Morgunblaðið - 20.10.1988, Síða 1
80 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
240. tbl. 76. árgf. FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 Prentsmiðja Morgtmblaðsins
Svíþjóð:
Yfírmaður lögregl-
unnar segir af sér
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara
NIELS Erik Ahmansson, yfír-
maður sœnsku lögreglunnar,
sagði af sér embætti i gær í
Frakkland:
Verkföll ná
hámarki
Parfs. Frá Margrtti Ellsabetu Óla&dótt-
ur, fréttaritara Morgunblaðsins.
VERKFÖLL opinberra starfs-
manna í þjónustugreinum sem
staðið hafa yfir í París undan-
farna daga, ná að öllum líkindum
hámarki i dag. Ferðir almenn-
ingsfarartækja, sem verið hafa
strjálar síðustu tvo daga, verða
með minnsta móti. Lítill eða eng-
inn póstur verður borinn út og
dregið úr raftnagni i mörgum
hverfum borgarinnar. Kennarar
á öllum skólastigum leggja marg-
ir niður vinnu og þjúkrunarfólk
og aðrir starfsmenn sjúkrahúsa
halda áfram i verkfalli.
Michel Rocard, forsætisráðherra,
lýsti þvf yfír á þriðjudaginn að
stjóm hans hygðist ekki gera neitt
til að koma í veg fyrir verkfallsað-
gerðir í dag. Hann vill heldur bíða
og sjá hvað gerist þar sem hann
telur litlar líkur á að menn séu til-
búnir í langt verkfall. Ekki síst
þegar litið er til verkfalls hjúkrunar-
fólks sem staðið hefur yfír í rúmar
tvær vikur og lítinn árangur borið.
Þar er nú farið að gæta þreytu og
eins víst að það fjari út á næstu
dögum ef ekkert þokast áfram í átt
til samkomulags.
í kröfugöngum á þriðjudag töldu
forystumenn verkfallsmanna
100.000 þátttakendur, en lögreglan
ekki nema 15.000 að því er skýrt
var frá í frönskum blöðum í gær-
morgun. Hvort fleiri en starfsmenn
sjúkrahúsanna eru tilbúnir í lang-
vinnar aðgerðir ætti að koma í ljós
á næstu dögum.
Morgunblaðsins.
kjölfar gagnrýni Hans Stark,
ríkissaksóknara, á stjóm hans
á rannsókn morðsins á Olof
Palme, fyrrum forsætisráð-
herra.
Ahmansson sagði blaðamönn-
um að hann ætti ekki annarra
kosta völ én segja af sér í kjölfar
gagnrýni Starks þar sem hann
nyti ekki lengur óskoraðs trausts
ríkisstjómarinnar.
í gagnrýni sinni sagði Stark að
Ahmansson hefði gert ýms glappa-
skot við stjóm rannsóknarinnar á
morðinu á Olof Palme og að draga
yrði í efa að hann væri starfí sínu
vaxinn. Sagðist Stark hafa komið
þeirri skoðun sinni á framfæri við
sænsku stjómina.
Ahmansson er nú kominn í hóp
margra háttsettra embættis-
manna, sem látnir hafa verið taka
pokann sinn vegna rannsóknarinn-
ar á morðinu á Olof Palme, sem
myrtur var í Stokkhólmi 28. febrú-
ar 1986. Hans Holmer, lögreglu-
stjóri Stokkhólmsborgar, var lát-
inn fjúka í janúar í fyrra og Anna-
Greta Leijon, dómsmálaráðherra,
neyddist til að segja af sér í júní
í sumar fyrir að leggja blessun
sína yfír leynilega rannsókn einka-
aðila á morðinu.
Eldflaugapallar eyðilagðir
Reuter
Starfsmenn Bandaríkjahers eyðilögðu i gær niu af 144 skotpöllum sem framleiddir höfðu verið
fyrir Pershing-2 kjamorkuflaugar, sem staðsettar eru i Vestur-Þýzkalandi. Var það gert í sam-
ræmi við ákvæði samkomulags risaveldanna um eyðingu meðaldrægra kjamorkuflauga. Tiu sovézk-
ir embættismenn fylgdust með er skotpallamir, sem voru á tengivögnum sem hengja má aftan i
vörubíla, voru Iogskomir i bandarisku herstöðinni við Hausen. Leifar pallanna verða seldar í brota-
jám. Fyrstu Persing-2 flaugunum var grandað i Bandaríkj unum i siðasta mánuði en i fyrradag
var fyrstu stýriflaugunum af alls 443 grandað i Arizona-eyðimörkinni.
