Morgunblaðið - 01.10.1988, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988
Minninff:
Ingibjörg Dagsdóttir
frá Gaulveijabæ
Fædd 2. nóvember 1911
Dáin 26. september 1988
Þegar ég sit hér hnípin eftir að
hafa fengið fregnina um að Imba
frænka mín væri ekki lengur á lífí
meðal hrannast upp minningar um
þá dæmalausu konu.
Fullu nafni hét hún Guðrún Ingi-
björg en meðal ættingja og vina var
hún alltaf kölluð Imba.
Ung að aldri fékk hún lömunar-
veiki sem olli henni ævilangri fötlun
en samt var hún sterk og dugleg á
hvetju sem gekk. Það var engin
hálfvelgja þar sem Imba var annars
vegar. Hún var röggsöm, glaðleg
og einstakur. húmoristi. Pósti og
síma á Selfossi helgaði hún megin-
hluta starfsævi sinnar en síðustu
árin rak hún Verslunina Ingólf á
Selfossi í félagi við Dag bróður sinn.
Imba var ekki skólagengin nema
úr farskóla heima í Gaulveijabæjar-
hreppi auk nokkurra tíma sem hún
fékk í dönsku og seinna í ensku en
hún lærði að leika á orgel. Þessi
litla undirstaða nýttist henni svo
vel að hún var í raun vel menntuð,
fróð og víðsýn.
Aðaláhugamál Imbu voru lestur
góðra bóka, tónlist og skriftir. Hún
hafði einstaklega fallega rithönd,
skrifaði dagbók árum saman auk
þess að semja sögur, ljóð og leikrit
sem hún átti í fórum sínum en hafa
aldrei komist í annarra hendur.
Það leið ekki sá dagur að hún
settist ekki við píanóið, ég tala nú
ekki um ef gesti bar að garði, þá
tilheyrði að Imba spilaði og gjaman
var þá sungið með. Það var mikið
spilað og sungið heima í Gaul-
veijabæ í gamla daga og því var
Imbu saknað þegar hún flutti til
Selfoss en hún kom ævinlega heim
þegar hún átti frí. Jólin voru ekki
komin fyrr en Imba var komin.
Henni fylgdi ferskur andi og svo
kom hún með alla jólapakkana frá
fjarstöddum vinum og ættingjum.
En eftirminnilegust var þó jóla-
stemmningin í Bæ þegar Imba spil-
aði á orgelið og allir sungu jólasálm-
ana.
Mér er minnisstætt atvik frá
aromatic
löngu liðnum jólum. Þá var einstök
veðurblíða, frost og stillur og okkur
datt í hug að ganga út í kirkju með
kertaljós og láta reyna á það hvort
ljósið lifði úti. Við gengum hægt
og stillt þennan spöl út að kirkj-
unni og viti menn. Ljósið lifði. Við
fórum því öll inn í kirkjuna og Imba
lék jólasálma fyrir viðstadda við
sama kertaljósið.
Eg á Imbu margt að þakka og
líklega gerði ég mér ekki ljóst fyrr
en ég fór tvítug í húsmæðraskóla
austur á landi hversu mikils virði
hún var mér. Enginn skrifaði mér
skemmtilegri bréf en hún og ævin-
lega enduðu þau á sama veg: „Ef
þig vantar eitthvað, láttu mig þá
vita.“
Allir sem þekktu Imbu náið dáð-
ust að glaðværð hennar og skilningi
á ýmsum vandamálum lífsins. Hún
var trölltrygg og gott var að hvísla
að henni leyndarmáli. En Imba gat
verið snögg upp á lagið og hvass-
yrt ef henni sámaði en hún var fljót
til sátta og lét ekki stundarbræði
varpa skugga á góða vináttu. í
fyrrasumar rétti Imba mér lítinn
blaðsnepil og spurði mig hlæjandi
hvort mér þætti þetta ekki nokkuð
gott hjá sér. Á blaðinu var vísa.
Mér varð svolítið um og ó við að
lesa vísuna en gat þó ekki annað
en brosað Imbu til samlætis. Vísan
flytur sannleika sem nú er orðinn
að veruleika og hljóðar svo:
Hafi ég sitthvað sagt og gert
samt er það allt einskis vert
Hverf ég senn og sést ei meir.
Mér er sama, sérhver deyr.
Bíður mín þá blettur lands,
lítill skækill skaparans
í kirkjugarði.
Ég kveð Imbu uppeldis; og föður-
systur mína með trega. Ég og fjöl-
skylda mín eigum henni mikið að
þakka.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Briem).
Hulda Brynjúlfsdóttir
! í gær var til moldar borin frá
Gaulveijabæjarkirkju Ingibjörg
Dagsdóttir fyrrv. yfirpóstaf-
greiðslumaður á Selfossi. Minning-
arathöfn fór fram í Selfosskirkju.
