Morgunblaðið - 20.10.1988, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988
51
Gunnar Snorri Gunn
arsson - Minning
Fæddur 4. október 1929
Dáinn 13. október 1988
í dag er borinn til grafar Gunnar
Snorri Gunnarsson. Hann fæddist
4. október 1929 á ísafirði, elsti
sonur hjónanna Gunnars Sigurðs-
sonar og Steinunnar S. Jakobs-
dóttur. Gunnar lifír son sinn.
Stóran hluta uppvaxtaráranna
dvaldi Gunnar Snorri hjá Kristjönu
móðursystur sinni og eiginmanni
hennar, Eymundi Torfasyni, sem
reyndust honum eins og bestu for-
eldrar. Eymundur lifír í hárri elli á
ísafírði.
Gunnar Snorri byijaði ungur að
stunda sjó frá ísafirði og síðar um
nokkurra ára skeið frá Hafnarfirði
og víðar.
Árið 1958 kynntist hann eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Erlu Þorgerði
Ólafsdóttur, hjúkrunarfræðingi frá
Patreksfírði. Gengu þau í hjóna-
band 17. febrúar 1961, og hófu
búskap sinn á Patreksfirði. Þaðan
stundaði hann sjóinn allt þar til að
hann fór í land eftir um þijátíu ára
sjómennskuferil.
Þegar í land var komið starfaði
Gunnar Snorri við byggingarfyrir-
tæki uns hann sækir námskeið í
fiskmati, árið 1981. Hann stundaði
bæði ferskfískmat og saltfiskmat
þar til þau hjón flytja til Sandgerð-
is árið 1986, en þar vann hann við
saltfiskmat, allt til síðasta dags.
Þau hjón eignuðust þijú böm,
Kristjönu (f. 1959) gifta Þórami
Sveinssyni. Þau em búsett í
Kanada, þar sem þau stunda nám.
Eymund (f. 1961) ógiftan, búsettan
í Sandgerði. Hann stundar sjó-
mennsku. Sesselju (f. 1963) í sam-
búð með Guðmundi E. Jónssyni.
Þau em búsett í Reykjavík og
stundar Sesselja nám í Kennarahá-
skóla íslands. Bamabömin em tvö,
Sveinn og Gunnar Snorri, sem sárt
munu sakna afa síns.
Ég kynntist Gunnari Snorra fyrir
sjö ámm og varð okkur vel til vina,
þrátt fyrir skiptar skoðanir. í öll
þau ár vom okkar samskipti mjög
mikil. Bæði á meðan þau bjuggu
fyrir vestan og eins eftir að í Sand-
gerði kom. Ætíð var heimili þeirra
Eddu opið fyrir bömunum, og átt-
um við Sesselja og Gunnar Snorri
yngri margar ánægjulegar stundir
með þeim.
Eftir að þau fluttu til Sandgerðis
dvaldi Gunnar Snorri löngum með
afa sínum og meðal annars dunduðu
þeir sér við smíðar í bflskúmum.
Gunnar Snorri var handlaginn mað-
ur. Stuttu fyrir andlát sitt hafði
hann klárað borðasmíðað trillu-
líkan.
Þetta verk var hans meistara-
stykki og lýsir því vel hve honum
þótti frítíma sínum vel varið með
bamabömunum.
Gunnar Snorri var mikill dugnað-
armaður til vinnu og hef ég heyrt
að samstarfsmönnum hans þótti
gott að vinna með honum. Hann
var yfírleitt kominn á fætur fyrir
allar aldir á morgnana og hefði
helst kosið að fá að byija að vinna
þá-.
A síðustu árum kenndi Gunnar
Snorri sér nokkurs meins, en þrátt
fyrir það kom kallið mjög snöggt.
Ég átti þess kost að heimsækja
hann stuttu fyrir andlátið og var
hann mjög hress. Ekki datt mér í
hug að þetta yrði síðasta heimsókn-
in. Ég vil þakka Gunnari Snorra
fyrir samveruna þessi ár.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
Margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(Vald. Briem)
Guðm. Einar Jónsson
Höfðar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
Blaðbaar
óáast
Símar 35408 og 83033
AUSTURBÆR
Háteigsvegur
Austurgerði o.fl.
Laugarásvegur 39-75
RAFSTÖÐVAR
í stærðunum 2,2 kw;
4,5kwog35kw
fyrirliggjandi.
Höfum einnig
fyrirliggjandi:
Mótahreinsivélar.
Steypuhrærivélar.
Rafmagnstalíur.
Flísasagir.
Loftþjöppur.
Verkstæðiskrana.
SALA-SALA-SALA-SALA
LEIGA-LEIGA-LEIGA-LEIGA
VÉLA- OG PALLALEIGAIM
Sími 687160.
Fosshálsi 27,
Reykjavík.
VETRAR
DEKKIN
Nú er veturinn framundan og tímabært aö
búa bílinn til vetraraksturs.
Athugaðu vel kosti þess að aka á
ónegldum vetrarhjólbörðum.
Þeim fækkar stöðugt sem aka á negldum.
Farðu varlega!
Gatnamálastjórinn