Morgunblaðið - 20.10.1988, Síða 61

Morgunblaðið - 20.10.1988, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FTMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 61 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Reuter Hollandlngurlnn Ervvin Koemann sést hér stökkva yfír Thomas Berthold í leið sinni að marki V-Þjóðverja í Miinchen í gærkvðldi. Danir náðu aðeins Markalaust í Miinchen Saunders misnotaði vítaspymu tyrir Wales gegn Finnum þegarskammtvartil leiksloka VESTUR—ÞJÓÐVERJAR gerðu markalaust jafntefli við Hol- lendinga í 4. riðli í unandkeppni HM í Munchen í gærkvöldi að viðstöddum 73.000 áhorfend- um. Evrópumeistarar Holl- ands, sem léku án Ruud Gullit, náðu ekki að sýna eins góðan ieik og í úrslitum Evrópukeppn- innar fyrir þremur mánuðum. Olaf Thon fékk besta marktæki- færi Vestur-Þjóðveija er hann átti skot í slá í síðari hálfleik. Besta marktækifæri Hollendinga átti markakóngur Evrópukeppninnar, Marco van Basten. Hann skaut yfír er hann var í álíka marktækifæri og hann skoraði úr gegn Sovét- mönnum í úrslitaleiknum í sumar. Leikurinn var nokkuð harður og lítið um marktækifæri. Heimamenn réðu lengst af ferðinni, en Hollend- ingar vörðust vel. Hollendingar urðu fyrir áfalli strax á 20. mín. er miðvallarleikmaðurinn, Berry van Aerlé, varð að yfírgefa völlinn vegna meiðsla. Adrie van Tiggelen var bókaður fyrir að bijóta illa á Jurgen Kiinsmann og var heppinn að fá ekki rauða spjaldið skömmu síðar fyrir ljótt brot. Sonny Silooy og Frank Rijkaard voru einnig bók- aðir fyrir grófan leik. Fyrirliði Vest- ur-Þjóðveija, Lothar Matthaeus, var einnig bókaður í leiknum. Vestur-Þjóðveijar og Hollending- ar hafa nú þijú stig eftir tvo leiki. Liðin voru þannig skipuð: Vegtur-Þýskaland: Bobo Illgner, Thomas Berthold, JQrgen Kohler, Guido Buchwald, Holger Fach, Andreas Brehme, Tomas Hössl- er, Lothar Matthaeus, Olaf Thon, JQrgen Klinsmann, (Frank Mill vm. 65. mín.), Rudi Völler. Holland: Hans van Breukelen, Adrie Tiggelen, Frank Rijkaard, Ronald Köman, Sonny Silooy, Jan Wouters, Gerald Vanen- burg, Berry van Aerle, (Aron Winter vm. á 19. mín.), Erwin Köman, Marco van Basten og Johnny Bosman. Saunders mlsnotaöi vfti Dean Saunders, Wales, misnotaði vítaspymu þegar 8 mínútur voru tíl leiksloka í leiknum gegn Finnum í Swansea í gærkvöldi. Leiknum lauk með jafntefli, 2:2. Olli Huttun- en varði vítaspymuna og bjargaði þar með öðru stiginu fyrir Finna. Finnar skouðu fyrsta mark leiks- ins á 8. mínútu og var Kari Ukkon- en þar að verki eftir aukaspymu. Saunders jafnaði úr vítaspymu nokkmm minútum síðar eftir JSt’ Pat Van Den Hauwe hafði verið feldur innan vítateigs. Aki Lahtinen gerði sjálfsmark á 40. mínútu eftir þversendingu frá Saunders. Mika Paatelainen jafnaði síðan fyrir Finna á síðustu sekúndum fyrri hálfíeiks. Liðin vom þanipg skipuð: Wales: Neville Southall, Gerth Hall, (Mark Bowen vm. á 67. mln.), Clayton Blackmore, Kevin Ratcliffe, Pat Van Den Hauwe, Colin Paacoe, Barry Home, Peter Nicholas, Dean Saunders, Ian Ruah, Mark Hughes. Finnland: Olli Huttunen, Esa Pekonen, akH ■ Lahtinen, Jari Europaueus, Markku