Morgunblaðið - 20.10.1988, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988
Sambúð ríkja á Kóreuskaga:
Norðanmenn vilja sambands-
ríki og Bandaríkjaher á brott
Taka vel 1 tillögnr Rohs Tae-woos um leiðtogafiind
ríkjanna og friðarráðstefiiu
SeouL Reuter.
Aðstoðarutanrikisráðherra
Norður-Kóreu, Kang Sok Ju,
flutti í gær ræðu á allsheijar-
þingi Sameinuðu þjóðanna og
sagði að skynsamlegasta leiðin
til að tryggja frið og samein-
ingu ríýanna á Kóreuskaga
væri að koma á sambandsríki.
Hann krafðist þess að
bandariskt herlið og kjarna-
vopn yrðu flutt á brott frá Suð-
ur-Kóreu, ríkin tvö fækkuðu
verulega i heijum sinum og
Kóreuskagi yrði gerður að
kjarnavopnalausu svæði. Hann
sagði enn fremur að þeir, sem
segðu að ólíkt þjóðfélagsskipu-
lag í ríkjunum tveim gerði sam-
einingu þeirra óframkvæman-
lega, vildu einfaldlega að Suð-
ur-Kórea yrði „eign útlendinga
um alla framtíð." Kang tók vel
i tillögur Rohs Tae-woos, for-
seta Suður-Kóreu, um leiðtoga-
fimd Kóreuríkj anna og ráð-
stefhu um firið i Norðaustur-
Asíu en sagði að afhema yrði
suður-kóresk lög sem bönnuðu
ibúunum að kynna sér stefnu
Norður-Kóreumanna.
Kang gerði gys að fullyrðingum
þess efnis að bandarískt herlið
væri í Suður-Kóreu til að verjast
mögulegri árás suður yfír landa-
mærin og sagði þær úr lausu lofti
gripnar. Spumingum norðan-
manna um dvöl 40 þúsund manna
bandarísks herliðs í Suður- Kóreu
hefur ávallt verið svarað á sama
hátt af fulltrúum suður-kóreskra
sfjómvalda jaftit sem Bandaríkja-
stjóm; herliðið fer ekki á brott
fyrr en hættan á árás af hendi
Norður-Kóreu er úr sögunni.
Roh Tae-woo, forseti Suður-
Kóreu, er talinn hafa komið mjög
til móts við Norður-Kóreumenn í
veigamiklum atriðum í ræðu sinni
á allsherjarþingi SÞ á þriðjudag.
Stjómmálaskýrendur segja þó að
mörg ljón séu enn á veginum til
sameiningar ríkjanna tveggja og
sé þar helst að nefna kröfur Kims
Il-sungs, einræðisherra Norður-
Kóreu, um brottflutning alls
bandarísks herliðs og kjamavopna
frá Suður-Kóreu. Roh vék ekki að
því máli í ræðu sinni.
Roh hvatti í ræðu sinni til þess
Noregur:
Ríkisstjórnin með betri
tök á efnahagsmálunum
Ósló. Fri Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins.
NÚ þegar eitt ár er i almennar
þingkosningar í Noregi virðist
minnihlutastjóm Gro Harlem
Brundtland vera traustari i sessi
en nokkru sinni fyrr. Þótt borg-
aralegu flokkamir hafí meiri-
hluta á þingi geta þeir ekki kom-
ið sér saman um aðra stjórn og
kom þessi ágreiningur vel í \jós
i umræðunum á þriðjudag að lok-
inni hásætisræðunni, þar sem
stefha ríkisstj órnarinnar er
kynnt.
Ekki hefur farið mikið fyrir sam-
starfsandanum þjá borgaraflokkun-
um sfðan þriggja flokka stjóm Kár-
es Willochs fór fiá fyrir rúmum
tveimur árum. Auk þess hefur
ágreiningurinn um hugsanlega aðild
Norðmanna að Evrópubandalaginu
orðið til að stía þeim enn frekar í
sundur, Miðflokknum og Kristilega
þjóðarflokknum annars vegar og
Hægriflokknum hins vegar. Hægri-
flokkurinn vill fulla aðild að EB eins
fljótt og auðið er en Miðflokkurinn
er á móti og kristilegir vita ekki í
hvom fótinn þeir eiga að stíga.
