Morgunblaðið - 01.10.1988, Side 13

Morgunblaðið - 01.10.1988, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988 13 Hveragerði heilsulind frá náttúrunnar hendi - segir Wolfgang Zscheler, þýskur læknir, sem kynnt hefiir sér aðstöðuna á Hótel Ork ÞESS ER ef til vill ekki langt að bíða að Hótel Örk í Hvera- gerði verði vinsæll áfangastaður þýskra ferðamanna sem leita sér afslöppunar og endurnæringar við bestu aðstæður. „Það sem skilur Hveragerði frá heilsulindum í Mið-Evrópu er að hér er öll aðstaða frá náttúrunnar hendi. í Þyskalandi verða menn t.d. með ærnum tilkostnaði að framkalla heitt vatn og hreint drykkjarvatn og flytja inn leirinn," sagði Wolfgang Zscheler, þýskur læknir, í samtali við Morgun- blaðið. Zscheler er staddur hérlendis ásamt starfsbræðrum sínum frá Hamborg í Vestur-Þýskalandi til að kynna sér Hótei Örk og Hvera- gerði sem heilsudvalarstað. Zscheler kvaðst ánægður með aðbúnað á hótelinu, staðsetningin væri góð, herbergi rúmgóð, íslenska loftið hreint, fæðið heil- næmt og gróðurhús með fersku grænmeti innan seilingar. Hótelið væri vel varið fyrir veðri og vind- um og stutt til Reykjavíkur í stór- borgarglauminn. í nágrenninu væru skemmtilegar gönguleiðir og hægt að bregða sér á hestbak í sveitinni. Hvað aðstöðu tii lækninga varðaði væri hún til fyrirmyndar. Heit böð og leirböð ættu vel við í meðhöndlun gigtarsjúklinga, efnasamsetning hveravatnsins væri slík að hún hjálpaði fólki með ýmsa húðsjúkdóma. Bláa Lónið með sínum undraverða lækningamætti væri ekki nema í klukkustundar fjarlægð frá Hótel Örk. Almennt séð væri Hvera- gerði og Hótel Örk einstakur stað- ur fyrir ferðamenn til að slappa af, ná sér eftir veikindi, sækja nýjan þrótt eða vinna sér bót á meinum. „Mér vitanlega á Hveragerði ekki sinn líka á Norðurlöndum," sagði Zscheler. „Þýskir ferða- menn hafa einkum sótt til Ung- veijalands, Ítalíu og Dauðahafsins í heilsuleyfi. Loftslagið er hins vegar hentugra héma á íslandi og kom mér á óvart hversu milt það er. ísland er líka spennandi land fyrir Þjóðveija og verður það svo lengi sem þið spillið ekki hinni ómenguðu náttúru ykkar," bætti hann við. Að sögn Sverris Schopka, efna- verkfræðings og markaðsráðgjafa í Vestur-Þýskalandi með aðsetur í Hamborg, standa vonir til þess að sú kynning sem unnið hefur verið að í sumar í Þýskaiandi á Hótel Örk sem heiisudvalarstað skili árangri strax í vetur. Hótel Örk, Flugleiðir og Amarflug hafa boðið hingað til lands þremur hópum lækna frá Hamborg og Frankfurt. í fyrstu ferðinni vom einnig blaðamenn sem skrifa um ferðamál og heilsuvemd. Ástæðan fyrir því að riðið er á vaðið í Þýskalandi með kynningu á Hótel Örk er sú að þar er rík Wolfgang Zscheler og Sverrir Schopka. Morgunblaðið/Bjami hefð fyrir heilsuleyfísferðum, að sögn Sverris. Áætlað hefur verið að árið 1990 muni 9 milljón V- Þjóðveijar fara í slík afslöppun- arfrí og er þvi um stóran markað að ræða. Stærsta ferðaskrifstofa V-Þýskalands á sviði heilsuferða er Fit-Reisen. Boðið verður upp á íslandsferðir í kynningarbæklingi hennar sem kemur út í nóvember. Má því búast við fyrstu þýsku gestunum á Hótel Örk uppúr ára- mótum. Einnig er í undirbúningi kynn- ingarátak í ferðaklúbbi þýskra lækna í vetur. Haldnir verða fyrir- lestrar víðs vegar um V-Þýska- land í þvi skyni að kynna Island og þá sérstaklega Hveragerði sem heilsudvalarstað. ÓREIÐAN VEX-OGÞÓ Raunvísinida Egill Egilsson