Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
ÁgústlngiJónsson.
BaldvinJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Oðagot
í hvalamálinu
Hvalamálið veldur enn einu
sinni uppnámi í stjóm-
málaumræðum hér á landi.
Ástæðan er alkunn. Tengel-
mann-fyrirtækið í Vestur-
Þýskalandi, nýlegur viðskipta-
vinur Sölustofnunar lagmetis,
hefur hætt viðskiptunum í
mótmælaskyni við hvalveið-
amar. Jafnframt er ljóst, að í
Bandaríkjunum eru stórir físk-
kaupendur tregari til viðskipta
við okkur en áður.
Þegar fréttimar um afstöðu
Tengelmanns bárust í lok
síðustu viku voru þeir báðir
erlendis Halldór Ásgrímsson,
sjávarútvegsráðherra, og Jón
Baldvin Hannibalsson, ut-
anríkisráðherra. Hefur hvala-
málið einkum hvílt á herðum
sjávarútvegsráðherra og eng-
inn vafí hefur leikið á því að
Halldór Ásgrímsson réði mestu
um stefnumótun í því. Hlut-
verk utanríkisráðherra hefur á
hinn bóginn verið að ræða og
kynna málið einkum gagnvart
bandarískum stjómvöldum.
Ámi Gunnarsson, þingmað-
ur Alþýðuflokksins, brást
þannig við fréttunum af
ákvörðun Tengelmanns, að
hann sagðist ætla að flytja til-
lögu til þingsályktunar um
endurskoðun á hvalastefnunni.
Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra, tók og í þann
streng í yfírlýsingum um
síðustu helgi að framkvæmd
hvalastefnunnar ætti að end-
urskoða og sagði meðal annars
í samtali við Morgunblaðið:
„Hins vegar tel ég vel koma
til greina að fella niður veiðar
næsta ár, sérstaklega ef hægt
er að halda öðrum þáttum
hvalarannsókna úti . . .“ í
samtali við ríkissjónvarpið á
mánudagskvöld sagði forsæt-
isráðherra þegar hann var
spurður um frestun hvalveiða
„um sinn á meðan öldumar
lægir": „Já, ég tel það vel
koma til greina, þetta mun
verða rætt í ríkisstjóminni á
fímmtudaginn og ég vil ekki
neita því að svo kann að fara
að við fellum niður hvalveiðar
t.d. næsta sumar." Taldi hann
ekki ólíklegt að frestunartil-
laga kæmi fram í ríkisstjóm-
inni. Varð þessi afstaða for-
sætisráðherra meðal annars til
þess að Ami Gunnarsson féll
frá áformum um að Ieggja
fram tillögu sína til þingsálykt-
unar fram yfír ríkisstjómar-
fundinn í dag. í gær sagði
forsætisráðherra svo, að
ákvarðana í hvalamálinu væri
ekki að vænta í þessari viku.
Hann myndi ekki leggja neinar
tillögur fram í málinu í ríkis-
stjóm í dag.
Sinnaskipti forsætisráð-
herra kunna að eiga rætur að
rekja til viðbragða sjávarút-
vegsráðherra og utanríkisráð-
herra. í Morgunblaðinu í gær
túlkar Jón Baldvin Hannibals-
son afstöðu Steingríms Her*
mannssonar í hvalamálinu
þannig, að hann hafí boðað
kúvendingu af hálfu íslensku
ríkisstjómarinnar. Telur hann
að forsætisráðherra hafí látið
þetta koma í Ijós á „afar
óheppilegum tíma“ og utanrík-
isráðherra telur að í þessu
máli eigi „yfírveguð niður-
staða" að ráða en ekki
„skyndiákvörðun undir þrýst-
ingi“. Verða orð utanríkisráð-
herra ekki skilin á annan veg
en hann telji að forsætisráð-
herra hafí staðið óvarlega að
málatilbúnaði sínum.
í samtali sem ríkissjónvarp-
ið átti við Halldór Ásgrímsson,
sjávarútvegsráðherra, síðast-
liðinn föstudag kom skýrt fram
að hann var ekki þeirrar skoð-
unar að ákvörðun Tengel-
manns ætti að hafa áhrif á
hvalastefnu stjómvalda: „Við
höfum ekki verið tilbúnir til
að fara eftir hótunum þessara
aðila sem byggja sinn mál-
flutning að mestu leyti á
ósannindum." Og í samtali við
ríkissjónvarpið á þriðjudags-
kvöld sagði sjávarútvegsráð-
herra um frestun hvalveiða:
„Ja, það kann vel að vera að
það séu þeir menn sem að telja
eða meta það þannig að nú sé
rétt að doka við en ég hef
ekki ennþá fengið sannanir
fyrir því að hér sé svo mikil
hætta á ferðum að það beri
að taka slíka ákvörðun, en
þetta verður rætt næstu daga
og við skulum bara sjá til hvað
kemur út úr því.“
Þegar á allt þetta er litið
vakna tvær spumingar: Hver
er eiginlega afstaða ríkis-
stjómarinnar í hvalamálinu?
