Morgunblaðið - 20.10.1988, Qupperneq 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988
Jóhanna Guðmunds-
dóttir kennari frá
Lómaijöm - Minning
Fædd 25. febrúar 1902
Dáin 11. október 1988
Þegar aldamótakynslóðin var að
stíga sín fyrstu spor í þessum heimi
var flest með öðrum hætti en nú.
Fæstir sem nú lifa munu gera sér
þess fulla grein. Harðindi fyrri alda
voru fyrir skömmu um liðin, og
landið og lífskjörin mörkuð djúpum
sporum þeirra. En það var ein þjóð
í landinu, ein rótgróin menning.
Þrátt fyrir fátækt. og harða lífsbar-
áttu voru þetta tímar hugsjóna og
bjartsýni, því að landið var „í dögun
af annarri öld“. Unga fólkið á þess-
um árum ólst upp við hugsjónir
frelsis og framfara, ásamt því
lífsviðhorfi að manngildi væri ofar
öðrum gildum. Strax á unga aldri
hlaut þetta fólk að taka þátt í
harðri lífsbaráttu á landi og sjó.
Þótt margir hefðu brennandi löngun
til að afla sér menntunar, voru leið-
ir til þess flestum lokaðar og ærið
torsóttar þeim sem engan stuðning
áttu vísan. Ekki síst hlaut þetta að
eiga við um konur, þvf að almennt
viðhiorf til menntunar þeirra var
mjög á aðra iund en nú á tímum.
Við eldhúsborðið í fallegu íbúð-
inni hennar Jóhönnu við Reynimel-
inn sagði hún mér stundum, öldruð
kona, eitt og annað frá bemsku
sinni og æsku. Hún ólst upp í stór-
um glaðværum systkinahópi þar
sem sönglist var í hávegum höfð,
og foreldrar hennar, hjónin Val-
gerður Jóhannesdóttir og Guð-
mundur Sæmundsson á Lómatjöm,
réðust í að eignast orgel til þess
að bömin gætu lært á hljóðfæri.
Það lærði Jóhanna svo vel að hún
var um skeið organisti í Laufás-
og Grenivíkurkirkjum. í huganum
bregður fyrir svipmyndum af dag-
legu lífi fyrri tíma. Lítil stúlka er
um tíma bamfóstra á næsta bæ,
þar sem er skrautleg stássstofa, og
vinnufólkið situr ekki til borðs með
húsbændum. Bamfóstran er hins-
vegar þeirrar náðar aðnjótandi, og
ekki gat hún annars en allir hefðu
verið sér góðir. Húsmóðirin, dökk
yfirlitum og dularfull eins og álf-
kona, gengur með henni bæjarleið-
ina heim á kvöldin. Um fermingu
er hún send með báti yfír Eyjafjörð
til aðstoðar á heimili þar sem hús-
móðirin, frænka hennar, er veik.
Hún kemur þama ókunn að strönd-
inni, kvíðir því að fara að helman,
og að sér muni ekki takast að rata
ein til bæjar. Það tekst þó, og allt
fer þetta henni vel úr hendi. Síðar
er hún, ung stúlka, kaupakona á
stórbýli inn í Eyjafirði. Þá var aldar-
andinn sá að konumar, þreyttar
eftir langan vinnudag, urðu að hirða
sokka og plögg karlmannanna, sem
þá máttu hvfla sig að loknu dags-
verki. Samt fengu þær helmingi
lægra kaup. Þétta var sumarið þeg-
ar amma hennar dó. Ekki þarf að
leiða að því getum að ungu rakstr-
arkonunni hafi verið þungt um
hjartarætur þegar henni var neitað
um leyfi til að vera við úför ömmu
sinnar. Svona var bændamenningin
stundum.
Allt frá bemsku hafði Jóhanna
óslökkvandi löngun til náms, en
ekki stóðu margar leiðir opnar fá-
tæku æskufólki í þá daga. Engu
að síður fer norðanstúlkan suður,
eins og önnur norðanstúlka síðar,
og sagt er frá í frægri bók. Og þær
áttu fleira sameiginlegt en að fara
suður. Báðar vissu þær án alls efa
að þær voru líka fólk. Að fara suð-
ur á þessum árum var tæpast minna
fyrirtæki en það er nú að fara í
aðrar heimsálfiir, því ferðin tók eina
þijá daga.
Veturinn 1921—22 dvelur hún
hjá systur sinni sem búsett var í
Reykjavík, og stundar nám í
Kvennaskólanum. Áður hafði hún
verið í unglingaskóla á Grenivík.
Það urðu mörgum ungmennum úr
sveitum landsins snögg umskipti
að koma úr hreina loftinu og
ómenguðu umhverfi heimabyggð-
anna til Reykjavíkur í þá daga.