Belgíski efnafræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafínn Ilya Pri- gogine hefur rannsakað mjög hvemig reiða kemst á í efni sem orka streymir um. Ef litið er á það samsafn efnis sem lá í mold og gufuhvolfí árið 1968, en hefur nú raðað sér saman og myndað nær tvítuga mannveru, má segja að út frá lögmálum eðlisfræðinn- ar séu líkindi þessa atburðar alls- engin. Oft hefur því verið spurt: Eiga önnur og sérstök lögmál við um lifandi efni en um dautt? Er til lífsandi? Rannsóknir Pri- gogine o.fl. reyna að gera þenn- an mismun „dauðs“ efnis og „lif- andi“ að engu. Eins og er lítur út fyrir að efni sem víxlverkar við umhverfí sitt og fær frá því orku, geti þróast í átt til æ meiri margbreytileika (reiðu), öfugt við einangrað efni, þar sem allt slíkt brotnar niður með tímanum. Nýlega er komin út bók eftir hann og þekkingarfræðinginn Isabelle Stengers. Titilinn mætti þýða: „Hið nýja bandalag mannsins og vísindamanna", og hann vísar til þess að gjáin milli hins dauða (vísinda eftiisins) og hins lifandi (mannsins) sé að minnka. Sem stendur lítur út fyrir að rannsóknir, sem halda áfram á þeim grunni sem Prigog- ine hefur lagt, geti leitt til al- hæfðrar kenningar sem með- höndlar bæði það sem við köllum lifandi efni og dautt. Og að lífið, sem hefur oft verið álitið verða til fyrir einhveija ótrúlega tilvilj- un, verði samkvæmt þessum kenningum til fyrir nauðsjm. Fyrirsögnin er ekki upphrópun í anda heimsósómakveðskapar, né heldur er verið að býsnast yfir stjómmálaástandi síðustu viku. Heldur lýsir hún einhverri frægustu grunnreglu eðlis- og efnafræðinnar, og snertir hvorki meira né minna en tilurð og við- gang lífsins. Óreiðan vex Einkenni allra efnislegra dauðra hluta af venjulegri stærð er það, að með tímanum minnkar í þeim öll kerfísbundin niðurröð- un, hvers eðlis sem hún kann að vera. Mjólkin blandast við kaffíð f bollanum, þótt skil séu á milli í upphafí. Líkið rotnar í kistunni. Hundrað kúlur í kassa, sem raðað er í upphafí í ákveðna röð, ruglast og ná ekki þeirri röð að nýju. Þessi regla á við um öll samsöfn efna sem eru ein- angruð frá umhverfí sinu. Reiða eða óreiða er stærð sem er auð- velt að skilgreina stærðfræðilega út frá líkindareikningi. Nánar til tekið vex hún sífellt, og stendur ekki í stað nema hluturinn hafí náð varmajafnvægi. Mótsögn — eða hvað? Líf í hverri mynd sem það birt- ist virðist í fljótu bragði vera í mótsögn við þessa meginreglu. í stað þess að regluleg niðurskip- an efnis eyðist, byggist hún upp og viðhelst, uns lífínu lýkur. Mótsögnin hverfur þó fljótt við að skoða kaflann á undan. IJf er ekki einangrað frá umhverfí sínu, heldur tekur það orku frá umhverfinu við fæðuöflun og öndun. Góðan daginn! Safnaðarstjórn Fríkirkjunnar skorar á safnaðarfólk að greiða atkvæði í allsherjaratkvæðagreiðslunni 1. og 2. október nk. í Álftamýrarskóla og krossa við JÁ. Bílasími 27270. samaRa Lada Samara, þessi sparneytni og rúmgóði framdrifsbíll, er nú kominn í nýrri útfærslu, þ.e. 5 dyra. Komið, skoðið og reynsluakið Lada Samara 5 dyra, fjölskyldubíl á undraverði. Uppítökur á vel með fömum Lada bílum. Opnunartímar á laugardag: Söludeild nýrra bíla frá kl. 13-16. Söludeild notaðra bíla frá kl. 13-16. Varahlutaverslun frá kl. 10-12. BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF II Ármúla 13 - 108 Reykjavfk - ær 681200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.