Morgunblaðið - 20.10.1988, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988
Ráðstefhufulltrúar við höll Katarínu í Leningrad. Jón Haraldsson
arkitekt er annar frá hægri í annarri röð.
Alþjóðleg ráðsteftia
um heilsugæslustöðvar
Alþjóðlega skeiðmeistaramótið:
Keppt á kappakstursbraut
Morgunblaðið/V aldimar Kriatinsson
Meðal keppenda á skeiðmeistaramótinu nú verða Sigurbjöm Bárðar-
son og Kalsi frá Laugarvatni sigruðu í gæðingakeppninni í fyrra.
„Skilgreining hönnunar, bygg-
ing og viðhald heilsugæslu og
sjúkraþjónustu með tilliti til
markmiðs Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar" var yfir-
7 skrift ráðstefiiu sem haldin var
í Moskvu síðustu viku september.
Einum íslendingi var boðið til
ráðstefhunnar, Jóni Haraldssyni,
arkitekt og flutti hann erindi um
heilsugæslu og heilsugæslustöðv-
ar á íslandi. Jón hefiir m.a. unn-
ið við hönnun ýmissa heilsu-
gæslustöðva og hjúkrunarheim-
ila hér á landi undanfarna tvo
áratugi í samráði við Heilbrigðis-
og tryggingaráðuneytið.
Skipuleggjendur ráðstefnunnar,
Arkitektafélag Sovétrílcjanna(PH-
G-deild) og heilbrigðismálaráðu-
neytið þar í landi, buðu 60 félögum
heilsugæsluhóps Alþjóðasambands
arkitekta frá 30 þjóðum til fundar-
ins.
Á ráðstefnunni sem hófst þann
25. september í Moskvu voru flutt
fjölmörg erindi um ástand og horfur
í þessum efnum víða um veröld.
Síðan var ráðstefnugestum boðið
að skoða ýmsar heilbrigðisstofnanir
í Moskvu og Leningrad, en þangað
var stefnt í þinglok, til fróðleiks og
fagnaðar.
Að sögn Jóns Haraldssonar tókst
ráðstefnan mjög vel og var ítarleg,
fróðleg og framsækin. Hann sagði
svo raunar jafnan vera um fundi
Alþjóðasambands arkitekta og heil-
sugæsluhópsins, hvar sem þingað
væri. Jón sagði í athugun hvort
unnt sé að halda slíka ráðstefnu á
íslandi og kvað hann þafa komið
fram mikill áhugi á íslandi sem
fundarstað, auk þess sem ástand
heilbrigðismála og þjónusta á ís-
landi þótti um margt til fyrirmynd-
ar. Jón Haraldsson sagði að menn
hefðu verið á einu máli um að sov-
ésku gestgjafamir ættu miklar
þakkir skildar fyrir höfðinglegar
móttökur og vel skipulagða ráð-
stefnu.
_________Hestar_______________
Valdimar Kristinsson
Alþjóðlega skeiðmeistaramótið
verður haldið f Þýskalandi 22. og
23. október nk. en mót þessi hafa
verið haldin þar um árabil við
vaxandi vinsældir. Það er Skeið-
mannafélagið, sem er alþjóðlegt
félag skeiðreiðarmanna á íslensk-
um hestum, sem heldur mótið.
Keppnin fer fram á mótorhjóla-
kappakstursbraut sem heitir Spe-
edway Bahn og er skammt frá
hestamiðstöðinni Rexhof þar sem
reiðkennarinn góðkunni Hans Ge-
org Gundlach er með starfsemi
sína.
Keppnisgreinar eru gæðinga-
keppni A-flokkur, fímmgangur, gæð-
ingaskeið, 150 og 250 metra skeið
og töltkeppni sem er nokkuð frá-
brugðin því sem hér þekkist. Aðeins
fimmgangshestar eru gjaldgengir og
verða þeir sem keppa í töltinu að
hafa hlotið einkunn fyrir skeið í ein-
hverri mynd eða tíma á skeiðkapp-
reiðum. Engar reglur gilda um fóta-
búnað keppnishrossa en dómarar
mega hinsvegar lækka einkunnir ef
þeim þykir fótabúnaður hafa óeðlileg
áhrif á ganglag hestanna.
A sunnudag fer fram keppni sem
kölluð er á erlendu máli Pace
Championat en þar keppa þeir fjórir
sem bestum tíma hafa náð í 250
metra skeiðinu á laugardeginum og
skipta þeir á hestum þannig að hver
knapi ríður öllum hestunum og eru
þvi famir flórir sprettir. Sá er hlýtur
bestan samanlagðan tíma sigrar og
kallast skeiðmeistari. Þá verður út-
nefndur skeiðreiðarmaður ársins en
þann titil hlýtur sá sem hefur náð
bestum tímum ársins og lagðir sam-
an þrir bestu tímar hjá hveijum
knapa. Þar sem þetta er síðasta
skeiðkeppni ársins hafa þeir sem
þátt taka í mótinu möguleika á að
ná sér í góðan tíma og þá jafnvel
tryggja sér þennan eftirsóttan titil.
