Morgunblaðið - 20.10.1988, Page 47

Morgunblaðið - 20.10.1988, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 47 Drífa Hjartardóttir afhendir Hafsteini Þorvaldssyni framkvæmda- stjóra Sjúkrahúss Suðurlands peningagjöfina. arbakka söng og Kvenfélagið Freyja í Austur-Landeyjum sýndi leikþátt. Sambandinu barst fjöldi ham- ingjuóska og gjafa, meðal annars frá Stéttarsambandi bænda og Búnaðarsambandi Suðurlands. I máli eins ræðumanns kom fram að þau byggðarlög þar sem kvenfélög starfa væru miklu ríkari að mann- kærleika en þau sem ekki hefðu slíkan félagsskap. Til að leggja áherslu á menningar- og mannúðar- þáttinn í starfi sunnlenskra kvenna orti Guðlaug Sveinbjömsdóttir frá Uppsölum í Hraungerðishreppi ljóð til sambandsins. Við þetta ljóíð hef- ur ung húsmóðir á Selfossi, Guð- björg Sigurðardóttir, samið lag sem gjaman er sungið á samkomum félaganna: Sunnlenskar konur sækja sífellt i Ijóssins átt fullar af yl og orku efla hvem gæfuþátt. Æskuna vilja þær vemda veita þeim öldnu skjól, menningarmerkið bera móti hækkandi sól. Sig. Jóns. Fundargestir á fundi um launajafhrétti karla og kvenna, sem hald- inn var í Borgarnesi fyrir skömmu. út úr þessari könnun væri að aukin menntun kvenna og ábyrgð í starfi skilaði sér ekki í auknum tekjum. Hvati hagvaxtar er fólksQölgun Víglundur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri, ræddi töluvert um þann rugling sem væri í umræð- unni um launamismun kynjanna. Oft væri ruglað saman launamun og tekjumun. Um beinan launamun væri sjaldnast að ræða í launatöxt- um. Hins vegar ríkti tekjumunur í þessu þjóðfélagi á milli kynjanna vegna þess að konur væru ekki jafn virkir þátttakendur í atvinnulífinu og karlar. „Konur eru í dag að mestu í hlutastörfunum í þjóðfélag- inu. Það er kannski frumástæðan fyrir þeim tekjumun sem ríkir á milli kynjanna," sagði Víglundur. Til úrbóta til langs tíma sagði Víglundur: „Ég hef sagt það áður og ég meina það í fúlustu alvöru að frumhvati hagvaxtar í hveiju þjóðfélagi er fólksfjölgun og það er grundvallaratriði að við búum þannig um hnútana að ungt fólk í dag geti hvort tveggja í senn, sam- einað virka vinnuþátttöku í þjóð- félaginu og átt og alið upp böm. Og þetta gerum við ekki nema með miklu öflugri stefnumótun að því er varðar dagheimili, leikskóla, for- skóla og grunnskóla, heldur en við höfum í dag. Við þurfum nýja og samræmda stöðu á öllum þessum sviðum." Það markmið að jafna tekjumun kynjanna sagði Víglundur að næðist ekki á einni nóttu því „við búum í karlaveldi í dag“. Ríkið borgi heimavinnandi konum laun Að loknum framsöguræðum var orðið gefið frjálst og tóku margir til máls. Athygli vakti hugmynd Kristínar Halldórsdóttur frá Borg- amesi um að konur ættu að eiga þess kost að velja hvort þær ynnu við heimilisstörf og bamauppeldi eða fæm út á vinnumarkaðinn og ætti ríkið þá alveg eins að geta greitt þeim laun fyrir að vinna heimilisstörfin eins og að greiða í dag með bömum á dagheimilum og öðrum stofnunum. - TKÞ Farmanna- og fiskimannasambandið: Sjómenn sitja ekki við sama borð og aðrir launþegar STJÓRN Farmanna- og físki- mannasambands íslands hefur beðið Morgunblaðið að birta eft- irfarandi ályktun: „Fundur stjómar FFSÍ haldinn fostudaginn 7. október mótmælir harðlega afnámi samningsréttar í nýsettum bráðabirgðalögum ríkis- stjómarinnar. Einnig mótmælir fundurinn þeirri ákvörðun að al- mennt fískverð frá 3. júní sl. skuli gilda til 15. feb. á næsta ári. í því sambandi bendir stjómin á tvennt: í fyrsta lagi voru öllum launþegum