Morgunblaðið - 20.10.1988, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 20.10.1988, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 4i Tlnd*g/oaa<iag 13.-14, —pfmbf 19M » 9 spor. Den islandske maler Svein Bjömsson foran et af íino Det ger han ogsá ou i Lyng- mesl spœndende billcder, •Flugt•, I Lyngby Hovedgade bjr Kunsiforraing, hvor hans (Foto: Irving). • j Et íslandsk Ig i farveunivers iand! - áádan'tænke'Lyng- bekræftendo. by Kunstforonings for- P4 Sophienholm udftil- mand. professor, dr. med. ler 10 unge malore og bll- ledhuggere, som Svoin •Malrrrns tanker*. kaldtr han ó*tte arbtjdt. (Fota' E Borth). trádto ind i foreningons ■ Erik Andreasen formaður Lyngfoy Kunstforening opnar sýninguna á Sophienholm. ,h.) á Sophienholm. Sveinn Björnsson við sjálfsmynd sína. íslenzk listveizla í Danmörku Sophienholm er gamalt höfðingja- setur í yndislegum garði norður við vötnin stóru í Lyngby og Bagsværd. í garðinum er lítil bryggja, þar sem skemmtisiglingabátar leggja að. Þeir sigla um þessi vötn og upp Mylluána, sem tengir þau við stærsta vatnið, Furusjóinn sjálfan. Brött brekka er fram af hinu gamla setri og flölbreyttur gróður tijáa og blóma piýðir allt umhverfi. Nú er hér opið fyrir alla og Lyngby- Taarbæk Kommune á hér sitt menn- ingarsetur, sem þessa dagana hýsir Qölbreytta og fallega sýningu 10 íslenzkra listamanna. Lyngby Kunstforeníng Á hveiju hausti ræður Lyngby Kunstforening húsum á Sophien- holm í septembermánuði. Þannig hefur það verið frá upphafi fyrir 28 árum, en þáverandi borgarstjóri Poul Finneberg var mikill listunnandi og kom þessari skipan á. Hann var einn- ig aðalstofnandi Listafélagsins í Lyngby og fyrsti formaður þess og hafði félagið aðstöðu í ráðhúsi bæj- arins, meðan hans naut við. Poul Finneberg arfleiddi félagið að eigum sínum og eftir hans dag fékk það húsnæði sitt á Hovedgaden 26, þar sem sýning Sveins Bjömssonar stendur nú. Erik Andreasen formaður Eftir hinn mæta borgarstjóra, tók Erik Andreasen við formennsku { Lyngby Kunstforening og hefur hann unnið mikið starf ( anda fyrri formanns. Það var Erik, sem fór til lslands til að velja listamenn og lista- verk fyrir septembersýninguna í ár. — En hvers vegna að sækja lista- menn til fslands? Mér finnst ísland einhvem veginn vera aðallandið, sem Danmörk hefur rifíð sig frá, en ekki Öfugt, segir Eirik Andreasen, sem ber sín mörgu æviár með reisn og þokka. — Ein- hvers staðar hlýtur kjaminn að vera og trúlega einmitt á íslandi. Min fyrstu tengsl við landið voru í gegn- Tvær sýningar íslenzkra lista- manna á vegnm Lyngby Kunstforen- ing - 10 sýna á Sop- hienholm, 1 á Hovedgaden, 26 í Lyngby um bækur Halldórs Kiljan Laxness, sem svo sannarlega hefiir auðgað líf minnar kynslóðar. — Og Erik horfir einsog í leiðslu út yfir kyrrt vatnið, þar sem við sitjum í blíðviðri á ver- öndinni við Sophienholm, ásamt Henrik Vagn Jensen listmálara og Páli Guðmundssyni myndhöggvara, hinum eina, sem enn dvelur i Kaup- mannahöfn af þeim 10, sem hér eiga verk, og fleiri gestum. Tildrögin að sýningunni voru ann- ars þau, að við í stjóm Lyngby Kunstforening