Morgunblaðið - 01.10.1988, Side 42

Morgunblaðið - 01.10.1988, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988 fclk í fréttum MICHAEL JACKSON Þarf að fara í andlitslyftingu Michael Jackson þarf nú á næstu vikum að gangast undir uppskurð á andliti. Sannfrétt er að hann hafí áður farið nokkrum sinnum, til þess að breyta nefí, kinnbeinum og höku, en nú halda þær breytingar sér ekki lengur og er andlit hans allt úr skorðum geng- ið. Nef hans er ekki lengur fullkom- ið, segja myndir, heldur bara skringilegt. „Þetta er mjög algengt" segir fegrunarskurðlæknirinn Dr. Dieter Schiwietz, sem er mikils virtur lýta- læknir. „Engin gervifegrun heldur sér endalaust. Það hefur svo mikið verið lagt á andlit Michaels og kem- ur hann til með að þurfa fegrunar- meðhöndlun á hveiju ári allt sitt líf. Geri hann það ekki mun hann líta út eins og gamall karl eftir tvö ár.“ Stórstjaman Michael hefur þegar eytt um 7 milljónum ísl. króna í þessar fegrunaraðgerðir og þarf greinilega að eyða enn dágóðri upp- Upp á síðkastið hefur Michael Jackson mætt á hljómleika með trefil um andlitið. hæð ár hvert í endurbætur, enda hefur hann engan áhuga á að eld- Á sviðinu er hann sminkaður, en engu að síður má hann muna fifil sinn fegurri. ast um aldur fram. Þetta kallar maður nú að lenda f vítahring. Nemendur Grunnskólans í Broddanesi. í neðstu röð frá vinstri eru Sólveig, Stefanía, Alfa Rut, Birkir Þór og Erling. í næstu röð eru Sunna, Ardís, Sigríður, Ingunn, Arnar, Ingimar, Steinar, Fannar, Júlíus og Haildór. Efst eru þeir Einar Hlér, Magnús og Jón. í byrjun skólaárs Grannskóli Broddaness, Fells- hreppi í Strandasýslu, var settur þann 8. september sl. Þá komu í skólann 18 böm, sem eru í tveimur bekkjadeildum. Við skól- ann kenna tveir. kennarar, Óla Frið- mey Kjartansdóttir á Þórastöðum og Guðfinna Magnúsdóttir í Árdal, sem er stundakennari í smíðum. Að auki kennir skólastjórinn, Anna S. Bjömsdóttir, sem smellti þessari mynd af nemendunum, þar sem þeir sitja í klettum við skólann. BRETLAND Díana eyðir 280.000 íslenskum krónum vikulega í föt Aþeim sjö áram sem Díana hef- ur verið gift Karli prins hefur hún komið sér upp klæðahirslum að verðmæti 100 milljónir fsl. króna. Díana Spencer sem eitt sinn vann á bamaheimili og gekk f einföidum fötum, er nú án vafa sú best klædda í bresku konungsfjölskyldunni. Sagt er að hún umtumist þegar hún kemur inn í fataverslanir, verði bókstaflega allt fallegt að eignast. Hún á rúmlega 3000 klæðnaði, 600 pör af skóm, 400 hatta, og veski, belti og slæður í hundraðatali. Um þessar mundir eyðir hún sem nemur 280.000 ísl. krónum í ný föt viku- lega, mestmegnis föt í bláum lit, sem er hennar uppáhaldslitur. Þó að hún fái í flestum tilfellum 50% afslátt af fötum borgar hún um 30.000 ísi. krónur fyrir dragt eða hversdagsföt, og 175.000 kr. fyrir samkvæmiskjól. Kunnugir segja að bara samkvæmiskjólamir séu um 25 milljóna virði. Vinkona hennar ónefnd segir að ef Díana fínni skó sem henni líkar kaupi hún þá í öllum litum sem til era í versluninni. Klæðnaður hennar er allur úr silki, bómull eða hreinni ull, hún þoli ekki gerviefni. Silki- nærföt hennar kosta frá kr. 7000- 10.000 per/pjötlu. Hver einasta flík er geymd í tveimur fataherbergjum í Kensington höll, og er skrá yfír flíkumar tölvustýrð. Hver flík hefur númer og era litir og ástand hverr- ar flíkur skráð, hvenær flíkin var síðust notuð og við hvaða tækifæri. Tvær þemur sjá um fatnað Díönu, og athuga þær ástand klæð- anna eftir hveija notkun, tölur, saumar, vasar, blettir, allt er grand- skoðað áður en það er hengt inn í skápa á ný. Hver flík er pressuð eftir eina notkun og send í hreinsun eftir að prinsessan hefur borið hana í tvö skipti. Er haft eftir vinkonu Díönu að fatakaup séu orðin ólækn- andi ástríða hjá prinsessunni, sem sjálf klípi sig stundum í handlegg- inn tii þess að fullvissa sig um að klæðahirslumar séu ekki bara draumur! ^ Já, nú getur þú gert ►4 hagstæð haustinnkaup! í ár bjóðum við upp á tvær gerðir af KJARABÓTAR-pökkum: A-gerðina sem inniheldur, file roastbeef, gullas, snitsel í raspi, hakk og hamborgara. Þyngd og hlutföll samsvara því að keyptur sé ca 1/7 hluti af skrokk. Þessi pakki kostar aðeins 9.500,00 B-gerðin inniheldur blöndu af DÚDDA-vörunum okkar, sem flestir þekkja úr frystiborðum versiana, þennan pakka bjóðum við á aðeins 5.500,00 kr. /^Kemur í verslanir* t um allt land } Ss, í vikunni ^ Það er gott að geta sparað 602 Akureyri P.O.Box 224 Sími 96-22080

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.