tryggðar með lögum 10% gmnnkaupshækkanir, að lág- marki, á tímabilinu 31. des. 1987 til 1. júní 1988. Á sama tíma og sjómenn fengu aðeins tæplega 5% hækkun á almennu fiskverði er ljóst að mörg launþegasamtök fengu kjarabreytingu umfram hin lög- bundnu 10%. í öðru lagi lúta laun sjómanna í megin atriðum sömu lögmálum og tekjur útflutnings- greinanna, þ.e.a.s. breytast með gengisskráningu og verðbreyting- um afurða á erlendum mörkuðum. Við bendum á að efnahagsaðgerð- um ríkisstjómarinnar er fyrst og fremst ætlað að bæta stöðu útflutn- ingsgreinanna af tveimur ástæðum, sú fyrri er fast gengi á tímum verð- bólgu á bilinu 25—35%, sú síðari er verðfall afurða á erlendum mörk- uðum. Kjör sjómanna hafa rýmað með svipuðum hætti og tekjur út- flutningsgreinanna, á sama tíma sem laun almennt í landinu hafa hækkað án tillits til breytinga á útflutningstekjum. í ljósi þessa er frysting fískverðs til 15. feb. afar ósanngjöm og ljóst að sjómenn sitja ekki við sama borð og aðrir laun- þegar landsins. Einnig mótmælir fundurinn harð- lega fyrirhugaðri lántöku verðjöfn- unarsjóðs fískiðnaðarins til þess að verðbæta ákveðnar greinar vinnsl- unnar. Fyrirhugað er að sjóðurinn endurgreiði lánið af tekjum sínum SKÍÐADEILD ÍR heldur upp á 50 ára afmæli sitt með hátið í Skiðaskálanum i Hveradölum laugardaginn 22. október, fyrsta vetrardag. Athafnasvæði skíðadeildarinnar er í Hamragili. Þar á félagið skála, flórar skíðalyftur, snjótroðara og annað sem þarf til reksturs skíða- svæðis. Lyftumar geta flutt 1700 manns á klukkustund. Þá er vin- sælt göngusvæði í nágrenni Hamragils og Kolviðarhóls, ekki síst við Skarðsmýrarfjall þar sem á næstu þremur árum. í þessu sam- bandi minnir stjóm FFSI á að sjóð- urinn er sameign sjómanna, útgerð- ar og fiskvinnslu. í þessu tilviki er því ekki verið að bakfæra fjármuni eins og haldið hefur verið á lofti frá þeim sem hagnast hafa á rangri gengisskráningu til þeirra sem tap- að hafa hennar vegna. Hér er verið að færa til fjármuni innan sömu - greinar frá sjómönnum og útgerð til fiskvinnslunnar, eða milli þeirra sem búa í meginatriðum við þær tekjusveiflur sem minnst er á hér að framan og eru forsendur áður- nefndra aðgerða." göngufólk á kost á að baða sig í heitri laug. Vetrarstarf skíðadeildarinnar hefur nú verið skipulagt og tveir þjálfarar ráðnir, þeir Ásgeir Sverr- isson og Guðmundur Sigurbjöms- son. Afmælishátíðin hefst klukkan 19. Famar verða hópferðir frá ÍR húsinu við Túngötu og ÍR svæðinu við Mjódd klukkan 18.30. Aðgöngu- miðar fást í Sportmarkaðnum Skip- holti 50c og Rakarastofunni Vestur- götu 48. ^ Skíðadeild ÍR 50 ára VIUUM VÐ FLEIRA FÓLK „SUÐUR“ EÐA Á stefnuskrárráðstefnu Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík skiptir álit allra sjálfstæðismanna máli. Þar vinnum við saman að mótun stefnunnar. Hvaðt.d. um... • •• almenna byggðastefnu? ••• þýðingu bættra samgangna fyrir atvinnulíf á landsbyggðinni? ••• hlut stjórnvalda í atvinnuuppbyggingu? ••• verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga? ••• fleiri framhaldsskóla á landsbyggðinni? ••• styrki til einstaklinga eða fyrirtækja úti á landi? TAKIUÞÁTTÍ MOIUN SIEFNUNNAR Hittumst í Valhöll laugardaginn 22. október kl. 9:30. Við tökum daginn í að ræða um stjórnarskrána, jafnréttismál, umhverfismál, neytendamál, byggðamál, atvinnumál, mennta- og menningarmál, utanríkismál og málefni Sjálfstæðisflokksins.Þetta verðurgóðurdagur! 3 STEFNUSKRÁR- RÁÐSTEFNA Á LAUGARDAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.