Morgunblaðið - 20.10.1988, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 20.10.1988, Qupperneq 46
46 MORGUNBLASIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 Samband sunnlenskra kvenna 60 ára: Gaf Sjúkrahúsi Suður- lands 1,3 imlljómr kr. Selfossi. Kvenfelagskonur í Árnes- og Rángárvallasýslu héldu upp á 60 ára afmæli Sambands sunn- lenskra kvenna i Hótel Selfossi 30. september síðastliðinn. Af- mælisfagnaðinn sóttu um 400 manns og þar voru ávörp flutt og sambandinu færðar gjafir. Drífa Hjartardóttir formaður sambandsins afhenti Sjúkrahúsi Suðurlands stórgjöf f tilefiii af- mælisins, 1.353.930 krónur, til byggingar sólstofu við sjúkra- deild aldraðra á Selfossi. í Sambandi sunnlenskra kvenna eru nú 29 kvenfélög með um 1.200 félagskonum. Eista félagið er Kven- féiag Eyrarbakka 100 ára. Sam- bandið var stofnað 30. september 1928, meðal annars fyrir forgöngu Halldóru Bjamadóttur. Fyrsti for- maður SSK var Herdís Jakobsdótt- ir. Aðalmarkmið sambandsins var að vinna að aukinni heimilisfræðslu og þetta markmið náðist með stofn- un húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni. Meðal gjafa sem sambandið fékk var peningagjöf og 29 rósa vöndur frá kvenfélögunum og hátíðafáni úr silki frá stjómar- og varastjóm- arkonum. Með fánanum vildu þær sýna hug sinn til SSK og þakklæti fyrir að fá að sinna störfum á vett- vangi sambandsins. Stórgjöf sambandsins til Sjúkra- húss Suðurlands sýndi að kvenfé- lagskonum er meira í mun að gefa en þiggja. SSK hefur átt stóran þátt í að aðstaða og umönnum aldr- aðra hefur batnað. Sambandið hef- ur stutt þá uppbyggingu dyggilega með stórgjöfum. Drífa Hjartardóttir formaður lét þess getið að þegar Morgunblaðið/Sig. Jóns. Drífa Hjartardóttir formaður SSK. sólstofan hefði risið við Ljósheima, sjúkradeild Sjúkrahúss Suðurlands, þá myndi sambandið afhenda flár- hæð til kaupa á húsgögnum. Meðal skemmtiatriða í afmælis- hófinu var einsöngur Óskar Óskars- dóttur við undirleik Óláfs Vignis Albertssonar og Hlínar Pétursdótt- ur við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Konur úr Kvenfé- lagi Hrunamanna sýndu þjóðbún- inga og voru sumir gripimir aldarg- amlir. Sönghópur Kvenfélags Eyr- Borgarnes: „Er launajafiiréttí karla o g kvenna goðsögn?“ Borgamesi. Verkalýðsfélag Borgarness hélt nýlega borgarafúnd á Hótel Borgamesi. Fundarefnið var „Er laumyafnrétti karla og kvenna goðsögn?" Fundurinn var vel sóttur. Voru konur í meirihluta og margar þeirra komnar nokk- uð langt að og nokkrar „alla leið frá Reykjavík“, eins og ein þeirra orðaði það. Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgamess, setti fUndinn og sagði hann vera sjötta álmenna fundinn sem verkalýðs- félagið efndi til á sl. Qórum árum. Um fúndarefni þessa fundar sagði Jón: „Þetta er málefni sem snertir alla. Þrátt fyrir löggjöf um launa- jöfnuð er langt frá þvf að jafnrétti ríki. Ég tel að verkalýðsfélög um land allt þurfi að skapa víðtæka umræðu um launajafnrétti og leita leiða til úrbóta. En það er einmitt tilgangur þessa fundar." Verulegur tekjumunur á milli kynjanna Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, flutti erindi þar sem fram komu tölulegar upplýsingar um þró- un launamála hérlendis á síðustu áratugum, með tilliti til launamis- munar karla og kvenna. Kom þar meðal annars fram að atvinnuþátt- taka kvenna hefur á síðustu fímm árum aukist úr 64% í rúmlega 70%, sem hann sagði vera mikið stökk á ekki fleiri árum. Þá kom fram að fleiri