Morgunblaðið - 01.10.1988, Page 19

Morgunblaðið - 01.10.1988, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988 19 Véladeild: Verkleg æfing. magnstæknifræði. Einnig er hægt að komast inn í deildina til tækni- fræðináms með raungreinastúd- entspróf og tveggja ára starfs- reynslu og geta nemendur þá einn- ig lokið fyrsta árinu af þremur í rafmagnstæknifræði. Allir nemend- ur í rafmagnstæknifræði þurfa síðan að ljúka námi sínu í Dan- mörku. Heilbrigðisdeild Inntökuskilyrði er stúdentspróf. í heilbrigðisdeild eru tvær náms- brautir, önnur útskrifar meina- tækna, hin röntgentækna. Námstími er 3V2 ár og lýkur með háskólagráðunni B.Sc. Rekstrardeild Inntökuskilyrði í iðnrekstrar- fræði — eða iðnaðartæknifræðinám er stúdentspróf eða eitt ár í frum- greinadeild og hafa tveggja ára starfsreynslu. Úr deildinni útskrif- ast þessir nemendur sem iðnrekstr- arfræðingar eftir IV2 ár, og bæti þeir 3 árum við, útskrifast þeir sem iðnaðartæknifræðingar. Inntöku- skilyrði í útvegstæknanám er 2. stig úr stýrimannaskóla eða sam- bærilegt nám og hálft ár í frum- greinadeild. Úr deildinni útskrifast þessir nemendur síðan sem útvegstæknar eftir IV2 ár. Með starfsemi Tækniskóla ís- lands er ekki aðeins leitast við að svara þörfum þjóðfélagsins eins og þær eru í dag, heldur einnig fyrir- sjáanlegum þörfum atvinnulífs sem er að breytast og þarf að breyta. Listasafii íslands: „Frú Emilía“ flytur Tsjekov NÆSTU helgar stendur leik- húsið „Frú Emilía“ fyrir leik- lestri helstu leikrita Antons Tsjekovs í Listasafhi íslands. Lesin verða verkin Mávurinn, Kirsubeijagarðurinn, Vanja frændi og Þijár systur. Eyvindur Erlendsson stýrir upp- lestrinum. Lesið verður fjórar helgar í október. Þann 1. og 2. október verður Mávurinn lesinn, Kirsubetjagarðurinn 8. og 9. októ- ber, Vanja frændi 15. og '16. októ- ber og Þijár systur 22. og 23. október. Leiklesturinn hefst alltaf kl. 14. Kunnir leikarar flytja verkin. Um næstu helgi eru það þau Arn- ar Jónsson, Baldvin Halldórsson, Guðrún Asmundsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Björn Karlsson, Kristbjörg Kjeld, María Sigurðar- dóttir, Rúrik Haraldsson, Sigrún Edda Björnsdóttir og Sigurður Skúlason. ,\VV -v-.-xuVmoWr Ljóðakvöld í Djúpinu Ljóðakvöldin í Djúpinu (undir Horninu, Hafiiarstræti 15) hefj- ast nú að nýju. Eins og undan- farna vetur verða þau haldin fyrsta sunnudag hvers mánaðar og hefjast, kl. 8.30. Þeirri venju verður haldið að þijú til fjögur ljóðskáld lesa úr verkum sínum, birtum sem óbirtum. Auk þess er það vel þegið er ljóðskáld, sem eru að stíga sín fyrstu spor á listabrautinni, kveða sér hljóðs og lesa verk sín. Aðgangur er ókeypis en ljóða- unnendum býðst að njóta veitinga sem staðurinn hefur á boðstólum. (Fréttatilkynning) Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisf lokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals íValhöll, Háaleitis- braut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar eru velkomnir. Laugardaginn 1. októbereru til viðtals Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnarog formaður Innkaupastofnunar Reykjavíkur og Anna K. Jónsdóttir, formaður stjórnar Dagvistar barna, og í stjórn heilbrigðisráðs og veitustofnana. y y y yy y y y y y y y y Y VETRARSKOÐUN Nú er tækifæriö fyrir Toyota eigendur aö láta okkur gera allt klárt fyrir frosthörkurnar! Þjónustuaöilar Toyota um allt land eru tilbúnir að taka á móti þér! Fast gjald kr. 6.082*. - Innifalið: ® Mótorþvottur ® Skipt um kerti ® Skipt um platínur (ekki EFi - TCCS) ® Skipt um bensínsíu (ekki EFi) ® Skipt um loftsíu ® Ath. blöndung (ekki EFi) ® Mótorstilling ® Ath. viftureim ® Mæla hleöslu ® Hreinsa og smyrja rafgeymispóla ® Ath. þurrkur og rúöu- sprautur og setja á ísvara ® Ath. öll Ijós B Ljósastilling ® Mæla frostþol kælivökva B Bætt á frostlegi ® Ath. fjaðrabúnað, stýrisbúnaö, virkni hemla og púströr B Stilla kúplingu ® Smyrja hurðarlæsingar og lamir ® Mæla og jafna loft í dekkjum ® Ath. olíu á vél, gírkassa og drifum B Bera sílikon á þéttikanta ® Reynsluakstur TOYOTA w- i.j'íd ‘i'öórií ni-vi wi n* 9 nme i v.vitovM w+-> * q>io finei t'i - Mia#! vpi»

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.