Ahugi íslenskra knapa fyrir al-
þjóðlega skeiðmeistaramótinu hefur
aukist ár frá ári og er nú vitað um
11 sem hyggja á þátttöku. Eru það
bæði íslendingar búsettir í Þýska-
landi og eins fara nokkrir héðan og
má þar nefna Sigurbjöm Bárðarson
sem keppir á Flugari í skeiði og jafn-
vel fimmgangi, þá keppir hann í
gæðingakeppninni á Kalsa frá Laug-
arvatni en þeir sigruðu í henni í
fyrra. Einnig verður hann með Torfa
frá Hjarðarhaga í 150 metra skeiði
en þeir eiga þýskt met á þeirri vega-
lengd.
Þá mun Reynir Aðalsteinsson sem
nú er ytra við reiðkennslu og þjálf-
un, keppa á stóðhestinum Trausta
sem er úr ræktun hans. Walter Feld-
mann sigraði skeiðið á þessum hesti
á mótinu í fyrra.
Þá hefur heyrst að Tómas Ragn-
arsson fari á mótið og verði auk
þess með tveggja daga skeiðnám-
skeið. Þá mun Aðalsteinn Aðalsteins-
son vera að leita sér að hesti til þátt-
töku og Jón Pétur Olafsson verður
einnig með í leiknum. Af þeim fslend-
ingum sem búa ytra verða meðal
þátttakenda Jón Steinbjömsson,
Þórður Jónsson, Birgir Gunnarsson,
Gunnar Öm ísleifsson og Herbert
„Kóki“ Ólason sem mætir með-Vill-
ing frá Möðruvöllum. Einnig má geta
þess að Walter Feldmann jr. verður
með vekringinn góðkunna Adam frá
Hólum og Lögg frá Sauðárkróki en
hann hefur verið ósigrandi á hrys-
sunni í gæðingaskeiði á mótum sum-
arsins.
Mótsstaðurinn er sunnan við borg-
ina Ludvigshaven og vestan við Rín.
Keppnin fer fram á 700 metra langri
kappakstursbraut og mun áhorf-
endastúkan vera yfirbyggð.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Vopnafjörður
Almennur stjórn-
málafundur verður
haldinn í félags-
heimilinu Miklagarði
fimmtudaginn 20.
október kl. 20.30
um stjórnmálavió-
horfið og stefnu
Sjálfstæðisflokks-
ins. Á fundinn koma
alþingismennirnir
Kristinn Pétursson og Halldór Blöndal. Umræður og fyrirspurnir
verða á eftir framsöguræðum. Fólk er hvatt til að mæta.
Stjóm kjördæmisráös Sjálfstæðisflokksins i Austurlandskjördæmi.
Bakkafjörður
- Skeggjastaðahreppur
Almennur stjórn-
málafundur verður
haldinn í grunnskól-
anum föstudaginn
21. október kl.
20.30 um stjórn-
málaviðhorfið og
stefnu Sjálfstæðis-
flokksins. Á fundinn
koma alþingismenn-
irnir Kristinn Péturs-
son og Halldór Blöndal. Umræður og fyrirspurnir verða á eftir fram-
söguræöum. Fólk er hvatt til að mæta.
Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins i Austurlandskjördæmi.
Aðalfundur
Þórs félags ungra sjálfstæðismanna á Akranesi verður haldinn í sjálf-
stæðishúsinu á Akranesi f Heiöargeröi 20 kl. 15.00 laugardaginn
22. október.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Sjálfstæðiskvennafélagið
Vorboði, Hafnarfirði
Aðalfundur Vorboðans verður haldinn í Sjálfstæöishúsinu, Strand-
götu, mánudaginn 24. október kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Kaffihlé. Gestur fundarins: Frú Hjördís Þorsteinsdóttir segir frá
kvennaráðstefnu „Nordisk forum".
Stjórnin.
Trúnaðarráð
Hvatar
Fundur í Valhöll,
kjallarasal fimmtu-
daginn 20. október
kl. 18.00.
Sveinn H. Skúlason
formaður fulltrúa-
ráðsins i Reykjavík
kynnir stefnuskrár-
ráðstefnuna.
Guðrún Zoega fyrr-
verandi aðstoðar-
maöur ráðherra
segir frá störfum sinum í Iðnaðarráðuneytinu.
Léttar veitingar verða á boðstólum. Fjölmenniö.
Stjórnin.
Ráðstefna um málefni
aldraðra í Kópavogi í
nútíð og framtíð
haldin á vegum full-
trúaráðs sjálfstæð-
isfélaganna í Kópa-
vogi laugardaginn
22. október nk. í
Félagsheimili Kópa-
vogs, 2. hæð.
Ráöstefnan hefst kl.
13.30 stundvíslega.
Réðstefnustjóri:
Arnór Pálsson.
Setning: Halldór Jón
anna.
Frummælendur:
1. Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri. Valkostir aldraðra.
2. Ásgeir Jóhannesson, forstjóri. Uppbygging Sunnuhliðar.
3. Sverrir Sigfússon, útibússtjóri. Fjármál.
4. Sigurveig H. Sigurðardóttir, yfirfélagsráðgjafi. Horft til framtíðar.
5. Ásthildur Pétursdóttir, fararstjóri. Ferðamál aldraðra.
Fyrrverandi biskup, Sr. Sigurbjörn Einarsson, flytur ávarp.
Kl. 15.00: Kaffihlé.
Almennar umræður og skoöanaskipti, frummælendur sitja fyrir svörum.
Ráðstefnan er öllum opin, jafnt ungum sem öldnum, sem vilja láta
sig þessi málefni varða á einhvern hátt.