ætluðum okkur að halda Kjarvalssýningu, en þá sýn- ingu fékk annað listafélag. Svo rak indælu vefjarlistarstúlkumar 12 frá íslandi á flömr okkar í fyrrahaust, vegna þess að ein þeirra, Maja Mörkeberg, er héðan úr Lyngby, sú eina danska í hópnum. Eftir það var ákveðið, að nú skyldi islenzk mynd- listasýning haldin. Henrik Vagn Jensen, sem þekktur er á fslandi og á sæti i stjóm listafé- lagsins, leggur nú orð í belg: — Erik formaður hefur allt sitt lif fylgzt með í heimi lista og safnað listaverk- um og þekkir vel listamenn sinnar kynslóðar svosem Svavar Guðnason og Heniy Heemp. Hann byggir störf sin á mikilli reynslu. Og heimili hans hér í grenndinni ber listasmekk hans fagurt vitni, en þangað bauð hann öllum íslendingunum til mikillar veizlu opnunardaginn. — Hvemig var svo aö koma til ísiands? spyr fréttaritari að fslend- inga sið. Það var stórkostleg upplifun fyrir okkur hjónin að koma til íslands í fyrsta sinn, svarar Erik Andreasen, það var í marz og snjóföl á jörðu, einsog myndimar, sem við Henrik tókum, bera með sér, en hann var á einni af sínum mörgu íslands- ferðum. Það var áhrifamikið að hitta listamennina heima hjá sér og á vinnustofunum og auðvitað eftir- minnilegast að heimsækja Pál á Húsafelli. Auðvitað urðu margir góð- ir listamenn útundan, þar sem valið var fremur tilviljanakennt, en við vorum svo ánægð með allt, sem við sáum. Það er einhvem veginn meiri mergur í íslenzkum listamönnum og hið kraftmikla málverk hrífur mig. Þetta er átakamikil sýning héma og jákvæð, Erik tekur sér smáhvild, mild augu hans reika um stund, en svo heldur hann ákveðinn áfram: — Það má ekki gleyma hlut Sveins Bjömssonar. Hann hjálpaði okkur afar mikið, þekkti listamennina og kom listaverkunum af stað hingað og sá um pappíra og gáma. — Því sýnir Sveinn ekki með hin- um? Hann er fulltrúi annarrar kynslóð- ar, en hér á Sophienholm er ung list, segir Erik, og við vildum hafa hann sér til að geta fengið að sjá meira eftir hann og njóta listar hans á ein- um stað. — En hvemig getur listafélagið greitt far fyrir alla þessa listamenn og húsaleiguna hér? Þá brosir formaðurinn og svarar: Við fengum arf eftir Poul Finneberg og það var hann, sem kom því svo fyrir, að hér greiðum við ekki húsa- leigu. Og hann heldur áfram. Vísindi og listir eiga það sameiginlegt að vifja finna kjamann, sannleika hvors annars. Eftir síðustu heimsstyijöld vildu margir finna nýjan tilgang með lífínu og það hefur víða tekizt, ekki sfzt í listinni. Við erum öll lista- menn, ósjálfrátt leitum við að sann- leika hvert hjá öðru. Þó erum við enn ekki leyst úr viðjum, því að til- litsleysi, grimmd og eyðilegging finnst alls staðar, en mér hafa reynzt bezt smáböm, dýr og listamenn. Ég vil gera orð Nordahls Grieg að mínum, er hann sagði, að við séum eins og nakinn fuglsungi i hendi Guðs. — Það sem Erik Andreasen vildi segja að lokum: — Við unga danska listamenn langar mig að segja. Farðu til íslands og finndu sjálfan þig. Þar er manngildi mikið." Sýningin Ný íslenzk list á Sophienholm Listamennimir 10, sem sýna á tveimur hæðum hins virðulega húss, eiga