Morgunblaðið - 20.10.1988, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988
53
Svava Halldórs-
dóttir - Minning
Fædd 8.júlf 1916
Dáin 26. september 1988
„Hún Svava er dáin.“ „Já, en var ,
hún ekki svo ung?“ spurði dóttir
mín með rödd æskunnar, sem finnst
sjálfsagt að dauðinn vitji aðeins
þeirra sem gamlir eru.
Þegar ég fór að hugleiða þessi
orðaskipti nánar fann ég, að ég var
alveg sama sinnis. Ekki einungis
að mér finnist Svava hafí horfið frá
okkur alltof snemma heldur einnig
og miklu fremur að í huga mínum
var hún síung, í leit að nýjum við-
fangsefnum og tilbúin til að gleðj-
ast yfír því sem lífið gaf.
Þó kynntist ég Svövu ekki fyrr
en hún var komin um sextugt. Sjálf
var ég heilli kynslóð yngri en þrátt
fyrir það og ef til vill þess vegna
tókst með okkur vinátta og gagn-
kvæmur skilningur, sem við báðar
nutum góðs af. Milli okkar bundust
bönd sem einatt gerist milli kvenna
vegna sameiginlegrar reynslu
þeirra, hvað sem ólíkum aldri eða
ytri skilyrðum líður.
Við vorum vinnufélagar. í þeim
samskiptum var ég oftast þiggj-
andi. Eftir erfiðan dag eða þegar
eitthvað bjátaði á var gott að setj-
ast hjá Svövu og verða aðnjótandi
móðurlegrar hlýju hennar og um-
hyggju bæði í orði og atlæti. Eftir
á að hyggja gerði ég henni e.t.v.
það eitt gott að þiggja með þökkum
og kunna að meta það sem hún
veitti mér.
Þegar unnið er við störf sem eru
erfíð viðfangs, jafnvel svo að þau
virðast á stundum óleysanleg, er
mikilvægt að eiga góða vinnufé-
laga. Bæði til þess að ráðfæra sig
við og einnig sem hægt er að treysta
fullkomlega, ekki síst þegar eigin
vanmáttur verður hvað sársauka-
fyllstur.
Þannig félagi var Svava. Hún var
alltaf tilbúin að gefa sér stund til
þess að „pæla“, eins og hún orðaði
það stundum sjálf, og fáa hef ég
þekkt sem ég treysti betur fyrir
sjálfri mér.
Kannski var það líka öruggt
vegna þess að henni var eiginlegt
að horfa á það jákvæða í fari fólks
og hvatti og uppörvaði þegar þess
helst þurfti með.
Ég var ekki sú eina sem varð
aðnjótandi hlýju og umhyggju
Svövu. Aðrir vinnufélagar á bama-
geðdeildinn og ekki síst foreldrar
bamanna á deildinni „leituðu
skjóls" hjá Svövu og fundu vafalítið
að þar voru þeir meðal vina en
ekki bara á valdi einhverrar óper-
sónulegrar stofnunar.
Svava var ein þeirra fjölmörgu
kvenna af hennar kynslóð sem fóm
á nýjan leik út á vinnumarkaðinn
um miðjan aldur, eftir að hafa unn-
ið við húsmóðurstörf og uppeldi
bama sinna fram að því. Ummönn-
unar- og þjónustustörf við aðra
urðu áfram starfsvettvangur henn-
ar eins og margra kvenna. Þau störf
em yfirleitt ekki mikils metin,
a.m.k. ekki í launum eða til verald-
legra metorða, þrátt fyrir að þau
séu í raun oft forsenda þess að
önnur störf, sem af mörgum em
talin merkilegri, geti farið fram.
Ekki er síður mikilvægt hvemig
þessi störf em af hendi leyst. Starf
„matmóðurinnar á stað þar sem
verið er að takast á við vanda veikra
og/eða fatlaðra bama er ómetan-
legt. Ekki einungis í þeim tilgangi
að næra líkamann heldur getur það
einnig orðið mikilvægur hlekkur í.
