Morgunblaðið - 01.10.1988, Page 40

Morgunblaðið - 01.10.1988, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988 Þorvaldur Guðmunds- son ogÁsta Jóhanns- dóttir - Hjónaminning Þorvaldur Fæddur 14. desember 1906 Dáinn 21. september 1988 Ásta Fædd 21. nóvember 1908 Dáin 15. júlí 1987 Afi minn er fallinn frá, 81 árs að aldri. Hann fæddist í Sigluvík í j. Vestur-Landeyjum, 14. desember 1906, fjórði í röðinni af 13 systkin- um. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Erlendsdóttir frá Bala í Háfssókn í Þykkvabæ og Guðmund- ur Hildibrandsson frá Vesturholtum í sömu sveit, og bjuggu þau í Sigluvík. Fátækt og erfíðleikar urðu til þess að Sigluvíkurhjónin þurftu að láta afa minn frá sér, aðeins sex vikna gamlan. Ólst hann upp hjá föðurbróður sínum, Einari Hildi- brandssyni, og konu hans, Jólínu Jónsdóttur í Beijanesi í Vestur- Landeyjum. Systkinin frá Siglufírði eru þessi: Stefanía fædd 8. mars 1903, Anna fædd 30. apríl 1904, Sigríður fædd 14. júlí 1905, Þor- valdur fæddur 14. desember 1906, Guðbjörgfædd 18. júlí 1908, Sigur- veig fædd 10. september 1909, Pálína fædd 10. mars 1911, Geir fæddur 4. september 1912, Helgi fæddur 28. október 1913, Ágústa Marta fædd 7. ágúst 1915, Anna Elín fædd 26. ágúst 1916, Sigur- björg fædd 1. september 1918 og Einar fæddur 7. júní 1921. Þau eru nú öll látin nema þijú, þau eru /Helgi búsettur á Akranesi, Anna Elín búsett í Reykjavík og Sigur- björg búsett á Seltjamamesi. 21 árs að aldri fór afí minn frá Beijanesi ásamt Jólínu fóstru sinni að Stíflu í Vestur-Landeyjum. Þar bjó þá dóttir Jólínar, Hólmfríður Einarsdóttir, og hennar maður. Ingvar Sigurðsson. í Stíflu var afí í 4 ár í vinnumennsku og flutti síðan með Stífluhjónunum að Uxahrygg á Rangárvöllum. Þar kynntist hann ömmu minni, Ástu Kristínu Jó- hannsdóttur, en hún var þá kaupa- kona á Dufþekju á Rangárvölium. Hófu þau búskap á Uxahrygg árið 1933 ásamt þeim Hólmfríði og Ingvari. Amma var ættuð frá Efrí- Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum, fædd 21. nóvember 1908 og lést hún fyrir rúmu ári, þann 15. júlí 1987. Frá Uxahrygg fóru afí og amma að Bryggjum í Austur- Landeyjum og síðan að Kirkjulands- hjáleigu, en þar bjuggu þau í 13 ár á ríkisjörð. Árið 1949 fluttu þau svo að Oddakoti, keyptu þá jörð og bjuggu þar æ síðan. Afí og amma gengu í hjónaband 29. mars 1947, á þeim merkisdegi þegar Hekla gaus. Þeim varð þriggja barna auð- ið og eru þau: Jóhanna María fædd 6. júní 1934, húsmóðir á Selfossi, gift Sigga Gíslasyni, Ágústa Kristín fædd 5. ágúst 1935, húsmóðir í Reykjavík, gift Sigurði Þórðarsyni, og Guðni Þráinn fæddur 11. mars 1945, bóndi í Oddakoti, kvæntur Kristínu Sigurðardóttur. Bama- bömin eru 13 að tölu og bama- bamabömin orðin 10. Ég átti því láni að fagna að vera í sveit hjá afa og ömmu og er ég þakklát fyrir að hafa fengið að vera samvistum við þau og að fá að kynnast daglegum störfum til sveita. Afi var félagslyndur maður og hafði gaman af að hitta fólk. Oft brá hann undir sig betri fætin- um og fór að hitta vini og kunn- ingja á sunnudögum, þegar næði gafst frá störfum. Einnig fóm þau amma oft til kirkju þegar messað var á Krossi. Afí var duglegur til vinnu og ósérhlífínn. Var það al- kunna að hann sást iðulega hlaup- andi er hann þurfti að fara á milli staða. Einn góðan reiðhest átti afí, hann hét Skúmur og var þessi vísa gerð um þá félaga, af Einari Einars- syni frænda afa: Taumum undir teygjandi, traustum stöngum beygjandi, skjálfa grundir skeiðandi, Skúmur undir Þorvaldi. Sauðburðurinn er mér ofarlega í huga, þá var sólarhringurinn langur hjá afa, farið á fætur um miðjar nætur til þess að gá til kinda, og ekki komið heim fyrr en undir morgun. Stundum kom hann með veiðibjölluegg í húfunni sinni og rétti ömmu hana. Ég man hvað mér fannst það alltaf spennandi þegar afí rétti ömmu húftina, það kom eitthvað svo sérstakur svipur á þau bæði. Morgun einn þegar ég kom á fætur kúrði lítið lamb á hita- poka inni í eldhúshomi. -Amma