Hver ætlar að sætta sjónarmið
formanns (forsætisráðherra)
og varaformanns (sjávarút-
vegsráðherra) Framsóknar-
flokksins í hvalamálinu?
Morgunblaðið/Bjarni
Bandaríska rannsóknaskipið Knorr í Reykjavíkurhö&i.
Hvalveiðisteftian:
Engin ástæða til a<
með æsing út af m
- segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra
„ÞAÐ er ákveðin stefiia sem hef-
ur verið framfylgt í hvalveiði-
málum og ég sé enga ástæðu tíl
þess að breyta henni á þessari
stundu. Það þarf að sjálfsögðu
að ræða þetta mái og taka það
til nánari athugunar. Það liggur
fyrir að við munum vera í sam-
bandi við Tengelmann á næst-
unni og mér finnst nú ekki
ástæða til að vera með neinn
æsing út af málinu á þessari
stundu," sagði Halldór Ásgrims-
son, sjávarútvegsráðherra, í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi. Hann var þá staddur í
Frankfurt í Vestur-Þýzkalandi á
leið heim, en fyrr um daginn
átti hann fiind með fulltrúa fyrir-
tækisins þýzka fyrirtækisins
Tengelmann í París.
Stjómendur Tengelmann ákváðu
í lok síðustu viku að kaupa ekki
íslenzkt lagmeti vegna hvalveiða
íslendinga. Halldór var spurður
álits á þeim atburði: „Það liggur
alveg fyrir að þetta gerist án 'þess
að leitað sé upplýsinga um málið.
Við skrifuðum þeim bréf fyrir
síðustu helgi, þar sem við útskýrð-
um málið og buðumst til þess að
veita frekari upplýsingar. Þessi
fundur í París var mjög vinsamleg-
ur og málið verður tekið upp innan
fyrirtækisins. Ég veit auðvitað ekki
til hvaða niðurstöðu það mun leiða.
Ég tel stöðuna í sjálfri sér ekk-
ert verri en hún hefur verið. Það
er alveg ljóst að friðunarsinnar
hafa sótt að okkur í alllangan tíma
og þeir hafa ekki hikað við að gefa
rangar upplýsingar og byggt mál-
flutning sinn að verulegu leyti á
ósannindum. Það hefur almennt
verið þannig að viðkomandi fyrir-
tæki hafa leitað eftir upplýsingum,
kynnt sé málið og komizt að þeirri
niðurstöðu að ákvörðun um að
hætta kaupum gætu þau ekki tek-
ið. Það væri ekki hægt að blanda
saman svona óskyldum málum í
innkaupum stórra fyrirtækja.
Ég get nefnt sem dæmi, að fyrir-
tæki eins og Tengelmann og ýmis
fleiri verzla mikið með túnfisk og
það vita allir að í túnfiskveiðunum
í heiminum er drepin óhemja af
höfrungum 100.000 til 300.000
árlega að talið er. Þá hlýtur að
vakna sú spuming hvemig fyrir-
tæki, sem vill ekki verzla með vör-
ur, sem tengjast á einhvem hátt
ósæskilegum hlutum að mati ein-
hverra, meti það hvar eigi að
stoppa. Það eru fleiri en íslending-
ar, sem stunda hvalveiðar í heimin-
um. Það gera líka Bandaríkjamenn,
Japanir, Norðmenn, Grænlendingar
og Rússar. Getur fyrirtæki sem
þetta og ýmis fleiri ákveðið að
kaupa engar vömr af löndum, sem
veiða hval? Þar fyrir utan eru eng-
ar hvalveiðar stundaðar á íslandi
nú. Við emm að vinna eftir rann-
sóknaráætlun, sem hefur verið end-
urskoðuð árlega. í fyrsta lagi höfum
við byggt stefnu okkar á samþykkt
Alþingis. Síðan hafa verið gerðar
nokkrar breytingar vegna sam-
þykkta Alþjóða hvalveiðiráðsins og
vegna samninga við Bandaríkja-
menn. Þessar breytingar fela meðal
annars það í sér, að við höfum
skuldbundið okkur til að framfylgja
ráðleggingum vísindanefndar hval-
veiðiráðsins. Það gerir það að verk-
um að af sjálfu sér er ekki hægt
að taka endanlega ákvörðun um
veiðar fyrr en að lokunum fúndi
vísindanefndarinnar og í reynd að
loknum fundi ráðsins sjálfs, en þess-
ir fundir verða haldnir í maí og
júní.“
Knýr staðan í dag okkur til þess
að fara út í áróðursstríð, til dæmis
með auglýsingum í erlendum blöð-
um og tímaritum?
