Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988
MANNASKIPTIN í KREML
Gromyko og Dobr-
ynin ýtt til hliðar
Moskvu. Reuter.
ANDREI Gromyko, forseti Sovétríkjanna, og Anatolíj Dobrynín,
fyrrum sendiherra í Washington, sem nú hafa vikið úr stjórnmála-
ráði sovéska kommúnistaflokksins, eru þeir tveir menn, sem í ára-
tugi hafa verið persónugervingar sovéskrar utanríkisstefnu. Þeir
eru ólíkir menn um margt en báðir hafa þeir hingað til kunnað að
sigia á milii skers og báru í átökunum innan flokksins og sérstak-
lega Gromyko. Hann hefur þjónað undir alla sovéska leiðtoga nema
Lenin, allt frá Stalín til Gorbatsjovs.
Gromyko var utanríkisráðherra í
28 ár, lengur en nokkur annar
maður á vorum dögum, og hann
fékk orð fyrir að vera siyngur samn-
ingamaður, sem vék þó aldrei frá
flokkslínunni eins og hún var á
hveijum tíma. Vestrænum stjómar-
erindrekum fannst hann erfiður
andstæðingur og kölluðu þeir hann
stundum „Hr. Nei“ í sinn hóp eftir
að hann hafði haft neikvæða af-
stöðu í 25 atkvæðagreiðslum i ör-
yggisráiði Sameinuðu þjóðanna. í
þann langa tíma, sem Gromyko lét
til sín taka á vettvangi heimsmál-
anna, var hann ráðgjafi allra sov-
éskra leiðtoga nema Leníns og átti
viðræður við alla Bandaríkjaforseta
frá því Stalín gerði hann að sendi-
herra í Washington í forsetatíð
Franklins D. Roosevelts.
Gromyko þótti oft heldur dranga-
legur í framkomu en hann gat þó
verið skemmtilegur og meinhæðinn
ef hann vildi það við hafa. Utanrík-
isráðherra, sem var gestur hans,
spurði hann einu sinni um nýaf-
staðnar breytingar á stjómmálaráð-
inu og þá yppti hann öxlum og
svaraði: „Þú veist nú hvemig það
gengur til hér — svona eins og í
Bermúdaþríhymingnum. Stundum
bara hverfur einhver okkar."
Gromyko fæddist árið 1909 í
þorpinu Gromyki skammt frá Minsk
og hann var 22 ára gamall þegar
hann gekk í kommúnistaflokkinn.
Hann er menntaður í hagfræði og
stjómmálafræði og var aðeins
þrítugur þegar utanríkisráðherra
Stalíns, Vyastjeslav Molotov, setti
hann yfir Bandaríkjadeild utanríkis-
ráðuneytisins. Árið 1957 rak
Khrústsjov Molotov fiá og skipaði
Gromyko í hans stað. Þótt
Khrústsjov væri steypt af stóli hafði
það engin áhrif á stöðu Gromykos,
sem var árið 1973 gerður að full-
gildum félaga í stjómmálaráðinu.
Hann átti síðan þátt í að koma
Júríj Andropov til valda og síðan
Konstantín Tsjemenko og það var
hann, sem lagði til, að Míkhafl
Gorbatsjov yrði leiðtogi Sovétríkj-
anna.
Orðheppinn en ekki allur á
yfirborðinu
Níkíta Khrústsjov skipaði Ana-
tolíj Dobrynín sendiherra í Was-
hington skömmu fyrir Kúbudeiluna
árið 1962 og því embætti gegndi
hann í rum 20 ár. Enginn sovéskur
sendiherra í Bandaríkjunum hefur
öðlast jafn mikla þekkingu á banda-
rískum málefiium og Gorbatsjov
valdi hann sem sinn nánasta ráð-
gjafa á Genfarfundinum með Ron-
Reuter
Andrej Gromyko. Opinberlega
heitir það, að hann hafi beðið
um lausn frá störfum í miðstjóm-
inni og stjómmálaráðinu vegna
aldurs.
ald Reagan Bandaríkjaforseta 1985
og hann sat Reykjavíkurfundinn
1986 og var þá í hópi helstu ráð-
gjafa Gorbatsjovs og yfirmaður al-
þjóðadeildar miðstjómar flokksins.