því starfi sem unnið er til að nálg-
ast og nærast tilfinningalega. Þetta
skildi Svava og kenndi okkur hin-
um. Hún var að eðlisfari skapandi
listakona og listsköpun hennar kom
fram í starfi hennar, hvetju nafni
sem það nefndist. Þannig tókst
henni að vinna bug á því sem mörg-
um reyndist fjötur um fót þegar
þeim auðnast ekki að starfa við það
sem hugurinn gimist eða fá annað
hlutskipti í lífinu en þeir hafa heit-
ast óskað.
Þetta og ótalmargt annað í fari
Svövu var eftirbreytni vert. Ég
lærði margt af henni og stend í
þakkarskuld við hana. Víst er um
það að Svava skildi eftir sig mörg
spor í tilveru okkar sem kynntumst
henni vel og þótti vænt um hana.
Minningin um góða og trygga
vinkonu og fordæmi hennar mun
fylgja mér áfram veginn.
Blessuð veri minning hennar.
Lára Björnsdóttir
Minning:
Björn Haraldsson
stýrimaður
Fæddur 27. maí 1939
Dáinn 21. september 1988
Ég horfi yfir hafið
um haust af auðri strönd,
í skuggaskýjum grafið
það skilur mikil lönd.
Sú ströndin stijála' og auða,
er stari’ eg héðan af,
er ströndin stríðs og nauða,
er ströndin hafsins dauða,
og hafið dauðans haf.
(V.B.)
Hinn 21. september sl. barst mér
sú raunafregn að stjúpfaðir minn,
Bjöm, hefði látist um nóttina. Bjöm
var á besta aldri, aðeins 49 ára
gamall, en hefði orðið fimmtugur
27. maí næstkomandi.
Bjöm Haraldsson var fæddur á
Örlygsstöðum í Húnavatnssýslu
þann 27. maí 1939. Móðir hans var
frú Sigurlaug Bjömsdóttir og faðir
hans var Haraldur Siguijónsson og
em þau bæði látin.
Bjöm ólst upp á Skagaströnd og
gekk þar í bamaskóla. Hann var
elstur þriggja bræðra. Þeir eru
Grétar, vélstjóri, búsettur á Skaga-
strönd og Siguijón, trésmiður, bú-
settur á Blönduósi.
Árin 1956 og ’57 var Bjöm á
Reykjaskóla f Hrútafírði. Síðan
stundaði hann sjómennsku í nokkur
ár. Því næst lá leið hans í Stýri-
mannaskólann í Reykjavík og
stundaði hann þar nám í tvo vetur
og lauk þaðan prófí.
Bjöm giftist sænskri konu og
átti með henni eina dóttur, Sigur-
laugu Píu. En þau skildu eftir stutta
sambúð og eru þær mæðgumar nú
búsettar í Svíþjóð. Nokkru síðar
kynntist hann eftirlifandi konu
sinni, móður minni, Aldísi Þor-
björgu Guðbjömsdóttur. Bjöm og
Aldís eignuðust einn son, Harald,
fæddan 3. október 1967.
Bjöm reyndist mér mjög góður
stjúpfaðir. Hann stóð þétt við hlið
konu sinnar Aldísar og sonar Har-
aldar og sá vel fyrir sínum alla tíð.
Að mínu mati em sjaldfundnir
traustari menn. Hann var hlédræg-
ur og dulur þannig að fólk vissi oft
á tíðum lítið um hans hagi. Hann
var hjartahlýr, bæði góður við menn
og dýr og þá sérstaklega þá sem
minna máttu sín. Hann hafði gaman
af að umgangast böm og var afar
bamgóður og góður afi dóttur
minnar, Maríu. Var hún ljósgeisli
hans og ömmu sinnar enda fyrsta
og eina bamabam þeirra.
Hann var ósérhlífínn maður til
sjósóknar og var það viðburður ef
hann sleppti róðri. Hann var rólynd-
ur og umburðarlyndur og bar ekki
sorgir sínar né vonbrigði á torg.
Þó varð maður oft var við að honum
leið ekki vel og tími væri kominn
til að hann tæki lífinu með ró.
