Morgunblaðið - 01.10.1988, Síða 5

Morgunblaðið - 01.10.1988, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988 5 Agnar Friðriksson Umbúðamiðstöðin: Agnar Frið- riksson fram- kvæmdastjóri STJÓRN Umbúðamiðstöðvarinnar hf, dótturfyrirtækis Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, sam- þykkti á fundi á fímmtudag ráðn- ingu Agnars Friðrikssonar sem fí-amkvæmdastjóra frá 1. janúar 1989. Agnar Friðriksson varð viðskipta- fræðingpr 1970, starfaði hjá Lands- virkjun 1970—1977, Heklu 1977— 1982 og Amarflugi 1983—1986. Er við MBA nám við Brabson háskólann í Boston og lýkur því í árslok 1988. Agnar er 43 ára gamall, kvæntur Ingunni Hjaltadóttur og eiga þau 2 böm. Athugasemd firá Barna- spítala Hringsins: Börnin veikt- ust ekki á spítalanum Morgunblaðið hefíir verið beðið að birta eftirfarandi athugasemd: í tilefni af frétt í helgarblaðinu Pressunni 30. september sl. er biýnt, að það komi fram, að böm, serh þar um ræðir, veiktust ekki á vökudeild Bamaspítalans. Bömin vom flutt til meðferðar á deildina vegna veikinda sinna. Sýkingar eru meðal algengustu sjúkdóma hjá nýbumm vegna þess, að ónæmiskerfí þeirra er óþroskað og verr í stakk búið að veijast ásókn sýkla. Á árabilinu 1986—87 ræktaðist sjaldséð baktería hjá 3 börnum á stuttu tímabili. Bakterían flokkast með þarmabakteríum og var talin meinlítil. Upp á síðkastið hefur hins- vegar komið í ljós, að nýburar em öðmm fremur viðkvæmir fyrir henni og hefur bakterían valdið heila- himnubólgu innan þessa aldurshóps. Gerð var gangskör að því, þegar í stað, að grafast fyrir um, hvaðan bakterían hafði komið og vom þær rannsóknir framkvæmdar jöfnum höndum hér á landi og í Bandaríkjun- um. Rannsóknimar leiddu í ljós, að bakterían hafði borist hingað með þurrmjólk, sem notuð var sem ábót handa þeim bömum, sem ekki fengu næga bijóstamjólk. Engin þurrmjólk er sýklalaus fremur en önnur mat- væli, en gerðar em kröfur til þess, að sýklainnihald mjólkurinnar sé inn- an ákveðinna lágmarka, þannig, að ekki hljótist skaði af. Kannanir sl. 1—2 ár hafa sýnt, að ofangreind baktería hefur nú fundist í rúmlega 100 tegundum þurrmjólkur. Nánari athugun leiddi í ljós, að ef mið er tekið af þeirri þekkingu, sem við höfum nú öðlast varðandi ofan- greinda bakteríu, hafa varúðarráð- stafanir í tengslum við meðferð mjólkurinnar á sjúkrahúsinu væntan- lega verið ófullnægjandi. Var með- ferð mjólkur þá þegar breytt á þann veg, að ömggt megi teljast, að atvik sem þetta geti ekki endurtekið sig. Reykjavík 1. október. Gunnar Biering yfírlæknir Vökudeild Barnaspítala Hringsins, Landspítalanum. Frostlögur á útsölu í verðstöðvun FROSTLÖGUR fyrir bifreiðar hefur undanfarið verið seldur langt undir kostnaðarverði, samkvæmt upplýsingum frá olíufélögum, sem Morgunblaðið leitaði upplýsinga hjá. Lög um algjöra verðstöðvun hafa orðið til þess að frostlögurinn er seld- ur á verði frá því í vor, sem er langt undir því verði sem nýjar birgðir eru keyptar á. Heimsmarkaðsverð á frostlegi hefur hækkað um nálægt 200% síðan í fyrra. Olíufélögin kaupa frostlöginn á haust- og vetrarmán- uðum, en innkaup liggja niðri að sumrinu vegna lítillar eftirspumar. Eftir mánaðamót mun verða leyfi- legt að taka hinar erlendu hækk- anir inn í verðlagninguna hér í samráði við Verðlagsstofnun. Hækkunin erlendis stafar af stóraukinni eftirspum eftir etýlen, sem er undirstöðuefni frostiagar, jafnframt því sem afkastageta framleiðenda er takmörkuð. Etý- len er einnig hráefni í plastfram- leiðslu og hefur valdið hækkunum á sumum plastefnum. A Gullfarrými líður þér eins og í stofunni heima hjá þér Gullfarrými Arnarflugs er fyrir þá scm greiða hærri fargjöld. Farþcgar á Gullfarrými sem búa á Rcykjavíkursvæðinu cru sóuir hcim og ekið að dyrum flugstöðvarinnar. Sérstök innritunarborð cru á öllum áfangastöðum Arnarflugs. Þcir scm fara í tcngiflug gcta innritað sig og fcngið sætisnúmcr alla leiðina, í Kcflavík. Leyfilegur farangur er 30 kíló í stað 20. Farþcgar á Gullfarrými hafa aðgang að sérstökum sctustofum á öllum áfangastöðum Arnarflugs. Allir drykkir um borð cru ókeypis. Sérstakur matscöill cr á Gullfarrými. Maturinn cr borinn fram á bæhcimsku postulíni og vcigar í kristalglösum. Farþcgar fá aðild að Arnarflugsklúbbnum, scm vcitir þcim ýmis forréttindi. Við kvcðjum mcð dálitlum minjagrip. Gullfarrýmið. Þægilcgasti fcrðamátinn. Söluskrifstofa Arnarnugs og KI ,M Austurstræti 22, sími 623060. Söluskrifstofa Arnarflugs Lágntúla 7, sími 84477.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.