var að láta volga mjólk á flösku til að gefa því og ég spurði í einfeldni minni hvort afi hefði komið með lambið í húfunni sinni. Þær eru margar minningamar sem leynast í hugskoti manns og spretta fram ljóslifandi við þessi þáttaskil. Læt ég þó fátt eitt upptalið hér. Sauð- burðurinn með heimsins fallegustu lömb, heyskapurinn og kappið sem fylgdi því að ná þurru heyi inn í hlöðu, mjaltimar sem mér þóttu skemmtilegar, smalamennska, girð- ingarvinna, kartöfiuupptaka og svo ótal margt fleira. Minnisstæð em mér róleg sumarkvöld þegar við afí sátum saman í eldhúsinu og hlust- uðum á „Dalalíf" í útvarpinu og hann reif sundur harðfískshaus sem við gæddum okkur á. Allir þessir harðfískbitar vora mjög svo ólíkir hver öðram í laginu og áttu hver um sig sitt sjálfstæða nafn eins og kerlingarsvunta, kúabjalla, steðji o.s.frv. Já, það fer hver að verða síðastur að kunna svona verklag og það hvarflar að manni hversu mikill fróðleikur og reynsla fer for- görðum með hverri kynslóð sem hverfur í tímans rás. Afí var sæmilegur til heilsunnar síðustu árin en var hættur útivinnu enda aldurhniginn. í Oddakoti vildi hann helst vera og með hjálp sonar síns og tengdadóttur var honum gert það kleift. Vil ég hér færa Þráni og Kristínu þakkir fyrir alla umhyggjuna. Hann dvaldi oft um skemmri tíma hjá dóttur sinni á Selfossi og ófá skiptin hjá vinum sínum á Strönd í Vestur-Landeyj- um. Ævikvöldið fannst afa mínum langt og það tók mjög á hans við- kvæmu lund þegar amma var orðin veik og farin á sjúkrahús. En eitt sinn skal hver deyja og ég veit að nú er afí glaður, hvíldin var honum kærkomin. Við sem eftir stöndum söknum hans sárt. Ég votta bömum hans og öðram aðstandendum dýpstu samúð. Heimilisfólkinu á Strönd vil ég þakka sérstaklega fyrir einstaka vináttu og velvild í garð afa míns. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (V.Br.) Ásta Kristín Siggadóttir. Þegar litið er til baka og minnst nábýlis við Þorvald og Ástu, sem hvergi bar skugga á í nær fjöratíu ár, það er jú alllangur tími af heilli mannsævi, fyllumst við þakklæti og hlýhug. Oft voram við sendar að Odda- koti einhverra erinda; fá lánað eða skila einhverju. í dyranum stóð Ásta kona Þorvaldar með bros á vör, hlý orð og strok á vangann. Þegar farið var, kandísmoli, kex- kaka, rúsínur eða eitthvað annað gott í munninn sem er okkur meira virði í dag í sjóði minninganna en heilt kíló af bijóstsykri. Þorvaldur var einnig alltaf hlýr, aldrei styggðaryrði. Hann glettist við okkur systumar og hló við. Aldr- ei fóram við bónleiðar frá Oddakoti ef þess var nokkur kostur, svo hyggjum við að hafí verið á báða vegu. Eins og áður sagði liggja jarðim- ar saman og enn nær þá en nú, því landamerkin vora við bæjarlæk- inn heima. Aldrei var neitt eigin- hagsmunapot hjá þeim hjónum. Ekki var nöldrað yfír því þótt hest- ar, kýr eða kindur gengju á milli. Ef eitthvað var að skepnunum var jafn sjálfsagt að hjálpa þeim hvort sem þær vora í eigu Þorvaldar eða nágrannabóndans. Þá var komið ríðandi eða bara á harðaspretti á tveim jafnfljótum og látið vita. Við hyggjum að Þorvaldur hafí haft betra og meira eftirlit með skepnum sínum en margur annar, og lýsir það umhyggju hans. Leiksvæði okkar systra var gjaman „fyrir vestan læk“ í landi Þorvaldar. Afí okkar var spaugsam- ur maður og gat verið ertinn. Eitt sinn benti hann okkur á að við hefð- um byggt búið okkar í landi Þor- valdar og væri eignarrétturinn hansJ Að okkur læddist ótti, við ræddum þennan vanda sem við voram komnar í. Næst þegar Þor- valdur kom voram við mjög áhyggjufullar, áræddum þó að spyija hann, hvort hann væri kom- inn til að taka búið okkar. Þorvald- ur brosti við og hefur örugglega getið sér til um, hvemig í pottinn var búið. Hans svar var að hann væri stoltur yfír að hafa svona fal- legt bú á sinni landareign, svo kom strok á vangann frá Þorvaldi og allur ótti var á bak og burt. Já- kvæði Þorvaldar, það að gera gott úr hlutunum var eitt af aðalsmerkj- um hans. Þau