Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988
BYGGÐAVERK hf. henir kranst þess að kaupsamningi við Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna, Tryggingarmiðstöðina og Samband islenskra
fiskframleiðanda vegna lóðarinnar við Aðalstræti 8, verði rift. Telur
fyrirtækið sig hafa orðið fyrir Qárhagslegu tjóni þegar bygginga-
framkvæmdir stöðvuðust eftir að Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála-
ráðherra ákvað að taka til greina kæru íbúa i Grjótaþorpi um að
samkvæmt deiliskipulagi skyldu byggð tvö aðskilin hús á lóðinni.
Að sögn Sigurðar Siguijónsson- göngum og tveimur lyftum, auk
ar, stjómarformanns Byggðaverks,
var upphaflega gert ráð fyrir einu
húsi á lóðinni með einum stiga-
gangi og einni lyftu, en eftir að
teikningum hefur verið breytt em
húsin orðin tvö, með tveimur stiga-
—i----------------------------
þess sem þau em um 300 fermetr-
um minni en fyrra hús. „Við keypt-
um pakkann í heilu lagi, lóð og
teikningar, og unnum samkvæmt
honum í nafni selj'anda," sagði Sig-
urður. „Ég spurði ítrekað um það
þegar við skrifuðum undir kaup-
samninginn hvort teikningamar
sem fylgdu væm ekki samkvæmt
skipulagi og fékk þau svör að svo
væri og að ef eitthvað óvænt kæmi
upp þá mundu þeir aldeilis styðja
við bakið á okkur. Ég tel að þeir
beri einhveija ábyrgð sem seljend-
ur, rétt eins og þegar við bætum
skaða ef íbúð sem við seljum reyn-
ist gölluð."
„Við reyndum til hins ítrasta að
hafa allt í lagi, öll gögn rétt og
góð,“ sagði Birgir Ómar Haralds-
son, framkvæmdastjóri Jökla hf.,
en hann hefur haft eftirlit með
framkvæmdum á lóðinni fyrir hönd
seljenda. Benti hann á að þrátt fyr-
ir að allar nefndir og ráð á vegum
borgarinnar og ríkisins sem hafa
með byggingaframkvæmdir að
gera, hafí úrskurðað að fyrri sam-
„Staðgreiðsla<( sauðfjárafiirða:
Sýnir að búvöru-
lögin eru hreinn
skrípaleikur
- segir Jóhannes Kristjánsson
formaður sauðflárbænda
„ÞETTA sýnir aðeins að búvörulögin eru hreinn skrípaleikur. Það
stenst f þeim sem kemur bændum illa, en hitt ekki. Þá sýnir þetta
hug Alþingis og sfjórnvalda til landbúnaðarins," sagði Jóhannes
Kristjánsson formaður Landssamtaka sauðQárbænda þegar leitað
var álits hans.á „staðgreiðslu" sauðQárafurða í haust.
Sláturleyfíshafar eiga að greiða
bændum fnimgreiðslu 15. október
og gera upp við þá að fullu fyrir
15. desember. Stefnt hefur verið
að 75% greiðslu afurðaverðsins 15.
október en sláturleyfíshafar greiða
nú almennt 35—50%, Segja slátur-
leyfíshafar að afurðalán viðskipta-
bankanna veiti ekki svigrúm til
hærri frumgreiðslu.
Stærsti sláturleyfíshafinn, Slát-
urfélag Suðurlands, greiðir bænd-
um jafn háa frumgreiðslu og síðast-
liðið haust, 1.660 krónur fyrir hvem
innlagðan dilk, að sögn Hjalta
Hjaltasonar Qármálastjóra SS.
Samsvarar það 38% af afurðaverð-
inu, miðað við dilkalqöt í 1. verð-
flokki. Frá þessu eru dregnar 1.100
krónur á hvem dilk vegna rekstrar-
lána sem bændur hafa áður fengið
og fá þeir því nú greiddar 560 krón-
ur fyrir hvem dilk. Sagði Hjalti að
ekki væri hægt að hækka greiðslur
til bænda vegna þess að afurðalán-
in hefðu ekki hækkað frá síðasta
ári. Afurðalánið væri 180 krónur á
kíló og drægi bankinn frá því 100
krónur á kíló vegna áður veittra
rekstrarlána. Hjalti sagði að við það
hefði verið miðað í samningum við
viðskiptabankana að afurðalánin
væru 70,2% af grundvallarverðinu.
Samkvæmt því ættu afurðalánin
að vera 305 krónur á kfló en ekki
180 krónur.
Jóhannes Krisljánsson sagði að
þessi lága frumgreiðsla kæmi sér
afar illa fyrir sauðfjárbændur, sér-
staklega þegar fjármagnið væri jafn
dýrt og nú. Því væri nauðsynlegt
að fínna lausn á þessu máli sem
allir gætu sætt sig við. Fyrirkomu-
lagið þyrfti að liggja fyrir i upphafí
sláturtíðar svo menn vissu að hveiju
þeir gætu gengið.
