Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988
Stj ómarformerinska í Atvinnutryggingasjóði:
Ekkert sérstakt
tílhlökkunarefiii
- segir Gunnar Hilmarsson sveitar-
stjóri á Raufarhöfh
og kvenna
Borgarnesi.
VERKALÝÐSFÉLAG Borgar-
ness efiiir til borgarafundar á
Hótel Borgamesi 3. október kl.
20.30. Fundarefiii verður spura-
ingin: „Er launajafiirétti karla
og kvenna goðsögn?"
Frummælendur verða: Ásmund-
ur Stefánsson, forseti ASÍ, Guðrún
Agnarsdóttir, alþingismaður, Ingi-
björg R. Guðmundsdóttir, skrif-
stofustjóri, Sigurður Snævarr, hag-
fræðingur, og Víglundur Þorsteins-
son, framkvæmdastjóri. Fyrir-
spumir og frjálsar umræður verða
að loknum framsöguræðum.
Að sögn Jóns Agnars Eggerts-
sonar formanns Verkalýðsfélags
Borgamess hefur verkalýðsfélagið
á liðnum árum staðið fyrir almenn-
um borgarafundum um ýmis brenn-
andi þjóðmál hvers tíma. Væri þar
skemmst að minnast funda félags-
ins um lífskjör á landsbyggðinni og
fundar um landbúnaðarmál. Hefðu
þessir fundir verið vel sóttir og
umræður þar fjörugar.
- TKÞ
Námskeið
í notkun
tölvuforrits
STJÓRNUNARFÉLAG íslands
mun þann 3. október halda nám-
skeið í notkun „Page-Maker“
skrifborðsútgáfiikerfisins á
einkatölvur. Þessi forrit geta
auðveldað mjög vinnu við útgáfú
fréttabréfa, auglýsinga, bækl-
inga og bóka.
Forritið gerir notandanum kleift
að setja upp á tölvuskjánum mögu-
legt útlit skjala í verkefni sínu, og
á þann hátt er honum fært að velja
þá leið sem hann telur best sóma
útliti verkefnisins. Skrifborðsút-
gáfukerfín sjá síðan sjálfvirkt um
setningu og umbrot.
Námskeiðið mun taka fjóra daga,
hálfan dagí senn. Leiðbeinendur
verða þeir Siguijón Jónsson leið-
beinandi og Ottó Ólafsson teiknari
FÍT.
„ÞAÐ ER ekkert sérstakt til-
hlökkunarefiii fyrir mig og
ósköp kvíðvænlegt að verða
stjóraarformaður Atvinnutrygg-
ingasjóðs útflutningsgreinanna,
því það verður erfitt starf og
margir eru illa staddir,“ sagði
Gunnar Hilmarsson, sveitarstjóri
á Raufarhöfin, í samtali við Morg-
unblaðið. „Þetta hlýtur að vera
voðalegt starf fyrst virðulegar
frúr halda því fram í sjónvarpi
að svo sé. Ég veit ekki hvað ég
á að halda um þessa stjómarfor-
mennsku þegar virðulegir sjórn-
málamenn halda því fram að það
hafi verið of dýru verði keypt
að láta Samtök um jaftirétti og
félagshyggju fá hana.“
„Mér fínnst nú frekar léttvægt
að hafa einn mann í nefnd en það
er eins og himinn og jörð hafi far-
ist vegna þess að Samtökin fengu
formennskuna í sjóðnum," sagði
Borgarnes:
Fundur um
launajafn-
rétti karla
Góð bók er krydd í tilveruna
Gunnar. „Formaður sjóðsstjómar-
innar hefur einungis eitt atkvæði.
Það er nú allt og sumt. Stjómarfor-
mennskan í Atvinnutryggingasjóði
er fullt starf en hins vegar ekkert
framtíðarstarf.