Hreinsanir í Kommúnistaflokki Júgóslavíu:
Þriðjungur miðstjómar-
mamia verður settur af
Belgrað. Reuter.
FIMM menn vora leystir frá
störftim í stjórnmálaráði júgó-
slavneska knmwiúniataflnkksins i
Jón Baldvin á fiindi með Shultz
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, og George Shultz, ut-
anrfkisráðherra Bandaríkjanna, heilsast við upphaf fundar þeirra í
höfuðborg Bandaríkjanna i gær. Eftir fundinn sagði Shultz að fundur
þeirra hefði verið jákvæður og vinsamlegur. Þeir hefðu rætt mörg
sameiginleg áhugamál þjóðanna en hann vildi ekki tjá sig um þau
efnislega. Eftir fundinn með Shultz hélt Jón Baldvin til Norfolk í Virg-
iníuríki og ræddi þar við yfírmenn Atlantshafsherstjómar NATO, sem
þar hefur höfuðbækistöðvar. Sjá fréttir í miðopnu.
gær og miðstjórn flokksins sam-
þykkti tillögu stjómmálaráðsins
um að þriðjungur stjóraarmanna
verði sviptur sætum sfnum. Ráðið
vildi að sú hreinsun færi fram á
næstu sex vikum, en miðstjórnin
tók ekki afstöðu til þess atriðis.
Hreinsanimar vom tilkynntar á
lokadegi þriggja daga fundar mið-
stjómar júgóslavneska kommúni-
staflokksins. Efnt var til fundarins
til þess að fínna leiðir til að binda
enda á upplausn í Kosovo þar sem
komið hefíir til átaka milli Serba
og manna af albönsku þjóðemi.
Engin niðurstaða fékkst í þeim efn-
um. Herskáir Serbar hafa reynt að
ná aftur yfírtökum í Kosovo, héraði
í suðurhluta Júgóslavíu, sem hlaut
sjálfsforræði að ákveðnu marki árið
1974.
Dusan Ckrebic, fulltrúa Serbíu,
var vísað úr stjómmál aráði nu, á
miðstjómarfundinum. Ennfremur
féllst stjómin á afsögn Boskos
Krunics og Milankos Renorca, fyrr-
um flokksleiðtoga, og Koljs Siroka,
frá Kosovo, og Francs Setincs, frá
Slóveníu. Brottvikning Ckrebics
þykir endurspegla þá afstöðu mið-
stjómarmanna að Serbar hafí reynt
að nýta sér upplausnarástand af
völdum slæms efnahags til þess að
ná yfírráðum í Kosovo og jafnvel
víðar.
Brottvikning Ckrebics féll í grýtt-
an jarðveg hjá Slobodan Milosevic,
leiðtoga serbneska kommúnista-
flokksins, en hann hefur verið í
forystuhlutverki fyrir baráttu Serba
í Kosovo. Milosevic mótmælti
ákvörðuninni og að lokinni ræðu
hans á miðstjómarfundinum sagðist
Ckrebic ekki myndu virða ákvörð-
unina um sinn.
Stipe Suvar, flokksleiðtogi, mælti
fyrir tillögunni um að þriðjungi
þeirra 165 fulltrúa, sem sæti ættu
í miðstjóminni, yrði vikið frá til
þess að auka tiltrú manna á flokkn-
um og á því að finna mætti leiðir
út úr gífíirlegum efnahagsvanda.
Mannabreytingar af þessu tagi hafa
ekki átt sér stað í flokknum eftir
stríð. Suvar neitaði að um hreinsun
væri að ræða. Á þriðjudag lýsti
hann því yfír að sá möguleiki væri
ekki útilokaður að grípa þyrfti til
neyðarlaga til þess að koma í veg
fyrir algjöra upplausn.
Hirohito Japanskeis-
ari kastar upp blóði
Tólcýó. Reuter.
HEILSU Hirohitos Japanskeisara hrakaði í gær; kastaði hann
upp blóði og var haldinn óstöðvandi hóstakasti Iengst af. Af þeim
sökum gat hann vart mælt orð allan daginn, að sögn dóttur hans,
Atsuko Ikeda.
Hirohito hefur ekki selt upp
blóði frá því hann veiktist 19.
september síðastliðinn. Hann hef-
ur hins vegar þjáðst af innvortis
blæðingum og sagði talsmaður
hirðarinnar að þær færðust stöð-
ugt í aukana.
Var keisaranum tvisvar gefið
blóð í gær, tæpur hálfur lítri í
hvort sinn. Á röskum mánuði hef-
ur hann fengið rúmlega 10 lítra
blóðgjöf. í veikindum hefur hann
haft fulla meðvitund.