Kaldur norðangjósturinn, sem þyrl-
aði upp rykinu á götunum, var ekki
jafn heilnæmur og vindamir sem
blésu inn Eyjaljörð. Áður en Jó-
hanna gat lokið námi um vorið,
veiktist hún illa af bijósthimnu-
bólgu, sem hún átti lengi (, og varð
að snúa heim aftur. Þegar hún hef-
ur náð sér, tekur hún til að við að
vinna fyrir sér. Hún vinnur um tíma
á veitingahúsi, í matvömbúð, á
tannlæknastofu, og um eins árs
skeið í bókaverslun á Akureyri. Hún
er milli tvítugs og þrítugs, ágætum
gáfum gædd og fríð sýnum, með
gullinbjart hár um herðar og sveipi
yfir enni. Þetta er hið gullna vor
æskunnar, þegar örlögin vitja
margra. Margur ungur sveinn mun
hafá horft til hinnar glæsilegu
stúlku. Samt vilja örlögin hennar í
fari þess, sem svíkur í tryggðum.
Það er þungt áfall og erfitt að bera.
En í upplagi Jóhönnu og allri gerð
er heilli kjami en svo, að hún láti
bugast af andstreyminu eða leiðast
afvega. Hún snýr sér aftur að nám-
inu, kemst í Kennaraskólann og
lýkur þaðan prófi vorið 1935. Hún
kennir við Miðbæjarskólann
1935—1936, við Austurbæjarskól-
ann frá 1936, og síðan við Voga-
skóla eftir að hann tók til starfa.
Það var gæfa hennar, að starfið
var henni ekki aðeins brauðstrit,
eða leið til þess að komast af. Það
var á hennar áhugasviði. Hún hafði
næman skilning á því, að hjá þess-
um ungu nemendum náðist bestur
árangur í skólastofunni ef námið
tengdist leik. Hún varði einnig
ómældum tíma og fyrirhöfn f að
setja með bömunum upp leiksýn-
ingar með söngvum og dönsum.
Á þessum ámm voru miklu færri
konur en karlar í kennslustörfum,
en launin voru jöfn, og þóttu allgóð
eftir því sem þá gerðist. Margir
létu því staðar numið er þessum
áfanga var náð. En ekki Jóhanna.
Hún fór á kennaranámskeið í Askov
1938, og enn, rúmum hálfum öðmm
áratug síðar, árið 1954—55, stund-
ar hún nám við Kennaraháskólann
í Kaupmannahöfn. Að loknu námi
þar fysir hana að skoða sig betur
um í heiminum, og bregður sér til
Parísar áður en hún heldur heim-
leiðis. Á hveiju sumri er hún fékk
því við komið öll þessu ár eftir að
hún fór að heiman, vitjaði hún átt-
haganna fyrir norðan, sem henni
vom mjög kærir, og dvaldist þar
meðal skyldmenna.
Eins og flestir þeir sem á náms-
ámm og fyrstu starfsámm þurftu
að sæta því að leigja sér húsnæði,
réðst Jóhanna eins fljótt og henni
var unnt í að eignast eigin íbúð.
Það tókst henni með hagsýni og
ráðdeild. Ekki tók hún þann kostinn
að velja það sem ódýrast var. Þær
íbúðir sem hún eignaðist vom f
nýjum húsum, stórar og glæsilegar,
því hún hafði yndi af að safna sam-
an vinum og vandamönnum á af-
mælum og tyllidögum. Eins var það
með húsgögnin og aðra muni. Af
meðfæddri smekkvísi valdi hún að-
eins það vandaðasta. Heimili sitt
piýddi hún með fallegri fíngerðri
handavinnu.
Ekki mjög löngu eftir að Jóhanna
lét af kennslu við Vogaskóla, seldi
hún fallegu fbúðina sína í Álfheim-
um, og flutti í vesturbæinn. Þar var
hún nær skyldfólki sínu, og þaðan
var styttra að sækja tónleikana í
Háskólabfói, sem vom hennar líf
og yndi. Skömmu áður en hún flutti
úr Álfheimum brá hún sér í langt
ferðalag, alla leið til Kalifomíu að
heimsækja systurson sinn sem þar
býr og bauð henni til sín. Sú ferð
varð henni til mikillar ánægju og
gleði, og lengi minntist hún fram-
andi, ævintýralegra staða sem hún
fékk að skoða.
