pálsson, forsætis- ráðherra, ræddi í gær við þá Steingrím Hermannsson, for- mann Framsóknarflokksins, og Jón Baldvin Hannibalsson, for- Alþýðuflokksins, um Ferskur flattur fiskur seldur til Spánar og saltaður þar 30 tonn send utan vikulega - áætlanir að auka í 80 tonn SPÁNSKT fyrirtæki hefur keypt hér á landi ferskan þorsk til þess að salta á Spáni. Hafa Spánverj- arnir fengið islenska saltfisk- framleiðendur til þess að fletja og flaka fiskinn fyrir sig. Þeir hafa á þennan hátt fiutt út um 30 tonn & viku siðan i vetur. Þá hefur fslenskur saltfiskframleið- andi samið við Spánverja um að selja þeim saltfisk, 38 tonn viku- lega, og telur hann sig fá með því móti 800 þúsund krónum hærra verð fyrir hvem farm, heldur en ef hann seldi með milligöngu SÍF. Þessi samningur er háður því að útflutningsleyfi fáist. Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri SÍF segir þessar sölur skaða salt- fiskmarkaðinn á Spáni og þar séu fyrirtæki, sem reyna að kljúfa SÍF vegna styrkleika þeirra samtaka á markaðnum. Fiskurinn sem Spánveijamir kaupa héðan til að salta á Spáni, er fiuttur með flugvél til Amsterdam. Þaðan er honum ekið í kæligámum til Spánar og hann saltaður þar og síðan seldur sem íslenskur tandur- saltfiskur. Magnús Gunnarsson Mmkvæmdastjóri SÍF segir að þama sé um að ræða fyrrum við- skiptavin SÍF, sem var stærsti kaup- andinn á Spáni. SÍF hafí þótt hann vera með of stórt hlutfall þess salt- fisks sem Spánveijar kaupa og því viljað dreifa sölunni á fleiri kaupend- ur. Við það snerist þessi aðili gegn SÍF, segir Magnús. Hann segir enn- fremur, að það sé á misskilningi byggt. fslenski framleiðandinn sem vill selja 38 tonn á viku beint til Spánar, fái hærra verð fyrir físk- inn en SÍF fær þar. SÍF hefur greitt framleiðendum meðalverð fyrir físk sem fer á markað á Spáni og í Port- úgal og segir Magnús að verðmunur- inn sem um ræðir sé minni en mun- ar á meðalverðinu og Spánarverði hjá SÍF. Eftir að Spánn og Portúgal gengu í Evrópubandalagið hafa aðstæður á mörkuðunum verið að breytast, þar á meðai verð, og hefur SÍF því ákveð- ið að falla M meðalverðlagningunni M og með næstu mánaðamótum. Sjá Innlendan vettvang á bls. 28. möguieikann á að stjómarflokk- arnir nái saman um efnahagsað- gerðir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun litið sem ekkert hafa þokast í samkomu- lagsátt á þeim fundum. Er talið að bilið sé nú einkum á milli Sjálf- stæðisflokks annarsvegar og Al- þýðu- og Framsóknarflokks hins vegar. Sjálfstæðismenn munu eiga mjög erfitt með að sam- þykkja auknar skattaálögur, sem stór millifærsla án gengisfelling- ar myndi krefjast, að áliti hinna fiokkanna tveggja. Forsætisráð- herra segist stefna að því að nið- urstaða fáist fyrir helgi. Breytingartillögur Framsóknar- flokks voru lagðar fram á ríkis- stjómarfundi í gærmorgun, en þær gera ráð fyrir mun viðameiri milli- færslu en tillögur forsætisráðherra og Alþýðuflokks. Þessi millifærsla yrði fjármögnuð með skattahækk- unum að upphæð 1,5 milljarði króna. f tillögum Mmsóknarmanna er gert ráð fyrir stofnun deildar við Framkvæmdasjóð, sem fengi til ráðstöfunar 3 milijarða króna, og lánaði fé til útflutningsatvinnuveg- anna. Fé til deildarinnar yrði meðal annars aflað af aðstöðugjaldi, um 500 milljón krónur á ári, þar sem Reykjavík myndi borga meginhlu- tann. Framsóknarflokkur og Alþýðu- flokkur gera ekki ráð fyrir gengis- fellingu, en í tillögum forsætisráð- herra er lagt til að heimild Seðla- banka til 3% gengisbreytingar verði nýtt. „Við erum að meta þessar tillög- ur og ég vil ekkert um þær segja að svo stöddu," sagði Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, þegar hann var spurður um gang viðræðn- anna í gærkvöldi. Steingrímur Her- mannsson sagði að á fundi hans og forsætisráðherra hefði verið skipst á upplýsingum og svörum um ýmis atriði, en hann vildi ekki segja um hvort hann væri bjartsýnn á að samkomulag tækist. Hann sagði aðspurður að samkomulag yrði að takast fyrir vikulok, eins og forsætisráðherrra hefði talað um. Miðstjómarfundi Framsóknar- flokksins yrði ekki frestað, nema hugsanlega um einn dag, Mm á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.