Ég minnist þess að hafa beðið
hann að taka sér nú frí róður og
róður frá sjónum en hann hristi
bara höfuðið, glotti út í annað og
sagði fastmæltur nei! Svona var
Bangsi eins og ég kallaði hann frá
bamæsku. Fastur fyrir eins og
klettur, hvemig sem vindar blésu,
seigla hins sanna sjómanns. Menn
eins og hann eru undirstaða þjóð-
félags okkar. Maður sem vann störf
sín af trúmennsku og tók þátt í
gjaldeyrisöflun þjóðar sinnar. Það
voru ófá skiptin sem Bangsi kom
af sjónum færandi hendi með fisk
handa mér f soðið.
Áhugamál hans voru aðallega
sjómennskan, frímerkjasöfnun sem
hann var sérstaklega natinn við og
lestur góðra fræðibóka og sjó-
mannsrita. Á sínum yngri ámm
minnist ég þess hvað hann var
áhugasamur með skipamódelsmíðar
sem kröfðust mikillar þolinmæði og
vandvirkni.
Honum fannst gott að koma til
æskustöðva sinna norður á Skaga-
strönd og hitta ættmenni sín og
hefði hann kosið að gera meira af
því.
Ég minnist Bjöms stjúpa míns
með miklum söknuði og virðingu
og einnig fyrir hönd dóttur minnar
Maríu Katrínar. Móður minni Aldísi,
eftirlifandi eiginkonu Bjöms og syni
hans, Haraldi, votta ég mína inni-
legustu samúð.
Hrafnhildur og María.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavik og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
Brids
Arnór Ragnarsson
Hreyfill — Bæjarleiðir
Nú er lokið þremur kvöldum af
fímm í tvímenningskeppninni og er
staða efstu para þessi:
Jón Sigtryggsson -
Skafti Bjömsson 552
Sigurður Olafsson -
Daníel Halldórsson 541
Páll Vilhjálmsson —
Lilja Halldórsdóttir 541
Cyrus Hjartarson -
Hjörtur Cymsson 537
Þorsteinn Sigurðsson —
Ámi Halldórsson 515
Alls taka 28 pör þátt í keppn-
inni. Næsta keppni bfistjóranna
verður sveitakeppni og er skráning
hafin.
Spilað er á mánudögum í Hreyf-
ilshúsinu kl. 19.30. Keppnisstjóri
er Ingvar Sigurðsson.
Opið stórmót í Sandgerði
Skráning er hafin í stórmótið sem
Muninn í Sandgerði stendur fyrir,
laugardaginn 12. nóvember. Skráð
er á skrifstofu BSÍ og hjá stjóm-
inni syðra. Góð verðlaun em í boði.
Bridsdeild
Skagfirðinga
Mjög góð mæting var í Lands-
bikarkeppninni hjá Skagfirðingum
sl. þriðjudag. 23 pör mættu til leiks
og var spilað í tveimur riðlum. Efstu
skor fengu:
A-riðill:
Magnús Sverrisson —
ValdimarElíasson 181
Bjöm Pétursson —
Haukur Sævaldsson 177
Gestur Jónsson —
Friðjón Þórhallsson 174
Knútur Ólafsson —
Ólafur Magnússon 174
Guðlaugur Sveinsson —
Guðjón Jónsson 168
B-riðUl:
Guðni Sigurbjamason —
Jón Þorvarðarson 121
ívar Jónsson —
Reynir Þórarinsson 116
Sigmar Jónsson —
Vilhjálmur Einarsson 116
Anton R. Gunnarsson —
Lúðvík Wdowiak 111
Ásthildur Sigurgísladóttir —
Láras Amórsson 111
Næsta þriðjudag verður fram
haldið haustbarómeterkeppni deild-
arinnar en þriðjudaginn 11. nóvem-
ber hefst aðalsveitakeppni deildar-
innar. Skráning er hafin hjá Ólafi
Lámssyni í s. 16538/689360 og
Sigmari Jónssyni í s: 687070. Öllum
heimil þátttaka.