„Ég tel að_ hættan stafí ekki af
almenningi. Ég tel hana fyrst og
fremst stafa af fyrirtækjum, sem
kaupa vörur af okkur. í tilviki Teng-
elmanns hefur líklega brugðizt,
hveijum sem það er um að kenna,
að koma réttum upplýsingum á
framfæri. Það þarf áreiðanlega að
auka upplýsingamiðlun til þess að
menn taki ákvarðanir á réttum for-
sendum, en ekki á grundvelli ein-
hverra sögusagna. Ég vænti þess
að í þessu fyrirtæki séu það skyn-
samir menn að þeir sjái að svona
stórt fyrirtæki getur ekki stundað
innkaup á grundvelli sem þessum,
heldur hlýtur það fyrst og fremst
að vera á viðskiptalegum grund-
Vestur-þýzka fyrir
Kaupir sjá^
gegn staðfe
Paris. Frá blaðamanni Morgunblaðsins Marg
NIÐURSTAÐA fimdar sjávarút-
vergsráðherra með innkaupa-
stjóra Tengehnann-fyrirtækisins
í París í gærmorgun varð sú, að
ríkisstjórnin verður að gefe. út
yfirlýsingu um að íslendingar
leggi niður hvalveiðar, að
minnsta kosti fram að næsta árs-
fimdi Alþjóða hvalveiðiráðsins,
sem haldinn verður árið 1990,
ef þýzka fyrirtækið á að taka
aftur upp viðskipti við Sölustofii-
un lagmetis, að sögn Theórs
Halldórssonar, framkvæmda-
stjóra Sölustofiiunar. Sjávarút-
vegsráðherra lofaði einnig að
senda fulltrúa frá rikisstjórninni
til fundar við yfirmenn Tengel-
mann i Vestur-Þýzkalandi eins
fljótt og hægt er, samkvæmt
sömu upplýsingum.
„A fundinum skýrði Halldór af-
stöðu Sslenzkra stjómvalda til hval-
Fundur Jóns Baldvins Hannibalssonar
Ræddu hvalamá
HÉR Á EFTIR fer fréttatilkynn-
ing sem utanríkisráðuneytið
sendi frá sér um firnd þeirra
Jóns Baldvins Hannibalssonar,
utanríkisráðherra, og George
Shultz, utanrikisráðherra
Bandaríkjanna.
„Jón Baldvin Hannibalsson, ut-
anríkisráðherra, átti í morgun, mið-
vikudaginn 19. október, fiind með
George P. Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, í Washington.
Á fundinum voru rædd tvíhliða
samskipti þjóðanna og ýmis al-
þjóðamál. Lagði Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra
áherslu á góð og náin tengsl ís-
lands og Bandaríkjanna.
Rætt var ítarlega um hvalveiði-
mál og vísindarannsóknir. ítrekaði
utanríkisráðherra röksemdir íslend-
inga fyrir vísindalegum rannsókn-
um á hvalastofnum. Fréttaflutning-
ur undanfarinna daga þýddi ekki
að ríkisstjóm íslands hefði breytt
afstöðu sinni til þessa máls. Ríkis-
stjómin myndi ræða málið og taka
afstöðu til með hvaða hætti fram-
hald þess yrði. Hann lagði áherslu
á að lslendingar hefðu full og óskor-
uð yfirráð yfír auðlindum sínum og
allar ákvarðanir um nýtingu auð-
linda innan efnahagslögsögu ís-
lands yrðu teknar af íslendingum
sjálfum án tillits til utanaðkomandi
þrýstings.
George P. Shultz lýsti fullum
skilningi á afstöðu okkar og tjáði
utanríkisráðherra að Bandaríkja-
stjóm myndi gera allt sem í hennar
valdi stæði til þess að vinna þau
málaferli, sem hún stæði nú í við
bandarísk umhverfisvemdarsamtök
og standa í einu og öllu við það
samkomulag sem þjóðimar hefðu