Morgunblaðið - 20.10.1988, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988
29
ísrael:
Verkamannaflokk-
urinn býst við yfir-
lýsingn frá Jórdönum
Tel Aviv. Reuter.
TALSMENN Verkamannaflokksins í ísrael sögðu í gær að búast mætti
við að Hussein Jórdaniukonungur væri að undirbúa yfírlýsingu um
frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Yfírlýsingin, sem þeir áttu von á innan
tveggja sólarhringa, gæti haft mikil áhrif á kosningabaráttuna í í srael.
„Það er rétt að við höfum haft af samstundis mælast til þess að friðar-
því fregnir að hugsanlegt er að Hus-
sein Jórdaníukonungur sé að und-
irbúa yfírlýsingu sem gæti haft mik-
il áhrif á framvindu kosningbarát-
tunnar í ísrael," sagði flokksfélagi
úr Verkamannaflokknum sem vildi
ekki láta nafns síns getið.
Heimildir frá ísrael herma að
Shimon Peres utanríkisráðherra hafi
komist að leynilegu samkomulagi við
Hussein Jórdaníukonung í apríl 1987
í London um friðarráðstefnu fyrir
botni Miðjarðarhafsins en Yitzhak
Shamir forsætisráðherra hafí komið
í veg fyrir að ráðstefnan yrði haldin.
„Að sjálfsögðu fögnum við yfirlýs-
ingum frá Jórdaníu þess efnis að
stjómvöld séu tilbúin að hefja að
nýju friðarumleitanir," sagði annar
félagi úr Verkamannaflokknum.
Shimon Peres hefur margítrekað
síðastliðna viku að verði flokkur hans
sigurvegari kosninganna muni hann
ráðstefna verði haldin fyrir botni
Miðjarðarhafsins. Yitzhak Shamir
sagði á hinn bóginn að Líkud-flokk-
urinn myndi beija niður uppreisn
Palestínumanna yrði flokkurinn við
völd eftir kosningamar 1. nóvember.
í gær efndu Palestínumenn á hem-
umdu svæðunum til allsheijarverk-
falls til að mótmæla árásum ísrael-
skra landnema. Verslanir vom lokað-
ar, samgöngur stöðvuðust og verka-
menn héldu sig heima til að mót-
mæla því að ísraelskir landnemar
hafa gengið til liðs við hermenn í
árásum þeirra á Palestínumenn. Um
70.000 ísraelskir landnemar búa á
Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu
sem ísraelar hertóku í stríði þeirra
við Jórdaníu og Egyptaland árið
1967.
Reuter
Franska tímaritið Le Canard Enchaine:
Franskir flugmenn
liðsinntu Irökum
ParÍH. Reuter.
FRANSKIR flugmenn þjáifuðu íraska flugmenn og fóru með þeim í
njósnaflug, meðan Persaflóastriðið stóð yfir, að því er franska tímari-
tið Le Canard Enchaine sagði i gær.
Tímaritið, sem er þekkt fyrir upp-
ljóstranir á sviði hermála, segir, að
franskar Mirage-þotur búnar Exoc-
et-flugskeytum hafi verið notaðar til
árása á olíumannvirki írana. Ekki
kvaðst blaðið hafa heimildir um,
hvort franskir flugmenn hefðu verið
með í þessum árásarferðum.
Embættismenn í franska vamar-
málaráðuneytinu hafa ekkert viljað
segja um efini fréttarinnar, sem gæti
komið stjómvöldum stórilla, ef sönn
reyndist.
Hemaðarsérfræðingar segja, að
Exocet-flaugamar hafí vemlega
bætt stöðu íraka í styijöldinni við
írana.
Le Canard Enchaine segir, að
fimm herþotur hafí farið frá Frakk-
Starfsmenn flugmálayfirvalda á
Indlandi kanna brak úr Boeing
737 þotu Indian Airlines sem
fórst í gær. 135 manns voru um
borð í vélinni og komust fímm
lífs af.
Indland:
Reutcr
landi 1983 og verið málaðar í litum
íraska hersins um borð í frönsku
flugmóðurskipi. Franskir hermenn
flugu þotunum til íraks og vom í
búningum, sem öll einkennismerki
höfðu verið tekin af. Þegar til íraks
var komið fóm sjö frönsku flugmann-
anna í æfinga- og njósnaflug með
íröskum starfsbræðmm sínum, að
sögn blaðsins, auk þess sem franskir
ráðgjafar og tæknimenn aðstoðuðu
við gerð jflugáætlana fyrir árásar-
ferðir til írans. Þannig hafí margar
af árangursríkustu árásum íraka í
styijöldinni verið famar á frönskum
Mirage-þotum, en íranar töldu, að
olíumannvirkin væm utan seilingar
íraska flughersins.
165 manns farast í
tveimur flugslysum
Reuter
Njgju Delhí. Reuter.
TVO alvarleg flugslys urðu á
Indlandi í gær. Samtals fórust
165 manns í slysunum. Átján ára
gömul Boeing 737 þota Indian
Airlines á leið frá Bombay skall
til jarðar fimm km frá flugvell-
inum í AJimadabad, stærstu
borg Gujarat-ríkis á Vestur-
Indlandi. Einungis fimm af 135
mönnum um borð komust lífs
af í þessu versta flugslysi í inn-
anlandsflugi á Indlandi.