__ Undankeppni
íslandsmótsins á
Vestflörðum
Sveit Guðmundar M. Jónssonar
frá ísafirði sigraði í úrtökumóti
Vestfjarða fyrir íslandsmótið í svei- -
takeppni 1989. Með Guðmundi em
í sveitinni: Kristján Haraldsson,
Amar Geir Hinriksson, Einar Valur
Kristjánsson, Frank Guðmundsson
og Þorsteinn Geirsson.
5 sveitir tóku þátt í mótinu, sem
spilað var á ísafirði. Röð sveitanna
varð þessi:
1. Sveit Guðmundar M. Jónssonar
ísafírði, 90 stig.
2. Sveit Guðmundar Þorkelssonar
Bolungarvík, 88 stig.
3. Sveit Jóns H. Gíslasonar
Tálknafirði, 87 stig. ■■
4. Sveit Eiríks Kristóferssonar
ísafirði, 74 stig.
5. Sveit Ólafs Haraldssonar
ísafirði, 51 stig.
Stofiianakeppni
Bridssambandsins
Bridssambandið minnir á Stofn-
anakeppni BSÍ, sem spiluð verður
um næstu helgi. Síðustu forvöð em
að tilkynna þátttöku. Skráð er á
skrifstofu BSI. Spilamennska hefst
kl. 13 á laugardeginum. Alla nán-
ari uppl. veittar á skrifstofu BSÍ.
Bridsfélag Akureyrar
Árlegu Bautamóti Bridsfélags v
Akureyrar lauk sl. þriðjudag, með
sigri bræðranna Grettis Frímanns-
sonar og Frímanns Frímannssonar.
24 pör tóku þátt í mótinu, sem
var þriggja kvölda Mitchell-
tvímenningur. Öll verðlaun em gef-
in af Bautanum á Akureyri og af-
henti Stefán Gunnlaugsson þau fyr-
ir hönd Bautans.
Efstu pör:
Grettir Frímannsson —
Frímann Frímannsson 781
Soffía Guðmundsdóttir —
Hermann Tómasson 725 '
Kristinn Kristinsson —
Gunnlaugur Guðmundsson 725
Hörður Steinbergsson —
Öm Einarsson 724
Reynir Helgason —
Tryggvi Gunnarsson 705
Ólafur Ágústsson —
Sveinbjöm Jónsson 702
Gunnar Berg —
Stefán Sveinbjömsson 694
Jónas Karlsson —
Haraldur Sveinbjömsson 683
Keppnisstjóri var Albert Sigurðs-
son og reiknimeistari Margrét Þórð-
ardóttir.
Akureyrarmótið í sveitakeppni
er næst á dagskrá. Skráningu lýkur
kl. 20 sunnudagskvöldið 23. októ-
ber. Skráð er hjá stjóm BA. At-
hygli er vakin á því að aðstoð er
veitt við myndun sveita, sé þess
óskað.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur,
FRÚ VALGERÐAR S. AUSTMAR,
Furugerði 1, Reykjavfk.
Sigurður M. A. Slgurgeirsson
Guðrún A. Slgurgeirsdóttlr,
Jón A. Sigurgeirsson,
Kristín Slgurgeirsdóttlr,
Eirfkur Sigurgelrsson,
Marfa S. Leósdóttlr,
Anna L. Leósdóttir,
Hannes Slgurgelrsson,
Krlstjana S. Diamant,
barnabörn og
, Hiff Kristófersdóttlr,
Franklfn Friðleifsson,
Kristfn Harðardóttir,
Ása S. Þórðardóttir,
Eirfkur Hallgrfmsson,
Agnar Hermannsson,
Guðrún Magnúsdóttlr,
barnabarnabörn.
t
Okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug við
fráfail og útför, eiginmanns mfns, föður okkar, tengdafööur, afa
og langafa,
PÉTURS BREIÐFJÖRÐ GUÐMUNDSSONAR,
Jörfabakka 8.
Svala Hjörlelfsdóttir,
Örn Pótursson, Guðrún Gunnarsdóttir,
HJörlelfur Pétursson,
Kristfn Pétursdóttlr, Haukur Gfslason,
barnabörn og barnabarnabörn.