konur vinna við verslunar- störf, þjónustu og í bönkum en kariar. En í öllum atvinnugreinum væri um verulegan tekjumun á milli kynjanna. Launin fyrir hvert árs- verk væru mun hærri hjá körlum en konum. Eina af ástæðunum fyr- ir lægri tekjum kvenna sagði As- mundur vera að þær ynnu minni yfirvinnu en karlar. Þá kom fram að launamismunur karla og kvenna, þ.e. dagvinnutaxti í hinum ýmsu atvinnugreinum, væri mjög mis- munandi. Munurinn væri mjög lítill á milli kynjanna í ófaglærðum störf- um en síðan mætti segja að munur- inn ykist jafnt og þétt eftir því sem menntunin jrrði meiri og mestur væri þessi munur á milli háskóla- menntaðra karla og kvenna. „Ég þekki enga goðsögn um launajafn- rétti karla og kvenna," sagði Ás- mundur og hélt áfram. „Það vita allir að það er verulegur launamun- ur á milli kynjanna." Taldi Ásmund- ur brýnt að ræða með hvaða hætti væri hægt að eyða þessu launamis- rétti sem væri á milli karla og kvenna. Ræddi hann í því sambandi um að auka þyrfti menntun kvenna, auðvelda þeim aðgang að fleiri starfsgreinum og bæta þyrfti að- stöðu til dagvistunar bama sem myndi auðvelda konum frekari at- vinnuþátttöku. Karlar yfírborgaðir Danfríður Skarphéðinsdóttir, al- þingismaður, vitnaði f sinni fram- sögu til nýrrar skýrslu Fram- kvæmdanefndar um launamál kvenna, þar sem kom fram að með- altekjur karla í fullu starfi árið 1985 voru 63% hærri en fullvinn- andi kvenna. Sagði Danftíður að nýrri kannanir sýndu að bilið hefði enn breikkað. Taldi Danfríður þenn- an tekjumun stafa af unninni og óunninni yfirvinnu karlanna og öðr- um yfirborgunum sem þeir fengju. Þá sagði Danfríður að launamis- rétti milli kynjanna væri ekkert séríslenskt fyrirbrigði og vitnaði í því sambandi til skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá 1980. Um úrbætur á launamisréttinu sagði Danfriður að fyrst og síðast þyrfti að koma á breyttu verðmætamati á vinnu og vinnuframlagi kvenna. Almenn viðhorfsbreyting Hansfna Stefánsdóttir, starfs- maður Verslunarmannafélags Ár- nessýslu, taldi að til þyrfti að koma almenn viðhorfsbreyting í þjóðfé- laginu til þess að hægt yrði að breyta launamisréttinu. Byija ætti inni á heimilunum, kenna bömum að vinna kvenna væri jafti mikilvæg og vinna karla. Þá þyrfti að endur- meta vægi starfa til launa með til- liti til ábyrgðar í starfí. Kvaðst Hansína binda miklar vonir við jafn- réttisnefnd, sem Alþýðusambandið ætlaði að koma á fót á næstunni. Ætti sú nefnd að móta áætlun til að ná fram launajafnrétti kynjanna. Viðamikil könnun Þjóðhagsstofhunar Sigurður Snævarr, hagfræðing- ur, ræddi um þá atvinnubyltingu sem hefði orðið á fslenskum vinnu- markaði á síðustu áratugum með tilkomu aukinnar atvinnuþátttöku giftra kvenna. Sýndi Sigurður fund- armönnum síðan fram á hvemig lesa mætti ýmsar staðreyndir um tekjumun út úr skattframtölum fólks. Studdi Sigurður mál sitt með flölda súlu- og línurita og annarra gagna. Þá sagði Sigurður: „Við f Þjóðhagsstofnun erum að vinna að viðamikilli skýrslu sem hefúr vinnu- heitið Samanburðarkönnun á launa- kjörum karla og kvenna, sem við vonumst til að geta lokið við á næstu vikum eða kannski mánuð- um.“ Meðal annars sem komið hefði Morgunblaðið/Theodór K. Þórðanion Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, flytur framsöguræðu, Jón Agnar Eggertsson, formaður Verka- lýðsfélags Borgamess, Svava Halldórsdóttir fúndarstjóri og Bjarai Skarphéðinsson fúndarstjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.