Imba, eins og við kölluðum hana
alltaf, starfaði hjá Pósti og síma á
Selfossi um 40 ára skeið. Þar hóf
hún störf á símstöðinni árið 1936
— þá 25 ára gömul — og lét af
störfum í árslok 1976.
Þegar Imba byijaði að vinna hjá
símanum var Selfoss aðeins fáein
hús í þyrpingu við brúna. í lok
starfstíma hennar var hér risinn
kaupstaður í gróskumiklum vexti.
Það gefur því augaleið, að mikið
mæddi á tiltölulega fámennu starfs-
liði hjá Pósti og síma við álíkar
aðstæður og hér varð — við þjóð-
braut í fjölmennu héraði.
Imba varð þar strax í upphafi
ómissandi hlekkur. Enda var hún
þeirrar gerðar, að hún óx af hveiju
því verki, sem hún tók að sér.
Hún var stálminnug og góðum
gáfum gædd og þó að hún nyti
ekki langrar skólagöngu var hún
óvenju víðlesin og vel að sér.
Samstarfsfólk hennar naut þess
t.d. á stríðsárunum, að þá var hún
ein í hópi þeirra, sem hafði ensku
vel á valdi sínu.
Imba hafði óvenjufagra rithönd
og var með afbrigðum vandvirk í
öllum sínum störfum.
Það var því ekki að furða þó að
á hana hlæðust margháttuð störf
umfram aðra og oft með stuttum
fyrirvara.
Þannig var hún t.d. settur stöðv-
arstjóri um rúmlega árs skeið
1950-1951.
En lengst starfaði hún sem yfír-
póstafgreiðslumaður þar sem vand-
virkni hennar og einurð í störfum
naut sín vel.
Imba var mkjög góður félagi á
vinnustað — ætíð boðin og búin til
að veita hjálparhönd þeim sem með
þurfti. Og þegar saman fór hve vel
hún var að sér og fús til aðstoðar
— þá fannst okkur hinum ekkert
eðlilegra en leita til Imbu með hin
ólíkustu erindi. Þetta hélst jafnvel
árum saman eftir að hún hætti
störfum — og segir í raun meira
um þessa konu en mörg orð.
Imba var afgerandi og heil í af-
stöðu sinni, hvar sem hún lét til sín
taka.
Það sópaði að henni í allri frairi-
komu — var skýrmælt og talaði
einkar fagurt og vandað mál —
enda var hún fagurkeri á bók-
menntir.
Imba naut þeirrar gæfu að alast
upp á rausnarheimili foreldra sinna
— þeirra Dags Brynjólfssonar og
Þórlaugar Bjamadóttur í Gaul-
veijabæ.
Éftir að þau fluttu hingað á Sel-
foss hélt hún þeim heimili ásamt
Degi bróður sínum og síðan honum
að þeim látnum.
Mikil samheldni einkenndi fjöl-
skylduna alla tíð og í því átti Imba
ekki minnstan þátt.
Við sem nutum samvista við
Imbu um áratuga skeið þökkum nú
að leiðarlokum allt það sem hún
veitti okkur af rausn sinni og hjarta-
hlýju.
Við sendum Degi bróður hennar
og Bjama og öðmm ástvinum
dýpstu samúðarkveðjur og biðjum
Guð að blessa minningu Ingibjargar
Dagsdóttur.
Samstarfsfólk á Pósti
og síma, Selfossi.
Birtíng a fmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
r
X-JA
v.
Safnaðarstjóm Fríkirkjunnar
skorar á safnaðarfólk að greiða atkvæði
í allsherjaratkvæðagreiðslunni
1. og 2. október nk. í Álftamýrarskdfla
og krossa við JÁ. Bílasími 27270
X-JA
r ji
PageMaker og IBM
Skrifborðsútgáfa er núna hagkvæmasti
kosturinn til kynningar- og útgáfustarf-
semi. Allt sem til þarf er PageMaker umbrotsfor-
ritið, Windows, JBM Personal Pageprinter og
IBM AT, IBM XT286 eða IBM PS/2. Með IBM verður setning á bókum,
fréttablöðum, kynningarritum, dagblöðum og auglýsingum leikur einn.
IBM skilur þig ekki eftir. Allar skrár, sem
þú átt og voru unnar með gömlu ritvinnsl-
unniv er hægt að lesa beint inn og setja upp
á glæsilegan hátt með PageMaker. Og
prentun á IBM Personal Pageprinter
geislaprentarann fullkomnar verkið.
mognus
Bolholti 6, s. 689420 ^=^==áT==
Þessi auglýsing er búin tíl með
L