Verkamannaflokknum hefur ekki
vegnað vel í skoðanakönnunum á
árinu en Gro Harlem og ríkissyóm-
in virðast þó vera að ná tökum á
eftiahagsmálunum. Er ekki ólíklegt,
að það geti orðið flokknum til fram-
dráttar í kosningunum að ári. Verð-
bólgan er nú á bilinu 5-6% og háu,
norsku vextimir em á niðurleið.
Ekki fer á milli mála, að sú ákvörð-
un stjómarinnar sl. vor að banna
launahækkanir á árinu umfram eina
nkr. á tímann hefur skiiað vemleg-
um árangri. Einkaneyslan hefur
minnkað mikið en afleiðingamar em
líka þær, að atvinnuleysi hefur auk-
ist, er nú um 3%, sem er þó langtum
minna en í flestum Vestur-Evrópul-
öndum.
Margt bendir til, að vinsældir
Framfaraflokksins fari heldur
dvínandi. Um tima í sumar var
flokkurinn sá næststærsti í Noregi
með langt umfram 20% en nú er
hann kominn niður fyrir 15%. Er
fylgistapið meðal annars rakið til
klaufalegra yfírlýsinga formanns-
ins, Carls I. Hagens. Sagði hann
meðal annars, að fólk ætti að fá að
stunda „svarta" vinnu, svíkja undan
skatti með öðmm orðum, og taldi,
að ekki ætti að skattleggja tekjur
upp að 100.000 nkr., um 700.000
ísl. kr. Þá vildi hann efna til þjóðar-
atkvæðagreiðslu um stefnuna í mál-
efnum innfljrtjenda. Ummælin um
„svörtu" vinnuna ollu svo mikilli
hneykslan meðal almennings, að
Hagen sá sig tilneyddan til að taka
þau aftur.
markmiðið með viðræðunum væri
að Kóreuskaginn, sem klofínn hef-
ur verið í tvö ríki frá stríðslokum,
verði aftur sameinaður i eitt ríki.
Roh lagði einnig til að haldnar
yrðu könnunarviðræður með fuli-
trúum frá Kóreurflqunum báðum,
Bandaríkjunum, Sovétrflgunum,
Kína og Japan og skyldu þar rædd-
ar leiðir til að koma á varaniegum
friði í Norð-Austurhluta Asíu. í
tillögum Rohs gekk hann að kröf-
um norðanmanna um að ræða
gagnkvæmar afvopnunaraðgerðir.
Vestrænir stjómarerindrekar
álíta að frumkvæði Suður-Kóreu
til lausnar deilunum staft ekki sfst
af auknu sjálfstrausti þeirra vegna
mikilla efnahagslegra framfara í
landinu síðastliðin ár og velheppn-
uðum ólympíuleikum í Seoul í
síðasta mánuði. Hvorki Sovétmenn
né Kínveijar hafa enn sagt álit
sitt á hugmynd Rohs um könnun-
arviðræður ríkjanna sex en Japan-
ar og Bandaríkjamenn hafa hins
vegar lýst yfir stuðningi sínum við
tillögur Rohs.
Reuter
Nýjasta tryllitækið
Mikil, alþjóðleg hönnunarsýning var opnuð í gær í Singapore.
Þar gat m.a. að líta nýja tegund af bresku reiðhjóli með þjálpar-
vél. Vélin, sem er 35 rúmsentimetrar að stærð, tveggja strokka
og kostar um 300 Bandaríkjadali (14.500 isl. 10*.), er sambyggð
framþjólinu.
Reuter
Roh Tae-woo
að leiðtogar ríkjanna beggja héldu
með sér fund sem fyrst til að
ræða griðasáttmála, gagnkvæma
fækkun í heijum landanna ásamt
friðsamlegum samskiptum og við-
skiptasamningum. Langtíma-
Ástarævintýrí Papandreous:
Vekur fremur aðdáun með
Grikkjum en hneykslan
Fjnandai Timea og Reuter.