Eftir að Jóhanna lét af störfum
sem kennari, sat hún ekki auðum
höndum. Á.hugamálum vom mörg,
en mesta ánægju hafði hún af því
að skrifa. Fjörugt hugmyndaflugið
leitaði þangað sem birtu brá yfir
lönd bemskunnar, og myndir stigu
fram, ein af annarri, eins og ósjálf-
rátt. Hún skrifaði á stuttum tíma
nokkrar bama- og unglingasögur
sem lesnar vom í útvarp, og ein
þeirra, Systumar í Sunnuhlfð, var
gefin út hjá Skjaldborg árið 1981.
Einnig þýddi hún unglingabók,
ágæta sögu, sem gerist í Afríku.
Hún kom út hjá sama forlagi 1982.
Það var því þungbært fyrir Jóhönnu
er sjónin tók að dvína svo að hún
átti örðugt með að skrifa og lesa.
Hún var með margar sögur í hugan-
um. Þá var gott að áhugaefnin vom
fleiri. Hún sótti leikhús og tónleika
eins og hún hafði alltaf gert, og
fram til hins síðasta, í fjötrum þung-
bærra veikinda, mátti sjá að góð
tónlist úr útvarpi náði eyrum henn-
ar. Hinir miklu meistarar klassfskr-
ar tónlistar, svo sem Mozart, og
þó einkum sjálfur Bach, stóðu huga
hennar næst. Sálimar dragast að
þeim hljómaheimi sem þær em
skyldastar. Ef einhveijar leiðir
liggja frá þeirri ókunnu strönd sem
hana hefur nú borið að, mun hún
eflaust einnig þar finna þá réttu.
Ragnheiður H. Vigfusdóttir
Gunnbjörn Gunnars-
son — Minning
Fæddur 19. janúar 1921.
Dáinn 10. október 1988.
í dag kveðjum við hinstu kveðju
góðviii og vinnufélaga til margra
ára, Gunnbjöm Gunnarsson, því
með okkur tókust vinabönd sem
héldust æ síðan.
Gunnbjöm hóf starf hjá Strætis-
vögnum Reykjavíkur árið 1946 sem
vagnstjóri en var fljótlega settur í
starf vaktformanns, enda traustur
og duglegur ungur maður, en í þá
daga var vagnakostur og viðhald
mjög takmarkað, borgin að þenjast
út og kröfur um bættar samgöng-
ur, sem reynt var að bæta úr eftir
bestu getu.
Árið 1951 verða forstjóraskipti
hjá SVR. Eiríkur Ásgeirsson tekur
við stjóminni og færist þá nýtt líf
í allan rekstur og nýtur hann þar
dugnaðar og ósérhlífhi Gunnbjöms.
Á fáum ámm em aðalstöðvar flutt-
ar frá Hótel Heklu við Lælqartorg
yfir í Kalkofnsveg. Þaðan eftir fá-
ein ár að Hlemmi og skrifstofur að
Hverfísgötu 115. Breyting verður á
umferð úr vinstri í hægri 1968 og
SIEMENS
VS 9112
Öflug ryksuga
• Stillanlegur sogkraftur fró
250 W uppi1100 W.
• Fjórfjöld síun.
• Fylgihlutirgeymdir ívól.
• Sjálfinndregin snúra og
hleðsluskynjari.
Gömlu góöu
SIEMENS gϚin!
síðan tekur nýtt leiðakerfí við 1970,
nýir vagnar í umferð og breyttir
vagnar fyrir hægri umferð, upp-
bygging verkstæðis og skrifstofii-
húsnæðis og teljum við að Eiríkur
hafi notið góðra starfskrafta Ragn-
ars Þorgrímssonar, Haraldar Stef-
ánssonar og Gunnbjöms, þá má
ekki gleyma skrifstofustjóranum,
Skúla Halldórssyni, en á þessum
ámm vom vagnstjórar og stjóm-
endur eins og ein samhent Qöl-
skylda. Síðustu starfsár Gunnbjöms
var hann fulltrúi forstjóra, en árið
1975 verður hann fyrir heilsubresti
sem verður til þess að hann getur
ekki stundað vinnu upp frá því en
hafði á seinni ámm náð talsverðum
bata, farið í sund og göngu.
Er við höfum misst vinnufélaga,
en þeir hafa verið nokkrir síðustu
ár, mætti Gunnbjöm einatt við út-
förina, og er það lofsvert.
Gunnbjöm var miklum kostum
búinn og drengur góður í þess orðs
bestu merkingu, framkoma hans
var einstaklega fijálsleg, sút og
volæði var honum framandi og var
hann gæddur ríkum persónuleika.
Nú við leiðarlok fæmm við hon-
um þakkir fyrir ógleymanlegar
samvemstundir, fæmm Elínborgu
og ástvinum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Karl Gunnarsson,
Jakob Sigurðsson.
a®