hjónin vora heimakær, vinnusöm og nægjusöm. Sjálfsagt hafa auraráð oft verið lítil, sem títt var á þeim áram. En með sam- heldni tókst þeim að gera Oddakot að góðri bújörð án skuldahala. Nýtni og hreinlæti úti sem inni vora einkunnarorð þeirra hjóna. Það er okkur sérstaklega minnis- stætt eitt sinn er við komum að Oddakoti að Ásta var við sláturgerð og þá setti hún í sláturkeppina með sleif svo ekkert fór utan á þá eða á hendur hennar. Þetta höfum við reynt en aldrei tekist og hvergi annars staðar séð. Oft vora bomar fram flatkökur eða pönnukökur sem ævinlega voru f þráðbeinum stöfl- um. Það var augljóst að verkin vora unnin með virðingu. Sjóður minn- inganna er stór og fátt eitt talið til. Böm þeirra hjóna era þijú, Jó- hanna, Kristín og Þráinn, en hann býr nú í Oddakoti. Eftir að hann hóf búskap uppúr 1970 var gerð íbúð fyrir Þorvald og Ástu á efri hæð hússins. Ásta var þá orðin heilsulítil en gat þó hugsað um þau hjónin fyrstu árin af sömu alúð- inni. Eitt sinn kom bróðir okkar í heimsókn til þeirra og hafði orð á því hvort þau væra búin að fá sér nýja eldavél, þá brostu þau hjón og sögðu eldavélina vera komna til ára sinna. Heilsa Ástu fór smátt og smátt versnandi og annaðist Þor- valdur konu sína heima um hríð og naut hann aðstoðar sonar síns og tengdadóttur. Seinustu árin dvaldi Ásta á Sjúkrahúsi Suðurlands og lést þar fyrir rúmu ári. Alltaf hélt hún andlegum styrk, var stálminn- ug, glöð og jákvæð, þrátt fyrir al- gjört líkamlegt heilsuleysi. Era ótaldar ferðir Þorvaldar að sjúkra- beði konu sinnar. Við þökkum þeim hjónum sam- verana. Þau vora einstæð í óendan- legum grúa jarðarbúa og ófu sinn þráð í voð sögunnar af lítillæti. Blessuð sé minning þeirra. Erla og Eygló t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi, HAUKUR GUNNLAUGSSON, Laufvangi 11, Hafnarfirðl, lést ( Landspítalanum 27. september. Ragnheiður Bjarnadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EILÍNAR GEIRU ÓLADÓTTUR. Valborg Sveinsdöttlr, Eiður Bergmann, Snmundur Örn Sveinsson, Vfgdögg Björgvlnsdóttir, Óli Haukur Svelnason, Margrót Stefánsdóttlr, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA SIGFÚSDÓTTIR, andaðist í Borgarspítalanum 19. september. Útförin hefur farið fram f kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hanna Aöalsteinsdóttir, Valur Fannar, Halldór, Þór, Heimir, Valurog Hanna Mjöll. t Útför eiginkonu minnar, SIGRÍDAR EBENEZARDÓTTUR, ferfram fró Akraneskirkju mónudaginn 3. október kl. 11.15. Þeim, sem vilja minnast hinnar lótnu, er bent ð líknarstofnanir. Fyrir hönd fjölskyidunnar, Magnús Ásmundsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar og bróður, BENEDIKTS REYNIS ÁSGEIRSSONAR, Engjavegi 63, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við UMF, Selfossi. Guö blessi ykkur öll. Ásta Laufey Hróbjartsdóttir, Ásgeir Hafliðason, Berglind Björk Ásgeirsdóttir, Guðfinna Ásgeirsdóttir, Hjördfs Ásgelrsdóttir, Kristlnn Þór Ásgeirsson, Hafsteinn Viðar Ásgeirsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og út- för sonar okkar, dóttursonar, bróður og mágs, ÓMARS ARNAR ÓLAFSSONAR, Alfheimum 13. Sérstakar þakkir færum við læknum og ööru starfsliði Borgarspít- alans fyrir fróbæra umönnun. Guðrún Sigurmundsdóttir, Ágústa Magnúsdóttir, Slgurmundur Arinbjarnarson, Árdfs Ólafsdóttir, Agústa Ólafsdóttir. Ólafur Öm Árnason, Hugborg Sigurðardóttir, Bragi Guðbrandsson, t Maöurinn minn og faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÓSKAR SIGURÐSSON bóndl, Hábœ, Þykkvabm, verður jarðsunginn fró Hábæjarkirkju í dag, laugardag, 1. októ- ber, kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hins lótna er bent ó minningarsjóö Ólafs Björnssonar, Hellu eða Hábæjarkirkju. Ágústa Árnadóttir, Halldóra Óskarsdóttir, Tómas Guðmundsson, Sigurlfn Óskarsdóttir, Jóna Birta Óskarsdóttir, Gfsll Jónsson, Ragnhildur Óskarsdóttir, Svavar Guðbrandsson, Elsa Tómasdóttir, Valdimar Jónsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.