UNDANFARNAR vikur hefur gríska þjóðin haft meiri áhyggjur
af ástarævintýri Andreasar Papandreous forsætisráðherra en
líðan hans eftir þjartauppskurð í London. Fyrir skemmstu birtist
umdeild mynd, tekin i garði sjúkrahússins, af ráðherranum með
ástkonu sinni. Að svo háttsettur ráðamaður skuli leyfa ljósmynd-
ara að mynda sig á rómantískri göngu með þjákonu sinni væri
óhugsandi í Bretlandi, Bandaríkj unum og næstum hvaða Vestur-
Evrópuríki sem er. Papandreou hafði hins vegar ekkert við slíkt
að athuga jafiivel þótt í Grikklandi sé tryggð við (jölskyldu og
heimili mjög í hávegum höfð og kynlffsbyltingin viðs Qarri.
Astarævintýri forsætisráðherr-
ans og flugfreyjunnar Dimitru
Liani hefur allt til að bera sem
hneykslað gæti viðkvæmar sálir
skyldi maður ætla. Þau hittust í
flugvél á leið til Indlands fyrir
þremur árum. Dagblað f stjómar-
andstöðu ljóstraði upp um hliðar-
spor forsætisráðherrans fyrir ári.
Þá kaus hann fremur að fara í
skemmtisigiingu með Liani en
taka þátt f minningarathöfn um
fómarlömb jarðskjálfta f bænum
Kalamata á Grikklandi.
Bæði era gift en skilnaður Liani
og eiginmanns hennar er yflrvof-
andi. Papandreou hyggst sækja
um skilnað frá Margareth, hinni
bandarfsku eiginkonu sinni, þegar
hann heldur heim ftá Englandi.
Þau hafa verið gift f 37 ár. í ljósi
þess að Papandreou er 69 ára
gamalj en Liani 34 ára mætti
búast við hneykslan og kröfu um
afsögn ráðherrans.
Aðdáunarverð lífsorka
En hvers vegna hefur gagnrýn-
in farið svo hljótt? Svarið er aug-
ljóst þegar haft er f huga að
íhaldssemi grísks þjóðfélags hvflir
þyngra á konum en körlum. Litið
er á dráp á ótrúum eiginkonum
eða vinkonum sem vegsemdar-
auka en framhjáhald karla, sem
er nokkurs konar viðtekin hefð,
staðfestir fremur aðdáunarverða
lífsorku. „Nú, ef stúlkumar geta
ekki látið hann í friði við hveiju
er að búast," eru hin dæmigerðu
viðbrögð grískra kynbræðra Pap-
andreous við hliðarspori hans.
Meðal eldri kynslóðar grískra
Papandreou og Dimitra f
ajúkrahúsgarðinum.
kvenna sem ekki vinna utan heim-
ilis er f heiðri höfð ímynd eigin-
konunnar sem býr í þöglu píslar-
vætti við framhjáhald eigin-
mannsins og fær útrás fyrir kvöl
sína í móðurástinni.
Píslarvætti eiginkonuniiar
Þvf er ekki að undra að stórir
hópar grfsks þjóðfélags lfta með
aðdáun á Margareth Papandreóu,
stofnanda herskárrar kvenrétt-
indahreyflngar á Grikklandi, sem
hefur kosið að taka framhjáíhald-
inu með þögn fremur en grípa
frumkvæðið til að binda enda á
hjónabandið.
Viðhorfið til „Mirni" eins og.
Papandreou kallar lagskonu sína
tekur daglegum breytingum. Þeg-;
ar Papandreou kaus að taka hana;
með sér til London í stað eiginkon-
unnar var bmgðið upp mynd af
henni sem hinni tryggu grísku
konu sem léti sér annt um elsk-
huga sinn. En þegar heimför for-
sætisráðherrann nálgast er henni
fremur lýst sem konunni sem
svipti hinn aldna ráðherra glór-
unni.
Fjölmiðlar á Grikklandi bfða
spenntir eftir heimkomu ráðherr-
ans en hann er nú á hóteli f Lon-
don til að ná sér eftir aðgerðina.
Hvað verður um Liani? Verður
hún við hans hlið f baráttunni
fyrir þingkosningamar í júnf? Er
hjónaband á döflnni?
Flestir spá því að ástarævintýr-
ið verði síst til að draga úr fylgi
við flokk Papandreous f kosning-
unum.