Kanerva, Marko Myyry, (Jari Rantanen vm. á 60. mln.), Erik Holmgren, Kari Ukkonen, Erkka Petaja, (Mika Lipponen vm. á 74. mln.), Mika Paatelainen, Ari Hjelm. Áhorfendur voru 6.000. jafntefli í Aþenu DANIR, se m hafa átt eitt besta landslið Evrópu, náðu aðeins jafntefli, 1:1, gegn Grikkjum í Aþenu í 1. riðli. Rúmenar sigr- uðu Búlgari, 3:1, f sama riðli f Sofiu. Danir ollu töluverðum vonbrigð- um með því að ná aðeins jafnt- elfi gegn Grikkjum sem hingað til hafa ekki verið hátt skrifaðir í evr- ópskri knattspyrnu. Tasos Mitropoulos kom heimamönnum yfír Qómm mín. fyrir leikhié með BERLÍN Taflrvlð múrinn! Landsliðshópur íslands þurfti að bíða í þijátíu mín. fyrir austan Berlfnarmúrinn - þegar hópurinn var á leiðinni yfir til V-Berlínar eftir landsleikinn í gær. Ástæðan fyrir því var að vegabréf ólafs Þórð- arsonar og Guðmundar Torfasonar fundust ekki, þegar landamæra- verðimir fengu vegabréfin til at- hugunar. pyrst fannst vegabréf Gunnars ekki og átti þá að fara taka mynd- ir af honum og gefa út bráðabirgða- végabréf. Þá kom vegabréfið fram. Það var í vegabréfabunkanum. Ekki tók þá betra við. Vegabréf Guðmundar Torfasonar fannst ekki. Eftir frekari athugun, þá kom f ljós að Guðmundar var með sitt vega- bréf inni á bijóstvasanum á jakka sínum. Hann gleymdi að láta Gylfa Þórðarson, fararstjóra, fá vegabréf sitt. skallamarki eftir sendingu frá Dim- itris Saravakos og þannig var stað- an í hálfíeik. Flemming Povlsen jafnaði fyrir Dani með skoti af 10 metra færi á 56. mínútu. Liðin voru þannig skipuð: Gríkkiand: Talikariadis, Hatzíathanasiou, Manolas, Mavridis, Kolomitrousis, Skartados, Tsalouhidcs, Bonovas, Mitropoulos ( Georg- amlis vm. á 56. mín.), Saravakos og Ana- stopoulos. Danm&rk: Peter Schmeichel, jan Heintze, Kent Nielsen, Lars Olsen, John Sivebœk, Jan Bartram, (Bjöm Kristensen vm. á 46. mln.), John Helt, Johnny Hansen, Flemming Povls- en, Michael Laudmp og Kenneth Brylle. Áhorfendur vom 45.000. QM byrjun Rúinana Rúmenar byijuðu vel og unnu Búlgari, 3:1 þrátt fyrir að Búlgarir hafí verið betri lengst af. Rodion Catamaru skoraði tvívegis fyrir Rúmena á síðustu tíu mínútunum. Dorian Mateuc náð forystu fyrir Rúmena á 25. mín. en Hristo Kolev jafnaði fyrir leikhlé. Áhorfendur voru 52.000. Ikvöld f kvöld em þrir leikir I íslandsmótinu 1 körfuknattleik. Haukar og ÍS mætast I Hafnarfíröi, KR og Grindavtk I Haga- skólanum og ÍBK og Þór I Keflavik. Allir leikimir hefjast kl. 20. í 1. deild kvenna em einnig þrir leik- ir sem allir hefjast kl. 21.30. Haukar og Grindavík leika I Hafnarfiröi, KR og fS f Hagaskólanum og ÍBK og Njarðvik í Keflavik. Kom á eigin kostn- aðfráltalíuog gerði sigurmarkið! ISTVAN Vlncze kom inn á sem varamaftur f llftlUngverja nfu mfn. fyrir leikslok gegn Norftur-frum ígærkvöldi, og þremur mín. efftar hafftl hann skoraft eina mark leiksins með glæsilegu skoti. Leikur liöanna var f 6. riðli undankeppni heimsmeistara- keppninnar á Ítalíu eftir tvö ár og fór fram f Búdapest. framir höfðu varist vel — lðgðu raunar alla áhersiu á vömina allan tfmann — og þeir 18.000 áhorf- endur sem lögðu leið