Morgunblaðið - 20.10.1988, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988
p O
R ISL/ H iND
HÖNNUN
STAÐA OG HORFUR
Að tilstuölan lönaöarráöuneytisins veröur
haldin vinnuráöstefna um hönnun í Borgartúni 6,
laugardaginn 22. október kl. 13.00.
DAGSKRÁ:
13.00 Ávarp iðnaöarráðherra, Jóns Sigurðssonar.
13.15 Þórdís Kristleifsdóttir, þróun Moss-linunnar.
13.30 Ágúst Þór Eiriksson,
islensk hönnun til útflutnings.
13.45 Gísli B. Björnsson, grafísk hönnun.
14.00 Geirharður Þorsteinsson, hannað umhverfi.
14.30 Örn D. Jónsson, aukið mikilvægi hönnunar.
14.45 Kaffihlé.
15.00 Earl N. Powell,
Industrial Development by Design.
15.45 Umræðuhópar.
16.30 Niðurstaða umræðuhópa.
16.50 Ráðstefnuslit.
Aðgangur er ókeypis og eru allir sem áhuga hafa
á hönnun boðnir velkomnir.
Bretadrottning í Madríd
Reuter
FORM ÍSLAND IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ
Skólaböm með breska fánann taka á móti Elísabetu 2. Bretadrottningu fyrir utan ráðhúsið i
Madríd. Þar þáði hún Gullna lykil borgarinnar úr hendi borgaryfirvalda.
KÆLI' OG FRYSTISKÁPUR
Samt. stærö: 275 1.
Frystihólf: 45 I. ★★★★
Hæö: 145 sm.
Breidd: 57 sm.
Dýpt: 60 sm.
Færanlegar hillur í hurö.
Sjálfvirk afþýðing í kæli.
Vinstri eöa hægri opnun
Fullkomin viðgerða-
og varahlutaþjónusta.
Heimilis- og raftækjadeild
ca HEKLA HF Laugavegi 170-172 Sími 695500
Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði og
efnafræði:
Baiidaríkjamenn og
V estur-Þj óð verj ar
verða fyrir valinu
Stokkhólmi. Reuter.
SÆNSKA visindaakademían tilkynnti í gær að Bandaríkjamennirn-
ir Leon Lederman, Melvin Schwartz og Jack Steinberger hlytu
Nóbelsverðlaunin i eðlisfræði i ár fyrir rannsóknir á fiseindum.
Vestur-Þjóðveijamir Johann Deisenhofer, Robert Huber og
Hartmut Michel hlutu Nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir rann-
sóknir tengdar ljóstillifun.
Akademían skýrði frá því að
bandarísku eðlisfræðingamir
hefðu gert uppgötvanir sem auð-
velduðu frekari rannsóknir á veika
kjamakraftinum - einum af fjór-
um frumkröftum náttúrunnar.
Einn verðlaunahafanna, Leon Led-
erman, sagði að rannsóknir þeirra
megi rekja til ársins 1961. „Þá
uppgötvuðum við fiseindina - ör-
eind sem erfíðast er að greina
vegna þess að hún hefur ekki raf-
hleðslu."
Gösta Ekspong, formaður eðlis-
fræðinefndar sænsku vísindaaka-
demíunnar, sagði að rannsóknir
þremenninganna hefðu breytt
hugmyndum vísindamanna um
samsetningu efnisins. „Áður var
almennt talið að öreindin væri
samsett úr þremur eindum - að
þijár deildu sama rúmi. Uppgötv-
un Bandaríkjamannanna leiddi
hins vegar í Ijós að öreindimar
mynda tveggja einda flölskyldur."
Rannsóknir bandarísku verð-
launahafanna voru undirbúnar í
Kólumbíu-háskóla í New York á
sjöunda áratugnum og fram-
kvæmdar í Brookhaven-rann-
sóknastofnuninni á Long Island.
Lederman, er yfírmaður Fermi-
rannsóknastofunnar í Batavia,
nálægt Chicaco. Schwartz er fyrr-
um prófessor við Kólumbíu-
háskóla og Stanford-háskóla og
rekur eigið fyrirtæki sem fæst við
tölvusamskipti í Mountain View í
Kalifomíu. Steinberger starfar við
rannsóknastofur Kjamorkurann-
sóknaráðs Evrópu, CERN, nálægt
Genf. Vísindaakademían skýrði
frá því að vestur-þýsku efnafræð-
ingamimir þrír væm þeir fyrstu
sem tekist hefði að skýra hvemig
ljóstillífun verkar. Ljóstillífun er
efnaferli þar sem blaðgræna virkj-
ar sólarorku til að framleiða
lífræna næringu úr koldíoxíði og
vatni. Bo Malmström, prófessor
við Gautaborgarháskóla og form-
aður efnafræðinefndar konung-
legu sænsku akademíunnar, sagði
að uppgötvun Vestur-Þjóðverj-
anna gæti stuðlað að lausn á ork-
uskortinum í heiminum. „Upp-
götvunin er afar mikilvæg því ljós-
tiliífunin er mikilvægasta efna-
hvarfíð á jörðinni," sagði prófess-
orinn. „Við munum þurfa á sólinni
að halda í framtíðinni til að leysa
orkukreppuna í heiminum. Upp-
götvunin er fýrsta skrefið í átt til
tilbúinnar ljóstillífunar sem gæti
stuðlað að lausn orkukreppunnar."
Huber og Michel starfa við útibú
Max Planck-stofnunarinnar í
Vestur-Þýskalandi, en frá þeirri
stofnun hafa fjölmargir Nóbels-
verðlaunahafar komið, þar á með-
al Albert Einstein. Deisenhofer
starfar við Howard Hughes-
læknastofnunina í Dallas í Texas.