Morgunblaðið - 20.10.1988, Side 37

Morgunblaðið - 20.10.1988, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 38 37 Efling fískeldis forgangsverkefiii Þijár tíllögur til þingsályktunar vóru lagðar fram á Alþingi f gær: tillaga Guðmundar G. Þórarinssonar (F/Rvk) o.fl. um að fiskeldi skuli verða forgangsverkefiú í atvinnumálum, tíllaga Friðjóns Þórðarsonar (S/Vl) um endurskoðun lagaákvæða um gjafsókn og tillaga Guðrúnar J. Halldórsdóttur (Kvl/Rvk) o.fl um setningu laga um sjálfseignarstofh- anir. Samræmt afurðalánakerfí Fyrsta tillagan gerir ráð fyrir því að fiskeldi verði forgangsverkefni í atvinnumálum. Hún felur ríkisstjóm- inni, verði hún samþykkt, að vinna að uppbyggingu og þróun atvinnu- greinarinnar í samræmi við stefnu- mörkun. Tillagan felur og í sér að komið verði á samræmdu afurðal- ánakerfi [ þágu greinarinnar, sölu- skattur og aðflutningsgjöld verði endurgreidd bæði af stofn- og rekstr- arkostnaði, lántökuskattur verði end- urgreiddur og raforka til fiskeldis seld á taxta er taki mið af nýting- artíma og orkunotkun. Málssókn í þágn efíialítilla Önnur tillagan gerir ráð fyrir því að ríkisstjómin láti endurskoða ákvæði laga um gjafsókn í ljósi feng- innar reynslu „með það fyrir augum Neðri deild í gær: Níu lög samþykkt Frumvarp menntamálaráð- herra um Kennaraháskóla ís- lands var samþykkt sem lög frá Alþingi í neðri deild i gær. Sex önnur stjórnarfirumvörp og eitt þingmannafrumvarp vóru sam- þykkt sem lög. Frumvarpi Hjör- leife Guttormssonar og Guðrún- ar Helgadóttur um jafria stöðu og jafhan rétt kvenna og karla var vísað til ríkisstjórnarinnar. Átta sljómarfrumvörp og eitt þingmannafrumvarp vóru sam- þykkt sem lög í neðri deild Al- þingis í gær. Hin nýju lög fjalla um: 1) Kennaraháskóla íslands. 2) Siglingamálastofnun ríkis- ins. 3) Eiturefni og hættuleg efni. 4) Meðferð opinberra mála (sif- skaparbrot og skírlífísbrot). 5) Meðferð opinberra mála (hækkun fjársekta). 6) Lögreglusamþykktir. 7) Sveitarstjómir. 8) Húsnæðisstofnun ríkisins (úrsögn úr byggingarsamvinnufé- lagi). 9) Heimild fyrir Reykjavíkur- borg til að taka eignamámi hluta af landi jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogskaupstað. I neðri deild var jafnframt mælt fyrir nokkrum stjómarfum- Alþingishúsið: Merki Kristjáns níunda víkur -tiilagaÁrna Gunnarssonar „Alþingi ályktar að fela forsetum þingsins að láta taka niður merki Kristjáns niunda Danakonungs, sem nú er á norðurhlið Alþingis- hússins, og láta koma þar fyrir íslenzka skjaldarmerk- inu frá 1944 ásamt skjald- berum: griðungi, bergrisa, gammi og dreka.“ Þannig hljóðar tillaga til þingsályktunar sem Ámi Gunn- arsson, þingmaður Alþýðu- flokks, hefur lagt fram á Al- þingi. I greinargerð segir að eðli- legt sé „að hið fagra og lögg- ilta skjaldarmerki þjóðarinnar frá 1944 fái að prýða Alþingis- húsið í stað merkis Kristjáns níunda Danakonungs". í greinargerð segir ennfrem- un „Þótt Alþingishúsið sé í A-flokki friðaðra húsa er ekk- ert sem kemur í veg fyrir þessa breytingu sé hún gerð í sam- ráði við og með samþykki hús- friðunamefndar.“ vörpum, m.a. um tekjustofna sveitarfélaga, staðgreiðslu opin- berra gjalda og viðskiptabanka. að auðvelda efnalitlu fólki að ná rétti sfnum að lögum“. Rammalögum sjálfseignarstofhanir Þriðja tillagan felur ríkisstjóminni •að „setja á stofn starfsnefnd er vinni að samningu rammalöggafar um sjálfseignarstofnanir". Heimahjúkrun - Bjargráðasjóður Ragnhildur Helgadóttir (S/Rvk) spyr heilbrigðisráðherra, hvað líði framkvæmd ákvæðis laga um al- mannatryggingar, þess efiiis, að hjúkrunarfræðingar geti tekið að sér að veita einstaklingum heimahjúkrun á grundvelli greiðslna úr sjúkrasam- lögum eins