það a.m.k. sameiginlegt að hafa verið nemendur Myndlista- og hand- íðaskóla íslands. Hinn elzti þeirra er Helgi Gíslason, fæddur 1947, en yngstur Georg Guðni Hauksson 27 ára. Hin era: Grétar Reynisson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hulda Hákonardóttir, Jóhanna Kristín Yngvadóttir, Jón Axel Bjömsson, Magnús Kjartansson, Páll Guð- mundsson og Þorlákur Kristinsson. Listmálaramir fá hver sitt herbergi og gefur það málverkum hvers þeirra góðan heildarsvip, svo ólík sem þau era. Myndhöggvaramir Helgi og Páll deila stóra stofunum í miðju húsinu, hvor með sínum málara. Það var unun að ganga þama um með Erik Andreasen og Henrik Vagn Jensen, svo ánægðir sem þeir eru með árangur erfíðis síns. Og sannarlega er þessi íslandslistar- kynning ánægjuleg og eftirtektar- verð. Hér má nefna, að sýningarskrá er mjög vel úr garði gerð, jafnvel með kynningu íslenzkrar ritlistar, er ljóð Einars Más Guðmundssonar og ritgerð Guðbergs Bergssonar birtast þar. Erfitt mundi að gera hveijum listamannanna sæmileg skil, en reynt skal að litast nokkuð um. Ifyrst er komið inn í herbergi Grétars Reynissonar listmálara og leiktjaldamálara og njóta stór og ákveðin málverkin sín vel. Nokkurra áhrifa gætir frá leiksviðsmyndum, sem hann hefur unnið að, gult og svart ráðandi og mótívið fæðist um leið og málverkið verður til, einsog Halldór Bjöm Runólfsson segir í sýningarskrá. Georg Guðni Hauksson listmál- ari hefur numið í Hollandi einsog Grétar, Helgi Þorgils og Jóhanna. Hann segir sjálfur í sýningarskrá, að hann máli einfaldleikann sjálfan, en það taki langan tima að ná hinu einfalda og byggja það upp lag fyr- ir lag. Myndir hans eru mjög dökkar og af fslenzku landslagi og bera fjallaheiti. Helgi Gíslason myndhöggvari og Jón Axel Bjömsson sýna saman f aðalstofunni á 1. hæð, en þaðan er frábært útsýni yfir vatnið og bryggjuna. Helgi hefur menntun sína frá Gautaborg og er löngu orð- inn þekktur heima. Verk hans hér eru úr jámi, tré og steypu, björt og stílhrein, en nafngiftir eru engar. Verk Helga era viða á söfnum og opinberum stöðum heima. Jóu Axel Bjömsson listmálari er einn af fáum íslenzkum listmálur- um, ssem ekki sýna áhrif frá fslenzku landslagi í verkum sínum. Hann einbeitir sér að manneskjunni og myndir hans sýna mannlegan veikleika og styrk í einföldum drátt- um og sterkum litum. Magnús Kjartansson listmálari hefiir kennt mörgum félaga sinna hér á Sophienholm i Myndlistaskóla íslands. Hann er hinn eini þeirra 10, 8em verið hefur nemandi Konung- legu Listaakademíunnar 'í Kaup- mannahöfn. Myndir hans era lands- þekktar og sérkenni þeirra er að- ferðin, sem Henrik Vagn Jensen lýs- ir í sýningarskránni. Hnýtir saman verar, tákn og ímyndir í listtúlkun sinni. Uppi á lofti fínnum við myndir Helga Þorgils Friðjónssonar list- málara, málaðar 1986—87. Þær eru ffgúratívar og bera skýr nöfn, svo að áhorfandinn nær myndefninu vel. Umgerð ákveður hann einnig og smíðar sjálfur rammana. Hefur hann tekið þátt í mörgum sýningum og haldið einkasýningar víða um lönd, m.a. hér í Höfn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.