Ég hef verið sveitarstjóri á Rauf-
arhöfn undanfarin sjö og hálft ár
og það er alltaf erfítt að taka sig
upp. Raufarhafnarhreppur á bæði
útgerð og fiskvinnslu og ég þekki
því erfíðleikana sem mörg fýrirtæki
búa við. Þau þurfa á aðstoð að
halda en hitt er svo annað mál
hversu langt á að ganga í aðstoð-
inni.
Ég var góður og gegn Framsókn-
armaður en hins vegar stuðnings-
maður Stefáns Valgeirssonar í
síðustu kosningum, enda þótt ég
hafí ekki verið á framboðslista. Við
Stefán emm bræðrasynir. Ég hef
ekkert þjáðst vegna þess og ég
vona að hann hafí ekki heldur þjáðst
vegna þess," sagði Gunnar.
Gunnar Hilmarsson fæddist 12.
júní árið 1933. Hann útskrifaðist
frá framhaldsdeild Samvinnuskól-
ans á Bifröst árið 1954. Eftir það
vann Gunnar hjá Sambandinu í
nokkur ár, fyrst í innflutningsdeild
en síðan útflutningsdeild. Hann
starfaði svo hjá Flugfélagi íslands
og Flugleiðum í 20 ár áður en hann
varð sveitarstjóri á Raufarhöfn.
þú varst að tala um samdrátt-
artíma, þá er það rétt að aðsókn
að veitingahúsum hefur dregist
saman, en fólk hættir ekki að
gera sér dagamun fyrir því og þá
koma vandaðar matreiðslubækur
í góðar þarfír".
Ætlarðu að einskorða þig við
útgáfu matreiðslubóka?
„Nei, eins og ég sagði áðan er
meiningin að fara rólega af stað,
en þó getur Verið að við eigum
bók á jólamarkaðnum. Hvort af
því verður er óljóst á þessari
stundu, en þó svo fari að henni
verði að fresta til næstu jóla þá
er ég ekkert smeikur við það.
Þetta er bók sem mun sóma sér
jafn vel að ári. Auðvitað er það
draumur allra útgefenda að geta
leyft sér að gefa út fagurbók-
menntir, þótt þær standi ekki
undir sér, en nýtt fyrirtæki verður
því miður að hugsa um hagnaðinn
fyrst og fremst".
Nafnið „Krydd í tilveruna" ligg-
ur einhver sérstök meining þar á
bak við?
„Fyrst um sinn mun nafnið
væntanlega tengja útgáfuna mat-
argerðarlist í hugum fólks, en
með aukinni starfsemi vonast ég
til að það færist yfír á önnur svið.
Ævisaga Steingríms Hermanns-
sonar væri t.d. ekki síðra krydd
í tilveru fólks en mataruppskrift-
imar“.
Þú ert sem sagt alls óhræddur
við að leggja útí samkeppnina á
bókamarkaðnum?
„Já, það er ég. Fólk hættir
ekki að kaupa bækur og svona
klúbbakerfi hefur þá kosti að
maður er nokkuð öruggur með
sölu á vissu uppiagi og getur hag-
að framleiðslunni eftir því. I
framtíðinni á svo „Krydd í tilver-
una“ að verða útgáfufyrirtæki
með sama sniði og önnur og ég
treysti því að með því að bjóða
vandaða vöra, góða þjónustu og
gott verð standist það fyllilega -
samkeppni við þau sem fyrir era“.
Möguleiki að engar bætur íaist
-segir Óskar Valdimarsson hjá Byggðaverki
Framkvæmdir eru nú hafiiar
að nýju á lóð Byggðaverks við
Aðalstræti 8, eftir að samþykki
fékkst fyrir breyttum teikning-
um. Óskar Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri Byggðaverks,
sagði að hugsanlega fengjust
engar bætur á því Ijóni sem fyrir-
tækið varð fyrir vegna vinnu-
stöðvunarinnar.
„Hvorki Reykjavíkurborg né selj-
endur lóðarinnar segjast skaðabóta-
skyld í þessu máli“ sagði Óskar.
„Utlitið er frekar dökkt og ef við
fáum skaðann ekki bættan þýðir
það milljóna tap og seinkun á verk-
inu. Það gæti jafnvel farið svo að
okkur tækist ekki að ljúka því“.