Dobrynín þykir orðheppinn og
skemmtilegur og meðan á Was-
hingtondvölinni stóð komst hann í
náið vinfengi við ýmsa kunna menn
í Bandaríkjunum. Sumir höfðu þó
orð á, að undir innileikanum á yfír-
borðinu byggi annar maður og er
oft til þess vitnað, að aðeins viku
áður en bandarísk herskip stöðvuðu
sovésk skip með eldflaugar á leið
til Kúbu, hafði hann fullvissað John
F. Kennedy Bandaríkjaforseta um,
að Sovétmenn myndu aldrei koma
þar fyrir kjamorkuflaugum. í ágúst
árið 1968 skýrði hann Bandaríkja-
Dobrynín var löngum hrókur alls
fagnaðar meðan hann var sendi-
herra í Washington og hafði
mikla þekkingu á bandariskum
málefnum.
stjóm svo frá, að Sovétstjómin
hefði fallist á leiðtogafund ríkjanna
en daginn eftir réðust hersveitir
Varsjárbandalagsins inn í Tékkósló-
vakíu.
Dobrynín er fæddur árið 1919
skammt frá Moskvu, sonur pípu-
lagningarmanns, einn af 13 systk-
inum. Hann er verkfræðingur að
mennt og var valinn til starfa fyrir
sovésku utanríkisþjónustuna á dög-
um síðari heimsstyijaldar.
Auk þessara tveggja manna,
Gromykos og Dobryníns, hafa þrír
aðrir verið látnir vfkja úr stjóm-
málaráðinu. Það era þeir Vladímlr
Dolgíkh, Ijotr Demísjov og Míkhafl
Solomentsev. Komust þeir allir til
áhrifa á valdatíma Leoníds Brez-
hnev og vora honum handgengnir.
Vadím Medvedev:
Nær óþekkt-
ur kominn
efst í valda-
stigann
Daily Telegraph.
SKYNDILEGUR frami Vadíms
Medvedevs inn í stjóramálaráð
sovéska knmnuiniirtaflnkltaina var
eitt af því óvænta sem gerðist á
miðstjórnarfundi flokksins í gær.
Medvedev, sem er 59 ára gamall,
fékk ekki sæti i miðstjórninni
fyrr en árið 1986. Nú er hann
orðinn aðalhugmyndafræðingur
flokksins, með áróður, menning-
armál, kennslumál og íþróttir á
sinni könnu og telst til fimm
valdamestu manna Sovétríkjanna.
Eins og um svo marga aðra sov-
éska stjómmálamenn er lítið vitað
um einkahagi Medvedevs. Framan
af starfsævi sinni kenndi hann við
háskólann í Leníngrad. Hann er
grannur, fingerður, gráhærður og
prófessorslegur með þykk og áber-
andi gleraugu. Hann er sérfræðingur
bæði f kenningum sósíalismans og
nútímavisindum.
Á áranum 1970-78 vann
Medvedev að útbreiðslumálum fyrir
miðstjómina. Síðan tók hann við
þjóðfélagsfræðistofnun miðstjómar-
innar áður en hann gerðist ráðuneyt-
isstjóri í vísinda- og menntamála-
ráðuneyti Sovétríkjanna.
Undanfarin tvö ár hefur
Medvedev séð um tengsl flokksins
við systurflokkana í öðram kommún-
istaríkjum. Hann hefur því sést við
hlið Gorbatsjovs í opinberam heim-
sóknum til nágrannaríkjanna.
Það var Medvedev sem greindi
erlendum fréttamönnum frá niður-
stöðum miðstjómarfundarins í gær.
Eins og sovéskra embættismanna
er háttur gætti hann þess að opin-
bera ekki orði meira en naktar stað-
reyndimar, en það var svo sem feiki-
nóg.
Vadím Medvedev hefur fengið
skjótan frama innan sovéska
flokkskerfisins og telst nú til
hinna fimm valdamestu með hug-
myndafræðina á sinni könnu.
Yfirmaður KGB og Jegor
Lígatsjov lækkaðir í tign
Moskvu. Reuter.
