Morgunblaðið - 20.10.1988, Page 54

Morgunblaðið - 20.10.1988, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 fclk í fréttum TÓNLEIKAFERÐ Barnakór Varmár- skóla í Frakklandi w Islenskir _ kórar gera orðið víðreist. í sumar hélt efri deild Bamakórs Varmárskóla í tveggja vikna ferð til Frakk- lands, en i Mosfellsbæ syngja rúmlega 80 böm í kómum. För- inni var einkum heitið til bæj- anna Binic og Paimpol á Bretagneskaga, en frá báðum þeim bæjum sóttu franskir sjó- menn fyrrum á íslandsmið á skútum sínum. Barnakórinn fór til Binic í boði drengjakórs bæjarins. Þar hélt kór- inn tónleika fyrir fullu húsi í dóm- kirkjunni við mjög góðar undirtekt- ir. Gist var í skóla, en oftast borðað hjá fjölskyldum drengjanna. Til Paimpol hélt kórinn í boði bæjarins. Sýndi bæjarstjórinn kóm- um þann heiður að bjóða til sérs- takrar móttóku í ráðhúsinu, þar sem kórinn fékk að gjöf mynd frá heim- sókn forseta íslands til Paimpol árið 1983. Forseti íslands nýturþar mikillar virðingar, sem m.a. mátti sjá af því að í skrifstofu bæjar- stjora var mynd af Vigdísi Finn- bogadóttur, en annars vom þar aðeins myndir af Francois Mitter- rand Frakklandsforseta og forver- um hans. í Paimpol hélt kórinn tón- leika í gamalli sjómannakirkju, þar sem áhugasamir áheyrendur fylltu bekkina. í fordyri kirkjunnar em áletraðir skildir til minningar um dmkknaða sjómenn. Margir þeirra höfðu farist við ísland eða á hinni erfíðu siglingu á miðin hér við land. Gistu krakkarnir í skólanum, en skiptu sér á heimilin og borðuðu hjá bæjarbúum. Auk þessara ánægjulegu heim- sókna til Bretagne kom kórinn við í París og söng við fjölmenna guðs- þjónustu í kirkjunni Saint Pierre de Chaillot. Einnig heimsótti bama- kórinn Balleroy í Normandí, þar sem menningarfélag bæjarins tók á móti kómum. Hélt hann tónleika fyrir bæjarbúa í samkomuhúsinu á þjóðhátíð Frakka 14. júlí. í móttöku hjá bæjarstjórninni í Paimpol. Við borgarhlið borgarinnar Saint Malo, sem fræg er fyrir sæfara sína í margar aldir, m.a. komu þaðan sjóræningjar. Morgunblaðið/Bjami Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, afhenti Axel Arnasyni heiðursverðlaunin, gullpening og viðurkenningaskjal og sagði hún við það tækifæri: „Mér er það mikil ánægja að fá að afhenda þér þessi fallegu verðlaun, heiðurspening úr gulli, fyrir að hafa skarað fram úr á Olýmpíuleikunum í myndlist“. GULLVERÐLAUNAHAFI í TEIKNIMYNDASAMKEPPNI Teikning uppáhalds- fagið í skólanum Axel Ámason, 9 ára Akur- eyringur, vann fyrstu verð- laun, svokölluð „Grand“ verðlaun, í alheims teiknimyndasamkeppni skólabama á aldrinum 6-12 ára. Yfír 17.000 myndir bámst frá 73 löndum víðs vegar að úr heiminum og vom aðeins tvenn heiðursverð- laun veitt af 1.738 viðurkenningum. Heiðursverðlaunin hlaut einnig stúlka frá Kóreu. Þá hafði annar íslenskur drengur, Grímur Hákon- arson, hlotið bronze verðlaun, en 181 bam hafði unnið til þeirra verð- launa. Teiknimyndasamkeppnin var liður í listssýningu vegna Olýmpíu- leikanna í Seoul. Axel hafði ekki haft neinn pata af þessari viðurkenningu fyrir fram- lag sitt á listahátíð Ólýmpíuleik- anna, fyrr en fréttamaður útvarps- ins hringdi til foreldra hans, Áma Ámasonar og Kristínar Axelsdótt- ur, eftir að hafa lesið um það í Morgunblaðinu. Kom fréttin þeim að vonum á óvart. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, afhenti Axel heiðursverðlaunin í Stjómar- ráðinu, að viðstöddum aðilum frá Ólympíunefnd íslands. —En hvað segir ungi verðlauna- hafinn á slíkri stundu? Móðir hans verður fyrst fyrir svömm: „Hann er hinn rólegasti yfír þessu, en af- skaplega sæll og ánægður með að vera búinn að fá þetta í hendumar. Honum fannst mjög gaman að hitta forsetann í eigin persónu, og hafði orð á því að sér fyndist hún vera elskuleg kona“. —En Axel, þú hefur varla búist við þessu þegar þú teiknaðir mynd- ina? „Nei, ég vissi nefnilega ekki á hvaða sýningu myndin mín væri." —En fínnst þér gaman að teikna? „Já, teikning er uppáhaldsfagið mitt í skólanum, en ég á fleiri áhugamál, fótbolta og líka hand- bolta.“ — Ef þú skyldir ekki fá myndina af spjótkastarum til baka, ætlarðu kannski að teikna alveg eins mynd aftur? „Já, kannski.“ —En varstu nokkuð feiminn við forsetann okkar? Neeeei, kannski smá.“ —Og hvar ætlarðu nú að geyma gullpeninginn? „Bara, einhvers staðar uppi á hillu.“ Ekki varð spjallið við þennan unga verðlaunahafa lengra, hann var að leggja upp í ferð með flugi heim til Akureyrar, og átti þar eft- ir að fínna góðan stað fyrir gullið. Stærsta kúabjalla heims Svissneski vélsmiðurinn, Robert Dubach, sem nú er kominn á eftirlaun, heldur hér á 45 kílóa skraut-kúabjöllu sem hann smíðaði nýlega. Heimsmetabók Guinnes hefur viðurkennt bjölluna sem hina stærstu sinnar gerðar. Það tók þijá mánuði að smíða hana, og er hún úr stáli. COSPER Nú verð ég að hætta þessu spjalli, elskan mín, nýi einka- ritarinn minn þarf að taka niður bréf, og ég get ekki látið hana biða lengur, gamla ræksnið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.