Haukur Halldórsson formaður
Framleiðsluráðs landbúnaðarins
sagði að miðað við þau afurðalán
sem sláturhúsin fengju gfætu þau
almennt ekki greitt nema 40—50%
af afurðaverðinu nú. Framleiðslu-
ráð gæti ekki vefengt þá útreikn-
inga. Hann sagðist ekki trúa öðm
en leiðrétting fengist á afurðalán-
unum þannig að hægt væri að
greiða bændum 75% og ríkið veitti
síðan staðgreiðslulán til að gera upp
eftirstöðvamar fyrir 15. desember.
Hann sagði að rflcið vildi standa við
sinn hluta og fæm nú fram viðræð-
ur við viðskiptabankana um þeirra
hlut.
Hótel Óðinsvé:
Alþjóðleg
hlaðborð
VEITINGASTAÐURINN Hótel
Óðinsvé mun brydda upp á þeirri
nýjung fram að jólum að bjóða
upp á hlaðborð með réttum frá
ýmsum löndum. Þetta hefet dag-
anna 23.-27. október þegar boðið
verður upp á hlaðborð með aust-
urlenskum karrýréttum.
Næstu viku á eftir, eða frá 1.
nóvember, verður boðið upp á jap-
anskt hlaðborð og vikuna 14.-20.
nóvember verður um villibráðar-
hlaðborð að ræða.
Er nær dregur jólum mun Óð-
insvé síðan bjóða upp á danskt jóla-
hlaðborð í hádeginu.
Honda
Civic
Shuttle 4WD
116 hestöfí
Verð frá 901 þúsund,
miöað við staðgreiðslu á gengi 1. okt. 1988
NÝ AFBORGUNARKJÖR
ÁN VAXTA OG VERÐBÓTA.
U HONDA
VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., S(MI 689900
NÁTTÚRULÆKIMINGABÚÐIIM
POSTKROFUSALA - SMASAU\ - HEILDSALA. SIMAR 10262 - 10263, LAUGAVEGI25.
100% siirfttæ fsfáimlkL
á aMa fjðlskykkma
Þaðgerasér
ekki allir grein
fyrir því, hvað
þaðerþýðingar-
mikið fyrir heils-
unaaðlátasér
ekki verða kalt
íslenska ullin er mjög góö og er betri en allt annaö, sérstaklega í mikium kulda
og vosbúð. En í dag ferðumst viö á milli heimilis og vinnustaöar í bilum og förum
frá hlýjum heimilum okkar á hlýja vinnustaöi. Þessar stuttu feröir geta veriö ansi
kaldar og jafnvel öriagarikar ef viö vetjum okkur ekki fyrir kuldanum. Hér kemur
silkið sem lausnin. Silkið er mjög hlýtt en aldrei óþægilega hlýtt; þaö bókstaftega
gælir viö hörundiö. Silkið er örþunnt og breytir því ekki útliti ykkar. Þiö veröiö áfram
jafn grönn þótt þiö klæöist því sem vöm gegn kulda. Því er haldiö fram í
indverskum, kínverskum og fræöum annarra Austurianda að silkiö vemdi likamann
í fleiri en einum skilningi.
Grunnurinn Aðalstræti 8
þykktir skyldu standa óhaggaðar,
hafi félagsmálaráðherra ákveðið að
taka kæru íbúanna til greina. Slíkt
hlyti að verða til þess að þeir sem
ætli síðar að byggja í Kvosinni hugsi
sig tvisvar um. „Þar sem við höfum
alltaf veitt réttar upplýsingar get-
um við ekki fallist á að okkur beri
að bæta þetta tjón,“ sagði Birgir.
„Það gæti farið svo að leyst yrði
úr þessari deilu fyrir dómstólunum
og það getur tekið upp undir tvö
ár. A meðan verður grunnurinn lát-
inn standa svona, öllum til ama að
ekki sé minnst á slysahættuna sem
af honum stafar auk þess sem
Brekkugatan verður lokuð áfram,
en það er nokkuð sem við ætluðum
að komast hjá. Ég efast um að
þeir sem kærðu bygginguna hafí
þá gert sér grein fyrir hversu
hættulegar aðstæður gætu skap-
ast.“
Aðilar hafa fundað undanfama
daga, en í gær hafði ekki enn fund-
ist lausn á málinu, sem báðir gátu
sætt sig við.
Byggðaverk:
Vill rifta kaupsamn-
ingi vegna lóðar
við Aðalstræti 8
morphq richards
FYRIR ALLAR
SNEIÐAR
Fullkomin brauðrist með stillingu
fyrir þykkt sneiðanna.
Einangraðar hliðar sem hitna
ekki. Stílhreint og fallegt tæki frá
Morphy Richards.
Fæst í næstu raftækjaverslun.