Breytingarnar sem gerðar voru á skyndifundi miðstjórnar
sovéska kommúnistaflokksins í gær fela meðal annars í sér
að tveir af æðstu valdamönnum flokksins voru iækkaðir í
tign. Jegor Lígatsjov, sem var æðsti hugmyndafræðingur
flokksins og gekk næstur Gorbatsjov fer nú með landbúnaðar-
mál og talið er Víktor Tsjebríkov yfirmaður KGB verði sett-
ur úr því embætti á fúndi Æðsta ráðs Sovétríkjanna i dag
en hann var í gær skipaður formaður laganefndar stjórn-
málaráðs flokksins.
Jegor Lígatsjov, sem var vikið
til hliðar sem hugmyndafræðingur
kommúnistaflokksins, fer með
landbúnaðarmál eftir þessar rót-
tæku breytingar Gorbatsjovs Sov-
étleiðtoga. Hann á þó áfram sæti
í stjómmálaráði og miðstjóm
kommúnistaflokksins. Hann var
Nýskipan forystunnar
Moskvu. Reuter.
HÉR fer á eftir listi yfir þá,
sem nú skipa stjórnmálaráðið
og og eru ritarar miðstjóraar
sovéska kommúnistaflokksins
eftir uppstokkunina í gær.
(Nöfii nýrra féiaga eru skále-
truð):
STJÓRNMÁLARÁÐIÐ - full-
gildir félagar
Mikhafl Gorbatsjov, 57 ára, aðal-
ritari.
Vadím Medvedev, 59 ára, hug-
myndafræðingur.
Víktor Tsjebríkov, 62 ára, form-
aður laganefndar.
Jegor Lígatsjov, 67 ára, formaður
landbúnaðamefndar.
Víktor Níkonov, 59 ára, ótilgreint
embætti.
Níkolaj Ryzhkov, 59 ára, forsætis-
ráðherra.
Vladímír Tsjerbitskíj, 70 ára,
flokksformaður í Úkraínu.
Edúard Shevardnadze, 59 ára,
utanríkisráðherra.
Níkolaj Slyúnkov, 59 ára, formað-
ur félags- og efnahagsnefndar.
Vítalíj Vorotníkov, 62 ára, forsæt-
isráðherra í rússneska ríkjasam-
bandinu.
Alexander Jakovlev, 64 ára, for-
maður alþjóðanefndar.
Lev Zajkov, 65 ára, flokksformað-
ur í Moskvu.
STJÓRNMÁLARÁÐIÐ
lagar án atkvæðisréttar
fé-
Alexandra Bírjúkova, 59 ára, fé-
lags-, kvenna- og atvinnumál.
Anatolíj Lúkjanov, 57 ára, stjóm-
sýslumál.
Júríj Masljúkov, 51 árs, formaður
áætlanaráðs.
Georgíj Razúmovskfj, 52 ára, for-
maður starfsmannaráðs flokksins.
Júíj Solovev, 63 ára, flokksform-
aður í Leníngrad.
Nikolaj Talyzín, 59 ára, félagsleg
þróunarmál.
Alexander Vlasov, 56 ára, inn-
anríkisráðherra.
Dmítríj Jazov, 64 ára, vamar-
málaráðherra.
RITARAR MIÐSTJÓRNAR
Míkhafl Gorbatsjov
Oleg Baklanov, 56 ára, vamar-
málaiðnaður
Vfktor Tsjebríkov
Jegor Lígatsjov
Vadím Medvedev
Víktor Níkonov
Georgfj Razúmovskíj
Níkolaj Slyúnkov
Alexander Jakovlev
Lev Zajkov
Reuter
Jegor Lígatsjov, áður æðsti hug-
myndafræðmgur sovéska komm-
únistaflokksins, var lækkaður í
tign á skyndifimdi miðstjórnar-
flokksins í gær og fer hann nú
með landbúnaðarmál.
næst æðsti valdamaðurinn í Kreml
og tók varfæmari afstöðu til pólit-
fskra umbóta í Sovétrílgunum en
Gorbatsjov og bauð Sovétleið-
toganum byrginn nýlega vegna
steftiu hans varðandi tengsl Sovét-
manna við Vesturlönd.
Á flokksráðsteftiunni í sumar,
þar sem Qallað var um pólitískar
breytingar lagði Lígatsjov áherslu
á að hann hefði gegnt lykilhlut-
verki f því að koma Gorbatsjov til
valda árið 1985. Hann varaði hins
vegar við því eftir ráðstefnuna að
umbótastefnan gæti gengið of