Skömmu síðar fórst Fokker
Friendship flugvél í Assam-ríki
með 35 manns innanborðs.
Flestir um borð í Boeing-
þotunni vom Indveijar auk
tveggja Japana og fimm manna
af ókunnu þjóðemi. Sjónarvottar
að slysinu sögðu að flugvélin hefði
rekist á tré og háspennulínu áður
en hún skall til jarðar. Flugmála-
yfírvöld segja að slysið megi e.t.v
rekja til slæms skyggnis.
Tveimur klukkustundum eftir
flugslysið í Gujarat missti flugtum
í Gauhati í Assam-ríki samband
við 25 ára gamla Fokker Friends-
hip-flugvél flugfélagsins Vayudo-
ot, sem er næststærsta flugfélag
Indlands sem flýgur innanlands-
flug. Allir um borð, 35 manns fór-
ust. í gær var ekkert vitað um
orsakir slyssins.
Þetta fólk kom í gær saman í Downing-stræti til að mótmæla bann-
inu við viðtölum við irska öfgamenn.
Bretland:
Banna víðtöl við írska öfgamenn
London. Reuter.
BRESKA sljómin bannaði í gær að útvarpa eða sjónvarpa viðtölum
við fólk, sem styður ofbeldisverkin á Norður-írlandi. Hefrir stjórnar-
andstaðan gagnrýnt bannið harðlega og segir, að með þvi hafi IRA,
írska lýðveldishernum, verið afhent beitt áróðursvopn.
Sjónvarpsstöðvum er bannað að
senda út „beinar yfírlýsingar full-
trúa þeirra samtaka, sem bönnuð
eru á Norður-írlandi og Bretlandi"
og þeirra, sem eru félagar í Sinn
Fein, pólitískum armi IRA, eða
Vamarsamtökum Ulsters, samtök-
um öfgafullra mótmælenda á N-
íriandi.
Breska stjómin hefur heitið að
svipta IRA og aðra málsvara of-
beldisins því, sem hún kallar „súr-
efni eða lífsloft athyglinnar", frjáls-
um aðgangi að fjölmiðlunum, en
Roy Hattersley, varaformaður
Verkamannaflokksins, sagði, að
þessi ráðstöfun væri ekki til neins,
hún kæmi bara stjóminni sjálfri í
koll. Talsmenn Sinn fein og IRA
hafa eins og að líkum lætur mót-
mælt hástöfum og borgararéttinda-
nefndin breska hefur gert það einn-
ig-
Arsskýrsla Alþjóðahermálastofiiunarímiar:
Ekki vart samdráttar í
hefðbundnum vígbún-
aði Sovétmanna í Evrópu
London. Daily Telegraph.
ENNÞÁ er hefðbundinn heraflí Sovétmanna i Evrópu meiri en
samræmist þvi yfirlýsta viðhorfi Míkhafls Gorbatsjovs Sovétleið-
toga í afvopnunarmálum að komast eigi af með „minnsta nauðsyn-
legan vígbúnað," segir i ársskýrslu Alþjóðahermálastofhunarinn-
ar i London (International Institute for Strategic Studies) um
jafiivægi i vígbúnaði. „Hefðbundinn herafli Sovétríkjanna milli
Atlantshafs og Úralfialla, einktun i fremstu víglínu, er ekki ein-
ungis meiri en nauðsynlegar vamir rikisins krefjast heldur hent-
ar fyrirkomulag hans vel til skjótrar og fyrirvaralitillar sóknar
eða gagnsóknar,“ segir ennfremur í skýrslunni.
í skýrslunni er ekki borinn sam- Spánveijar hafa bætt einu flug-
an herstyrkur Varsjárbandalags- móðurskipi, Principe de Asturias,
ins og Atlantshafsbandalagsins við flota sinn og Bretar hafa tek-
en að mati stofnunarinnar hefur
lítið breyst { þessu efni undanfar-
ið ár NATO í hag. Má nefna að
Vestur-Þjóðveijar hafa tekið 200
nýja Leopard 2 skriðdreka í notk-
un og breska hemum í Rínar-
héruðunum hefur bæst eitt bryn-
drekastórfylki.
Stöðug fækkun vestur-þýskra
karla á herskyldualdri leiðir fyrir-
sjáanlega til þess að þýski herinn
verður að draga úr styrk sínum.
Til stendur að lengja herskylduna
þar í landi um þijá mánuði.
Við flugher NATO-ríkja hefur
bæst ein sveit Tomedo-orrustu-
þotna á Bretlandi, nokkrar Mirage
2000 þotur á Grikklandi og AM-
X-flugvélar á Ítalíu.
ið þijár nýjar freigátur í notkun
og fímmta kjamorkuknúna kaf-
bátinn af Trafalgar-gerð.
Endumýjun lq'amorkuvopna
NATO-ríkja hefur haldið áfram á
árinu. Frakkar hafa pantað fyrsta.
kafbátinn af nýrri gerð sem ber
langdrægar kjamaflaugar og
Bretar vinna að smíði síns annars
Trident-kjamorkukafbáts.
í skýrslunni segir að líklegt sé
að í kjölfar samkomulags risaveld-
anna um útiýmingu skamm- og
meðaldrægra flauga á landi legg-
ist kjósendur í NATO-ríkjum {
vaxandi mæli gegn skattahækk-
unum til að standa straum af
endumýjun kjamorkuvopna og
hefðbundinna.