sína á völlinn í gærkvöldi vora famir að sætta sig við jafntefli. En þá kom Vinc- ze inn á og gerði út um ieikinn. Hann fékk knöttinn 20 metra frá marki og sendi hann með jörðinni f markhomið alveg úti við stöng. Þess má geta að Vincze var ein- ungis í ungverska landsliðshópinn fyrir leikinn vegna þess að hann bauðst til að borga flugfarið frá Ítaiíu sjálfur, en þangað er hann nýfluttur og farinn að leika með Lecce! Forystumenn ungverska knattspymusambandsins hljóta að vera honum þakklátir og spumingin er hvort þeir endur- greiði honum farmiðann! Slæm byrjun Englendinga ENGLENDINGAR og Svíar gerftu markalaust jafntefli, í fyrsta leik beggja f 2. riftli HM-keppninnar, á Wembley- leikvanginum í London í gær- kvöldi. Urslitin voru sanngjörn — enskir sóttu að vfsu meira en Svíar vörðust mjög vel og fengu einnig tækifæri til aft skora. Ahangendur enska liðsins vom mjög ósáttir við leik sinna manna og kröfðust þess eftir leikinn að Bobby Robson, sfjóri liðsins, yrði látinn fjúka. Frá Bob Englendingar Hennessy fengu tvö góð tæki- /Englandi fœrj yj skora — bæði komu þau í hlut Gary Lineker, sem skallaði fyrst yfír markið eftir fyrirgjöf John Barnes og skaut sfðan framhjá eft- ir frábæra sendingu Chris Waddle. Waddle kom knettinum í netið hjá Svíum er aðeins fímmtán mín. vom liðnar af leiknum. En franski dómarinn Gerard Biguet dæmdi brot á Englendinga — hrindingu. Ekki er gott að segja hvemig farið hefði ef mark þetta hefði verið dæmt gilt, en Englendingar voru ákafíega ósáttir við dóminn. Töldu markið gott og gilt. ^ Jonas Thern og Joakin Nilsson áttu báðir góð skot að enska mark- inu undir lok leiksins, en Shilton sá við þeim í bæði skiptin. Annars lögðu Svíar mesta áherslu á vöm- ina. Áhorfendur á Wembley vom 65.628. Liðin voru þannig skipuð: England: Peter Shilton; Gary Stevens, Tony Adanis (Des Walker vm. á 66.), Terry Butc- her, Stuart Pearce; Chris Waddle, Neil Webb, Bryan Robson, John Bames (Tony Cottee vm. á 80.); Peter'Beardsley, Gary Lineker. Sviþjóð: Thomas Ravelli; Roland Nilsson (Dennis Schiller vm. á 77.), Glenn Hysen, Peter Larsson, Rogcr Ljung, Jonas Them, Glenn Stromberg, Robert Prytz, Joachim Nils- son; Hans Holmquist (Johnny Ekström vm. á 63.), Stefan Pettersson. Pólverjar ósannfærandl Pólveijar vom ekki sannfærandi í sínum fyrsta leik í riðlinum en þeir sigmðu Albani 1:0 á heima- velli í gærkvöldi. Það var Krzysztof Warzycha sem skoraði eina mark leiksins á 78. mín. Andrzej Rudy, leikstjómandi GKS Katowice, stjómaði leik Pólveija, sem vom með knöttinn nánast allan tímann, en skorti hugmyndir er nær dró marki Albaníumanna. HANDKNATTLEIKUR / 1.DEILD Áfall fyrir Stjömuna Fjóla Þórisdóttir, landsliðsmarkvörður úr Stjömunni leikur ekki með Garðabæjarliðinu I vetur. Fjóla slasaðist í landsleik gegn Portúgölum seint i sfðasta mánuði - sleit liðbönd í ökkla og verður ekki með landsliðinu f C-heimsmeistarakeppninni. Fjóla kemur ekki til með að standa f marki Stjömunnar f vetur, þvf stúlkan hefur ákveðið að halda vestur um haf á vit ævintýranna um áramót.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.