og lengi hefur gilt um heimilislækningar. Friðjón Þórðarson (S/Vl) spyr landbúnaðarráðherra, hvað miði end- urskoðun laga um Bjargráðasjóð og hvaða hugmyndir ráðherra hafi um framtíðarhlutverk hans. Úr skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts, Akranesi. Júlíus Sólnes (B/Rn) um Marokkótogarana: Útflutningnr á íslenzku hugviti og þekkingu „Þetta verkefiii reyndist ekki vert stuðnings,“ sagði Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra^ - Júlíus Sólnes (B/Rn) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í Sameinuðu þingi í gær. Tilefiiið var synjun rikisstjómarinnar á beiðni Stálvíkur hf. um styrki og ábyrgðir vegna smíði á togurum fyrir Marokkó- menn. Sagði Júlíus að enn væri tækifæri til að bjarga þessu mikil- væga verkefni fyrir íslenzkan skipasmíðaiðnað og skoraði á stjórn- völd að taka af skarið í þvi efiii. Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, sagði hinsvegar að við gætum ekki keppt við ríkisstyrktan skipasmíðaiðnað stór- þjóða. Ef ríkisstjórnin hefði orðið við þessari beiðni væri komið út í samkeppni rikissjóða — i stað samkeppni fyrirtækja — og ríkissjóð- ur íslands hefði ekki burði til að halda slíkri samkeppni tíl streitu. Stjórnvöld, bankar og Qökniðlar brugðust Júlíus Sólnes (B/Rn) sagði mik- ilvægt að efla útflutning íslenzks hugvits og sérhæfðrar þekkingar, eins og hér hafi verið um að ræða. Smíði skipanna væri ekki nema hluti af miklu stærra máli, þótt hún væri mikilvæg, út af fyrir sig, til að gera skipasmíðaiðnaðinum kleift að endurhæfa sig. Hér hafi ekki síður verið um að ræða sölu á fjöl- þættum hátæknibúnaði, sem vægi þungt í heildardæminu. Nefna mætti vindur og spii, tölvustýrðar vogir, veiðarfæri og margskonar hliðarþjónustu við skipasmfðaiðnað- inn. Júlíus gagnrýndi stjómvöld, banka, fjölmiðla og almenning fyrir neikvæðari afstöðu til tækifæra af þessu tagi en uppi væri í samkeppn- isríkjum okkar. Norsk viðbrögð væru allt önnur. Þar stæðu allir aðilar saman um að koma sér- hæfðri þekkingu, sem til staðar væri, á alþjóðlegan markað. Gerði Júlíus samanburð á fyrir- greiðslu bankakerfís, annarsvegar hér á landi og hinsvegar í Dan- mörku, þegar yerkefni af þessu tagi ætti í hlut. íslenzka bankakerfíð reyndist ekki „samkeppnishæft" að þessu leyti, hvorki um þjónustu né gjaldtöku fyrir veitta þjónustu. Bankakostnaður hér væri stórum hærri. Júlfus sagðist út af fyrir sig geta fallist á þá afstöðu, sem fælist í því að hafna beiðni um ríkisstyrki, en eftir stæði möguleikinn til að leysa málið í samstarfi íslenzkra og erlendra skipasmíðastöðva. Það væri ekki verjandi fyrir stjómvöld að halda að sér höndum þegar sú hlíð málsins ætti í hlut. Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, sagði okkur ekki fært að keppa við niðurgreiddan iðnað milljónaþjóða. Þá væri komið út í samkeppni ríkissjóða, ekki fyrir- tækja. Hyggilegra væri að kaupa en selja niðurgreidd fískiskip, ef með þyrfti. Hann minnti á hvern veg Svíar hefðu orðið að leggja af stórfyrir- tæki í olíuskipa- og farmskip- asmíði, einfaldlega vegna þess að ekki hafi verið hægt að fylgja fram niðurgreiðslustefnunni, kostnaðar- ins vegna. í því dæmi, sem hér um ræddi, hefði verið farið fram á styrki upp á rúmar 370 m.kr., auk ríkis- ábyrgða, sem numið hefðu marg- faldri þeirri fjárhæð. Ábyrgðir hefðu bæði átt að ná til þess, ef skipasmíðastöðvar gætu ekki staðið við samning sinn, sem og til þess ef kaupendur skipanna stæðu ekki við sitt, eða heltust úr lestinni. Engar tiyggingar hafí verið lagðar fram fyrir annarri sölu skipanna, ef Marokkómenn hyrfu úr dæminu. Þetta verkefni hafí einfaldlega ver- ið of áhættusamt, ekki gengið upp. Annað mál væri að styrkja þyrfti rekstrarstöðu skipasmfðaiðnaðarins með einum eða öðrum hætti. Selja má fleira en freðfísk og herta þorskhausa Ekki er rúm til að rekja þessa umræðu ítarlega, aðeins drepið á örfá atriði enn. Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn) sagði m.a. að stjómvöld hefðu komizt að réttri niðurstöðu í þessu máli. Þetta gengi ekki upp, þótt ríkisstyrkir hefðu komið til. Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, fór fram á það við Júlíus Sólnes að hann gæfí ráðu- neyti sínu skýrslu um þann mun á bankafyrirgreiðslu og mun á banka- kostnaði, erlendis og hér, sem fram hefði komið í ræðu hans. Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al) sagði að skipasmíðaiðnað- urinn og iðnaðurinn í heild hefði hrunið meðan Sjálfstæðisflokkurinn réð ríkjum f iðnaðarráðuneytinu. Friðrik Sophusson (S/Rvk) sagði fleiri flokka hafa farið með iðnaðarráðuneytið en Sjálfstæðis- flokkinn síðasta áratuginn, gott ef Hjörleifur Guttormsson hefði ekki einnig komið til sögunnar. Vandi iðnaðarins væri ekki sízt fólginn í sveiflum fslenzks efnahagsbúskap- ar, einkum í sjávarútvegi, sem og í innlendri verðbólgu, gengisskrán- ingu o.fl. Hann sagði lánasjóð í skipasmíði, fískveiðasjóð, ekki heyra undir iðnaðarráðuneyti, held- ur sjávarútvegsráðuneytið. Og loks spurði hann viðstadda ráðherra, hvort sá millifærzlumokstur, sem til stæði að frumkvæði ríkisstjóm- arinnar, ætti í engu að gagnast iðn- aðinum í landinu. Albert Guðmundsson (B/Rvk) sagði furðu gegna, hve neikvætt stjómvöld og kerfið væm á útfiutn- ing fslenzks hugvits, sérhæfðrar þekkingar og framtaks utan hefð- bundinna atvinnugreina. Afstaða þessara aðila sýndist bundin við freðfísk og herta þorskhausa. Hann tók undir framkomna gagnrýni á bankakerfíð. Mál væri til komið að efna til viðskiptadeilda' í bönkum landsins, jafnvel í samvinnu við er- lenda banka. Júlíus Sólnes, málshefjandi, þakkaði málefnalega umræðu. Hann sagði að það hefði máske verið mistök að fara fram á ríkis- styrki. En lái okkur hver sem vill, bætti hann við. Millifærslur þær, sem ríkisstjómin var mynduð um, em að dijúgum hluta styrkjaúthlut- un. Má ekki styrkja útflutning á sérhæfðri þekkingu í skipasmíði eins og annan útflutning, þegar stjómarstefnan er fyrst og fremst millifærslur til atvinnufyrirtækja? Mega ekki stjómvöld hafa í huga hvem veg ákvörðun þeirra á sínum tíma um bann við smíði fiskiskipa lék þessa atvinnugrein? Ég skora, þrátt fyrir það sem orðið er, á ríkis- stjómina að rétta samstarfshönd til skipasmíðaiðnaðarins, um að bjarga því sem enn má bjarga af þessu verkefni, sagði Júlíus að lokum. Jöfiiun á námskostnaði: Endurskoðun gild- andi laga lokið — sagði menntamálaráðherra Guðrún J. Halldórsdóttir (Kvl/Rvk) mælti í gær i Samein- uðu þingi fyrir tillögu til þings- ályktunar um að hraða endur- skoðun laga um ráðstafanir til jöfiiunar námskostnaðar. Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, sagði þessari endurskoðun ný- lega lokið, en ekki væri enn ákveðið, hvernig með þetta mál yrði farið. Guðrún J. Halldórsdóttir sagði að sér hefði verið kunnugt um það, að endurskoðun laganna væri langt komin. Annað mál væri að það vildi á stundum gerast við ráðherra- skipti, að góð mál, sem verið hefðu í skoðun fyrir, væm svæfð. Nauðsynlegt væri að halda þessu máli vakandi. Mikilvægt væri að fólk, sem ekki hefði lokið skóla- skyldu af ýmsum ástæðum, ætti möguleika á námi og námsstyrkj- um, en svo væri ekki samkvæmt lögum. Ennfremur, að þeir, sem styrkja nytu, hlytu viðhlítandi að- stoð. Styrkupphæðir, sem gildandi lög gerðu ráð fyrir, hefðu rýmað mjög í tímans rás.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.