Óskar sagðist þó ekki úrkula
vonar um að úr rættist, verið væri
að funda með aðilum frá borginni
og seljendum og leita sátta. „Það
er erfítt að halda fram einhverri sök
í málinu, allir hafa farið að lögum,
ráðherra túlkar einungis lögin • á
annan hátt en við. Við munum að
sjálfsögðu halda okkar striki við
verkið og vona hið besta," sagði
Óskar.
Rætt viö Anton Örn Kærnested bókaútgefanda
Framkvæmdir hófust að nýju við bygginguna að Aðalstræti 8 á fimmtudag.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Ný bókaútgáfa,„Krydd í tilver-
una“, sendi nýlega frá sér sína
fyrstu bók. Það er matreiðslu-
bók sem ber nafnið Úrval smá-
rétta og er fyrsta bókin í flokki
matreiðslubóka sem „Krydd í
tilveruna" hyggst gefa út og
dreifa gegnum áskrifenda-
klúbb. Maðurinn að baki þess-
ari nýju bókaútgáfu er Anton
Öra Kærnested, fyrrum fram-
kvæmdastjóri Bókaklúbbs AB.
Blaðamaður sótti Anton heim
og forvitnaðist um útgáfúna.
„Bókaútgáfan „Krydd í tilver-
una“ var stofnuð í febrúar á þessu
ári. Áskrifendasöfnun fyrir bóka-
klúbbinn hófst í júlí og nú um
miðjan september kom fyrsta bók-
in út og hefur þegar verið send
öilum klúbbfélögum. Þetta er
fyrsta bókin í flokki 12-16 bóka
sem gefnar era út af þýska forlag-
inu Graf und Unzer. Þessi bóka-
flokkur hóf gÖngu sína í Þýska-
iandi 1987 og hefur verið seldur
til tíu landa. „Krydd í tilverana"
er samstarfsaðili með ýmsum
stóram erlendum forlögum um
samprent á bókunum. Úrval smá-
rétta heitir bókin sem þegar er
komin út, en síðan verða þær
sendar út annan hvem mánuð.
Næst kemur bók um grænmeti,
þá físk og síðan um matreiðslu í
örbyigjuofnum og þannig koll af
kolli uns allar bækumar í flokkn-
um era komnar til félagsmanna".
Þú ert ekkert hræddur við að
stofna einn bókaklúbbinn enn á
þessum samdráttartímum?
„Það hafa alltaf verið erfíðir
tímar. I mínum augum er þetta
aðeins spuming um að þora. Sá
sem aidrei hættir neinu, öðlast
heldur aldrei neitt. Ég hef þá trú
að með því að bjóða vandaða vöru
á hagstæðu verði standi maður
vel að vígi í samkeppninni, en
auðvitað fór ég ekki út í þetta
fyrirtæki fyrr en að vandlega at-
huguðu máli. Við föram rólega
af stað, nýtum þá aðstöðu sem
MORGUNBLAÐIÐ/EMILÍA
Anton Öra Kæraested með fyrstu bókina sem „Krydd í tilver-
una“ gefúr út..
við höfum hér heima. Fjölskyldan
sér alfarið um allan rekstur og
dreifíngu og allt annað sem lýtur
að útgáfunni. Ég stefni ekki að
því að reka stærstu bókaútgáfu á
Islandi, ef fyrirtækið sér fjölskyld-
unni farborða og fullnægir löngun
minni til að gera þá hluti sem
mig langar til verð ég hamingju-
samasti maður á landinu. Auðvit-
að er allt of snemmt að segja til
um það hvort sá draumur rætist,
en við stefnum að því að vera
komin með 4-5000 félagsmenn
um áramótin. Ef það tekst ekki
endurskoðum við dæmið og leitum
nýrra leiða. En ég er bjartsýnn á
að varan spyijist vel út og undir-
tektir hafa verið mjög góðar, svo
ég óttast ekki framtíðina. Og fyrst