Morgunblaðið - 20.10.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988
25
Þorlákur Kristinsson (Tolli)
listmálari og Páll Guðmundsson
sýna saman í stóru stofunni uppi og
fylla hana bókstaflega. Þeir hafa
einir hinna 10 átt námsár sín í Þýzk-
alandi. Tolli sýnir málverk bæði frá
1984 og líka alveg nýjar myndir,
nokkuð breyttar, vandaðri en kraft-
minni. Aðalsteinn Ingólfsson segir í
sýningarskrá, að Tolli treysti ekki
lengur aðeins á innblástur augna-
bliksins, heldur noti palethníf til að
byggja upp málverk, sem séu í senn
traust og hvikul.
Páll Guðmundsson myndhöggv-
ari er íslenzkastur af listamönnun-
um í listsköpun sinni. Hann notar
rauðgrýti (flikruberg) úr fjallinu fyr-
ir ofan Húsafell og líparít úr Tung-
unni í höggmyndir sínar. Notar hann
steinana einsog þeir koma fyrir og
mótar þá aðeins að hluta til með
einföldum verkfærum eins og lista-
gyðrjan blæs honum í brjóst. Þar
gefur að líta Snorra Sturluson og
Kobba á Húsafelli, fjallkonu, víking,
tröllshönd og hrútshaus, allt listilega
gert. Fær náttúran sjálf að njóta
sín, mosi og skófir í skeggi Snorra,
en fínlegt íjallkonuandlitið mótað í
„kvenlegan stein", einsog Páll komst
að orði.
Sem betur fer eru íslenzkar lista-
konur ekki afskiptar á Sophienholm.
Þær Hulda og Jóhanna eru verðugir
fulltrúar þeirra. Hulda Hákonar-
dóttir myndlistarmaður var nem-
andi í School of Visual Arts í New
York. Hún notar tré og gifs í lág-
myndir sínar og tekst prýðilega að
koma hugsunum sínum til skila í
myndunum. Viðfangsefnin eru víða
að og hún notar alþýðulist og menn-
ingu til að auka innlifun sína eins
og Halldór Bjöm Runólfsson kemst
að orði.
Jóhanna K. Yngvadóttir list- '
málari sýnir fáar myndir, en afar
sterkar og áhrifamiklar, jafnvel
ógleymanlegar eins og mynd hennar
af grænlenzku stúlkunni. Jóhanna
hefur dvalið í Grænlandi og haldið
sýningu í Julianehaab. Hún er góður
teiknari, notar dökka liti og segir
sjálf í sýningarskrá, að einlægni sé
bezta merkið.
Sýning Sveins Björnssonar
hjá Lyngby Kunstforening
Sveinn Björnsson listmálari
teiknar í snjóinn einhvers staðar
nálægt Hafnarfirði á myndunum á
sýningarskrá og boðsbréfí til sýning-
anna. Ekki verða allar myndir hans
svo auðveldlega útmáðar, enda
kraftur í aldursforseta íslenzku lista-
mannanna hér í borg að þessu sinni.
Þeir Henrik Vagn Jensen listmálari
eru félagar frá Listaakademíunni
1956 og stóðu eitt sinn fyrir Kjarv-
alssýningu á Charlottenborg og nú
standa þeir fyrir upphengingu á
myndunum á báðum sýningunum.
Kallaðu þetta íslenzka listveizlu í
Danmörku, segir Sveinn hress að
vanda, „og mundu að koma því að,
hve stjóm L.K. hefur hugsað langt.
Það mun vera einsdæmi að greiða
þannig far fyrir alla. Taka svo til
óþekkta listamenn og gera þetta
fyrir þá, það er stórkostlegt. Erik
Andreasen þekkti líka fátæka lista-
menn í París í gamla daga.
Sveinn Björnsson sýnir 32 olíu-
málverk í húsnæði L.K. í Lyngby
og segir heila sögu í hverri mynd.
Fiska ber þar víða fyrir, en fískur
táknar kærleika og ást, segir lista-
maðurinn, og fískur er orðinn honum
tákn nú, en í gamla daga málaði
hann fískana um borð, er hann var
sjómaður. Málverkin em öll frá 2—3
síðustu árum nema sjálfsmyndin,
sem var pöntuð sérstaklega á sýn-
inguna.
Blöðin í Lyngby skrifuðu strax
eftir opnunina um sýningu Sveins
og segir „Lokalposten" í fyrirsögn:
Islendingur markar spor, og blaða-
maðurinn fínnur liti og sagnaheim
íslands í myndunum. „Det Grönne
Omraade" lýsir málverkunum sem
leiftrandi og stílhreinum, líkir þeim
við eldgos og fagurfræðilegar íhug-
anir í senn. Sama blað þakkar Hen-
rik Vagn Jensen fyrir að vera upp-
hafsmaður að báðum sýningum
Lyngby Kunstforening að þessu
sinni og segir hann og félagið hafa
mikinn heiður af hvoru tveggju.
G.L. Asg.
Fróðleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
FAIMIMIR HF
Bíldshöföa 14 s: 67 25 11
Allt
í röð og reglu
- án þess að vaska upp!
Komdu kaffistofunni á hreint.
Duni kaffibarinn sparar þér bæði
tíma og fyrirhöfn.
Getur staðið á
borði eða hangið
uppa vegg.
En það besta er:
Ekkert uppvask.
Málnstandur
HSWi/rdOsttj 688'-
^emstk.h t'3'
25%sotofc»to fe
JERI REDDIN6 KRI REDDING
MP EXTRAI
■'AMÁTIVi herasprit:
. XURY EXTKA FIRM
KEDDING MPOO fin'SHING spray
H 5.75
E 0PTImum finishing
_____ RIZIN6 5HAMPC SPRaY 4/ITH NATURE S OWN
'JSTWJCTOR 'fio,AWN|CAU tHTlE EEPECT.VE DOTANICAU
L. PHTIONPR
»■:
JHERI REDDING HEFUR BEISLAÐ
KRAFTA NÁTTÚRUNNAR OG BÚIÐ TIL
HÁRSNYRTIVÖRUR SEM HENTA ÖLLUM í
FJÖLSKYLDUNNI.
FÁST EINUNGIS Í SNYRTIVÖRUVERSLUNUM
OG